Vísir - 29.06.1978, Blaðsíða 12

Vísir - 29.06.1978, Blaðsíða 12
'Ipfpmr „ÍSLENDINGUM AÐ FARA FRAM" — sagði Henning Munk Jensen fyrirliði danska liðsins sem setti danskt iandsleikjamet í gœrkvöldi Fyrirliöi danska landsliösins Henning Munk Jensen, lék i gærkvöldi sinn 60. landsleik lyrir Danntörku i knaUspyrnu, og setli þar ineft nýU danskt laiidsleikja- Kurt Nielsen þjálfari Dana: ..lsland lék eins og ég bjöst við, þið eruö meö liaröa og stiM-ka leikmenn sem voru nær þvi að sigra en minir inenn aö þessu sinni. Það var hins vegar allt við botninn hjá okkur, og tiðið getur ekki leikið svona lélegan leik aftur. En islensku leikmennirn- ir léku skynsamlega og það má segja aö þeir einu, sem ckki voruf strangri gæslu hafi verið þeir sem sátu á varamanua- bekknum.” H. Alexander dómari: „Þetta var ágætur lcikur og ekki svo harður, aö minnsta kosti hef ég séð þá harðari heima I Skotlandi. lslenska liðið kom mér á óvart. Leikmenn eins og Gísli Torfason og Pétur Pétursson eru mjög góöir. Ég þekki Jóhannes Eövaldsson aö sjálfsögðu vel, þaö er maöur sem á aldrei lélega leiki”. Janus Guðlaugsson: ,,Jú, það var skemmtilegra að ganga af velli eftir þennann leik en eftir leikinn gegn Dönum I HM I handboltanum í vetur. Tækifærin 1 leiknum voru okkar, met. Eftir leikinn var hann hreinlega að drukkna i gjöfum inn i búningsklefanum, og sennilega fer liann með yfirvigt er hann lieldur héðan. En okkur tókst að að minnsta kosti þau hættuleg- ustu þótt þeir væru meira meö boltann. Mér finnst þetta lofa góðu fyrir sumarið. Pétur Pétursson: ,,Ég er ánægður með leikinn. en óánægður með aö skora ekki rétt fvrir lokin”, sagði Pétur sem lék sinn fyrsta landsleik I gærkvöldi. ,,Ég skaut með vinstri fætinum, en ef ég hefði getað beitt liægri fætinum hefði ég örugglega skoraö. En þaö er gaman aö vera kominn 1 þennan skemmtilega hóp. sem lands- liðshópurinn er.” Jóhannes Eðvaldssonj_ ..Þetta varTurðu g'ótt ög'"gam” an að þessum leik, en þó er ég óánægður meðað ganga ekki út- af með sigur. Margir vorubúnir aðspá okkur ósigri og það hefði vissulega veriðgaman að svara þvi meö sigri”. Valur Benediktsson línuvörður: ,,Ég bjóst við Dönunum mun sterkari en þeir reyndust vera, og ég reiknaði fyrir fram með dönskum sigri. En islenska liðið kom á óvart,liðið baröist vel og var drjúgt I leik sinum.” króa hann aðeins af eftir leikinn. ,,tslendingum fer alltaf fram i knattspyrnunni, það er ekkert vafamál. Liðið hefur þó ávallt vantað meiri tækni og ieikskipu- lag, en ég get ekki betur séð en þetta »é allt að koma hjá ykkur. Ég er tiltölulega ánægður með úrslitin, þvi að þótt við værum e.t.v. meira með boltann þá voru islensku leikmennirnir nær þvi að skora mark. Jóhannes Eðvaldsson átti góð- an leik fyrir Island, og það er ávallt erfitt að eiga við hann. Ég hitti varla erfiðari andstæðing, og sérstaklega er hann erfiður i loft- inu upp við mark andstæðing- anna. Þá var Atli bróðir hans góður, en mér finnst galli hjá islenska liðinu þegar það tekur hornspyrnu og aukaspyrnur kvað allt miðast við að koma boltanum inn á Jóhannes. Hann var oftast með tvo menn á sér, og