Vísir - 05.06.1978, Side 7

Vísir - 05.06.1978, Side 7
FULLTRUAR VESTUR- VELDA FUNDA UM FRAMTÍÐ ZAIRE - FYRSTU HERMENN í GÆSLULIÐ AFRÍKU KOMA FRÁ MAROKKO Fimm bandarískar flutningaflugvélar frá hernum eru nú á leið til Zaire með marokanskt herlið, sem á að verja landið innrásum skæruliða. Lagt var af stað frá Agadir í Marokko í gær, þegar fréttistaf morðum á 60 gíslum sem innrásarliðiðtókog hafði meðsér á flótta frá Mutshatsha. Mutshatsha er i Suöur-Zaire og er miöstöð kopar- og kóbalt- vinnslu i Shabahérai en þar réöust skæruliöar inn i landiö fyrir nokkru og felldu tugi manna. Innrásarmenn tóku meö sér marga gisla og voru um sextiu þeirra hvitir. Þeir hafa nú myrt þá. 1 herliðinu frá Marokko eru um fimmtán hundruð menn sem eru fyrstu hermennirnir i sérstökum her Afriku sem Vesturlönd styöja. Herinn á að verja landið árásum skæruliða og styöja stjórn Mobutu forseta. Um eittþúsund manns munu bætast i her Afriku en þaö eru- hermenn frá fyrrverandi frönsk- um nýlendum, Togo, Gabon, Senegal og Filabeinsströnd. Bandarikin hafa lagt til ellefu flutningaflugvélar til flutninga á hermönnum til Shabahéraös i Zaire. Hassan konungur sagöi i út- varpsræðu að Marokkómenn myndu hjálpa Mobutu forseta Zaire svo lengi sem land hans yrði fyrir árásum erlendra rikja. Ráöamenn i Zaire hafa haldið þvi fram að innrásarherinn sem réðst i Shabahérað fyrir stuttu hafi ver- ið studdur af kommúnistarikjum, m.a. Sovétmönnum og Kúbu. Varnarmálaráðherra Banda- rikjanna sagði i sjónvarpsræðu þar i landi i gær að Bandarikin hefðu sannanir fyrir þvi að Kúbu- menn hafi staðið að baki upp- reisnarmanna i Shabahéraði. Afskipti Sovétmanna og Kúbu hafa einnig verið fordæmd af Huang Hua utanrikisráðherra Kina sem nú er i heimsókn i Zaire til að sýna Mobutu forseta lands- ins stuðning. Þeir Mobutu og Hua fóru til Kolwezi á sunnudag og litu á vegsummerki eftir innrásar- menn. I Paris var fundað um framtiö Zaire af fulltrúum frá Banda- rikjunum, Belgiu, Frakklandi, Vestur-Þvskalandi og Bretlandi. tbúar I Shabahéraöi flýja fram heimabyggö sinni vegna óvissuástands. Margir óbreyttir borgarar særöust þegar innrás var gerö I landiö. Danmörk: Þjóðarotkvœði um lœkkun kosninga- aldurs í ótjón ór Það hefur nú verið samþykkt i danska þinginu að lækka kosningaaldur úr 20 i 18 ár. En það er ekki þar með sagt að þeir sem eru 18 ára fái að kjósa i næstu kosningum. Colombía: Nýr for- seti kosinn Um sextiu prósent af kjós- endum i Kólombiu sátu heima i forsetakosningunum sem fóru fram i landinu I gær. A kjörskrá voru um tólf og hálf milljón manna. Eftir aö hluti atkvæöanna hefur veriö talinn eru allar lik- ur sem benda á Julio Turbay Ayala sem næsta forseta landsins. Hann er frambjóö- andi frjálslyndra. Alfsonso Lopez Michelsen sem hefur gegnt forsetaem- bættinu lætur nú af störfum. Lögregla og herlið gættu þess aö ekki kæmi til óeiröa i landinu en stúdentar og verkainenn hafa óspart látið I sér heyra^eins og aðrar stéttir,, vegna sívaxandi óánægju meö hina miklu veröbólgu i land- inu. Til þess að breyta gildandi lög- um, þarf þjóðaratkvæðagreiöslu um málið. Það hefur veriö talað um að Danir gengju að kjörborð- inu einhvern tima i