Vísir - 29.06.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 29.06.1978, Blaðsíða 10
10 VISIR útgsfandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Reykjaprent h/f Davið Guómundsson Þorsteinn Pálsson ábm. Olafur Ragnarsson 4 Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund- ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns- son, Öli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. Útlitog hönnun: Jón Óskar Hafsteinsson, Magnús Ölafsson. Askriftargjald erkr. 2000 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 100 eintakið. Prentun Blaöaprent h/f. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglysingar og skrifstofur: Siðumúla 8. simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Jíitstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7_Jjnur Skipbrot miðflokka- hugmyndafrœðinnar Eftir þingkosningarnar síðastliðinn sunnudag hefur athygli manna eðlilega beinst að Alþýðuflokknum vegna hins einstæða kosningasigurs. í raun og veru er þó fylgistap Framsóknarflokksins miklu merkilegri pólitiskur viðburður. í því felast pólitísk straumhvörf. Alþýðuf lokkurinn hagnýtti sér með ýmsu móti djúp- tæka óánægju, sem grafið hefur um sig fyrst og fremst vegna verðbólguringulreiðarinnar. Sú sveifla er svipaðs eðlis og Sjálfstæðisf lokkurinn varð aðnjót- andi 1974, þó að hún hafi orðið miklu meiri að þessu sinni. Báðar þessar sveiflur byggðust á óánægju miklu fremur en pólitík. Fylgistap Framsóknarf lokksins á sér dýpri pólitísk- ar orsakir. í heild tapar flokkurinn um þriðjungi af fylgi sinu en i þéttbýlinu i Reykjavík og á Reykjanesi um það bil helmingi. I stað þess að vera næst stærsti flokkur landsins og jafnvægisafl gagnvart Sjálf- stæðisf lokknum er hann orðinn sá minnsti. Á það er að líta í þessu sambandi, að Framsóknar- flokkurinn var í upphafi hreinn hagsmunaflokkur bænda. Á síðari árum hef ur hann á hinn bóginn sótt á i bæjunum. Innreið Framsóknarflokksins í bæina hófst undir forystu Eysteins Jónssonar. Nú hefur þetta þéttbýlisfylgi hrunið. Þessi vöxtur í bæjunum breytti Framsóknarf lokkn- um smám saman úr einhliða bændaflokki í miðf lokk. Þetta nýja hlutverk kallaði á hugmyndafræði. Fram- sóknarf lokkurinn hefur því verið á svipaðan hátt og áþekkir f lokkar á Norðurlöndum að búa til miðf lokka- hugmyndaf ræði. Það er hún, sem hef ur beðið skipbrot nú. Vinstri kanturinn hefur farið til Alþýðubandalags- ins og hægra fylgið til Sjálfstæðisf lokksins. Það sem eftir stendur er gamli bændaf lokkurinn. í þessu sam- bandi er rétt að hafa f huga að skoðanakönnun Vísis gefur til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þrátt f yrir tapið fengið 7% af f ylgi sínu f rá fólki, sem kaus aðra flokka i síðustu alþingiskosningum, og þá er varla öðrum til að dreifa en Framsóknarflokknum. Það eru mótsagnirnar, sem hafa valdið skipbroti miðflokkahugmyndafræðinnar hér eins og annars- staðar: Varnarliðið á bæði að vera og fara. Vextirnir eiga bæði að vera háir og lágir. Vísitölubæturnar eiga bæði að vera skertar og óskertar. Og það er bæði nauð- synlegt og ónauðsynlegt að byggja upp erlenda stór- iðju. Þetta sama hefur gerst með miðflokkana á hinum Norðurlöndunum, sem reynt hafa að móta sérstaka hugmyndafræði. Þeir hafa náð verulegu fylgi, en misst það um leið og á hefur reynt. Norski miðf lokk- urinn lenti milli steins og sleggju í Efnahagsbanda- lagsmálinu á sínum tíma. Vinstri flokkurinn í Dan- mörku hrundi og nú stendur miðf lokkurinn í Svíþjóð frammi fyrir sömu vandamálum. Framkvæmd miðflokkahugmyndafræði gagnvart kjarnorkuverunum er sama vandamál fyrir mið- flokkinn í Sviþjóð eins og framkvæmd Framsóknar- flokksins á miðflokkahugmyndafræði gagnvart varnarliðinu. Þessum flokkum hefur með öðrum orð- um ekki tekist í þéttbýlinu að sýna fram á, að þeir hafi pólitísku hlutverki að gegna. Miðflokkahug- myndafræðin hefur einfaldlega ekki staðist í fram- kvæmd. Þetta eru þau umskipti, sem í raun og veru valda mestum pólitískum straumhvörfum. Þau eiga sér aðrar skýringar en stundar óánægju og verður því ekki eins auðveldlega breytt. Fimmtudagur 29. júni 1978 VISIR Lengsta stjórnarkre STJÓRNARMYNDANIR FRÁ STOFNUN LÝÐVELDISINS 1944-1950 1. HLUTI Hreinn Loftsson blaðamaður skrifar: Nú að loknum kosningum til al- þingis hefst tfmi stjórnarmynd- unar. Búast má viö aö nokkurn tima taki aö mynda stjórn, þar sem meiri röskun varö í styrk- leikahlutföllum á þingi en áður hefúr gerst i sögu lýöveldisins. Af þeim sökum mun nú rakin I Visi saga stjórnarmyndana frá stofnun lýöveldisins 1944 og fram til 1974 er rikisstjórn Sjálfstæöis- flokks og