það opn- aði að sjálfsögðu fyrir hina”. Henning Munk Jensen ætti að vita hvað hann er að segja þegar hann talar um islenska knatt- spyrnu. Hann hefur oftsinnis leik- iðgegn fslancii, var t.d. með i 14:2 leiknum fræga. og einnig er Dan- mörk vann 2: 1 sigur yfir Islandi 1974. -kip. Danir voru grófir Það var greinilegt að Danir gerðu sér grein fyrir þvl að þeir léku svo lélegan leik 1 gærkvöldi að þeir gætu tapaö leiknum. Þetta lýsti sér i þvi að þeir notuðu öll tækifæri til að tefja leikinn, og voru greinilega hræddir um að sleppa ekki með jafntefliö. Þá var mikil harka allsráðandi ileik þeirra.og þeir voru auk þess sinöldrandi út i dómarann allan leikinn. Svo sannarlega ekki skemmtilegir iþróttamenn, enda eru Danir aldrei ánægðir nema þeir vinnisigurgegn litla tslandi. gk- „Ekki strax" Eftir að liafa veriö búinn að biða i 20 minútur fyrir utan bún- ings'herbergi islenska liðsins eftir að leik tslands og Danmerkur lauk i gærkvöldi var undirritaður búinn af fá nóg af biöinni. Aður en ég fór af staðnum bankaði ég þó á huröina, en sá sem opnaði sagði ,,ekki strax’’ og lokaði hurðinni. Forráðamenn KSl verða að gera sér grein fyrir þvi að á landsleikjum eru blaðamenn i vinnu og þeirra biður eftir leiki sem háðir eru að kvöldlagi að fara til sinna vinnustaða og vinna fram á nótt. KSl-menn hafa beðið um „gott veður” og vinsamleg samskipti við blaðamenn, og þaö hefur ekki strandað á okkur að reyna að skapa gott andrúmsloft. En þegar manni er boðið upp á svona nokk- uð, þá hreinlega verður maður vondur. — Það var hægt að hleypa stjórnarmönnum KSl inn og út um dyr búningsklefans, en þeir blaðamenn sem voru að vinna við leikinn þurftu að biða uppundir hálftima til að geta haft tal af leikmönnunum. —GK. IJDID MITT Atkvœðaseðill í kosningu VÍSIS um vinsœlasta knattspyrnuliðið sumaríð '78 LIDIÐ MITT ER: X AFN HEIMILI BYGGDARLAG SÝSLA SIMI P.O. Box 1426, Reykjavik. Sendu seðilinn til VÍSIS Síðumúla 14, Reykjavik strax i dag. Hálfsmánaðarlega verður dregið úr nöfnum þeirra sem tekið hafa þátt I kosningunni og er vinningurinn hverju sinni 15 þúsund króna úttekt á sportvörum hjá tiTILíF í GLÆSIBÆ Aukavinningurinn er dreginn er út I lok kosning- arinnar úr atkvæðaseðlum þeirra, sem greiddu vinsælasta liðinu atkvæði sitt er 50 þúsund króna úttekt á sportvörum i VERSLUNINNI UTILÍF í GLÆSIBÆ VINNINGAR HALFSMÁNAÐARLEGA Hvað sögðu þeir: Fimmtudagur 29. júni 1978 VISIB VÍSIB Fim mtudagur 29. júnl 1978 Umsjón: Gylfi Kristjánsson — Kjartan L. Pálsson . DANIRNIR ÓSIGRAÐIR ENN A-Þjóðverjinn vann besta afrekið í gœr — Á fyrri degi Helsinkileikanna í frjólsum íþróttum metra hlaupi á 10,2 sek. og Norð- maðurinn Knut Kvalheim i 5000 metra hlaupi á 13.33. 