Vísir - 29.06.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 29.06.1978, Blaðsíða 11
VISIR Fimmtudagur 29. júni 1978 11 ppan - fyrsta vantraustið / Stjórnin haföi ekki tryggt sér hlutleysi eöa stuöning neinna þingmanna nema Sjálfstæöis- flokksins. Þess vegna gat hiin átt yfir sér vantraust hvenær sem var. Þeir flokkar sem slikt van- traust bæru fram gætu þó átt von á þvi' aö mynda stjórn sjálfir. Framsóknarmenn lýstu hvorki yfir vantrausti né stuöningi og sama geröu þingmenn Alþýöu- flokksins. Sameiningarflokkur alþýöu-Sósialistarnir lýstu þvi hinsvegar yfir aö þeir væru and- vigir hinni nýju stjórn. í febrúarmánuöi hófust viöræö- ur milli Framsóknarftokksins og Sjálfstæöisflokksins um myndun stjórnar þessara flokka, þannig að ekki kæmi til þingrofs. Viöræö- urnar byggðust á áhuga flokk- anna á samstarfi tíl að ráöast gegn efnahagsvandanum og til aö koma i veg fyrir stjórnarkreppu. Þegar þessár viöræöur báru ekki árangur var vantrauststil- laga borin upp I þinginu og sam- þykkt meö 33atkvæðum gegn 18 i marsmánuði 1950. Þetta var i fyrsta skipti siöan 1911 sem van- traust varsamþykkt á alþingi og eina skiptið hingað til i sögu lýö- veldisins. Daginn eftir baöst ráöuneytiö lausnar og féllst Forseti Islands á það jafnframt þvi sem hann fól stjórninni að sitja áfram þar til ný stjórn tæki viö. Þaö gerðist hálfum mánuöi siöar er stjórn SteingrimsSteinþórssonar tók við völdum 14. mars 1950. —H.Þ. Magnússon atvinnumálaráö- herra. Nýsköpunarst jórnin naut stuönings 32 þingmanna af 52, þ.e. allra sjö þingmanna Alþýðu- flokksins og tiu þingmanna Só- sialistaflokksins en fimm af tuttugu þingmönnum Sjálfstæöis- flokksins lýstu yfir andstööu viö stjórnina. Þessistjórnsataö völdum fram ioktóber 1946 en þá kröföust þing- menn Sósialistaflokksins þess að stjórnin segði af sér vegna ágreinings um afnot Bandarikja- manna af Keflavikur flugvelli. Þess vegna baðst Ólafur Thors lausnar fyrir sig og og ráðuneyti sitt 10. október 1946 en stjórnin sat fram i febrúar 1947. Fjögurra mánaða stjórnarkreppa 1946-47. Enn var að tilhlutan Forseta Is- lands reynd myndun þjóöstjórn- ar. Tólf manna nefnd var á ný stofnuð og hóf störf i október 1946. I desember þetta sama ár flutti Ólafur Thors þau skilaboð til nefndarinnar, frá Forseta Islands að hann teldi tilraunir hennar til myndunar nýrrar stjórnar hafa mistekist. Nefndin féllst á álit Forsetans og hætti störfum. Ólafi Thors var þá falin stjórn- armyndun og hóf hann þegar við- ræður við Alþýöuflokkinn og Sósialistaflokkinn en þær viöræö- ur fóru út um þúfur. Þá leitaði Forseti Islands til Stefáns Jóhanns Stefánssonar formanns Alþýðuflokksins. Hon- um tókst aö mynda stjórn sins flokks með Sjálfstæöisflokki og Framsóknarflokki. Þetta var i febrúar 1947 og haföi þvi bráða- birgðastjórn ólafs Thors setið i 117 daga eöa nær fjóra mánuöi. Það mun vera lengsta stjórnar- kreppa i allri stjórnmálasögu ts- lands. I ráöuneyti Stefáns Jóhanns Stefánssonar sem gegndi embætti forsætis- og félagsmálaráöherra sat auk hans frá Alþýöuflokknum Emil Jónsson,samgöngumála- og