Vísir - 29.06.1978, Blaðsíða 7
7
vism Fimmtudagur 29. júni 1978
(
Umsjón: Guðmundur Pétursson
:
KOMNIR UM BORÐ í SALJUT
Pólski geimfarinn
Miroslaw, og rússneski
félagi hans, Klymuk,
hafa komið sér fyrir til
vikudvalar um borð i
Saljut-6 geimstöðinni.
Tókst þeim aö tengja Soyuz-30
geimfar sitt við geimstöðina i
nótt, 26 klukkustundum eftir aö
þeim var skotiö á loft. Var þeim
vel fagnað af geimförunum
tveim, sem fyrir voru um borö i
Saljut.
„Látiö eins og þiö séuö heima
hjá ykkur,” sagöi annar dvalar-
gesturinn i Saljut fagnandi, eftir
aö tengingin hafði tekist meö
ágætum.
Þeir Kovalyonok og
Ivanchenkov hafa dvalið 12 daga
um borö i Saljut og voru fegnir
aðkomumönnunum, sem færðu
þeim simskeyti, dagblöð, bréf og
fréttir af jöröinni beir gáfu
Miroslaw bangsa i staðinn.
Brúökaup þeirra Karólinu
prinsessu og Philippe Junot fór
fram i Mónakó i gær, en i dag
halda þau i brúðkaupsferð sina i
skemmtisnekkju, sem fursta-
hjónin gáfu þeim i brúðkaupsgjöf.
Ekki hefur verið látið uppi, hvert
haldið skuli.
2.500 Mónakóbúar sóttu veisl-
una i hallargarði furstans i gær og
stóðu i biðröðum til þess að geta
óskað brúðhjónunum til ham-
ingju.
Sjálf hjónavigslan fer fram i
dag.
MORÐÖLD í LÍBANON
VEKUR KVÍÐA UM NÝJA BORGARASTYRJÖLD
Friðargæslusveit
Araba i Libanon (aðal-
lega skipuð Sýrlend-
ingum) var við öllu
búin i austurhluta
landsins i morgun eftir
að morð á 22 Falangist-
um höfðu vakið ugg
um, að borgarastyrjöld
kunni að brjótast út að
nýju i landinu.
Lik þessara 22 fundust i gær,
eftir árás vopnaðra manna
(borgaralega klæddra) á fjögur
þorp nærri Baalbek. Arásar-
mennirnir höfðu meö sér á brott
úr þorpinu f jölda fanga og voru
þar á meðal þeir sem fundust
myrtir. Fáir efast um, að þetta
sé hefndaraðgerð fyrir árásina
13. júni á þorpið Ihden i norður-
hluta Libanon, þar sem 33 létu
lifið, þar á meöal sonur
Franjieh, fyrrum forseta
Libanon, kona hans og 3 ára
dóttir.
Franjiehistar vörpuðu sökinni
á þeim morðum á Falangista,
oggáfu Falangistum i fjallahér-
uðum i N-Libanon (yfirráða-
svæði Franjiehista) frest öl 30.
júni til þess að verða á brott.
,,Guö miskunni sig yfir
Libanon,” varð Pierre
Gemayel, leiðtoga Falangista,
að orði, þegar hann frétti af
morðunum.
Falangistar og Franjiehistar
voru bandamenn i borgara-
styrjöldinni i Libanon, en siðan
hefur dregiö til fjandskapar
meö þeim vegna ýmiss ágrein-
ings. Vega þar þyngst á metun-
um sinnaskipti Franjidis sem
var forseti Libanon i borgara-
styrjöldinni, en aö undanförnu
viljað taka upp nánari sam-
skipti viö Sýrlendinga. En það
voru hersveitir Sýrlendinga,
sem bundu endi á borgara-
styrjöldina.
Þorpin fjögur, sem árásin var
gerð á i gærdag, liggja á svæöi,
sem taliö var undir öruggu
eftirliti sýrlenskra hermanna i
gæsluliði Araba.
Heldur
sjónvarpið
en pabba!
Börn undir barnaskólaaldri
i Bandarikjunum verja
meiran en þriðjungi vökutima
sins fyrir framan sjónvarps-
skerminn, eftir þvi sem könn-
un neytendasamtaka þykir
leiða i ljós.