7. min. Síðari hluti Helsinkileikanna ler fram i kvöld, og meöalkepp- enda þá er Hreinn Halldórsson, sem keppir I kúluvarpinu. —GK. A-Þjóðv erjinn Wol f ga ng Uanisch vann besta afrekið á fyrri degi llclsinkileikanna i frjálsum iþróltum, sem fram fór i gærkvöldi. Landsliðsmenn okkar i knattspyrnu fóru illa að ráði sinu á Laugardalsvell inum er þeir léku þar gegn Dönum. Að vísu varð jafntefli I leiknum,0:0, en þaö er alveg öruggt að það er langt þangað til jafngott tækifæri gefst til þess aö sigra Danina, lið þeirra á Laugardalsvelli 1 gærkvöldi var það slakasta sem þeir hafa sent hingaö I Iangan tfma, og eins og einn gamal- reyndur knattspyrnuá hugainaður sagði: „Fyrst það tdkst ekki áö vinna þá núna, þá veit ég ekki hvenær það verður eiginlega hægt.” Já, knattspyrnan, sem boðið var uppá í kuldanepjunni á Laugardals- vellinum I gærkvöldi var ekki góð og okkar menn voru heppnir að mótherj- arnir voru ekki sterkari en danskt lið, sem lék sinn slakasta leik i langan tima. Það leit lengi vel út fyrir að okkar menn bæru of mikla virðingu fyrir mótherjum slnum, Islendingarnir hopuðu mikið og gáfu Dönunum eftir miöjuna að mestu, en þeir náöu ekki að skapa sér hættuleg tækifæri. Islendingarnir fóru siðan aö koma framar á völlinn og taka betur á móti, og við þaðjafnaðist leikurinn talsvert. Fátt var þó um hættuleg tækifæri, og má segja að fyrri hálfleikurinn hafi liðið án verulega hættulegra mark- tækifæra. lslenska liðið var hins vegar mun friskara I upphafi siðari hálfleiksins, og f ékk þá tvö góð tækifæri, sem hefðu meðsmáheppni getað gefið mörk. Það fyrra kom strax á 2. mfnútu er Pétur Pétursson átti skalla af stuttu færi eftir sendingu Guömundar Þorbjörns- sonar en varnarmaður komst á milli og bjargaði í horn. Þremur minútum slðar komst Atli Eðvaldssonupp vinstri kantinn og inn i vitateig og þar skaut hann en danski markvörðurinn bjargaði naumlega I horn. Þarna hefði Atli sennilega betur gefið boltann fyrir markið. Danir fengu sitt besta tækifæri á 23. mlnútu hálfleiksins er Henrik Ager- beck skallaöi yfir af stuttu færi, en besta tækifæri leiksins átti Pétur Pét- ursson 6 mínútum fyrir leikslok. Hann fékk þá sendingu fyrir markið frá Guömundi Þorbjörnssyni og virtist| ekki geta annað en skorað af stuttu færi. En Pétur hitti boltann illa, og skot hans fór gróflega framhjá. Danir skoruöu svo rangstööumark tveimurmlnútum siöar, en Skotinn H. Alexander sem dæmdi leikinn var vel meö á nótunum og dæmdi markiö af Besta lækifæri leiksins. Pétur Pétursson hefur skotið af stuttu færi fyrir framan danska markið, en hann hilti boltann illa og hann fór langt framhjá markinu. Þarna fór gulliö tækifæri sem hefði getað gefið fyrsta sigurinn gegn Dönum i knattspyrnu. Visismynd Gunnar. Hanisch sigraði i spjótkasti þegar hann kastaði 91,14 metra, og það mun vera besti árangur sem náðst hefur i heiminum i dag, og um leið a-þýskt met. Kenyamaðurinn Henrv Rono sigraði örugglega i 3000 metra hindrunarhlaupinu, fékk timann 8.16.8 min, sem er nokkuð frá heimsmeti hans. Af öðrum sigurvegurum má nefna að Gilbert Zabte frá Frakklandi sigraði i langstökki, stökk 7.59 metra, Harri Huh Ala frá Finnlandi sigraði i sleggju- kasti með 71.08 metra kasti. Bandarikjamaðurinn Edvin Moses sigraði i 400 metra hlaup- inu á 48,6 sek. — Egrem Oezdam- ar Tyrklandi i hástökki með 2.13 metra, Antti Loikkanen Finnlandi í 1500 metra hlaupi á 3.41.5 min. Guy Abrahams frá Panama i 100 Nýtt frá Kaaber Nú kynnum við nýja tegund af úrvals kaffi — Colombia