Vísir - 08.04.1978, Blaðsíða 25

Vísir - 08.04.1978, Blaðsíða 25
vísra Laugardagur 8. april 1978 25 Sigur&ur Haukur: „Ég skil ekki þann prest, sem neitar tilvist lækninga aö handan” ingu i fjarlægð. Einar fær núna um 20-30 bréf i hvert sinn með póstinum en hann kemur þrisvar i viku.” Það er ekki mitt að dæma um árangur Hvað hefur þú annast marga sjúklinga? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég á ekki nöfn allra þeirra sem hafa leitað til min en meiri- hluta þeirra samt.” Hefur þú nokkuð fylgst með árangri af lækningum þinum og læðistaldrei að þér sá grunur að ef til vill sért þú að bregðast hundruðum sjúklinga sem leggja allt sitt traust á þig? „Nei, það hvila engar áhyggj- ur á mér vegna ábyrgðar minn- ar. Ég ber fyllsta traust til læknanna. Ég hugsa ekki svo mikið um árangurinn' það er ekki mitt að dæma um það. Ég veit ekkert nema menn komi til min á eftir og láti mig vita um árangur. Það hafa reyndar margir gerU.~ En það eru ef- laust margir sem vita betur um árangurinn en ég.” Finnur þú fyrir þvi þegar ver- ið er að lækna i gegnum þig og veldur það þér einhverjum óþægindum? „Ég verð ekki var við að það raski ró minni á nokkurn hátt. Hins vegar er stærð kraftsins misjöfn eftir sjúkdómum. Þeg- ar verið er að lækna mikfð.verð ég óskaplega þreyttur. En ég þarf stuttan tima til að endur- nærast.” Nú getur þú greint sjúkdóma hjá fólki. Getur fólk komið til þin og spurt hvað gangi að þvi? „Yfirleitt má ég ekki sjúk- dómsgreina nema það sé lifs- nauðsynlegt. Læknarnir tóku það fram við mig að ég ætti ekki að svara bréfum eða spurning- um fólks varðandi sjúkdóminn. Það væri þeirra hlutverk að svara, þ.e. með lækningu. Ég get þó nefnt dæmi þar sem ég gerði undantekningu á þessu. Það hringdi eitt sinn til min kona og sagði frá stúlku sem var á hennar vegum. Stúlkan þjáð- ist mikið af kvölum i maga. Ég sagði henni að stúlkan væri með bráða botnlangabólgu og þyrfti hún að koma henni strax á spitala. Stúlkan komst i tæka tið og var skorin upp og reyndist það rétt vera sem ég sagði og mátti ekki tæpara standa. Fór til Kanada með læknunum Erla Ingileif sagði okkur að oft fengi Einar að fylgjast með starfi læknanna hér og þar um landið og jafnvel erlendis. „Hann fékk eitt sinn bréf á ensku frá Kanada”, sagði Erla Ingileif. „Ég las bréfið fyrir hann. Það var frá kopu sem lá á sjúkrahúsi með krabbamein. Hún átti þrjú börn og bað hann um lækningu. Við vorum að Dl MIG Ff öllum likama hans. Talið var að hann væri með rauðu hundana. Ekki þótti fært að hann legðist inn á sjúkrahúsið fyrr en honum væri batnað af rauðu hundun- um. Drengnum versnaði mjög mikið miðvikudaginn 3. septem- ber. Pétur Orn var aldrei með sótthita á meðan á þessum veik- indum stóð en með rauð þykk- ildi i andliti og viða um likamann.mikinn ofsakláða á iljunum og mjög viðkvæmur á báðum fótum. Fimmtudaginn 11. september var drengurinn orðinn sæmiiega hress eftir þessi veikindi. Samband var haft við sjúkrahúsið og var ákveðið að drengurinn legðist inn mánudaginn 15. september sem stóðst. Læknarnir á sjúkrahúsinu töldu að samkvæmt umsögn um myndir sem teknar voru á Borgarspitalanum yrði aðgerð nauðsynleg. Læknarnir sögðu að það væri