Vísir - 08.04.1978, Blaðsíða 30
30
Laugardagur 8. aprll 1978 visrn
Reykjavikur og ætluðum að at-
huga um fyrirgreiðslu hjá Fisk-
veiðisjóði. Undirtektir voru væg-
ast sagt mjög neikvæðar, þvi sá
sem varð fyrir svörum sagði
þvert nei. Hann lagði áherslu á
orð sin með þvi að standa upp úr
stólnum og benda okkur vinsam-
legast á að allt væri á niðurleið á
Vestfjörðum, þar væri ekki neinn
grundvöllur fyrir útgerð. Þetta
var að sumu leyti rétt hjá mann-
inum, það hafði ekki fiskast vel á
Vestfjarðarmiðum þetta ár. En
þá var nú ekki talað um ofveiði á
þorskinum. Hann hélt sig á öðrum
miðum. En hvað með það, — við
vorum staðráðnir að fara út i
þetta og það tókst með aðstoð Ot-
vegsbankans. Við leigðum As-
björn fyrst, en fengum fyrstu
Guðbjörgina árið 1956. Hún var 48
lestir að stærð og var smiðuð
hérna hjá Marseliusi á Isafirði.”
Ásgeir sagði að hún bæri nafn föð-
urömmu sinnar. ,,Mér fannst
þetta svo mikil indæliskona að nýi
báturinn fékk nafn hennar, Guð-
björg. Siðan hafa skipin okkar
borið þetta nafn”, sagði Ásgeir.
Dregiö um skipin hjá
borgardómara
Guðbjörgin sem nú kemur með
afla til Isafjarðar er sú fimmta i
röðinni. Guggurnar urðu stærri
eftir þvi sem árin liðu og aflinn
varð meiri með hverju árinu.
Fyrsta Guðbjörgin var 48 lestir
smiðuð á Isafirði. Sú næsta var 76
tonn.sú þriðja var 115 tonn. Guð-
björg núm. fjögur var byggð árið
1967 og var 270 tonna stálskip. Sú
nýjasta er skuttogari byggður i
Noregi árið 1974. Hún er 431 lest.
,,Það voru pöntuð nokkur svona
skip og við þurftum að fara suður
Guðbjörgin er t.d. lengri en hinir
togararnir og hún er með kraft-
mikla vél. Hún gengur 13 til 14
milur og 10 milur i hvaða veðri
sem er.
— Nú er Guðbjörgin gul, hvers
vegna völduð þið þennan lit?
„Það var konan min, sem átti
mestan þátt i gula litnum. Hún
var búin að fá leið á þeim bláa, en
Guðbjörg númer fjögur var blá.
Við ákváðum þvi að breyta til.
Þeim fannst þetta mesta fásinna
þarna i Noregi, en svo fór nú að
nokkrir sænskir togarar, sem
smiðaðir voru á sama stað bera
sama lit.”, sagði Ásgeir.
„Við erum hjátrúarfullir"
„Fyrstu árin min byrjaði ég
aldrei róður á mánudegi, svo það
má segja að ég sé hjátrúarfullur.
Eins held ég meira upp á t.d. eina
skyrtu en aðra. Ég hef t.d. haft
hjá mér sama teppið siðan 1952
eða 53. Það kemur ekki til greina
að konan min fái að kasta þvi.
Þetta er ekki orðið neitt teppi
lengur, en ég vil hafa það hjá
mér,” sagði Asgeir.
„Þegar ég var á sildinni þá
vildi ég helst hafa konuna mina
með þegar við sigldum með afl-
ann. Við seldum aldrei betur, en
þegar hún var með.”