kaffi. Hráefnið er kaffibaunir frá Colombiu í hæsta gæðaflokki. Margir kaffiunnendur telja þetta heimsins besta kaffi, en það er auðvitað smekksatriði. Við hvetjum alla til þess að reyna þetta nýja kaffi, því það er aldrei að vita nema það sé einmitt kaffið, sem þú hefir alltaf beðið eftir. TíW.Mf j/ mwi á&k fif'É ■: fl f ! " 1 S 1 a JOHNSON & KAABER þrátt fyrir að Valur Benediktsson linu- vöröur „svæfi” á linunni og gerði enga athugasemd. Þessi leikur mun fyrst og fremst geymast í minningum manna sökum þess hversu gífurlega gott tækifæri gafst til að vinna langþráðan sigur gegn Dönum. Islenska liðið var hins vegar ekki á þeim buxunum aö geta notfært sér þetta, og þvi verður enn aö biða eftir sigri gegn Dönum. Islenska liðið saknaöi greinilega sárt Asgeirs Sigurvinssonar, það kom glögglega í ljós að hann vantaði illi- lega til að byggja upp sóknarlotur liðs- ins. Bestu menn liðsins voru Jóhannes Eövaldsson fyrirliöi, sem átti mjög góðan leik og á honum stöðvuðust ófáar sóknarlotur Dananna. Þá var Guðmundur Þorbjörnsson afar dug- legur og barðist allan leikinn af full- um krafti. Alti Eðvaldsson gerði marga laglega hluti þótt hann hafi oft skilað betri liekjum. Um aðra leik- menn er það að segja að þeir hafa oft- astleikiðbetur, og þvi fór sem fór. Við urðum að gera okkur jafntefliö aö góðu. Islenska liðiö var þannig skipaö: Arni Stefánsson, Arni Sveinsson, Jó- hannes Eðvaldsson, Jón Pétursson, Gisli Torfason, Janus Guölaugsson, Atli Eðvaldsson, Karl Þórðarson (Hörður Hilmarsson), Guðmundur Þorbjörnsson, Teitur Þórðarson og Pétur Pétursson. Dómari var sem fyrr sagði H. Alex- ander frá Skotlandi og dæmdi vel. gk—. Fengu um 200 þúsund hver fyrir leikinn — Dönsku leikmennirnir svo sannar- lega ekki dulbúnir atvinnumenn lengur „Ég tel að dönsku lcikmennirnir bafi haft gott timakaup i þessum leik, alveg örugglega ef miðað er við þá hörmungarknattspyrnu sem þeirsýndu” sagði Allan Larsen, en hann var hér á árum áður i hópi þekktustu iþróttafréttamanna Dana. Allan er nú fulltrúi Carlsberg verksmiðjanna dönsku, en það fvrirtæki sér að mestu um að reka atvinnumannaknattspyrnuna i Danmörku. „Hver leikmaður i danska liðinu fékk 4250 danskar krónur fyrir að leika þennan leik ( um 200 þúsund islenskar krónur) og það tel ég gott timakaup fyrir annaö eins rugl og þeir sýndu i leiknum. Ég held að dönsk knattspyrna geti ekki komist öllu neðar” sagði Allan Larsen. „Ég vissi að við myndum ekki fá neitt gefins hérna, Islendingar liafa oft revnst okkur erfiðir og þeim hefur vegnað vel undanfarin sum- ur. En dönsku leikmennirnir voru ömurlegir, og þó vorum viö meö 6 „heimflutta” atvinnumenn i liðinu. Allan Larsen kvaöst þess fullviss að danska „pressan” myndi ekki taka með neinum silkihönskum á leikmönnum danska liðsins. Stað- reyndin er nefnilega sú, að það voru íslendingar, sem voru nær þvi að vinna sigur i leiknum.” —KLP. Guðmundur Þorbjörnsson var drjúgur i gærkvöldi og barðist vel. Hér sést hann á fullri ferð, en gefur sér þó greinilega tima til að hafa gaman af leiknum. Visismynd Gunnar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.