Vísir - 09.06.1978, Blaðsíða 16
ATHYGIISVIRÐ-
ffi TÓNLÍIKAR
flutthefur oft heyrst áður og er
orðið alþekkt. Annað er hins-
vegar alveg nýtt og hefur aldrei
heyrst áður.
Alls munu um 15 manns koma
fram á þessum tónleikum allt
velþekkt tónlistarfólk. Fimm
söngvarar syngja þau Ólöf
Harðardóttir, Magnús Jónsson,
Rut L. Magnússon, Kristinn
Hallson og Sigurður Björnsson.
Undirleikarar verða þau Guð-
rún Kristinsdóttir, Ólafur Vign-
ir Albertsson og Jónas Ingi-
mundarson.
Gisli Magnússon leikur pianó-
verk og þau Guðrún Kristins-
dóttir og Sigurður I. Snorrason
leika sónötu fyrir klarinett og
pianó.
Þá mun strokkvartett Kaup-
mannahafnar frumflytja tvo
þætti fyrir strengjakvartett.
Eins og fyrr segir eru tón-
leikarnir i Norræna húsinu n.k.
sunnudagskvöld og hefjast kl.
20.30.
Hluti þeirra er koma fram á tónleikunum ásamt Jóni Þórarins-
syni tónskáidi.
Tónleikar til heiðurs Jóni
Þórarinssyni veröa haldnir i
Norræna húsinu á sunnudaginn
kl. 20.30.
A efnisskrá eru eingöngu verk
eftir Jón Þórarinsson sönglög
pianótónlist og kammermúsik.
Verulegurhluti þesssem verður
KÁTT
í HÖLL-
INNI
,,Þaö koma einungis fram á-
hugamenn á þessum tónleik-
um ef frá er talin Sinfóniu-
hljómsveit isiands, sem ann-
ast undirleik i nokkrum atrið-
anna, sagði Ragnar Ingólfsson
formaður landssambands
karlakóra i viðtali við Vái.
„Okkur finnst mikilvægt að
islenskir listamenn komi fram
á Listahátið, ekki hvaö sist á-
hugamenn, þvi þeir hafa sett
einna mestan svip á menning-
arlif i landinu,” sagði Ragnar
ennfremur. A tónleikunum
koma fram barnakórar,
karlakórar, blandaðir kóra,
skólahljómsveitir þjóðdansa-
flokkar auk Sinfóniuhljóm-
sveitarinnar. Dagskráin hefst
klukkan 13.00 en ekki er vitað
hvenær henni lýkur. Kannski
lýkur henni ekki fyrr en um
miðnætti. Miðar eru seldir hjá
miðasölu Listahátiðar og við
innganginn. Miðinn gildir
meðan dagskrá stendur yfir
þannig að áheyrendur geta
skroppið frá ef þeir vilja.
Telst mönnum til aö um 900
manns komi fram á þessum
tónleikum hvaðanæva að af
landinu. Að sjálfsögðu er
efnisval fjölbreytt og sérstak-
lega ber að vekja athygli á
frumflutningi tveggja þátta
fyrir lúörasveit eftir Leif Þór-
arinsson sem hann samdi sér-
staklega fyrir Skólahljómsveit
Kópavogs.
Dagskráin hefst kl. 13.00 en
ekki er vitaö hvenær henni
lýkur. Kannski lýkur henni
ekki fyrr en um miðnætti.
Miðar eru seldir hjá miðasölu
Listahátiðar og viö inngang-
inn. Miöinn gildir meðan dag-
skrá stendur yfir þannig aö á-
heyrendurgeta skroppiö frá ef
þeir vilja.
—ÞJH
Gestur E. Jónasson, og Aðalsteinn Bergdal I hlutverkum
sinunt i Galdralandi.
Leikfélag Akureyrar
heimsœkir
Leikfélag Akureyrar hyggst
halda nokkrar lciksýningar hér
i Reykjavik nú um helgina og i
næstu viku. Sýningarnar verða i
Iðnó.
Barnaleikritið Galdraland er
fyrsta leikritið sem leikfélagið
Reykjavík
sýnir hér. Verður það á sunnu-
daginn kl. 15.00. og n.k. mið-
vikudag kl. 17.00 Þá sýnir Leik-
félag Akureyrar einnig leikritið
Hunangsilm eftir Shelagh
Delaney, komandi þriðjudags-
miðvikudags- og fimmtudags-
kvöld.
Þjóðleik húsið:
Sýningum fer að fœkka
Atnði úr ieikritinu Laugardagur, sunnudagur, mánudagur.
Á fimmtudagskvöldiö veröur
siðasta sýning á þessu leikári á
Mæörum og sonum, en nú eru
tæparþrjárvikur eftir af leikári
Þjóöleikhússins.
