Vísir - 29.06.1978, Blaðsíða 24

Vísir - 29.06.1978, Blaðsíða 24
L- FF Engin ál- verksmiðja á ierðinni" — segir Póll Flygenring ,,Eg kannast alls ekkert viö þetta" sagöi Páll Flygenring, ráöuneytisstjóri i iönaðarráöuneytinu, er viö bárum undir hann frétt þá i timaritinu Engineering and Mining Journal, sem Þjóöviljinn sagöi frá i morgun, að Norsk Hydro hafi i hyggju að taka i notkun hundraö þúsund tonna álverksmiðju ,,bað er engin álverk- smiðja á ferðinni svo að við vitum til” sagði Páll enn- fremur. „Fyrir nokkrum árum var rætt um að byggja nýja álverksmiðju, og þá helst á Eyjafirði, enda þótt ekkert hefði verið ákveðið um það. Sú hug- i isiaudi áriö 1982. mynd datt hins vegar alveg upp fyrir, og hefur ekkert verið rædd siðan. Þetta timarit hlýtur að hafa fundið þarna einhverjar gamlar upplýsingar, og ákveðið aö sjóða saman úr þeim frétt.” —AHO FF Gengisfell- ing óhjá- kvæmileg" — segir Eyjólffur ísfeld, frcuitkvœmdastjóri SH ,,Verðjöfnunarsjóður þurrkast út i lok þessa mánaðar og ég held að rekstrar- stöðvun frystihúsanna sé fyrirsjáanleg fljótlega eftir það”, sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, við Visi i morgun. ,,Nema það verði gripið til sérstakra ráðstafanna”, sagði Eyjól'íur, ,,og ég held að gengisfelling sé óhjákvæmileg." Eyjólfur sagöi að tap frystihúsanna i dag væri 3.5% miöað við veltu en þegar Verðjöfn- unarsjóður gæti ekki staðið við skuldbindingar sinar fengist um 10—11% lægra verð fyrir fiskinn. Þannig að það gæti hver og einn reiknað það út hvað gengis- lækkun þyrfti aö verða •nikil til þess að rétta við hag frystihúsanna, væru engar hliðarráðstafanir gerðar Fyrir sitt leyti teldi hann að frystihúsin gætu ekki starfað nema nokkra daga eftir að Verðjöfnunarsjóð- ur tæmdist. Eyjólfur sagði að miðað við það ástand sem rikti i stjónmálum i dag væri ekki að vænta að stjórnvöld gripu til slikra efnahags- ráðstafanna en það væri kannski einfaldasta lausnin að ríkissjóður gengi i ábyrgð fyrir greiðslur úr Verðjöfnunarsjóöi út þetta verðtimabil þ.e. til loka ágúst. —KS Alþýðubandalagið um stjórnarmyndun: Alþýðufflekkur og Alþýðubandaleg rœðast við Fjórir bflar i einum árekstri Fjórir bilar lentu saman á Hafnarfjarðarveginum i gærmorgun. Areksturinn varö meö þeim gamal- kunna hætti aö einn bflanna stansaði snögglega og hinir komu aftan á hann hver af öörum. Bilarnir skemmdust allir nokkuð, og einn mikið, en alvarleg slys urðu ekki á fólki. Einn karlmaður var þó fluttur á slysavarðstof- una. —GA Fyrsti fundur þingfiokks Alþýöuflokksins, frá vinstri: Bragi Sigurjónsson, Eiöur Guðnason, Finnur Torfi Stefánsson, Bragi Nielsson, Agúst Einarsson (I forföllum Björns Jónssonar), Sighvatur Björgvinsson, Gunnlaugur Stefánsson, Vilmundur Gyifason, Benedikt Gröndal, Kjartan Jóhannsson, Jóhanna Siguröardóttir og Karl Steinar Guönason. Frá fundi miðstjórnar og þingflokks Sjálfstæöisflokksins i