Vísir - 29.06.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 29.06.1978, Blaðsíða 5
vism Fimmtudagur 29. júnl 1978 5 NÝTT VERÐ Á FISKI TIL MJÖLVINNSLU Lágmarksverð á fiskbeinum, fiskslógiogheilum fiski til mjöi- vinnslu hefur verið ákveðið. Það mun gilda frá 1. júnf til 30. september. Þegar selt er frá fiskvinnslu- stöðvum til fiskimjölsverk- smiðja er greitt 7,60 krónur fyrir fiskbein og heilan fisk sem er ekki sérstaklega verðlagður. 11 krónur eru greiddar fyrir hvert kg. af karfabeinum og heilum karfa. Fyrir steinbits- bein og heilan steinbft fást 4,95 fyrir kg. Fyrir kilóið af fisk- slóg eru greiddar 3,45 krónur. Ef heill fiskur er seldur beint frá fiskiskipum til fiskimjöls- verksmiðja fást 6,90 krónur fyrir kg af fiski sem ekki er sér- staklega verðlagður. 10 krónur eru greiddar fyrir kílóið af karfanum og 4,50 fyrir steinbit- inn. Verðið er miðað viö að selj- „ísland Atján þátttakendur frá öllum Norðurlöndum hafa þessa viku setið ráðstefnu á vegum Nor- ræna félagsins. Ráðstefnan hef- ur að mestu leyti farið fram I Norræna húsinu, en leitast hefur verið við það að kynna gestun- um fleira en aðeins Reykjavík. Gestunum hafa verið kynntar islenskar bókmenntir og fjár- endur skili framangreindu hrá- efni i verksmiöjuþró. Karfabeinum skal haldið að- skildum. Verö þetta var ákveðið af oddamanni og fulltrúum kaupenda I yfirnefnd Verölags- ráðs sjávarútvegsins gegn at- kvæðum fulltrúa seljenda. Verö á lifur var einnig ákveðiö og skal það gilda sama tlmabil. 45 krónur eru greiddar fyrir kg af lifur sem landað er á höfnum frá Akranesi austur um til Hornaf jarðar. Fyrir lifur sem landað er á öðrum höfnum eru greiddar 35 krónur fyrir kflóið. Hér er miöað við bræðsluhæfa lifur, sem er seld frá veiðiskipi til lifrarbræðslu. Lifrarveröiö var ákveðiö af oddamanni og fulltrúum selj- enda en fuiltrúar kaupenda greiddu ekki atkvæði. —BA í dag" málastaða landsins. Þá hafa fulltrúar stjórnmálaflokkanna útskýrt islensk stjórnmál fyrir þátttakcndunum og þeim hefur verið kynnt notkun jarðvarma. Ráðstefnunni verður slitið á sunnudaginn, en á laugardag verður ferðast um Borgarfjörð og gist á Þingvöllum. —BA— Samvinnutryggingar: Halli á fram- rúðutryggingum Stöðugur halli er á framrúöu- tryggingum hjá Samvinnu- tryggingum. Frá þessu var skýrt á aðalfundi fyrirtækisins og þess getið að hallinn hefði numið 20,2 milljónum á slðasta ári. Tjónum fjölgaði mjög á ár- inu og urðu þau samtals 2.600. Er þess getið til að ástæðan fyrir þeirri fjölgun sé það hve snjólétt var framan af árinu 1977. Hagnaður af tryggingastarf- seminni nam tæpum 80 milljón- um, enda gekk rekstur félagsins vel á árinu. Iðgjöld námu 2.259 milljónum en tjónagreiðslur námu tæpum 1648 milljónum. Nokkurt tap varð hins vegar á endurtryggingum, eða samtals 20,6 milljónir króna. A fundinum kom meðal annars fram að Samvinnu- tryggingar lækkuöu á árinu 1977 iðgjöld i heimilis- og húseig- endatryggingum. Þá veitti féiagið um 700 viðskiptavinum sem tryggt hafa bifreiöar sinar í 10 eða 20 ár án tjóna ókeypis ið- gjald 1977. —BA ÞAKf auglýsir Af sérstðkum óstœðum höfum við til afgreiðslu nú þegar eitt af hinum vinsœlu sumarhúsum okkar á hagstœðu verði ef samið er strax. ÞAKf Simi 53473 Heimasimar 72019, 53931 Lee Cooper, Pepper og UFO sportfatnaður í miklu úrvali BOLIR, SKYRTUR OG DÖMU- BLÚSSUR MIKIÐ ÚRYAL Við þjónum Stór- Reykjavíkursvœðinu. Póstsendum um allt land. Strandgötu 31 Simi 53534 Hafnarfirði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.