vani að taka nýjar myndir áður en aðgerð hæfist og var það gert sama dag og drengurinn lagðist inn á sjúkrahúsiö. Daginn eftir var móður drengsins tjáð að það þyrfti að taka aðra mynd af Pétri þar sem myndin frá deginum áður hefði sýnt að liðkúlan, sem búist var við aö væri niðurbrotin, var það ekki. Jafnframt átti að leita að annarri orsök fyrir helti Pét- urs. Einnig var myndin sem tekin var á Borgarspitalanum fyrr um sumarið fengin til sam- anburðar ef ske kynni að hún hefði fengið ranga umsögn. En nýja myndin sýndi heldur ekkert sem gat skýrt helti Péturs. Um morguninn 17. sept- ember hittust læknar á Barna- deild Hringsins með öll gögn um veikindi Péturs. Eftir þann fund var móður Pétursskýrt svo frá: Mynd tek- in 8. ágúst er rétt dæmd hjá iæknum Borgarspitalans. Aug- ljóst er á henni að niðurbrot á beinum er hafið. Kúlan er orðin hraunleg og gljúp, en nýju myndirnarsýna glansandi jafna kúlu en þó er eins og eimi eftir af einhverjum óhreinindum i iiðvökva. Þar með þurfi ekki lengur að leita að ástæðu fyrir helti Péturs þar sem hann heföi auðsjáanlega haft niðurbrot i beinum i ágústmánuöi og reyndar fyrr. Hvers vegna svo skyndileg breyting til hins betra hefði orðið gætu þeir hins vegar ekki skýrt. Batinn væri mjög óvenjulegur ef ekki óþekktur. Pétur örn mætti nú fara heim en með honum yrði fylgst og ætti hann að koma i myndatöku eftir tvo mánuði. Hinn 17. nóvember fór Pétur örn enn á ný i myndatöku. Að áliti lækna og röntgensérfræð- inga sýndi myndin ekkert at- hugavert við mjaðmaliði kúlu og vökva; allt saman var eðli- legt. Skömmu eftir að Pétur kom heim af spitalanum en þó sér- staklega eftir að komiö var fram i október 1975 minnkaði heltin hjá drengnum og batinn hélt stöðugt áfram. Haft samband við Einar 4. september Hér lýkur frásögn Sverris af sjúkdómssögu Péturs Arnar. Aftan við hana hefur hann skráð viðbót við ofanritaða frásögn. Þar segir að vinuf Sverris hafi i siðari hluta ágústmánaðar 1975 farið norður i land i sumarleyfi. Sverri hafi verið kunnugt um fjölskyldutengsl þessa vinar sins við Einar Jónsson á Einars- stöðum i Suður-Þingeyjarsýslu. Bað Sverrir hann að koma við hjá Einari og kynna fyrir hon- um sjúkdóm Péturs Arnar. Vin- ur hans heimsótti Einar Jónsson að morgni 4. september og fékk góðar undirtektir við óskum for- eldra Péturs Arnar. Þegar Pétur örn var kominn á sjúkrahúsið þann 15. septem- ber hringdi móðir hans til Ein- ars og náði sambandi við hann þriðjudaginn 16. september kl. 11 f.h. og skýrði hún Einari frá bvi hvar drengurinn væri. Trúðuð þið á það að Einar gæti hjálpað ykkur? Við gerðum okkur aldrei i hugarlund að uppskurður væri umflýjanlegur. Við höfðum fyrst og fremst samband við Einar til þess að hann myndi létta fyrir aðgerðinni og veröa Pétri Erni til styrktar bæði and- lega og likamlega. „Reyndar var ég búin að gleyma aö haft hafði verið samband við Einar”, sagöi Ingibjörg. Hvaöa skýringu kunnið þið á þvi sem hefur gerst? ,,Við kunnum enga aðra skýr- ingu en þá að Pétur örn hafi Nú er Pétri Erni að mestu batnað I fætinum, en einstöku sinnum finnur hann þó fyrir helti. hlotið lækningu i gegnum Ein- ar.” Urðuð þið vör við einhverjar breytingar á Pétri Erni eftir að talað var við Einar? „Nei, ég varð aldrei var við neitt sérstakt. Pétur féll i djúp- ansvefnkl. 