Vísir - 29.06.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 29.06.1978, Blaðsíða 9
9 Veiðisaga: Flautandi bílar og öskrandi krakkar G.Þ.G. Reykjavik skrifar: Þessi helgi min átti aö vera mjög svo skemmtileg, en þvi miður varð hún hreinasta martröð. Eg keypti veiðileyfi I Elliðaánum, það átti nefnilega að veiða lax i soðið. Égernýliði i þessari grein, en kann þó handtökin. Ég byrjaði að fara i Veiöimanninn og keypti stöng og allt tilheyrandi, þ.e.a.s. hjól, og öngul, já vel á minnst þá vantar maðk.ekki satt! Jú ég fékk að vita hvar ég gæti keypt maðk og keypti ég 50 á 70 kr. — sjötiu krónur stykkið! Ég vil benda á að verslunar- maðurinn i Veiðimanninum átti þarenganhlutað máli.Ég varð/ gjöra svo vel, að borga 3500 ál- krónur fyrir maðkana. Þegar ég kom heim fór ég að skoða maðkana... þeir reyndust þá vera álika litlir eins og maðkarnir sem eru að skriöa hérna úti á túnflötinni hjá mér. Jæja, laugardagurinn rann upp heiður og bjartur, nú mátti laxinn i Elliðaánum vara sig, ég var á leiðinni. En margt fer öðru visi en ætlað er, dagurinn varð ein martröð. Þetta var einn af þessum fáu góöviðrisdögum, sem veöurguð- irnir hafa úthlutað okkur þetta árið. Ég lenti á neðsta svæðinu og þegar ég hafði verið þarna nokkra stund fór fólk og bila að drifa að. Flautur voru þandar og krakkar hlupu skrækjandi fram og aftur Ég lét þetta ekkert á mig fá þar til einn krakkinn gekk svo langt að fara aö kasta steinum i ána rétt hjá mér. Þegar ég sagði krakkan- um að andskotast í burtu hljóp hann öskrandi til pabba stas. Pabbinn kom aö vörmu spori og spurði hvaða djöfulsins læti þetta væru og hvort blessað barnið hans mætti ekki kasta steinum í ánna? Égfór heim og veiddi ekki meira þennan dag- inn. Tilgamansmá geta þess að Þessi veiðimaður fékk öllu meiri frið heldur en bréf- ritarinn sem fór að veiða í Elliðaánum á laugardag- inn. Vísismynd.Gunnar. veiðileyfið kostaöi 8800 kr. Þú fyrirgefa öll blótsyrðin, en þetta lesandi góður verður að var bara svona. SKATTSKÝRSLUNA Á ELDINN SKATTALÖGREGLU í STAÐINN Bjarni G. Tómasson málarameistari skrif- ar: Er nokkur svo vitlaus að halda, að það verði ausið úr sjóðum i verðbólguhitina án skattrannsóknar eða skatteftir- lits: 1 Visi 15. júni siðastliðinn er fjallað um verðjöfnunarsjóði i leiðara blaðsins undir fyrir- sögninni: „Þekkingarskortur og viljaleysi”. Þar segir orðrétt: „Allir stjórnmálaflokkar hafa fyrir þessar kosningar gefið út stefnuyfirlýsingar þess efnis, að framvegis skuli verðjöfnun- arsjóðum beitt i rikari mæli en gert hefur verið i þvi skyni að jafna tekjusveiflur, og koma á jafnvægi i þjóðarbúskapnum. Enginn flokkanna hefur þó sagt tæpitungulaust, hvernig þetta skuli gert”. Visir heldur áfram og segir: „Talsmenn Alþýðuflokksins voru til dæmis reknir á gat i sjónvarpsþætti i fyrrakvöld, þegar þeir voru spurðir út úr um verðjöfnunarsjóðinn”. Og enn segir Visir: „Alþýðuflokkurinn hefur, eins og hinir flokkarnir lagt rika áherslu á að blaðinu yrði snúið við i þessu efni, þann- ig að hætt yrði að nota verð- jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins sem styrktarsjóð. Astæðulaust er að vanmeta það. En það kemur á daginn, að talsmenn hans geta enga grein gert fyrir þeim leið- um, sem fara á. Þeir svöruðu einhverju til um skattamál þeg- ar spurt var um verðjöfnunar- sjóðinn”. Hér lýkur tilvitnun, og mun ég nú tæpa á máli málanna,miklu stórmáli. Að hleypa fjöri i svinið. Er það til i málinu, að hægt væri að koma verðbólgunni fyr- ir kattarnef með þvi að ausa i hana úr sjóðum? Yrði það ekki til að hleypa fjöri i svinið? Mér kæmi það ekki á óvart ef þannig væri staðið að málinu, án skattaeftirlits eða skattrann- sóknar, en annað þessara ljótu orða notaði Vilmundur Gylfason til að svara spurningunni i fyrr- nefndum sjónvarpsþætti. Og mikið má það vera ef spurning- unni verður nokkurntima svar- að. Það á eftir að koma á dag- inn. 1 þættinum var einnig talað um neðanjarðarstarfsemi. A það ekki við um það, þegar verð á skipum er sagt mun hærra en það er i raun og veru, i þeim til- gangi að fá hærri lán? Er það ekki af sama toga spunnið, þeg- ar fréttir berast frá erlendum peningastofnunum, um að fé liggi þar á vöxtum, sem Islend- ingar eigi, og aldrei hefur verið skattlagt? Svona mætti tilnefna mörg fleiri dæmi, en þetta verp- ur að nægja. Svarið var rétt, en undirtekir spyrjanda klaufaleg- ar. Meðal sem helgar önn- ur meðöl Neðanjarðarstarfsemtn i peningamálum þjóðarinnar er ógeðsleg, og er það nú ekki hún ásamt fleiru, sem veldur verð- bólgunni? Ef það á að ná i alla skattpeninga, þá dugar ekkert annað en skattrannsókn og skatteftirlit. Þá höfum við i hendi meðal, sem helgar önnur meðöi til að lina verðbólguna. Það ætlast enginn til þess að þeir, sem eru að heyra nefnda skattalögreglu i fyrsta sinn, geri sér grein fyrir þvi, að verið er að tala um hornsteininn að staö- greiðslu skatta, svona stórt er málið. i’-j Smurbrauðstofan \Á BJORNIIMN Njálsgötu 49 — Simi 15105 TJOLD og aðrar ferðavörur \y miklu úrvali SK\l\ BJJÐIIM Rekin af Hjálparsveit skáta Reykjavik SNORRABRAUT 58.SIMI 12045 Stimplagerö Félagsprentsmiöjunnar hf. Spítalastíg 10 — Sími 11640 SKYNDIMYNMR Vandaöar litmyndir í öll skírteini. barna&fjölsk/ldu- Ijósmyndir AUSrURSTR€TI 6 SÍMi 12644 HÓTEL VARÐBORG AKUREYRI SÍMI (96)22600 Góð gistiherbergi . Verð frá kr.: 5.000 — 9.200.: A rA ? Morgunverður kr.: 1050 L fMí f i-tirrmi Næg bilastæði |i .!f | Er i hjarta bæjarins 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.