Vísir - 16.08.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 16.08.1978, Blaðsíða 4
4 Miftvikudagur 16. ágúst 1978 VISIR LAGMETISIÐJAN GARÐI: FIYTJA ÚT FYRIR 100 MIUJÓNIR Á MÁNUÐI Hafa ekki fengið nein lán, hvorki stofnlán né afurðalán Leydd” °fni eru d6sirnar so8nar og Þær geril' | Texti: Anders Honsen Myndir: Sigurður H. Engilbertsson Unnið er af fullum krafti i Lagmetisiðjunni Garði, þó viðast hvar liggi starfsemi fiskvinnslu- stöðva á Suðurnesjum niðri um þessar mundir. Visismenn voru á ferð i Garðinum i vikunni, og ræddu þá meðal annars við Jóhannes Arason, verksmiðjustjóra Lagmetisiðjunnar. Stendur ekki til að loka. Jóhannes sagöi aö hjá þeim væri unniö meö fullum afköst- um, og ekki stæöi til aö loka. Þeir seldu alla sina framleiöslu, sem væri rækja, til Vestur- Þýskalands, og væri þegar búiö aö selja alla framleiöslu þessa árs. Lagmetisiðjan Garöi tók til starfa i mai-mánuði siöast liön- um, og i verksmiðjunni starfa milli 12 og 14 konur, auk yfir- manna. Eigendur Lagmetisiöjunnar eru, auk verksmiðjustjórans, Jóhannesar Arasonar, Finnbogi Björnsson, Björn Finnbogason, Lagmetisiðjan Garði framleiðir útflutningsverð- mæti fyrir um 100 milljónir á mánuði. Eftir að dósirnar hafa verið soðnar og geril- sneyddar er þeim pakkað i sérstakar umbúðir sem koma frá dreifingaraðilanum i Þýskalandi. Þar er þess hvergi getið að framleiðslan sé veidd og unnin á íslandi. Jóhannes Arason, verksmiðjustjóri og tæknilegur ábyrgðarmaður verk- smiðjunnar. Hafa ekki fengið nein lán. Lagmetisiðjan hóf sem fyrr segir starfsemi sina i maimánuði siöast liönum. Fyrirtækiö hefur ekki fengið nein lán til uppbyggingarinnar, en þó hefur reksturinn gengið vel, og engar áætlanir eöa hug- myndir eru uppi um lokun, þrátt fyrir að illa gangi hjá öðrum fyrirtækjum i nágrenninu. Þá má einnig geta þess, aö fyrir- tækið hefur alla tiö greitt fullar verðbætur á laun, og þvi hefur ekki komið til útflutningsbanns á fyrirtækið. Er Jóhannes var spurður aö þvi hvað ylli þessari velgengni fyrirtækisins, sagði hann þaö skipta mestu, að þeir heföu get- dr. örn Erlendsson, Knútur Guömundsson, og norskur maöur sem vinnur viö fyrirtæk- iö, Thor Nielsen Framleiða fyrir 100 milljónir á mánuði Jóhannes sagöi, aö nú fram- leiddi fyrirtækið rækju til út- flutnings i neytendaumbúðum fyrir um 100 milljónir á mánuöi, eitt hundraö milljónir. Rækjuna kaupir Lagmetisiðj- an viða aö, svo sem frá Skaga- strönd, ísafjarðardjúpi, Hólma- vik og viöar. Rækjan er keypt til verksmiöjunnar á sama verði og fæst fyrir hana frysta til út- flutnings, og kemur rækjan dag- lega suöur i Garð, tvö og hálft tonn á dag. Afurðirnar eru siöan sendar úr landi vikulega, skip lestar þær i Reykjavik og siglir meö þær til Vestur-Þýskalánds, þar sem þær fara á markað. Það er vestur-þýskt dreif- ingarfyrirtæki sem kaupir alla framleiðsluna. Hans Georg Möller, i Hamborg. Þaö er lang sterkasti dreifingaraöilinn á vestur-þýska markaðnum, sem hefur um 80% rækjumarkaðs- ins. Jóhannes sagði, aö hráefnið sem þeir keyptu, þaö er frosin rækja, kostaöi frá 13 til 15 hundruð krónur kilóið, en þeir seldu það úr landi fyrir 2400 til 2500 krónur. Verðmætaaukning- in á hvert kilógramm viö full- vinnsluna hér á landi nemur þvi um 1000 krónum brúttó. Lagmetisiðjan Garði h.f. er mikið vélvædd, að minnsta kosti ef miðað er við islensk fyrirtæki. Hér koma dósirnar lokaðar, áður en þær eru settar inn i ofninn. Selja jafnmikið og Söiustofnunin. Lagmetisiðjan Garði selur úr landi fyrir um 100 milljónir á mánuði. Samkvæmt þeim upp- lýsingum sem Visir hefur aflaö sér mun það vera álika mikiö og alls er flutt út á vegum Sölu- stofnunar Lagmetis eða fyrir um 1.3 milljarða á ári. Lagmetisiðjan Garöi stendur þar fyrir utan. Margfalt fleira starfslið starfar aö sölu- og markaðsmál- um fyrir Sölustofnunina, eöa 14 manns á móti einum hjá Lagmetisiðjunni i Garði. öll framleiösla Lagmetisiöj- unnar er flutt út á vegum fyrir- tækisins Triton, umboös- og heildverslunar. — ah. aö tryggt sölu á framleiöslu sinni, og að ómetanlegt væri aö komast inn á svo þekktan dreif- ingaraðila sem H.G. M. i Hamborg væri, og fá aö selja undir þvi merki. Þá væri varan einnig flutt þaö ört út, og greiöslan þaö fljót að koma, aö ekki þyrfti aö fá afuröarlán, og þannig spöruöust vaxtagreiösl- ur. Þá hefur einnig verið reynt aö ná sem mestri hagræöingu i rekstrinum, og vélvæöing er meö mesta móti, og verksmiðj- an hefur yfir aö ráöa mjög góðu starfsfólki,sagöi Jóhannes. Mikill einhugur rikti til aö fram- leiðslan gæti gengið sem best. Hyggjast stækka og auka fjölbreytni. Eins og að framan greinir er öll framleiðsla Lagmetisiðjunn- ar niðursoðin rækja, sem sett er i sérstakan vökva fyrir Þýska- landsmarkað. Aö sögn Jóhannesar hafa þeir unnið að stækkun verksmiðj- unnar, og einnig stendur til aö auka fjölbreytnina. Þýska dreifingarfyrirtækið getur tekiö við um þriðjungi meira magn en nú er flutt úr. Hvaö varðaði aukna fjöl- breytni i framleiðslu, sagði Jóhannes aö þeir væru að þreifa fyrir sér meö fram- leiöslu á tiltölulega dýrum sjávarréttum, en of snemmt væri að skýra nákvæmlega frá þvi á þessu stigi. Eftir að rækjan hefur verið vigtuð i dósirnar renna þær eftir færi- bandi, þar sem vökvi blandast þeim áður en dósunum er lokað og þær soðnar og geril- sneyddar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.