Vísir - 08.04.1978, Blaðsíða 11
11
VtSXRi Laugardagur 8. april
1978
Þetta er ekki alvöru-menningargrein. Þetta er
bara svona Helgarblaðsrabb handa honum Árna.
Það sem gerir misskilninginn eru þessar fjórar
tilvitnanir i henni. Tilurð þeirra er ansi skrýtin.
Þannig var að undirritaður settist niður og hóf
skrif. Þá gerðust þau býsn að með jöfnu míllibili
var eins og eitthvert yfirskilvitlegt afl þrifi í
aðra hendina og slengdi henni sem vængjahurð
utan í bókahilluna á veggnum. Þar var jafnan
fyrir eitthvert rit er hafði að geyma málsgrein
sem passaði svo dæmalaust vel inn i eyðuna á
blaðinu. Hvaða afl var hér að verki er mér enn
hulið en hitt er víst að hérmeð strengi ég þess heit
að gera aldrei framar grín að þjóðhátíðar-
ræðum.
Annars hentar það prýðisvel
umræðuefni okkar að þessu
sinni að byrja á að glugga ofur-
litið i dagblaðið Timann.
Reyndar verður fingri aðeins
drepið við einni litilli fyrirsögn I
sem birtist þar um daginn.
Fréttin var um starfsemi nem-
enda Myndlistar- og handiða-
skóla íslands. Og fyrirsögnin
var: „Verðandilistamenn halda
basar”.
Þessa ágætu fyrirsögn má
endalaustklipaogkreista hnoða
og teygja og dýfa ofan i
sósiah-ealisma eða annan skyld-
an leysi. HUn hefur svo margt
að segja okkur. En slik meðferð
yrði sennilega nokkuð
dauðyflisleg aflestrar. Þess i
stað skulum við á annan hátt
ræða það hugarfar sem býr að
baki henni og koma svo aftur að
henni sjálfri siðar.
með stórum
Af List
staf
Áður fyrr moraði allt tsland i
I álfum og tröllum. Þá fylgdi
hverju bóndabýli hið minnsta
einn álagablettur eða hulduhóll
sem ekki mátti hrófla við vegna
búsetu huldra vætta. Börnum
var innrætt að bera virðingu
fyrir þessum leyndardómi og
yfirleitt fýlgdi þeim alla ævi
nokkur beygur og lotning i senn
gagnvart þessum skrýtna fasta-
punkti i tilverunni sem enginn
virtist vita hvernig var til kom-
I inn.
1 islenzku kapphlaupsþjóð-
félagi nútimans hefur við ámóta
hlutverki tekið annars konar
fyrirbæri sveipað huliðsblæju og
ógn hins óþekkta — kallað List.
Með stórum staf. Og ennþá er
verið að hrekkja börnin. Að
minnsta kosti var það svo þegar
ég hímdi i barnaskóla. Þá var
reynt að innræta okkur virðingu
fyrir nokkrum öndvegisverkum
islenskrar ljóðlistar. Aðferðin
var sú að við lærðum utanað fá-
I ein ljóð (Hin voru bara lesin
eins og simaskrá) og siðan
sigldum við upp að töflu og
bunuðum gusunni út úr okkur
| áður en hún gleymdist. Merking
I orðanna varð yfirleitt eftir á
I blaðsiðunum. Eða þá að hún
kramdist til bana á milli takta
en taktföst framsögn ljóðanna
var skipun dagsins. Með þessu
móti tókst óafvitandi að gera
glitrandi andagift að köldum og
[ fráhrindandi hlut: List með
stórum starf. Sumir hafa
kannski ekki ennþá vogað sér að
þreifa á h jartslættinum í nokkru
ljóði eftir þetta.
Það er þetta viðhorf sem ei;
umræðuefnið hér. Það viðhorf
sem hlammar listagyðjunni
niður á einhvern bannreit,
skreytir hana eins og jólatré,
fleygir i hana skildingum og
segir: „Sittu svo þarna góða
min.” Viðhorf sem gerir listina
að einhverju fjarrænu og
hálfógnandi, skipar ákveðna
mennsem sendiboða hennar og
túlkendur og ráðleggur hinum
að hafa hægt um sig. Viðhorf
sem fær fólk af eðlislægum
áhuga á að sneiða hjá óþægind-
um til þessað gripa fegins hendi
framleiðslu einsog fyrsta fram-
haldsþátt islenska sjónvarpsins
sem hlýtur að teljast til meiri-
háttar smekkleysuviðburða
fyrra árs. Þessu rabbi er ekki
beint gegn einhverjum hópi
manna heldur ákveðinni af-
stöðu, sem vel mætti segja
manni að blundaði i okkur öll-
um.
