Vísir - 08.04.1978, Blaðsíða 23
vtsra Laugardagur 8. april 1978
23
Fátt er ríkara i islendingum en trúin á dulræn
fyrirbrigði. Trúin á annað lif eftir dauðann á hér
sterkan hljómgrunn og menn leita iðulega eftir
sambandi við látna ættingja og vini á miðilsfund-
um. Margir eiga tveggja heima sýn og veruleik-
inn handan landamæranna er þeim jafngildur
veruleika jarðnesks lífs.
Margir þeirra sem gæddir eru dulrænum hæf i-
leikum hafa nýtt þá til að láta gott af sér leiða
hér á jörðu niðri. Einn þeirra er Einar Jónsson á
Einarsstöðum í Þingeyjarsýslu. Náðargáfa hans
er einstæð. Hann kveðst vera í sambandi við
lækna fyrir handan sem lækna í gegnum hann.
Árangri af starfi hans ber vitni gífurleg aðsókn
til hans. Nú fyrir skömmu kom Einar til Reykja-
vikur tii að sinna þeim f jölmörgu sem höfðu leit-
að til hans. Þrátt fyrir mikið annriki gat hann
gefið sér tíma til að ræða við Helgarblaðið og
svara nokkrum spurningum um starf sitt.
Við hittum Einar að máli á heimili Sigurðar
Runólfssonar rakarameistara og konu hans
Fjólu Ágústsdóttur, en þau hjónin hafa átt veg og
vanda af skipulagi á starfi Einars i Reykjavík.
Auk þeirra tóku þátt i spjalli okkar séra Sigurður
Haukur Guðjónsson prestur i Langholtskirkju og
kona hans Kristin Gunnlaugsdóttir, en séra
Sigurður Haukur hefur fylgst með starfi Einars
um árabil. Síðast en ekki síst ræddum við við
konu Einars, Erlu Ingileif Björnsdóttur.
Meðfædd gáfa
„Eftir þvi sem mér er sagt
eru dulrænir hæfileikar minir
meðfæddir en siðan hef ég þróaB
þetta með mér”, sagði Einar er
hann var spurður að þvi hvenær
hann hafi fengið þessa náöar-
gáfu. „Frá barnæsku hef ég
verið skyggn á framliðið fólk en
hins vegar er ég ekki trans-
miðill þannig að ég kem fólki
ekki i samband við vini og ætt-
ingja handan landamæranna.”
Einar vildi ekki flika hæfileik-
um sinum mikið. Vinir hans
upplýstu að hann væri gæddur
þeim eiginleika að fara sálför-
um, sálin yfirgæfi likamann og
færi i ferðalög um lengri eða
skemmri veg. „Ég hef farið i
svona ferðalög siðan ég var ell-
efu ára. I fyrsta skiptið var ég
ofsalega hræddur en ég losnaði
við hræðsluna veturinn eftir aö
ég fermdist. Ég get ekki farið i
slik ferðalög þó ég ætli mér þaöt
þetta kemur alveg ósjálfrátt.
Þegar ég kem til baka get ég séð
minn eigin lfkama þar semég sit
eða ligg”.
Einar er lika oft beöinn um að
biðja fyrir fólki. Einkum fyrir
nýlátnu fólki, þannig að það
verði tekiö vel á móti þvi fyrir
handan og til þess aö þvi verði
ekki viðskilnaðurinn við þetta lif
eins sár.
Ef þeir fyndu samband...
En hvénær gerðir þú þér fyrst
grein fyrir þvi að þú værir
læknamiöill?
„Ég geröi mér ekki grein fyr-
ir þvi. Mér var bent á það. Til
min kom árið 1955 kona með
mikla miðilshæfileika, Guðrún
Waage, með orðsendingu frá
mönnum sem hafa farið yfir*
landamærin. Mér var sagt aö ég
ætti að fara á miðilsfund á
Akureyri hjá Láru Agústsdóttur
svo fljótt sem ég gæti þvi aö þeir
gátu ekki talað við mig nema i
gegnum sofandi miðil. Þegar
þetta geröist var ég fertugur.
Eg fékk þennan fund ári
seinna. Ég komst i samband við
látinn lækni, Þórð Pálsson er
var siðast læknir i Borgarnesi.
Sagði hann mér að þeir væru
nokkrir saman sem hefðu fengið
leyfi til að starfa við lækningar
ef þeir fyndu Samband við
þeirra hæfi. Ég hefði þær leiðsl-
ur, eins og hann orðaði það, sem
þeir þyrftu að nota til aö leiða
kraftinn til fólksins. Hann tók
það fram að þetta væri kraftur
frá Guði.”
Hvernig varð þér við?
„Mér varð ósköp mikið um
þetta þvi mér fannst ég vera
enginn maður til þessa. En hann
taldi aö ég gæti ekki neitað
þessu. Mér væri ætlað að starfa
með þeim og þeir væru búnir að
þjálfa mig lengi og hann sagði
jafnframt aö ég hefði staöist öll
próf.
Ég lofaði að gera tilraun fyrst
hann óskaði svo ákaft eftir þvi.
Hann setti mér siðan strangar
reglur til að starfa eftir. Þaðan i
frá mátti hann sýna sig og tala
við mig.”
Hvernig sérðu hann?
„I flestum tilvikum eins og ég
sé annað fólk. Hins vegar tala
ég við hann i huganum þannig
að það heyrast engar raddir.
Þeir eru svo margir sem starfa
saman læknarnir að ég þurfti að
fara á tvo aðra fundi meö sof-
andi miðlum til að kynnast hin-
um. Það er enginn einn fyrir
þeim- en Þórður stendur mér
nær en aðrir. Eftir þessa miðils-
fundi gat ég komist i samband
við þá án hjálpar miðils.”
Hver var svo fyrsti sjúklingur
þinn?
„Það var sveitungi minn.
Hann hafði frétt af þessum
fundum og kom til min með
Viðtal: Kjartan Stefánsson Myndir:Björgvin Pálsson og Jens Alexandersson