Vísir - 16.08.1978, Page 10
10
VÍSIR
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta:
Guðmundur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaða-
menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Ellas Snæland Jónsson,
Guðjón Arngrlmsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrln Páls-
dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gyffi
Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson,Jens
Alexandersson. Utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Askriftargjald er kr. 2000
á mánuði innanlands.
Verð I lausasölu kr. 100
eintakið.
Prentun Blaöaprent h/f.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Augfýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8.
Simar 86611 og 82260
Afgreiösla: Stakkholti 2—4 simi 86611
Ritstjórn: Sföumúla 14 simi 86611 7 linur
utgefandi: Reykjaprent h/f
‘Framkvæmdastjóri: Davfð Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Á að framleiða hér íslenskar
eða nýsjólenskar peysur?
Ein tilraunin, sem gerð hef ur verið til þess að auka
fjölbreytni atvinnulífsins úti um land, hefur verið
fólgin í rekstri prjóna- og saumastofa.
Slíkum fyrirtækjum hefur verið komið á fót í
byggðarlögum, þar sem atvinnulif hefur verið mjög
einhæft, og nær eingöngu miðast við vinnslu sjávar-
af la. Þessi tilraun virðist hafa gef ið góða raun, en aft-
ur á móti eru nú ýmsar blikur á lofti, sem benda til
þess að starfsgrundvöllur þessara fyrirtækja sé í
hættu.
í stað þess að kaupa íslenskar ullarvörur hafa
margir erlendir aðilar farið út á þá braut að standa
fyrir framleiðslu á eftirlikingum af íslenskum fatn-
aði úr ull. Dæmi eru jafnvel um að settar haf i verið á
stof n verksmiðjur erlendis eingöngu til þess að f ram-
leiða eftirlíkingar af íslenskum peysum og öðrum
ullarfatnaði.
í flestum tilvikum virðist þarna um að ræða fram-
leiðslu úr ull, sem fljótt á litið er svipuð þeirri
islensku, — en sifel It f ærist það í vöxt að raunveruleg
islensk u11 sé í þessum flíkum, að minnsta kosti að
hluta til.
Slíkt reynist framleiðendunum auðvelt því að veru-
legt magn ullarbands er flutt út héðan og þetta
islenska hráefni er þannig lagt upp í hendurnar á
keppinautunum.
Þetta virðist vera heldur öf ugsnúið á sama tíma og
reynt er að vinna markaði fyrir íslenskar ullarvörur.
Útflytjendur ullarbandsins bera því aftur á móti við,
að þeir fái mun hagstæðara verð fyrir bandið í út-
flutningi en ullarvörurnar.
Annað atriði, sem ekki er síður undarlegt í sam-
bandi við ullariðnaðinn er það, að með hverju ári
eykst innflutningur á ull frá Nýja Sjálandi hingað til
lands. Þessari ull blanda menn saman við islensku
ullina þegar ullarvörur eru framleiddar og eru dæmi
um að blandan sé orðin svo útþynnt í sumum fram-
leiðsluvörunum, að nýsjálenska ullin sé allt að 80%
hráefnisins og sú íslenska aðeins 20%.
Einn þeirra aðila, sem annast útflutning á íslensk-
um ullarvörum, sagði í samtali við Vísi, að mikil hætta
væri nú á að stef nuleysi og skammsýni yrði til þess að
útflutningur á fatnaði úr íslenskri ull legðist niður.
Ef ekkert yrði að gert í málum þessarar iðngreinar og
núverandi þróun héldi áfram óhindruð, blasti ekki
annað við en endalok þessa iðnaðar og mörg fram-
leiðslufyrirtæki yrðu þá að hætta starfsemi sinni.
Það er þvi I jóst, að brýn þörf er orðin fyrir skýra og
ákveðna stefnumótun varðandi ullariðnaðinn hér á
landi.
Vilja menn stuðla að því áfram að íslenskur ullar-
fatnaður unninn til dæmis í Hong Kong eða Kóreu
verði allsráðandi á þeim mörkuðum í Evrópulöndum
og Bandarikjunum, þar sem íslenskir útflytjendur
hafa verið að hasla sér völl?
Er hægt með breyttri landbúnaðarstef nu að bjóða
íslenskum ullarvöruframleiðendum hérlendis ullina
okkar á jafn hagkvæmu verði og nýsjálenska ullin
fæst á?
Geta menn komið sér saman um að hætta íblöndun
innfluttu ullarinnar í íslenska hráefnið, eða ákveðið
einhver hlutföll?
Hvort ætla íslensku fyrirtækin i framtiðinni að
framleiða hér á landi íslenskar eða nýsjálenskar
peysur?
Þessum og öðrum spurningum um framtíð ullariðn-
aðarins verður að svara sem fyrst. Sú furðulega
staða, sem komin er upp í þessari iðngrein,krefst þess
að tekið verði i taumana, skapaður verði grundvöllur
fyrir íslenskri framleiðslu á íslenskri grund úr
islensku úrvalshráef ni og stuðlað að því að hægt verði
aðselja þessa íslensku vöruá heimsmarkaðnum undir
íslensku gæðamerki.
Miðvikudagur 16
. ágúst ^sVjgiR,
Jón Ármann Héðinsson um mikilvœgi portúgalska markaðsins:
„Hefur bjargað
saltfiskverk-
í áratugi"
Um 14-16
lestir
af saltfiski
í landinu að
verðmœti
um sex
milljarðar
króna
,,Þvi miður virðist I viðtali við
Jón Sveinsson, forstjóra I Stálvik, •
i Visi nú fyrir skömmu gæta veru-
legs misskilnings um gildi salt-
fiskverkunar á tslandi nú og und-
anfarin ár”, sagði Jón Armann
Héðinsson, stjórnarmaður i Sölu-
sambandi islenskra fiskframleið- on ''rmann Héðtnsson
enda, i samtali við VIsi, er haft
var samband við hann vegna við-
skipta lslendinga við Portúgal.