Asgeir sagði að með árunum
hefði þetta breyst. „Ég byrja nú
stundum á mánudögum núorðið,
en þann 15. janúar fer ég ekki i
veiðiferð, þá sigli ég i land, þó að
mokafli sé og gott veður. Strákur-
inn minn tekur þá við skipinu, ef
'svo ber undir, en hann hefur leyst
mig af og nú orðið tek ég mér
nokkurra mánaða fri á ári.”,
sagði Ásgeir. Sonur hans Guð-
bjartur var t.d. með Guðbjörgu
Á engo leyniuppskrift í
fórum mínum"
segir oflokóngurinn
Ásgeir Guðbjortsson
ó Guðbjörgu ÍS 46
Margir töldu hann angurgapa úr hófi fram fyrstu
skipstjórnarárin. Hann var sagður sækja sjóinn af
litilli forsjá. Sumir sögðu aö hann væri bandvitlaus
og að honum væri sama hvort hann væri ofan sjáv-
ar eða neðan. Þetta gekk svo langt að aðeins hinir
mestu fullhugar lögðu frá landi með honum.
Hann varð aflakóngur ísfirðinga í sextán vetrar-
vertiðir. Það gekk eins vel á sildarárunum og senni-
lega var hann hlutarhæstur allra þeirra sem stund-
uðu sildveiðar i Norðurhöfum árið 1968. Siðustu árin
hefur skip hans komið að landi meö mestan afla
allra islenskra skuttogara. Aflaverðmæti á síðasta
ári var hvorki meira né minna en 398.457 milljónir
króna. Þetta er aflaferill manns, sem ekki er vitað
til að eigi sér hliðstæðu. En hver er hann þá? Þetta
er hann Geiri á Guggunni, eða Ásgeir Guðbjartsson
skipstjóri á Guðbjörgu IS 46.
Ásgeir Guðbjartsson skipstjóri á Guðbjörgu ásamt
syni sinum Guðbjarti. Þeir komu með afla að verð-
mæti um 398.457 milljónir króna á siðasta ári. Myndir
„Hræðilega sjóveikur"
„Ég var eitthvaö innan við
fermingu þegar ég fór með pabba
á fjórtán tonna báti héðan frá tsa-
firði og til Bolungavikur. Þetta
var voðaleg ferð, ég var hræði-
lega sjóveikur, spúði tvisvar á
leiðinni. En eftir nokkrar ferðir á
sjónum lagaðist þetta nú allt
saman”. Það er Ásgeir sem rifjar
upp sina fyrstu sjóferð.
Asgeir er fæddur i Grunnavik,
sonur hjónanna Jóninu Guð-
bjartsdóttur og Guðbjarts As-
geirssonar. Hann fluttist ungur
með foreldrum sinum til ísafjarð-
ar, þar sem faðir hans var for-
maður og útgerðarmaður.
„Við strákarnir lékum okkur
mest niður i fjöru og i Dokkinni.
Þetta var skemmtilegt leiksvæði
og margt hægt að gera. Ekki
minnist ég þess að hugurinn stæði
til annars en að stunda sjóinn. Ég
var ein fimm ár i sveit þegar ég
var krakki og þurfti að sitja hjá
ánum. Ég útilokaði það nú strax
'að verða bóndi, þvi rollurnar voru
alveg að gera út af við mig. Siðar
þegar ég hætti að vera i sveit, þá
fór ég að vinna i landi. Ég vann
um tima i frystihúsinu Norður-
tanganum. Mér fannst dagurinn
aldrei ætla að liða og kunni illa
við mig að vinna svona tima-
vinnu. Það var þvi auðvelt að
ákveða framtiðarstarfið”, sagði
skipstjórinn.
Fjórtán ára gamall fer Asgeir
að stunda sjóinn og þá með föður
sinum. Fram að tvitugu var hann
háseti á ýmsum bátum frá Isa-
firði.
