Vísir - 16.08.1978, Page 6
6
vlsm
UTSAIA
30-70%
afsláttur af
barnafatnaði
Barnafataverslun Hafnarstræti 15/ 2.hæð
Umsjón: Guðmundur Pétursson
V
J
Ritari
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið ósk-
ar að ráða hið fyrsta vanan vélritara til starfa
í aðalskrifstofu ráðuneytisins.
Auk alhliða skrifstofustarfa yrði helsta
verkefnið vélritun eftir segulbandi eða hand-
riti. Góð kunnátta í Norðurlandamálum og
ensku er því nauðsynleg.
Laun og önnur kjör eru skv. kjarasamningum
opinberra starfsmanna.
Umsóknir er greini menntun og fyrri störf,
sendist ráðuneytinu fyrir nk. mánaðamót.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
Arnarhvoli
Nauðungaruppboð
Miðvikudaginn 23. þ.m. kl. 17 verður haldiö nauöungar-
uppboð aö Melabraut 26, Hafnarfiröi á ýmsum lausafjár-
munum þ.á.m. heimilistækjum og húsgögnum svo og
offsetprentvél og eftirtöldum bifreiöum G 534 G 1015, G
1491, G 2335, G 3229, G 3371, G 3385, G 4061, G 4747, G 5046,
G 5340 G 5945 G 7660, G 8084, G 9121, G 9339, G 9649, G 10827,
R 43859, R 46890, R 58326, Einnig veröur boöinn upp vixill
aö fjárhæö kr. 772. 500 kr. útgefinn af Skiphóli hf. en sam-
þykktur af Skútunni hf. til greiöslu hinn 15. marz 1980.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
i----------
blaöburóarfólk
óskast!
Skógar I
Bláskógar
Dynskógar
Akrasel
Bakkasel o.fl.
Vogar I
Karfavogur
Nökkvavogur
Skeiðarvogur
Kópav. Ves. II
afleysingar frá 1/9—1/10
Holtagerði
Kársnesbraut.
VÍSIR
Afgreiðslan: Stakkholti 2-4 Simi 86611*
Þannig er fólk austantjalds hindraö f þvi meö gaddavir og grimmum hundum aö fara vestur yfir.
Skuggalegt afmœli
Eitt af þessum af-
mælum, sem ekki þykir
tilefni til hátiðarhalda,
rann upp á sunnudag-
inn, 13. ágúst, en þá var
Berlinarmúrinn, þessi
grámuskulega og ör-
lagaþrungna tákn-
mynd járntjaldsins,
sautján ára.
Blóöidrifin og kuldaleg stend-
ur þessi fyrri manndrápsgildra,
eins og minnisvaröi um kalda
striöiö og verstu stundir þess. 1
margra augum er hann áminn-
ing þess, aö kalda striöiö geisar
enn, hvaö sem liöur ljúflegu
„détente” hjali Kremlherr-
anna.
í ytra útliti hefur hann engum
breytingum tekiö. Kuldalegir
dökkgráir múrarnir eins frá-
hrindandi og fangelsisveggir.
Kalt járnið i háskalegum
gaddavirnum jafn hart viðkomu
og nokkru sinni. Ginandi vél-
byssukjaftar út úr varðturnun-
um, jafn viðbúnir og fyrr aö
spúa banvænni kúlnahriö. Þar
sem helst er mannaferöa von,
eigra svo um eiröarlausir vig-
hundar, starandi á hvern mann
blóöhlaupnum augum, reiöu-
búnir að rifa hvern á hol, sem
ætlar aö hætta sér út á bann-
svæöiö.
Hvernig á hann aö minna á
annaö en fangelsisveggi? Til-
gangur hans er aöeins tviþætt-
ur: Aö loka fólk inni og aö loka
fólk úti. Inni aö baki járntjalds-
ins, þar sem enn eru reknar
þrælkunarbúöir Eyjaklasans, i
engu breyttar árið 1978 frá
hreinsunartimum Stalinsár-
anna. Úti er lokaður frelsisblær
lýöræðisrikja vestursins.