„Ja, — hvað er list?”
Mikið má sá maður skamm-
ast sin sem fann upp á þeim
óskunda að yppta öxlum og láta
út úr sér setninguna: ,,Ja, —
hvað er list?” Þvi að þessi
spurning hefur allar götur siðan
verið notuð kinnroðalaust til
þess að klippa á allar listum-
ræður. Sá sem langar að breiða
yfir geig sinn gagnvart þessu
ægilega dulfyrirbæri gripur
nefnilega til þessarar spurning-
ar og eins og þegar teygja brest-
ur, sendir hann „Listina” bein-
ustu leið út i hafsauga sem eitt-
hvert leiðarljós sem sumir sjái
en aðrir ekki.
Listsköpun er einn þeirra
þátta sem skilur manninn frá
sambýlingum hans á jörðu. Og
þessir þættir eru hreint ekki svo
margir ef grannt er skoðað.
(Likamlegar þarfir og hvatir
mannsins eru i eðli sinu þær
sömu og villidýranna i regn-
skógum Afriku). Þessi athöfn
listsköpunin er i raun ekkert
,,Með þroska á ég einfaldlega
við vöxt eða fullkomnun þeirra
eiginleika sem eru mönnum
eðlislægir: Að menntast er þá
að verða meira maður — ekki
meiri maður — i þeim skilningi
að þær gáfur eða eiginleikar
sem einkenna manninn fái notið
sin, vaxi og dafni eðlilega.”
Og þá segjum við skilið við
þessa hlið málsins. En hvers
vegna i ósköðunum var ég að
troða jafnleiðinlegum vanga-
veltum inn í svo bráðskemmti-
legt spjall? Jú, — þær ættu
nefnilega að varpa betra ljósi á
þau atriði i islensku menningar-
lifi sem við ætlum nú að beina
spjótum að bæði það, hvað er
verið að gagnrýna og hvers
vegna.
Þegar stigið var
á Akkillesarhæl
islendinga — óvart
Auðvitað kemur það vigbúnu
fólki eins og okkur afskaplega
vel að vita hvað óvinurinn heit-
ir. Við getum vissulega verið ill-
kvittinog valið honum nöfn eins
og „hræsni” eða „snobb.” Svo
getum við verið örlitið betri i
sálinni og kallað hann „efnis-
hyggjulegt viðhorf til andlegra
hluta”. Loks má eitthvað styðj-
ast við orð eins og „minni-
máttarkennd” eða jafnvel
„þröngsýni”. En ætli við reyn-
um ekki bara að lýsa honum,
stikla á fáeinum dæmum og
draga þau upp á þráð.
I fjölmiðlum og manna á
meðal gefa fslendingar sjálfum
sér þá einkunn að þeir séu mikil
bókaþjóð, sæki leikhús af fá-
dæma dugnaði og leggi yfir
höfuð drjúga stund á listir.
Þetta ber oft á góma. Kannski
óeðlilega oft? Það skyldi þó
þorpsbúa e.t.v bara rödd eins
viðkvæmasta hluta þjóðarsálar-
innar?
Listin og steinsteypan
A Islandi er aragrúi áhuga-
leikhúsa jafnvel i smæstu
byggðarlögum. Hver er
ástæðan? Ahugi á leikhúsinu
sem listrænu formi og
tjáningarmöguleikum þess?
Sitthvað mælir gegn þvi. Til
dæmis sjáum við ef við rennum
yfir lista yfir leiksýningar
aðildarfélaga Bandalags ís-
lenskra leikfélaga leikárið
1976-77 að meiri hluta leikrit-
anna má flokka undir létta
gamanleiki sem þar að auki
hafa gengið þvers og kruss um
landið i mörg ár ef ekki áratugi.
Tvær aðrar ástæður eru snöggt-
um liklegri. Annars vegar er
þörfin fyrir saklausa skemmt-
an. Þáspyrjum við: „En hvers
vegna i ósköpunum allt þetta
leikhúsafargan?” og bendum á
önnur lönd til hliðsjónar. Og er-
um við þá ekki komin að
svipaðri hugsun og kom fram
varðandi sjávarþorpið hér
áðan: Við verðum að hafa leik-
hús, maður, — vera menningar-
leg.