5um daginn rétt eft- ir að talað var við Einar og vaknaði ekki fyrr en ki. 6 um morguninn eftir”, sagöi Ingi- björg .,,Þá var hann búinn að jafna sig að mestu leyti og orð- inn hvitur i andliti. Það kom seinna i ijós eftir þessi veikindi hans,áður en hann fór á spital- ann,sem talið var aö væru rauð- ir hundar, að Pétur hafði fengið rauða hunda áður. Þannig að það gat ekki verið rétt sjúk- dómsgreining.” Hvernig er Pétur I fætinum núna? Hann er að mestu orðinn góð- ur en þó koma dagar inn i sem hann finnur til og á erfitt með gang. En hann getur hreyft fæt- urna alveg eölilega.” Hvaða áhrif haföi þetta á lif ykkar? „Ég hef alltaf verið trúaður á annað Hf”, sagði Sverrir, „og opinn fyrir þessum hlutum. Þannig að þetta var enn ein staðfestingin á þeim. Hug okkar til Einars þarf ekki að lýsa. Við erum full þakklætis og skráði ég þessa skýrslu til að hún mætti verða vitnisburður um náðar- gáfu hans”. „Auðvitað ætti þetta að valda þáttaskilum i lifi okkar, „sagði Ingibjörg” en i reynd þá hefur þetta sorglega litil áhrif á okkar daglega lif. Ég er efasemdar- manneskja og maður stendur þarna frammi fyrir hlutum sem maður verður að sætta sig við að geta ekki skýrt.” —KS. Viðtalið við Einar var tekið í hópi nokkurra vina hans. A mynd- inni sjást séra Sigurður Haukur, Einar, Erla Ingileif og Kristin Gunnlaugsdóttir. drekka kaffi þegar þetta gerð- ist. Ég lét bréfið á borðið að loknum lestri og sá að hann lagði höndina á það. Skömmu siðar sá ég það á svip hans að hann var farinn. Það leið ekki langur timi þar til hann kom aftur. Ég spuröi hann: „Sástu konuna?” „Já, ég sá hana”, sagði hann, „en hún var ekki i sjúkrahúsinu ; hún var i slopp heima hjá sér”. Astæðan fyrir þvi að þeir gátu fundið hana var sú að þeir hittu i Kanada látinn ættingja konunnar sem gat vis- að þeim til vegar. Seinna feng- um við bréf frá annarri konu þar ytra sem sagði okkur frá þvi að þessi kona hefði fengið að fara heim i eins dags heimsókn þennan sama dag.” Erla Ingileif sagði að hún gæti alltaf séð það á svip Einars hvort sálin væri i likamanum eða ekki og hvenær hún kæmi til baka. Hún var spurð að þvi hvort það væri ekki óþægilegt að sitja við sama borð og hann og vita samt að hann væri hvergi nálægur. Sagði hún að slikt væri löngu komið i vana. Fékk heiftugar fæðingar- hríðir Margt bar á góma i þessu spjalli. Þar á meðal var eitt atriði sem blaðamanni hefði aldrei hugkvæmst að spyrja um. Það hefur komið fyrir m.a að sjúkdómar, sem verið er að lækna i gegn um Einar, koma stundum fram á honum sjálf um. Þetta gerist einkum ef hann veit ekki nafnið á þeim sem er að leita lækningar. „Til dæmis fékk ég eitt sinn heiftarlegar fæðingarhriðir og engdist ég sundur og saman af kvölum meðan ósköpin gengu yfir. Skýringuna fékk ég skömmu siðar. Kona sem þekkti til á heimili okkar átti i miklum erfiðleikum þegar hún var að ala barn sitt. A meðan var henni hugsað sterkt til min og linuðust þjáningar hennar við það. En hins vegar hafði hún gleymt að láta mig fá nafnið sitt þannig að þrautir hennar komu fram á mér. Það kemur stundum fyrir þegar ég er út