september. Danska þingið hefur áður sam- þykkt að kosningaaldur skyldi lækkaður I 18 ár, en Danir hafa ekki viljað það og fellt i þjóðarat- kvæðagreiðslu, siðast árið 1969. Árið 1971 var kosningaaldurinn lækkaður úr 21 ári i 20 ár. Það eru fulltrúar Radikalaflokksins, sem báru fram tillöguna um lækkun kosningaaldurs i þinginu. At- kvæði féllu þannig i þinginu, aö 131 þingmenn voru hlynntir lækkun kosningaaldurs, en 21 var á móti. Afkoma fólks 1 Bangladesh hefur ekki veriö upp á marga fiska siöustu ár. Þeittai lofar hinn nýkjörni forseti aö bæta. Bangladesh: ZIAUR VINNUR MIKINN KOSN- INGASIGUR Forseti Bangladesh.Ziaur Rahman,vann mikinn kosningasigurá laugardag í forsetakosningum sem fóru fram í landinu. Hershöfðinginn fékk um 78 prósent greiddra atkvæða í kosningunum. Ziaur hefur farið með völd i Eftir þennan sigur i kosningun- Bangladesh siðan 1975 en þá um sagði Ziaur að hann hyggðist komst hann til valda eftir að for- nú leggja sig allan fram við að setanum Mujibur Rahman var bæta efnahag lands sins og hefja steypt af stóli og hann myrtur. þar uppbyggingu af fullum krafti. Heimsmeistorar í rokki Fyrsta rokk-danskeppnin. sem haldin hefur verið síöan árið 1961, var haldin í Þetta var heimsmeistara- keppni og það var svissneskt par sem hreppti titilinn. Annað i röð- inni var par frá Spáni en þriðju verðlaun fékk par frá Italiu. Þátttakendur i keppninni voru Geneve í Sviss um helgina. frá sjö löndum i Evrópu og frá Al- sir, en 37 danspör kepptu um titil- inn. Ráðgert er aö halda næstu heimsmeistarakeppni i rokki áriö 1979 I Flórens á Italiu. Sovétríkin: ABBA gerir innrós Nú hefur sænska hljómsveitin ABBA gert innrás i Sovétrikin. Gert er ráö fyrir aö hljómsveitin selji um 40 milljónir platna þar i landi á næstunni, en fram- kvæmdastjóri hljómsveitarinn- ar, Stikkan Anderson, var þar nýlega og geröi samninginn um plötusöluna. i staöinn fyrir ABBA-plötur ætlar Sovétrikin aö láta oliu. Sovéska sjónvarpið hefur keypt sýningarrétt á sjónvarps- kvikmynd um ABBA sem sænska sjónvarpið lét gera fyrir nokkru. Það hafði hins vegar ekki áhuga á kvikmyndinni um ABBA sem var sýnd hér á landi um jólin. Hljómsveitin hefur einnig fengið fjölmörg tilboð um að koma fram og leika og syngja frá ýmsum aðilum i Sovétrikjunum. Bandarikjamenn eru jafn- hriínir af ABBA og Sovétmenn. Þar hefur nýjasta lag hljóm- sveitarinnar Take a Chance on Me, verið á lista yfir fimmtiu söluhæstu plöturnar. Kvikmynd um hljómsveitina var nýlega sýnd i bandariskri sjónvarpsstöð og þar lék hún nýjasta lag sitt. ABBA voru ný- lega i Bandarikjunum, en þegar þau komu til Los Angeles frá London voru aðeins nokkur hundruð manns þar til að taka á móti þeim. ABBA-æðið er sem sagt ekki hafiö af fullum krafti i Bandarikjunum enn, en þaö stendur sennilega til bóta eftir að hljómsveitin hefur sýnt sig þar. Hljómsveitin ABBA hefur selt fleiri plötur en nokkur önnur hljómsveit til þessa og hefur meira aö segja vinninginn yfir Bitlana. ABBA, stærsta fyrirtæki á Noröurlöndum og þó viöar væri leitaö miklu stærra en Volvo. Nú sækir þaö enn fram og ætlar aö leggja undir sig Bandarikin og Sovétrikin.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.