Vísir - 24.08.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 24.08.1978, Blaðsíða 4
> 4 Fimmtudagur 24. ágúst 1978 )Ð LOKINNI LANDBÚNAÐARSÝNINGUNNI Á SELFOSSI: „Geysilega yfirgripsmikið starf" segir Kjartan Ólafsson, framkvœmdastjóri sýningarinnar ,,Ég hef starfaö undanfarin 3 ár sem garOyrkjuráOunautur hjá BúnaOarsambandi SuOur- lands, en var ráOinn fram- kvæmdastjúri LandbúnaOar- sýningarinnar í júlimánuOi fyrir rúmu ári. Þetta varö hins vegar ekki fullt starf fyrr en I febrú- ar,” sagöi Kjartan ólafsson, framkvæmdastjóri Landbún- aöarsýningarinnar, en hann hefur staöiö f ströngu undan- farnar vikur. Kjartan sagöi aö skipulagning sýningarinnar heföi hafist fyrir um ári siðan, en 5 manna sýn- ingarnefnd heföi veriö skipuö þá skömmu áður. Hún heföi síðan i samráði við ráögjafa sýningar- innar annast nauösynlega undirbúningsvinnu. „Verksviöiö var mjög viö- tækt, þar á meöal að útvega að- stöðuna hér á Selfossi og sjá um aö útvega gögn til aö senda væntanlegum sýnendum. Þá var það skipulag sýningarinnar i samráði viö arkitekta, aö ógleymdum sérsýningunum, eins og búfjár-, þróunar- og heimilissýningunum. Viö skip- uðum sérstakar undirnefndir til að sjá um þessa hlið og þær urðu átta talsins. Þaö má segja að ég hafi verið tengiliöur á milli þeirra. Annars er erfitt aö skýra verksviöið i stuttu máli, em það var allt frá þvi aö útvega mold- ina i beö garðyrkjusýningar upp i að fá stálgrindahús utan um dýrasýninguna,” sagöi Kjartan, sem kvaö mannahald einnig hafa verið stóran hluta af starf- mu. „Það voru um 60 manns i starfi hjá sýningarstjórn þegar flest var og þá er auövitað ekki meðtalið allt það fólk sem var i básunum. Þá buðum við út veit- ingaraðstöðuna. Það er óhætt að fullyrða að það furfti að sam- ræma mörg sjónarmiö og þá sérstaklega hjá hinum fjöl- mörgu sýnendum”. Aðspurður kvaðst Kjartan ekki reikna með að veröa end- anlega laus fyrr en um áramót- in. „Ég verð að vinna i þvi næsta mánuðinn að ganga frá ýmsu. Við keyptum til dæmis mikið af efni sem við ætlum að selja. Þá er eftir mikið uppgjör við sýn- ingaraðila og aðra. Það verður ekki endanlega frá gengið fyrr Kjartan Ólafsson en um áramót. Þetta er miklu viöameira en venjuleg vörusýn- ing. Við vorum þarna meö sýn- ingar sem ekki voru á vegum neinna auglýsenda eins og til dæmis búfjársýninguna oggarð- yrkjusýninguna”. Kjartan var að lokum spurður að þvi hvort hann væri ánægður nú þegar sýningunni sjálfri væri lokið. „Miöað við það að sýning- in fór fram hér á Selfossi og i húsakynnum sem ekki voru full- búin verð ég að segja að ég er ánægður. Það hafa engin „stór- slys” oröið, ef hægt er að nota það orð. örðugleikarnir hafa reynst yfirstiganlegir. Það eina sem ég gæti kvartað yfir er veðrið, sem enginn ræður við. Það sýndi sig að aðsóknin fór mikið eftir veðri og þvi miður var veðrið ekki nógu gott þann tima sem sýningin var opin. Ég er sannfærður um það að að- sóknin hefði orðið meiri ef veör- ið hefði verið okkur hagstæð- ara.” -BA- „Þurfum að brœða saman ótal sjónarmið" Rœtt við Gest Ólafsson, Ernu Ragnarsdóttur og Mogens Lauritsen „Auglýsingaþátturinn hefur verið alltof rikjandi i sýningum fram til þessa. Viö vildum byggja upp sýningu þar sem at- höfnum væri raöaö þannig sam- an, aö öll fjölskyldan heföi ánægju og fróðleik út úr þvi aö sækja slika sýningu,” sögöu þau Erna Ragnarsdóttir, innanhúss- arkitekt, Gestur ólafsson, arki- tekt, og Mogens Lauritsen, inn- anhúsarkitekt, Teiknistofunni Garðastræti 17, sem sáu um heildarskipula g landbúnaöar- sýningarinnar á Selfossi. Þessari stærstu sýningu, sem haldin hefur verið hérlendis, er nú nýlokiðog þótti þvitilvaliö að kanna þá undirbúningsvinnu, sem unnin var áöur en sýningin hófst. Allir hafa viðmælendurn- ir unnið