Það var þetta sem við vorum
svo góð i okkur að kalla „efnis-
hyggjulegt viðhorf til andlegra
hluta” framar i spjallinu. Eitt-
hvað annað en einlægur áhugi
og innsæi i viðkomandi listgrein
ræður ferðinni. Afleiðingin ersú
að hinn listræni áhugi töltir á
eftir en framkvæmdagleðin ek-
ur eins og mannlaus bifreið eitt-
hvað út i buskann. Og listfram-
kvæmdirsem eruholar að innan
eru verri en engar þvi að þær
hlaða utan á sig sýndarmennsku
og tortryggni sem sifellt
F
1 nM slen • 'MMMI dmgor m 1 nir, 1 AllillA
ul ■ «■•■■■ uy 1.19MH Texti: Hallgrimur H. Helgason
AlVFó
‘d£g/)A
, ’v/Aft/Al W/VO ■ ,
SOVÍ/R MANA
, Yl£m t® 5f63A
V/AV/V yflLVí
IWlNlXtfAK-
^GAG NflÝA/\
y:
Sigga Vigga og tilveran eftir Gísla J. Ástþórsson
febrúar 1978
— Clr Morgunblaðinu 17.
annað en beiting og ræktun þess
eina sem maðurinn hefur fram
yfir önnur dýr: skipulagðrar
uppbyggjandi hugsunar. (Þar
sem þetta er ekki al-
vöru-menningargrein má vera
að orðalag sé ekki alltaf alveg
eftir reglunum.) Einn maður
notar andlega gáfu sina til þess
að raða saman misháreistu
sköpunarverki (texta mynd-
verki o.s.frv.) sem annar maður
bröltir svo upp eftir með þvi að
beita sömu andagift (og stund-
um sams konar menntun eða
menningarbakgrunni). Ef rétt
er að staðið á allt þetta bram-
bolt að auka viðsýni og þroska
beggja aðila eða m.ö.o.
menntun þeirra hvort sem sá
lærdómur er þjóðfélagslegúr,
sammannlegur, eða bara fagur-
fræðilegur hvað varðar viðkom-
andi listform. Og er þá svo
sannarlega kominn timi til að
gefa öðrum og reyndari manni
en undirrituðum orðið. Gripum
eilitið niður i erindi Páls Skúla-
sonar prófessors. "Viðhorf til
menntunar'* sem flutt var á
ráðstefnu BHM i október siðast-
liðnum:
aldrei vera, að tveir kvik-
myndagerðarmenn hafi fyrir
nokkrum árum stigið óvart ofan
á Akkillesarhæl islensku þjóð-
arinnar?
Sjónvarpsmyndin „Fiskur
undir steini” átti i stórum drátt-
um að lýsa fátækt i menningar-
lifi sjávarþorps á tslandi. Höf-
undar myndarinnar
margitrekuðu fyrir og eftir sýn-
ingu hennar að hún ætti ekki að
lýsa einhverju ákveðnu þorpi,
þó aðvissulega værihún mestöll
tekin á sama staðnum. En brátt
heyrðist ekki i þeim fyrir há-
vaða. Ibúar þorpsins þar sem
myndin var tekin, ruku upp til
handa og fóta, æddu yfir alla
fjölmiðla og hrópuðu: „Vist er
list hjá okkur!”. Næstu vikurn-
ar linnti svo vart fréttum af list-
viðburðum og allskyns
menningarstarfsemi i þessu
litla þorpi.
Á meðan þessu fór fram sátu
aðrir landsmenn að mestu hjá
oghéldu ró sinni. En hvað hefði
gerst ef þessi ágæta mynd hefði
bersýnilega átt að lýsa
gliðstæðri menningarfátækt á
landinu öllu? Voru viðbrögð
erfiöaraerað komast inn úr. Og
„Listin” hendist út i hafsauga.
A Leiklistarþingi 1977 lögðu
þeir Ornólfur Arnason og Guð-
mundur Steinsson fram grein,
sem þeir kölluðu: „Er
höfundurinn ekki leikhús-
maður?” Þar stendur m.a.:
„En pótentátar neysluþjóð-
félagsins eru ekki alltaf jafn
fastir á fé i þágu listarinnar og
þegar um er að ræða laun lista-
manna. Leiklistin sjálf má sigla
sinn sjó og bjargast á eigin dug,
en sé minnst á steinsteypu hitt-
ir hún beint i hjartastað.
Borgarstjórn Reykjavikur hef-
ur nýlega samþykkt að byggja
stórhýsi yfir starfsemi þá sem
Leikfélag Reykjavikur rekur.
Aætlaður byggingarkostnaður
er 1 milljarður isl. króna.
Með núverandi kjörum höfunda
mundi þetta nægja til að greiða
fyrir notkun beggja leikhús-
anna i Reykjavik á islenskum
leikritum allt til ársins 2564.”
Hver sem afstaða okkar kann
aðvera til nýja Borgarleikhúss-
ins er vert að gefa þessu gaum.