gær. A myndinnni má sjá m.a.: Salóme Þorkelsdóttir, Friörik Sophusson, Ellert B. Schram, Jósep H. Þorgeirsson, Sverri Hermannsson, Jón Magnússon og Ingu Jónu Þóörardóttur. A bakviö sjást þeir Matthias Bjarnason og Þorvaldur Garöar Kristjánsson ræöa málin. Alþýðuhandalagsmenn Lúövik Jósepssyni formanni stærsta stjórn- munu liafa lagt til viö for- formanni flokksins yröi arandslööuflokksins. Segja seta íslands i morgun að falin stjórnarmyndun, sem Alþýöubandalagsmenn, samkvæmt upplýsingum blaösins, aö þaö hafi alltaf tiökast að formanni stærsta stjórnarandstööuflokksins væri falin stjórnarmyndun. Þó mun forysta um stjórn- arntyndun ekki vera neitt sérstakt kappsmál Alþýðu- bandalagsins. Samkvæmt upplýsingum Visis er mikill vilji innan Alþýðubandalags og Alþýðuflokks um samstarf og hefurfyrsti fundur flokk- anna þegar verið ákveðinn. Verður hann i dag. Alþýðubandalagið er litt hrifið af hlutleysisstuðningi Framsóknar, ef til kæmi minnihlutastjórn verka- lýðsflokkanna. Virðist vera vilji hjá Alþýðubandalags- mönnum um nýja vinstri stjórn með fullri þátttöku Framsóknar, en eftir er að sjá hversu Framsóknar- menn eru ginkeyptir fyrir slikri stjórn. Ýmsir Framsóknarmenn hafa haft á orði, að erfitt verði að neita þátttöku i riýrri vinstri stjórn, en ólafur Jóhannesson formaður flokksins lýsti þvi hins vegar yfir fyrir kosningar, að Fram- sóknarflokkurinn myndi ekki fara i rikisstjórn, ef hann tapaði verulega i kosningunum. Og sú varð raunin. Fróðlegt verður þvi að sjá viðhorf þeirra, ef ný vinstri stjórn verður uppi á teningi verkalýðsflokk- anna. —Gsal/ÓM Vilja láta Lúðvik reyna Fermenn stjórnarflokk- anna ihuga ekki afsegn Geir Hallgrimsson. Ýmsir hafa haft á oröi að formönnum Sjálf- stæöisfiokksins og Fram- sóknrfiokksins, Geir liallgrimssyni og Ólafi Jóhannessyni, bæri að segja af sér formennsku í fiokkum sinum eftir þaö afhroð sem flokkarnir guldi I kosningunum á sunnudaginn. i samtölum við blaöamenn V'isis i gær kom fram hjá þcim báö- um, að þeir hafa ekki hugsað sér að láta af for- mennsku. ,,Ég tel ekki ástæðu fyrir mig sem formann Sjálfstæðisflokksins aö fara fram á traustsyfir- lýsingu miðstjórnar og þingflokks”, sagði Geir Hallgrimsson. ,,Ég hef ekki tekið það til athugunar” var svar Ólafs Jóhannessonar. Geir Hallgrimsson var ennfremur inntur eftir þvi i gær, hvort hann gæti einn talað i nafni flokks- ins og útilokað möguleika á hlutleysisstuðningi við minnihlutastjórn Alþýðu- flokks og Alþýðubanda- lags, ef til þess kæmi. ;,Um þessi mál er algjör einhugur i flokknum, en að sjálfsögðu verða allar ákvarðanir teknar i sam- ráðj við miðstjórn og þing- flokk”. Ólafur Jóhannesson sagði i gær, að allar ákvarðanir varðandi stjórnarmyndanir, ef til þess kæmi að Framsókn- arflokkurinn tæki þátt i þeim, yrðu teknar af mið- stjórn flokksins. —Gsal/ÓM. Ólafur Jóhannesson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.