Framsóknarflokks var mynduö. Fyrsti hlutinn birtist I dag og nær yfir árin frá 1944 til 1950. Stuöst er viö bók Agnars Kl. Jónssonar, Stjórnarráö islands 1904-1964 og blööin frá þessúm tima. Nýsköpunarstjórnin 1944-1946. Utanþingsstjórnin sem mynduö var i desember 1942 sat enn viö völd eftir stofnun lýöveldisins 1944. Vaxandi áhugi var þó fyrir þingræöisstjórn bæöi utan þings- ins og innan þess. 1 júlimánuöi var þvi hafist handa um myndun þjóöstjórnar allra flokkanna. Af þvi tilefni var sett á laggirnar svonefnd Tólf mannanefnd skipuöum fuUtrúum frá öllum flokkum. Viöræöur innan Tólf manna nefndarinnar um hin ýmsu vandamál og samkomulag til lausnar stóðu frá þvi I byrjun ágúst og fram i október. Utanþingsstjórnin fór frá i miðjun september og leiddi það tU þess að Forseti íslands Sveinn Björnsson sneri sér til fulltrúa aUra flokka og hvatti þá til að hraöa stjórnarmyndun. Upp úr viöræðum Tölf manna nefndarinnar slitnaöi i október- byrjun þegar Eysteinn Jónsson lýsti þvi yfir fyrir hönd Fram- sóknarflokksins aö tilgangalaust væri aö halda viðræöum áfram. Þá var ljóst aö ekki myndi reyn- ast unnt aö mynda þjóöstjórn allra flokka. Forseti Islands, Sveinn Björns- son.fól þvi ólafi Thors, formanni Sjálfstæöisflokksins, aö mynda stjóra Ólafur hóf strax viöræöur viö Framsóknarmenn en þegar þær viðræöur báru ekki árangur snéri hann sér til Alþýöuflokksins og Sameiningarflokks alþýöu — Sósialistaflokksins meö drög aö málefnasamningi. Þessar viöræður stóðu fram I miöjan október og loks var form- lega gengiö frá myndun rfcis- stjornar 21. október 1944. Það var hin svonefnda Nýsköpunarstjórn. t Nýsköpunarstjórninni sátu frá Sjálfstæöisflokknum þeir ólafur Thors, forsætis- og utanrikisráö- herra og Pétur Magnússon, við- skipta og fjármálaráðherra. Frá Alþýöuflokknum þeir Emil Jóns- son, samgöngumálaráöherra og Finnur Jónsson félagsmála- og dómsmálaráöherra. Fulltrúar Sameiningarf1okks al- þýöu—Sósialistaflokksins voru þeir Brynjólfur Bjarnason menntamálaráöherra og Pétur Stjórn ólafs Thors, minnihlutastjórn Sjálfstæöisflokksins, sem sat 1949-1950. Gengið á reka Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar: Nicholas Bethell: The Last Secret, Forcible Repatriation to Russia 1944-1947, André Deutsch 1974, 224 bls. Leynilegur samningur íYalta Komiö hefur verið upp um þaö, sem Alexander Solsjenitsyn hefur kallaö „siö- asta ieyndarmál heimsstyrj- aldarinnar siöari” — að á árunum 1944-1947 afhentu Vesturveldin Kremlverjum tvær milljónir fyrrverandi ráð- stjórnarþegna, karla, kvenna og barna. Um þetta leyndarmál þögöu flestir, sem það vissu, vestrænir stjórnmálamenn, hermenn og blaöamenn, þó að George Orwell segöi frá þvi sem fréttamaður af dæmafárri hreinskilni sinni. Alexander Solsjenitsyn sagöi frá þvi i Gúlageyjunum, þvi að hann hafði kynnzt nokkrum þeirra i þrælkunarbúðum, en i þær voru þeir ráðstjórnarþegnarnir send- ir, sem ekki voru teknir af lifi. Nicholas Bethell, brezkur sagn- fræöingur og fyrrverandi að- stoðarráöherra thaldsflokksins, rannsakaöi málið af þvi tilefni, þegar skjöl Bandarikjamanna og Breta frá siðari heims- styrjöldinni voru birt, og árang- ur rannsóknarinnar var bókin siöasta leyndarmáliö („The Last Secret”), sem kom út fyrir fjórum árum. Hverjar eru staðreyndir málsins? Bandarikjamenn og (einkum) Bretar komu aö tveimur milljónum fyrrverandi ráðstjórnarþegna, á hernáms- svæöum Þjóöverja i Norðurálfu (Evrópu) i styrjaldarlokin, sem vildu alls ekki i sameignarsælu ráöstjórnarinnar. Sumir þeirra voru kósakkar, sem flúiö höfðu Ráðstjórnarrikin þegar eftir rússnesku byltinguna og borgarastyrjöldina, sumir voru striösfangar Þjóöverja, sem unniö höföu i þrælasveitum nas- ista, en sumir — þeir voru nokk- ur hundruö þúsund — höföu bar- izt með þýzka hernum, tekið Hitler fram yfir Stalin sem landsföður. Og mörgum þessara manna fylgdu konur og börn. (Hinir siðast nefndu voru kenndir við Andrei Blassoff herforingja, sem stjórnaöi þeim.) Stalin kraföist þess i Yalta, að honum væru afhentir þessir fyrrverandi ráðstjórnar- þegnar, og Vesturveldin sinntu þeirri kröfu hans, gerðu leyni- legan samning við hann um það. Nokkrir ráöstjórnarþegnanna flúöu örlög sin með þvi aö fremja sjálfsmorð, öörum var komið undan af brezkum og bandariskum hermönnum, sem fengu með þeim samúö, en langflestir voru afhentir Kreml- verjum. Og Bethell dregur upp margar ljótar myndir af þess- um nauöungarflutningum i hinni fróðlegu bók sinni, sem mjög hefur veriö lofuö af brezk- um sagnfræöingum. Athygli verðar staðreyndir Þessar staöreyndir eru

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.