viöskiptamálaráöherra. Frá Sjálfs tæöisflokknum Bjarni Benediktsson, utanrikis- og dómsmálaraöherra og Jöhann Þ. Jósefsson, atvinnumálaráöherra. Frá Framsóknarflokki þeir Bjarni Asgeirsson landbúnaöar- ráöherra og Eysteinn Jónsson menntamálaráðherra. Hinir nýju stjórnarflokkar höföu 42 fulltrúa á alþingi af þeim 52 þingmönnum sem þar áttu sæti. Sjálfstæöisflokkur haföi 20 þingmenn, Framsóknarflokkur 13 og Alþýðuflokkur 9. Stjórnarsamstarf þessara flokka gekk yfirleitt vel, en 1949 fór aö bera á óánægju Fram- sóknarmanna með stjórnarfram- kvæmdirnar. Siösumars 1949 var ákveöiö aö rjúfa þing og boöa til kosninga vegna þessaö samstaöa Stjórn ólafs Thors, Nýsköpunarstjórnin, sem sat frá 1944-1946. Stjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar sem sat 1917-1949. náöist ekki um aögeröir i dýrtiöarmálunum. Kosningar fóru fram I lok októ- ber og uröu úrslitin sigur Fram- sóknar og einnig vann Sjálf- stæðisflokkurinn á. Þess vegna baöst Stefán Jóhann Stefánsson lausnar fyrir ráðuneyti sitt i byrjun nóvember en gegndi störfum fram I desem- ber 1949 er ný stjórn tók við. Minnihlutastjóm Sjálf- stæðismanna 1949-1950 Nýtt þing kom saman 14. nóvember 1949 og lagði Sveinn Björnsson hart að þvi þegar i þingsetningarræöu sinni aö þing- ræðisstjórn yröi mynduö strax fyrir lok mánaðarins. Aö öörum kostí yröi mynduö ný utanþings- stjórnsem alþingigæti þá hafnaö eöa sætt sig viö. Vegna sigurs Framsóknar- flokksins i kosningunum fékk Hermann Jónasson þaö hlutverk aö mynda stjórn. Hann ræddi fyrst við Alþýöuflokksmenn um myndun tveggja flokka stjórnar og aö þess yröi fariö á leit viö Sjálfstæöismenn að veita slikri stjórn hlutleysi eða stuöning. Þessar viðræöur báru ekki árangur. Þá ræddi Hermann viö Sjálf- stæöismenn, en þegar þaö bar engan árangur tilkynnti Hermann Jónasson Forseta tslands aö sér hefði mistekist stjórnarmyndun. Sósialistaflokk- urinn haföi þó boðist til stjórnar- samstarfs við Framsóknarflokk- inn en þvi verið hafnað. Forsetí tslands sneri sér þá til Ólafs Thors og að loknum viöræö- um viö fulltrúa Alþyöuflokksins og Framsóknarflokksins mynd- aöi Ólafur minnihlutastjórn Sjálf- stæðisflokksins. t þeirri stjórn sátu auk ólafs Thors þeir Bjarni Benediktsson, Björn Ólafsson, Jóhann Þ. Jósefsson og Jón Pálmason. Síðasta leyndarmál heim- styrjaldarinnar síðari athygli veröar af mörgum ástæðum. í fyrsta lagi voru Kremlverjum afhentir menn, sem voru ekki þegnar þeirra að neinum lögum, kósakkarnir og aðrir, sem lengi höfðu búið utan Ráðstjórnarrikjanna. i öðru lagieru þau örlög ekki kaldhæðin, heldur grimm, sem flytja menn úr þrælabúðum nasista, þar sem þeir eru taldir kommúnistar, i þrælabúðir kommúnista, þar sem þeir eru kallaðir nasistar. Flestum striðsföngunum, sem Kreml- verjum var skilað, var gefið það eitt að sök aö vera lifandi, en hafa ekki dáið baráttudauða fyrir bóndann i Kreml, Jósef Stalin! i þriðja lagi er það skipulag meira en litiö gallað, sem fær hundruð þúsunda manna — þá af milljónunum tveimur. sem kalla má „föðurlandssvikara” — til liös við óvin þess. Það er ein goðsögnin