Meðal annars voru 4-6 ára
gömul börn spurð, hvort þau
kysu heldur „sjónvarpið eða
pabba?”— 44% svöruðu:
„Sjónvarpið”.
Samtökin, sem að könnun-
inni stóðu, halda þvi fram, að
þegar börnin útskrifist úr
gagnfræðaskóla, hafi þau setiö
fleiri stundir fyrir framan
sjónvarpið en i kennslustund-
um.
Heimsmeist-
arabridge
Bandarikin, Frakkland og
Brasilia hafa tryggt sér þátt-
töku I undanúrslitum heims-
meistarakeppninnar i bridge,
sem fram fer i New Orleans.
Þessar þrjár sveitir eru þær
einu, sem ekki hafa tapaö leik
(af 64, sem byrjuðu'.
USA vann Kanada meö 22
imp I gær, Frakkland vann
Pólland meö 78 imp og
Brasilía vann Marokkó með
12. Atta sveitir til viðbótar
glima um rétt 4. sveitarinnar
til þátttöku I úrslitunum.
1 undankeppni I kvenna-
flokki varö USA efet meö 71
stig, 2. ttalfa með 65 st., 3.
Argentina 49 st„ 4. Astralia
með 40st„ 5. Filippseyjar meö
35 st. Bandariska og italska
kvennasveitin munu spila 64
spil til úrslita um heimsmeist-
aratitilinn.
Brúð-
kaupið
í Monte
Carlo
Carterstjórnin sýnir lítil tilþrif
í máli blaðamannanna
15 TRUBOÐAR
MYRTIR Á EIN-
UM MÁNUÐI
Carterstjórnin hefur
sýnt tregðu til þess að
taka alvarlegum tökum
ákvörðun Kremlstjórnar-
innar um að sækja tvo
bandaríska fréttamenn
til saka fyrir ,/niðskrif"
um Sovétrikin.
Talsmenn Hvita hússins
segja, að liklega verði látiö
duga i opinberum mótmælum
Bandarikjastjórnar að benda á,
að málssóknin gegn blaöamönn-
unum sé ekki i anda Helskinki-
sáttmálans, sem kveður á um
frjálsara upplýsingastreymi
milli austurs og vesturs.
Þeim Carig Whitney frá New
York Times og Harold Piper frá
Baltimore Sun er gefið að sök að
hafa skrifað óhróður um Sovét-
rikin, þegar þeir sendu heim
fréttir um að játning eins and-
ófsmanna i Moskvu sem birt var
i sovéska sjónvarpinu) hafi ver-
ið fösluð.
Þeir bera báðir á móti þvi, að
um óhróður hafi verið að ræöa. 1
fréttum sinum höfðu þeir vitnaö
til heimilda, sem fullyrtu aö
játning andófsmannsins væri
fölsuð, en tilgreindu þessar
heimildir ekki frekar.
Embættismenn i Washington
hafa nú viðrað þá skoðun sina,
að ákvörðunin um að lögsækja
blaðamennina hafi ekki verið
tekin á æðstu valdastöðum, og
naumast verið borin undir hæst-
ráðendur. Benda þeir á við-
brögð Anatoly Dobrynins, am-
bassadors Sovéts i Washington,
en fréttin um málssóknina kom
mjög flatt upp á hann. Telja
þeir, að honum hefði verið gert
viðvart áður, ef málssóknin
hefði verið að undirlagi
Kremlstjórnarinnar.
útför tólf breskra trú-
boða og barna verður
gerð i dag, tveim dögum
eftir morð á tveim þýsk-
um trúboðum til viðbótar.
Þýsku trúboðarnir voru
skotnir til bana i St.
Rubertstrúboðsstöðinni
vestur af Salisbury á
þriðjudagskvöld
1 þessum mánuði einum hafa
blökkumenn i Rhódesiu myrt
fimmtán hvita trúboða, og þar
að auki fjögur ung börn, sem
blakkir hryðjuverkamenn
myrtu með öxum, byssustingj-
um og kylfum.
Bretarnir verða jarðaöir i
Umtali hjá landamærum
Mozambique, um 17 km frá trú-
boðsstöö þeirra. 21 aðstandend-
ur þeirra komu til Salisbury I
gær frá London til þess að vera
við útförina.