Vísir - 08.08.1978, Síða 8

Vísir - 08.08.1978, Síða 8
c Aj- Þriöjudagur 8. ágúst 1978 visœ ( Umsjón: Guðmundur Pjéturssorii>~^ J Hundur beit mann Bóksalar og aðrir viðskiptamenn Almenna bókafélagsins Fró og með 1. ógúst flytjum við afgreiðslu okkar fró Bolholti 6 að Það var vist John B. Bogart, fréttastjóri hjá blað- inu „Sun” i New York, sem lét þau frægu orð falla, að það teldist ekki til tiðinda, þótt hundur biti mann —svo oft sem það nú skeði. En ef maður biti aftur á móti hund.. tja, þá skyldi hann birta fréttina eftir blaðamanninn. ER VERÐBÓLGAN ÓLEYSANLEGT VANDAMÁL? NEI EKKI FYRIR OKKUR Þetta var skömmu fyrir alda- mót, en byrjendur i blaöa- mennsku fá að heyra þetta klingja í eyrum enn i dag. Svo oft geta þó hundar bitið menn, að jafnvel Bogart fréttastjóri hlyti að viðurkenna, að það væri nokk- ur blaðamatur. Að minnsta kosti hefur hið konunglega dýraverndunarfélag i Bretlandi snúið samúð sinni yfir á póstbera, innheimtumenn, sölu- mennn og annað fólk, sem á rápi sinu hús úr húsi sætir ósjaldan á- rásum þessara algengu gæludýra almennings. Hyggst félagið taka þetta fólk að nokkru undir sinn verndarvæng lika. Það var fyrir löngu timi til kominn, aö einhver tæki upp hanskann fyrir þetta margbitna , sem auk þess að vera bitbein hunda hefur mátt þola það ára- tugum saman að vera á milli tannanna á skopteiknurum. Þess- um, sem gæddir eru þvi skop- skyninu að þeim finnst það há- mark fyndninnar, þegar þeir sjá gamalmenni verða fótaskortur á bananahýði. En nú hefur sem sé dýravernd- unarfélagið breska gefiö út bækl- ing til leiöbeiningar fyrir póst- bera og önnur fórnardýr hunda. Bæklingur þessi veitir ýmar ráð- leggingar þessu fólki um, hvaða tökum það eigi aö taka fjandsam- lega hunda, sem verða á vegi þess. Trútt sinum dýraverndunar hugsjónum mælir félagið alls ekki með þvi, að póstberinn sparki i urrandi hundkvikindið. Það byggir ráðgjöf sina á upplýsing- um, sem dr. Michael nokkur Fox leggur til. Hann er dýrasálfræð- ingur og mikill sérfræðingur i hegðun og atferli dýra. Meðal annarra hugmynda, sem hann hefur, er ein sú, að maður og hundur geti gert sig hvor öör- um skiljanlega með þvi t.d. að brosa hvor framan i annan. Ekki mælir bæklingurinn með þvi, að brosaö sé framan I urrandi hund, en lagt er til, að talað sé til hans i vingjarnlegum tón en ákveðnum. Og jafnvel blistraö til þess að róa dýrið. „Forðist aö sýna hræðslumerki,” segir i bæklingnum. „Hundurinn getur lesið óttann úr augum ykkar og likamshreyfingum. ” — Sumir halda þvi raunar fram, að dýriö geti jafnvel fundið hræðslulykt af fórnarlambinu. Bent er á, að jafnvel vinaleg- ustu hundar gelti aö ókunnugum af þeirri eölilegu ástæðu, að þeir telji það hlutverk sitt að standa vörðog vernda sitt yfirráöasvæöi. Gestkomandi er bent á, að svara geltinu og urrinu með gæluhjali, ekki urra á móti, fýla grön eða flýja af hólmi — Sérstaklega ekki flýja af hólmi. Það siðasta leiðir venjulegast til þess að skepnan eltir sigri hrósandi og þá fyrir vist verður maðurinn bitinn. Það er talið betra vopn, að bera á sér hundakex fremur en barefli, og mælir bæklingurinn með þvi. Breska póstmálastofnunin er hinsvegar ekki jafn hrifin af þvi ráði, og telur áhrifabetra að út- búa póstbera sina með úðunar- brúsa upp á vasann, eins og til- raunir hafa verið gerðar með. Það ráö gaf þó misjafnan árang- ur. Voru margir illa bitnir, þótt þeir hefðu úðað rausnarlega framan i hundinn. Breska póststofan ætlar, að það séu um 4.000 póstberar bitnir af hundum árlega. Stöku sinnum hefur kveðiö svo rammt að hundsbitum, að i óefni var komið. Það er ekki svolangt siðan póst- burður lagðist alveg niður I eina götuna I London, þar sem var margt grimmra hunda aö póst- berar aftóku með öllu að leggja sig þar oftar i hættu. SPARIÐ 20% - NOTIÐ AGFACOLOR FILMU Austurstrœti 7 Sími 10966 Getum nú boöiö Byron sófasettið í nýrri útgáfu. Enn glæsilegra en áður! Hvort sem er í leðri eða áklæði eftir eigin vali. Sjón er sögu rikari. Lítið inn og skoðið þetta nýja sett — ásamt öllu öðru sem við höf um upp á að bjóða í húsgögnum. Kappkostum að hafa úrval húsgagna við allra hæfi. Bílastæði og inngangur er einnig Hverfisgötumegin. Verið ve/komin. mmmm^^mmmmmmmmmmmmmmaammmmmmtmmmmimumm wiaufi w

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.