af mörgum um heimsstyrjöldina siðari, að þjóöir Ráðstjórnarrikjanna hafi barizt sem einn maður með Stalin og hinum blóðrauða her hans. (En þeir Bretar og Bandarikjamenn, sem börðust með þýzka hernum, voru fáir sem engir.) t fjórða lagi höfðu vestrænir stjórnmálamenn i þessu máli sem öðrum ekki nægilegan skilning á þeirri manngerö, sem réði Ráðstjórnarrikjunum, og á þeirri skipulagsgerð alræðis („totalitarianism”), sem var i þeim. Þeir, sem tóku ákvörðun- ina um að sinna kröfu Stalins, treystu þessum grimma og kæna stigamanni i einhverju, trúðu þvi, að hægt væri að sætt- ast við hann, þótt þeirri nauð- syn, sem rak hann i bandalag við Vesturveldin gegn Hitler, væri ekki til aö dreifa eftir styrjöldina. t fimmta og siðasta lagi er það siðferðilegt úrlausnarefni, hvort ákvörðunin var rétt eöa röng. Það er að visu auðvelt fyr- ir okkur þrjátiu árum eftir styr- jöldina að gleyma þvi, aö Hitler og nasistana varð aö sigra, hvað sem það kostaði — og þaö kost- aði góða samvinnu við Stalin og kommúnistana. Var um eitt- hvað að velja? Brugðust vest- rænir menn skyldu sinni? Til- veran leggur ekki á menn aöra skyldu en það, sem þeir geta. En þó eru flestir þeir, sem hafa rættum málið eftir útkomu bók- ar Bethells, sammála um það, að kröfu Stalin var sinnt of vel, gengið var of langt til móts við hann i þessu máli.Abyrgðina á þvi bar einkum Anthony Eden, sem var utanrikisráherra, en hann var jafnglámskyggn á innri mann Stalins og hann var glöggskyggn á innri mann Hitl- ers. Stjórnmálamennirnir og embættismennirnir, sem tóku ákvörðunina, voru miklu vissari i sinni sök en hermennirnir, sem framkvæmdu hana. Þversögnin er sú, að hermennirnir voru mannúðlegri en skrifstofu- mennirnir. Mennirnir i bákninu eru margir harðbrjósta, ein- staklingarnir eru i augum þeirra tölur, sem færa má á milli dálka, en ekki lifandi menn með tilfinningar, vitog vilja. En þeir, sem eru innan um ein- staklingana, sjá þá sem menn. (Fremsti hershöfðingi Breta, Harold Alexander, mótmælti mjög þessum aðförum, Chur- chill efaðist, en Eden ekki). Bethell telur sjálfur, að ákvörð- un Vesturveldanna hafi verið röng. Mikill harmleikur Bók Bethells er um mikinn harmleik. Vesturveldin fórnuðu tveimur milljónum manna — flestum saklausum — fyrir góöa samvinnu viö þá menn,> sem kenndu sig við og trúðu á stálið. Við eigum að muna eftir þessum harmleik, eftir þeim tveimur milljónum manna, sem urðu fórnarlömb hryllilegra kringumstæðna. Ég held, að ts- lendingar séu ajlra þjóða skiln- ingslausastar á hina sifelldu hættu, sem þeim er búin i við- sjálli veröld, þvi að þeir vita ekki af eigin raun hvað orð eins og „styrjöld” og „alræði” merkja. Eina tryggingin fyrir þvi, að við rötum ekki i sömu ógöngurnar og aörar þjóðir heims á árunum 1939-1945 að við verðum ekki sjálfir fórnarlömb hryllilegra kringumstæðna, er aðild okkar að Atlantshafs- bandalaginu, varnarbandalagi vestrænna lýðræðisrikja. Eini stjórnmálaflokkurinn sem styð- ur þessa aðild af fullum heilind- um, er Sjálfstæöisflokkurinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.