Jón Armann var nýverið ráöinn
um nokkurra mánaöa skeiö til
SIF til að stuðla aö auknum viö-
skiptum okkar viö Portugali.
„Mér viröist i viötalinu viö Jón
koma fram”, hélt Jón Armann á-
fram, „aö hann geri sér ekki
grein fyrir þvi, aö portúgalski
markaöurinn hefur bjargaö is-
lenskri saltfisksölu i áratugi og
þar meö Islenskri útgerö og fisk-
verkun bæöi varöandi bátaflotann
og togaraflotann. An þess aö fara
út i meting milli skipastæröa og
skipageröar er óhætt aö segja, aö
meirihluti þess fisks, sem selja
þarf til Portúgal, komi, aö
minnsta kosti nú undanfarið, frá
þeim aðilum, er bera hagsmuni
togaraútgeröar fyrst og fremst
fyrir brjósti.
Mér vitanlega hefur Jón byggt
sitt fyrirtæki vel upp og smiðað
mörg ágæt skip og togara, og eru
þvi togaraútgerðirnar helstu viö-
skiptaaöilar hans. A sama tima
skila þessi skip á land hráefni
sem er flokkaö samkvæmt Is-
lenskum lokum i A og B flokk.
Þaö er vitaö mál, aö B flokkur fór
fyrst og fremst I salt á meöan
skreiöarverkendur taka ekki viö
lakari gæöum.en A-fiskurinn fer i
frystingu. Þetta er sú grjótharða
staöreynd.sem tslendingar veröa
aö gera sér grein fyrir, hvort sem
einhverjum likar betur eða verr.
Þaö er svo aftur allt annaö mál,
hvort lánareglur eru nægilega
hagkvæmar islenskri skipasmiöi
eða ekki. Þaö má engan veginn
blanda þvi saman, hvort viö vilj-
um liðka til um sölu á saltfiski,
sem nú nemur 8-10 milljörðum og
hefur takmarkaöan iiftima, og
þvi hvaöa lánareglur gilda fyrir
islenska skipasmiöi. Jón
Sveinsson veit það eins vel og ég
og þeir sem i útgerð eru, að á
siðastliðnum 18 árum hafa veriö
keypt nokkuð yfir 200 skip frá
Noregi. Þetta er sannarlega
gagnrýnisvert og meira en
það!”
Jón Armann sagöi, aö undan-
farin ár hc-íöi útflutningur okkar
til Portúeals numiö 5-8 milljörö-
um en innflutningur okkar frá
Portúgal heföi aöeins veriö 3-6%
af útf lutningsverömæti héö-
an. Þessu uni Portúgalir ekki nú
viö mjög erfiöar aöstæöur - og
heföu þeir kurteislega fariö fram
á, aö við stórykjum kaup á fram-
leiöslu þeirra eins og margoft
hefði komiö fram i fréttum.
Þeir hefðu boöiö aö smiöa tvö
skip fyrir tsland heföu islensk
togaraútgeröarfyrirtæki sýnt á-
huga á þvi. „Ég tel það lofsvert
en ekki last- hjá islensku rikis-
stjórninni og forsætisráðherra”,
sagöi Jón Armann, ,,aö fallast á
aö liöka til um lánareglur, sem
eru þó ekki þaö rúmar aö þær
nálgist þær reglur sem hafa gilt
um árabil þegar mest var keypt
af skipum frá útlöndum. Hér er
islenska rikisstjórnin að bjarga
milljóna verðmætum og þaö
hlýtur aö vera i hennar verka-
hring að gera slikt”.
Jón Armann sagöi, aö viö vær-
um meöum 14-16 þúsund lestir af
saltfiski i landinu, sem við þyrft-
um aö selja til Portúgal, aö verö-
mæti um 5,5-6,5 milljarðar, en 4
þúsund lestir af saltfisk væru
þegar farnar til Portúgal. Nauö-
synlegt væri aö auka viöskiptin
meö ýmsum hætti. Þegar hefur
veriö keypt nokkuö af olíu frá
Portúgal og Landsvirkjun hefur
gertsamning um kaup á spennum
þaöan fyrir um 250 milljónir
króna. Þá væru ferðaskrifstofur
byrjaöar aö beina feröamönnum
þangaö.
„Þaö er margt annaö sem hægt
er aö stuöla að”, sagöi Jón Ar-
mann, „þannig aö þaö á ekki aö
vera nauösynlegt i framtiðinni aö
kaupa togara þaöan.
I áratugi hefur portúgalski
markaðurinn bjargaö Islenskri
saltfiskverkun og þar meö is-
lensku efnahagslifi. Nú eiga
Portúgalir i erfiðleikum vegna
margra orsaka og þaö væri mikill
ósómi af þv.I, ef tslendingar létu
vera aö stuðla aö auknu jafnvægi
i viðskiptum þessara landa”.
! Innlendur skipaiðnaður
| ó í vök að verjast:
Í„LÁNAREGL-
jUR GANGA
[AF SKIPA-
[IÐNAÐINUM
DAUÐUM"
meðan liðkað er fyrir
i kaupum ó togurum í Portúgal,
[ segir Jón Sveinsson forstjóri
h.f.
'i eyfti-
Jón SvcÍMton (ortljóri SUlvlkur
starfa I dag Astandiö væri svo
slcmt aö lltiö sem ekkert vari
iyrir þessa menn aö gera. Stál-
vik heföi iokiö viö smlöi á skut-
togaranum Arinbirni RE I vor.
Auk þess heföu þeir haft ýmis