Vísir - 09.06.1978, Síða 2

Vísir - 09.06.1978, Síða 2
 Horfðir þú á Flokkakynn- inguna i sjónvarpinu? Sveinn B. Þórftarson: Já, litils- háttar. Þaö heppnaöist bara nokkuö vel þaö sem ég sá af þvi annars er það misjafnt hvernig menn koma fyrir. örn Scheving, fasteignasali: Nei, ég var upptekinn þegar Alþýöu- bandalagiö var og ég haföi mest- an áhuga á þeim. Héöinn Finnbogason, lögfræðing- ur: Eg horföi nú ekki á alla. Mér fannst einna besta uppstillingin hjá Alþýðubandalaginu. Ég legg engan dóm á málflutninginn hvorki hjá þeim né öðrum. Amundi Amundason, umboðs- maður: Já, þaö geröi ég. Mér þótti bestar kynningarnar hjá Al- þýöuflokknum og Alþýðubanda- laginu. Þá var þaö ánœgjulegt aö fóik fékk aö vita aö Geir Hall- grimsson er i framboði. Guðný Jónsdóttir, verkakonaTJá, ég hef hocft á þ'essar flokkakynn- ingar. Þeir eru allir eins þessir stjórnmálaflokkar. Reykjavík n Föstudagur 9. júni 1978 VISIB Það var dálitið snúið fyrir saklausa vegfar- endur að ganga um Austurstrætið i morgun. Þeir áttu á hættu að flækjast kannski inn i hin verstu mál, jafnvel alheimsnjósnir og þaðan af verra. Leikararnir Eugene Schlusser, til við. Leikstjórinn Bill Braine umkringdur aðstoðarmonnum. Igærmorgun ogreyndar i allan gærdag var nefnilega verið að filma atriöi úr myndinni sem BBC er að gera hér á landi eftir sögu Desmond Bagley, ,,Ot i óvissuna”. Kvikmyndatökuvél- inni var stillt á mitt strætið og filmað til vesturs. Þá kom skuggalegur náungi Ut úr skotinu þar sem gengið er inn i skrifstofur Útsýnar, gekk að ein- um happadrættisbilnum i Austur- strætinu þar sem hann mætti öðr- um frakkaklæddum dularfullum karakter. Þeir skiptust á örfáum oröum.litu samt aldrei hvor á ann- an og þrömmuðu sitt i hvora átt- ina. Þetta voru tveir Utsendarar KGB aö skiptast á mikilvægum upplýsingum. TAIAÐ ÚT í TÓMAN, DIMMAN SAL Þá er lokið fyrstu lotu stjórn- málastrefs flokkafulltrúa i sjón- varpi. Þetta tókst nú heldur vel hjá þeim öllum „miðað við meðaltai”, en á stöku stað uröu áhorfendur fyrir vonbrigöum. i sjónvarpssal eru engir áheyr- endurog ekkert ktapplið. Menn- irnir við myndavélarnar mega ekki segja „heyr” upp úr þurru hljóði, og þótt þeir séu þarna fyrir framan ræðumenn og eitt- hvert slangur af starfsfólki, sést það á andliti frambjóðenda að þeir eru að tala út i tómið — svo sem ekki við neinn, nema þá spyrjendur, þar sem svo mikiö var við haft að nota slika við- höfn. Liklegast hefur Geir Hall- grimsson, forsætisráðherra, komist best frá sínum þætti. Hann var ákveðinn og kvað fast að orði, og haföi nógan tíma, einn á báti i þrjátiu minútur að svara spurningum tveggja ágætra kvenna. Hitt má vera, að á hafi fundist að hann hafi veriö svolitið „prógrammerað- ur" eins og fleiri i þessum þátt- um, eða þá að áheyrendaleysið í sjónvarpssal hafi valdið. Mönn- um hlýtur að vera alvara i þess- ari kosningahrið, og þvi er nauösynlegt að komast út úr daglegri venju um málflutning og Mta hendur standa fram úr ermum. Aðeins einn hefur drepið á þetta með ermarnar, Einar Agústsson, utanrikisráðherra, sem lýsti þvi yfir I Washington, að nú myndihann koma heim og bretta þær upp. Við sjáum hvað setur. Væntanlega gengur ráð- herrann ekki i hálfermaskyrt- um. Annars kom á daginn, eins og raunar var vitað fyrir, að Dagbjört Höskuldsdóttir úr Stykkishólmi er stærsti vinning- urinn, sem rekið hefur á fjörur Framsóknar upp á siðkastið. Henni mæltist vel i sjónvarps- þætti Framsóknar, og góða- bónda Vilhjálmi lika, þótt hár hans hafi hvitnað enn að mun I ljónagryfjum menntamála- ráðuneytisins. Afturá móti mis- tókst Guðmundi G. Þórarins- syni nokkuð i samlikingu út af verðbólgunni, og hefur ekki veriö að neinu gagni gripið til þess vökva, sem hann tilnefndi, siðan ull var þvegin hér áður fyrr. Ætti Guðmundur að halda sig við Einar Benediktsson prentaðan eins og hann hefur gert, I stað þess að eiga á hættu að koma með hæpnar samlik- ingar. Einar Benediktsson fleytti honum inn i borgarstjórn á sinum tima, og þótt hann geti ekki varið hann falli nú, er þó altént betri skáldjöfurinn en hin volga hlandbuna. Alþýðubandalagið tefldi fyrst og fremst fram tveimur mönn- um, sem skiptu máli, þeim Svavari Gestssyni, sem er þeirra T>esti maður, og Guð- mundurj., en hann hefur nú, sem verkalýösforingi, ákveðið að verkalýðsstéttin skuli heyja dægurbaráttuna i kjörklefan- um, þótt atkvæði hennar þar hafi áhrif næstu fjögur árin. Verkalýðshreyfingunni skal sagt það til minnis, að Alþýðu- bandalagið stóð tólf sinnum aö möndli með kjörin á tima siö- ustu vinstri stjirnar. Sæmilega vitiborið fólk greiðir ekki at- kvæði í kjörklefa út af málum, sem hijóta að verða leyst með samningum strax að kosningum loknum, nema um leið sé greitt atkvæði um hrikategustu gengisfellingu, sem vrð höfum horft framan i til þessa. Það væri gott fyrir Guömund fimmta að Biuga. Alþýðuflokkurinn sýndi hina nýju og glæsilegu breiöfylkingu ungs fólks, sem hann teflfr fram I kosningunum. Má segja um þá fylkingu, eins og segir i gömlu kvæði, aö þarna voru þeir allir. Vilmundur hafði sig litiö i frammi ogvar óvenju kurteis og rór. Væntanlega merkir það ekki, að hetjan sé oröin þreytt. Það er tæplega kominn timi til þess, enda munu þau lárviðar- laufin, sem honum eru ætluö, ekki sprottin enn. Svarthöföi

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.