Hver veiL nema islenskt
menningarlif sé i ýmsum tilfell-
um aðeins stækkuð mynd af þvil
sem við ræddum áðan varðandi|
áhugaleikhúsin.
Laxness i metratali
Þetta „efnishyggjulega við-l
horf...o.s.frv.” er auðvitað til il
ýmsum myndum og stigum. 0111
þekkjum við öfgahlið fýrir-l
bærisins þar sem búið er að I
smyrja Ústaverkið eða list-
viðburðinn svo þykku lagi af
sykurbráð að það sést hvorki
tangur né tetur af honum
lengur. Þá er farið i leikhús tii
þess að blaðra við Gúnda og
Stinu og háma i sig konfekt i
brakandi pokum og það skiptir
ekki máli hvort tjaldið er frá |
eða fyrir. Þá er farið á mál-
verkasýningar eins og maður sé 1
aðalmálverkið sjálfur og rennt
yfir nafnalistann i sýningar-
skránni. Þá er kjagað niður i
forlag og Laxness keyptur i
metratali fyrir nýju hillurnar. A
meðan ég skrepp fram og fæ
mér brauðsneiðertilvaliðaðsjá
hvað Orn Arnarson sagði eitt |
sinn um slikt:
Kauptu bókina, bróðir, '
þó að bókin sé dýr.
Hún er ásjáleg ytra,
hvað sem i henni býr.
Yst er gljáskinn og gylling
— vittu að gullið er dýrt —
svo er pálþykkur pappir,
og hve prentið er skýrt!
Þá er fallstuðluð froða,
þar næst lágstuðla leir.
seinast hástuðluð heimska.
Seg mér hvað viltu meir?
Hinir „veröandi lista-
menn”
Við byr juðum i spjalli okkar á
þvi að leggja fyrirsögn úr Tim-1
anum á skurðarborðið. Hún
biður enn eftir aðgerð. Það er
orðalag fyrirsagnarinnar sem
vekurathygli okkar. Það að tala
um „verðandi listamenn” lýsir I
nefnilega viðhorfi sem fellur |
eins og i sögu inn i umfjöllun
okkar um „hið efnishyggjulega
viðhorf”. Þá er listamanninum
sjálfum stillt upp á svipaðan
hátt og Listinni. Maður sem
skrifar bók er skáld eða a.m.k.
rithöfundur: kona sem fiktar
með pensil og léreft er orðin
listmálari o.s.frv. M.ö.o. maður
sem hefur lokið námi i Mynd-
lista- og handiðaskóla Islands
getur þá hlaupið bláttstrik heim
til sin, litið i spegilinn á baðinu
og sagt: „Ég er listamaður.”
Það gefur auga leið að slikt er
ekki til að rétta af stefnuna hjá
mannlausa ökutækinu okkar.
Maður sem málar hundrað|
Heröubreiðir á ári allar eins
tekur brosandi við listamanna-|
laununum sýnir okkur
F.I.M ,-skirteinið sitt ypptir svo
öxlum og segir: „Ja — hvað er
list?” Og konan sem hraðritar
eldhúsrómana á 5 metra langar
rúllur þiggur sömu rikislaun
vegna þess hvað hún er mikið
lesin. En hvers vegna er hún svo
mikið lesin? Jú, — vegna þessa
fjarræna ógnandi fyrirbæris,l
Listarinnar, sem skipar fólki að |
læðast og hafa hljótt um sig.
Sterkasti andstæðingur for-
dóma er fræðslan. Þar erum við |
komin að hlutverki listgagnrýn-
enda meðal annarra. Fremur|
litið hefur verið gert af því i is-
lenskum fjölmiðlum að gefa I
innsýn i lögmál og tungumáll
hinna óliku listgreina, i ætt við|
sjónvarpsþætti um kvikmynd-
ina sem tjáningarform. Og ef|
við rennum snöggvast yfir list-
gagnrýni i islenskum fjöliniðl-l
um, sjáum við að viða er potturl
brotinn. Einn hefur sjálfur enga f
þekkingu á lögmálum þess
listsviðs, sem hann fjallar um;[
einn er fullur af lifsfirrtri skrúð-
mælgi; einn er óheill i afstöðuj
sinni,breytir sifelltum viðmiðun |
eftir þvi hvaða listamaður á
hlut; einn hengir sig i ákveðnarl
heimatilbúnar formúlur fyrir
þvi hvað sé gott og hvað slæmt
og svo mætti lengi telja. Opin [
upplýsing gæti þar komiðl
ómetanlega góðu til leiðar.
Það hefur nefnilega ekki enn I
verið skapað eitt einasta heilagt |
listaverk i allri sögunni.
—HHH|