á túni að ég fæ verki og þarf að kasta upp”. „Þegar ég sé að hann er sjúk- ur þá þarf ég að spyrja hvort það sé hann sem sé veikur sjálf- ur eða einhver annar”, sagði Erla Ingileif. Læknarnir ekki verstir Hver eru viðbrögð jarðneskra lækna við þessari starfsemi þinni? „Þeir hafa látið þetta býsna afskiptalaust. Það eru þó heldur eldri og reyndari læknar sem eru opnari fyrir þessu. Fólk al- mennt var mikið á móti þessu fyrst.en það hefur breyst mikið á seinni árum. Það eru alltaf einhverjir sem verða til þess að skipta sér af þessu en það skipt- ir mig engu máli; þetta eru eðli- leg viðbrögð”. „Það eru ekki læknarnir sem eru verstir þeirra sem eru að hnjóða i þetta mál”, sagði séra Sigurður Haukur. „Ég er hræddur um að margir starfs- bræður mínir eigi hér hlut að máli. En ég skil ekki þann prest sem les Nýja testamentið i gegn án þess að sjá að i hverjum kafla og á hverri blaðsiðu er verið að tala um þessi mál. Og ég skil ekki hroka þeirra sem afneita tilvist lækninga að hand- an. En ég viðurkenni að það eru vissar hættur i þessu máli. Læknar gætu óttast að fólk hætti að leita til þeirra. Það er langt i frá að Einar hvetji fólk til að hætta að leita til jarðneskra lækna. Þvert á móti kemur það iðulega fyrir að hann visar þvi til þeirra og eru mörg dæmi þess. Jafnframt er viss hætta á að upp risi falsspámenn og þess vegna þurfa menn að vera vel á verði. Ég var búinn að fylgjast lengi með Einari áður en ég sannfærðist um lækningamátt hans.” Tilbúinn að gangast undir rannsókn Er til einhver visindaleg skýring á þvi hvað gerist þegar þú læknart Einar? „Ég þekki hana ekki. Þetta er ekki frá sjálfum mér komið og ég tel þetta óhugsandi án þess að þetta sé frá Guði komið”. Séra Sigurður Haukur benti á að visindaleg þekking okkar næði svo skammt á þessu sviði. Raunar værum við þess ekki megnug að gefa neinar viðhlit- andi skýringar á þessu fyrir- brigði, hvorki til að sanna þær eða afsanna. Hins vegar væri þekking manna alltaf að aukast og það væri ekki ósennilegt að þegar fram liðu stundir að ein- hver visindaleg skýring fengist sem menn geta sætt sig við, ef þeir litu þannig á að það væri meginkjarni þessa máls. Hefur farið fram einhver rannsókn hlutlausra aðila á hæfileikum þinum? „Ekki veit ég til þess. Ég er alveg tilbúinn að leyfa mönnum að sannreyna þá ef þeir vilja. Það gæti kanr.ski orðið erfitt þvi að ég ráðlegg fólki alltaf að halda áfram að leita jarðneskra lækna, þannig að einhver gæti orðið i vafa um hverjum batinn sé að þakka. Þetta væri til dæmis hægt með þvi að taka myndir af sýnilegum meinum, annaðhvort ljósmyndir eða röntgenmyndir, bæði fyrir lækningu og eftir. Reyndar hafa slikar myndir verið teknar i ein- staka tilfellum en hvort menn taka þær sem sönnunargögn veit ég ekki um.” Krafturinn eykst með árunum Ætlar þú að halda þinu lækn- ingastarfi áfram? „Ég veit ekki annað. Það er mjög sjaldgæft að þessi hæfi- leiki hverfi aftur en hann kemur yfirleitt ekki fram nema á vissu aldursskeiði. Þaö er köllun min að halda áfram og bregðast ekki þvi fólki sem treystir á mig. Og mér finnst krafturinn sem fer i gegnum mig aukast meö árun- um.” — KS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.