Meö linuna í mastrinu
Asgeir byrjar formennsku á
Valdisi árið 1948. Skömmu siðar
tekur hann við Bryndisi, sem var
15 tonna bátur, sem var gerður út
frá Isafirði. Það var 15. janúar
1949, sem báturinn varð fyrir
áfalli i róðri. Það var róið þessa
nótt og linan lögð. Um nóttina
gerir suð-austan rok og sjór var
úfinn. Þegar drætti var lokið var
haldið i land, en Bryndis hafði
ekki siglt lengi þegar hún fær yfir
sig brotsjó, sem lagði bátinn al-
veg á hliðina. Hjálp barst
skömmu siðar og dró varðskip
Bryndisi i höfn á Isafirði. tbúar
bæjarins sáu hana koma i höfn
illa til reika, með linuna uppi i
mastri, en hún hafði festst þar
þegar báturinn fór á hliðina.
En fall er fararheill, og Asgeir
tók við öðrum bát, Jódisi sem
varð hæstur ísafjarðarbáta þessa
vertið. Þar með hefst aflaferill
hans, sem vart á sér hliðstæðu, en
hann varð aflahæstur Isfirðinga á
vetrarvertiðum samfleytt i sex-
tán ár frá árinu 1949 til 1965.
Feraldrei á sjó 15. janúar
„Það er einn dagur á ári sem ég
fer aldrei á sjó, en það er 15. janú-
ar. Það er alveg sama hvernig
viðrar. Ég hef haldið þessum sið
frá þvi á árinu 1952, en þá missti
ég Bangsa. Báturinn fékk á sig
brotsjó norður af Rit”, sagði Ás-
geir. Maria Júlia bjargaði áhöfn
bátsins, en tveir menn fórust.
Sjórinn skolaði öllu lauslegu fyrir
borð, braut rúður og hurðir i
stýrishúsi og skjólborð. Báturinn
hálf fylltist af sjó. Þá kastaðist
hann á hliðina og öll ljós slokkn-
uðu. Þetta varð annað áfallið 15.
janúar. Hitt varð þegar Bryndis
fékk á sig brotsjó.
Skipíð fékk nafn föður-
ömmunnar
„Það var árið 1956 að við stofn-
uðum okkar eigið útgerðarfyrir-
tæki, Hrönn h/f. Það voru Guð-
mundur Guðmundsson, Kristinn
Arinbjörnsson, Guðbjartur As-
geirsson.Marias Guðmundsson og
ég. Við lögðum leið okkar til
KP.
til að draga um i hvaða röð þau
kæmu til landsins. Ég dró það sið-
asta og varð fyrir miklum von-
brigðum fyrst i stað. Það liðu tæp
tvö ár frá þvi að fyrsti togarinn
kom og þar til Guðbjörgin kom til
landsins. En eftir þvi sem reynsla
komst á skipin, þá sáum við það
sem betur mátti fara og þvi var
breytt. Það má þvi segja að flest-
ir vankantar hafi verið sniðnir af
skipunum þegar Guðbjörgin kom
til landsins”, sagði Asgeir.
„Mönnum leist ekkert of vel á
það að fá svona skip. Þeir voru
ekki bjartsýnir á átta til niu daga
veiðiferðir. Eins leist mönnum
ekkert of vel á að isa fiskinn i
kassa. Við fórum til Noregs og
fylgdumst með smiðinni og feng-
um okkar óskum framgengt.
um fimm mánuði á siðasta ári.
Honum virðist kippa i kynið, þvi
ekki er hann siður fiskinn en
pabbinn.
Dreymir fyrir góðu fiskirii
„Það kemur fyrir að mig
dreymir fyrir góðu fiskirii. Ný-
lega þegar sonur minn var með
skipið, þá sagði ég við hann að vel
myndi fiskast i þeim túr. Ég sá
það fyrir. Mig dreymdi að þeir
væru með mikinn afia. Það
stóðst”, sagði Asgeir. „Ég finn
það oft á mér ef vel gengur, þá
verð ég einhvern veginn léttari.
Annars á ég enga leyniuppskrift i
fórum minum. Þetta byggist allt
á þvi að hafa góðan mannskap og
gott skip. Sömu mennirnir eru hjá
mér ár eftir ár og ef þeir fara i fri,
þá eru það oftast sömu menirnir
Texti 09 myndir Kotfín Pólsdóttir