Þá eru aðeins þrjár sýningar
eftir á italska gamanleiknum
Laugardegi, sunnudegi, mánu-
degi, en þar fara þau Herdis
Þorvaldsdóttir og Róbert Arn-
finnsson meö aðalhlutverk.
Næsta sýning á þessu leikriti
verður á föstudagskvöldið.
Ennþá er verið að sýna Kátu
ekkjuna og verður svo fram
haldiö til 24. júni en þá lýkúr
leikárinu.
—BA
Rf
1 1 fr M V ** \
Nokkrir klúbbfélaganna á sýningunni I Valhúsaskóla.
Öflugur mynd-
fístarklóbbur
heldur sýningu
„Við höfum lagt á það áherslu
að hver og einn héldi einkennum
sinum i myndunum og ég held að
sýningin beri einmitt vott um
þaö” sagöi Sigurður Kr. Arnason
hjá myndlistarklúbbi Seltjarnar-
ness er við litum inn á sýningu
klðbbsins sem nú stendur yfir i
Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi.
Myndlistarklúbburinn var
stofnaður fyrir sjö árum og er þvi
einn elsti áhugamannaklúbbur i
myndlist hér á landi. „Það er
mikil eftirspurn um inngöngu i
klúbbinn, en þvi miður verðum
við að neita mörgum.” sagði
Sigriður Gyða Sigurðardóttir”.
Er það aðallega vegna þess að við
höfum ekki fast húsnæði auk þess
sem starfsemin yrði þyngri i vöf-
um. Nú hittumst við einu sinni i
viku tvo tima i senn og tökum við
tilsögn leiðbeinanda okkar, sem
eru þeir Sigurður Kr. Arnason,
Jóhannes Geir, Eggert
Guðmundsson og Gunnar Hjalta-
son, en þeir hafa reynst okkur
mjög vel. Áhuginn er svo mikill
að mörg okkar hafa leitað sér
frekari myndmenntunar i
myndlistarskólum jafnfram þvi
að starfa i klúbbnum.”
Það er ljóst af þessari sýningu
að mikil gróska er i starfi
myndlistarkliibbsins. A þessari
sjöundu sýningu hans eru um 130
verk eftir 13 klúbbfélaga, lang-
flest unnin á þessu ári. Verkin eru
unnin i oliu, vatnsliti og pastel og
eru öll til sölu. Þegár við litum inn
á sýninguna voru þar fyrir nokkr-
ir klúbbfélaganna. Við báðum
þau um skýringu á þessum geypi-
lega myndlistaráhuga sem óneit-
anlega hefði gert vart við sig
þarna á Seltjarnarnesinu. „Það
er rokið” var svarið sem við feng-
um. „Rokið hristir upp I sálum
fólks. Það blæs hér á okkur úr
þremur áttum þannig að það
getur ekki farið hjá þvi að rokið
hafi einhver áhrif á okkur.”
Kannski maður hætti að bölva
rokinu.
Sýningin i Valhúsaskóla verður
opin alla virka daga frá 17-22 og
um helgar frá 14-22. Sýningunni
lýkur sunnudaginn 18. júnl. ÞJH.
Leikhús- sýningar
Leikfélag Reykjavikur:
i kvöld: Skáld-Rósa kl. 20.30
laugardag: Valmúinn springur
út á nóttunni,kl. 20.30
sunnudag: Skáld-Rósa kl. 20.30
Leikfélag Akureyrar i Iðnó
sunnudag: Galdraland kl. 15.00
Þjóðleikhúsið
i kvöld: Laugardagur sunnu-
dagur mánudagur kl. 20.00
laugardag: Káta ekkjan kl.
20.00
sunnudag: Laugardagur,
sunnudagur, mánudagur kl.
20.00
Norræna húsið:
i sýningarsölum kjallara, Seppo
Mattinen og Helle Vibeke
Erichsen, málverk og grafik-
myndir.
i bókasafni, Vigdis Kristjáns-
dóttir, blómamyndir.
Kjarvalsstaðir: ERRÖ
Veflist
Kristján Daviðsson listmálari
Ásmundarsalur:
Myndhöggvarafélagið I
Reykjavik
Asgrimssafn: Sumarsýning
Valhúsaskóli: Myndlistarklúbb-
ur Seltjarnarness.
Listasafn Islands: Teikningar
frá Amerlku
Mokka: Geir Birgir
Galleri Suðurgata 73 Afmælis-
sýning
Gistiheimiliö Vikingur Ránar-
götu 12:
Morris Redman Spivack
Norræna húsið:
sunnudag: Tónleikar til heiðurs
Jóni Þórarinssyni.
Laugardalshöll:
laugardag: Þúsund manna
maraþon-tónleikar kl. 13.
Bústaðakirkja:
sunnudag: Kammersveit
Reykjavikur
—ÞJH