Blóðbaðið mikla
A þessum sautján árum hafa
þó nokkrar breytingar oröið á
þessu mannvirki, sem valda-
menn eystra reistu sér til ævar-
andi minningar i mannkynssög-
unni. Meö árunum hefur múrinn
verið treystur svo, aö hann fælir
oröiö óhamingjusamar sálir
austursins frá þvi aö freista
þess aö leita frelsisins vestur yf-
ir, þar sem múrinn stendur. A
fyrstu árunum flúðu þó þar yfir
þúsundir manna. Meö
miskunnarlausri varögæslu
sem á þessum árum hefur leitt
til þess aö sjötiu borgarar aö
minnsta kosti, ýmist flóttafólk
eöa hjálparmenn úr Vestur-
Berlin, hafa verið skotnir til
bana, hefur tekist aö berja fólk
frá þvi að reyna að sigrast á
múrnum. (Aö ekki sé minnst á
allan þann fjölda sem drukknaö
hefur i flóttatilraunum sinum
yfir vötn, ár eöa siki, þar sém
gaddavirsgiröingin nær ekki yf-
ir.) Eftir þvi sem lögreglan i
Vestur-Berlin heldur fram, hófu
austur-þýsku landamæra-
verðirnir fjórtán sinnum skot-
hrið á siöasta ári á flóttafólk,
sem ætlaöi aö freista gæfunnar,
en án þess aö bana neinum.
Aö þessu leyti hefur múrinn
breyst, að dregið hefur úr
mannfallinu.
Aö hinu leytinu hefur hann
einnig breyst, að það er ekki
lengur jafnerfitt aö komast inn
fyrir hann, og á fyrstu árunum.
Þar hefur verið létt af
ströngustu skilyröunum, svo aö
ættmenni vestantjalds geta af
og til heimsótt sinar fjölskyldur
bak viö múrinn. Frá þvi aö
vestur-þýsk yfirvöld náöu sam-
komulagi viö austur-þýsku
stjórnina 3. júni 1972, hafa 20
milljónir heimsótt Austur-
Berlin og A-Þýskaland, og
aöeins 1600 veriö synjaö um aö
fara inn i landiö.
Minnisvarðar
Viða meöfram múrnum að
vestanveröu hafa veriö reistir
minnisvarðar um þá mörgu
hugrökkur, sem létu lifið i til-
raun sinni til þess aö fara yfir.
Austanvert við girðinguna sér
hvergi neins sliks staö. Nema
menn vilji lita á múrsteina-
hleöslurnar i gluggum auöra
húsa, gömlu flóttaleiöum, sem
viðurkenningu austur-þýskra
fyrivalda á velheppnuöum
flótta.
Þannig hefur viða veriö fyllt
upp I götin. Jafnvel klóakrörin
eru girt meö rimlum, svo aö
ekki veröi skriöiö um þau vestur
yfir.
Enda heyrir þaö oröiö fortiö-
inni til, aö menn reyni flótta
meö þvi að stökkva úr gluggum
á þriöju hæö húsa, sem standa á
mörkunum. Flóttagöng hafa
ekki veriö grafin i fjölda ára.
Þaö er fremur brugöið á þaö
ráöiö, að blekkja veröina meö
þvi aö bregöa sér i ýmiss konar
einkennisbúninga og helst
landamæravarðanna. Þannig
sluppu þrir stúdentar frá Aust-
ur-Berlin vesturyfir i siöustu
viku.
4.5 km af gaddavir
Berlínarmúrinn, eins og hann
hefur verið kallaöur, er ekki
múrveggur i bókstaflegum
skilningi. Hann er 167,7 km
langur, eöa 20 km lengri en bil-
vegurinn frá Reykjavík fyrir
Hvalfjörð og upp i Borgarnes,
Reiknað hefur verið út, hvaö
þessi girðing er há aö meöaltali,
en þaö er 3,5 metrar. Aö hann
skuli kallaöur múr, skýrist best,
ef reiknað er út, hve mikill hluti
hans er steinsteypa, annaö
hvort gagngert múraöir veggir
til giröingar, eöa veggir húsa,
sem áður var búið I, en voru
rýmd til þess aö hindra flótta I
gegnum þau. Húsveggir telja
samanlegt 104,5 km. Múrveggir
10.5 km. Járngrindurnar i
múrnum eru samtals 55,-1 km.
Gaddavirinn er sagöur 4,5 km.
Meöfram öllum þessum múr
standa svo varðskýli, vélbyssu-
vigi, varðturnar og ýmsar eftir-
litsbækistöðvar. Varöturnarnir
eru 252. Eftirlitsstöövarnar 136.
Og á einum 262 stöðum eru ólm-
ir hundar til að fæla fólk frá.