við ýmsar sýningar á undanförnum árum og þess má geta, að Gestur hefur síðastliðin 10 ár verið ráögefandi i sambandi viö skipulag Selfoss. Þau voru fyrst spurö að þvi hvaöa vald teiknistofa sem sæi um ytra og innra skipulag sýn- ingar hefði. „Við reynum fyrst og fremst að móta ákveðinn heildarsvip sýningarinnar. I þvi skyni er nauðsynlegt aö okkur sé fengiö ákveðið vald i hendur og aö þvi fýlgi skilnýigur sýningarstjórn- ar. Það þýðir hins vegar ekki sama og að okkur séu fengnar nokkrar milljónir i hendurnar og sagt að koma upp sýningu. Þarna voru ótal sjónarmið, sem þurfti að bræða saman. Sumir sýningaraðilar voru mjög erfiðir og litu aðeins á sýn- inguna út frá sinum eigin bás. Við uröum hins vegar sifellt að hafa heildina i huga. Við reynd- um til dæmis aö koma á sam- ræmi i sambandi viö liti, skilti, form og stafi. Þetta töldum viö nauðsynlegt til aö auka áhrif sýningarinnar i heild þannig að hún liti ekki út eins og hver önn- ur verslunargata, þar sem hver hefur hlutina eftir sinu höfði. Þó aö við gerðum fram- kvæmdaáætlun i upphafi þessa verks þurftum við aö gera breytingar allt fram að opnun og jafnvel eftir það,” sagöi Gestur, sem vildi taka fram, að mjög gott samstarf hefði verið við sýninganefndina. Einnig vildi hann þakka alveg sérstak- lega smiðunum hjá Selósi á Sel- fossi fýrir gott samstarf. „Það er auðvitaö ekki nema eðlilegt að einhver togstreita verði á milli arkitekta og fram- kvæmdaraðila, sem þurfa að sjá um peningalegu hliðina. Nokkr- ir sýningaraðilar kvörtuðu yfir þvi aö þær hugmyndir, sem við settum fram, væru of dýrar. Stundum endaði það hins vegar með þvi að básar þeirra uröu langtum dýrari en þurft hefði. Mig langar að nefna básinn hjá Glit sem dæmium skemmtileg- an bás án óþarfa tilkostnaðar og einsog við ætluöumst tilaðsýn- endur notfærðu sér sýningar- kerfið,” sagði Erna, sem vakti athygli á þvi, að hluti af Gagn- fræðaskólanum, sem hýsti sýn- inguna, hefði verið i byggingu allt fram á opnunardag. Hlut- irnir heföu ekki heldur alltaf gengið eins og i sögu. Þannig heföi tekið heilan mánuð að koma greiðslu úr banka á Sel- fossi til Englands sem venju- lega tæki nokkra daga. „Þetta var greiðsla vegna sýningar- kerfis, sem viö pöntuöum frá Englandi. Afhending dróst úr hófi vegna tafa við greiðslu og setti sitt strik i reikninginn,” sagöi Gestur. 011 voru þau sammála um að bærinn ætti framtiö fyrir sér bæöi sem sýningarmiðstöð og ekki siður á öðrum sviðum. Erna vildi þó geta þess, að bær- inn yröi aö heyja harða sam- keppni til að öðlast varanlegan sess sem sýningarmiðstöð. „Selfyssingar hafa lagt drjúgt af mörkum sjálfir og sýnt fram á ótviræða möguleika bæjarins. Nú er það spurningin hvort opinberir aöilar vilja styöja enn frekar við bakiö á þeim,” sagði Gestur. Er þau voru spurö aö þvi hvort þau hefðu saknaö ein- hvers i sambandi við sýninguna kvaðst Gestur einna helst hafa saknaö ákveðnari marka á ýmsum sviðum. „Svona sýning- ar eru mikið markvissari ef samstaöa næst um ákveöin markmið.” —BA— Hér sjáum við þau Mogens, Gest og Ernu við Hkan af sýningarsvæð- inu, sem unnið var á teiknistofunni. Mynd: JA. Ólafur Stephensen hjá Argus „Veittum hvers kyns ráðgjöf" segir Ólafur Stephensen í Argus „1 grófum dráttum var starf okkar fólgið I almennri ráðgjöf og siðan kynningarstarfi og auglýsingum. Þá sáum við um hönnun merkis sýningarinnar og fleira. Eftir að sýningin hófst var okkar að sjá um að auglýs- ingar birtust á réttum stað á réttum tlma”, sagöi Ólafur Stephensen á auglýsingastof- unni Argus,sem sá um kynning- arhlið landbúnaðarsýningarinn- ar. „Við fengum þetta verkefni fyrir um ári siðan og má segja að það hafi verið einkum tvi- þætt. Við byrjuöum á aö funda með sýningarnefndinni um fyr- irkomulag sýningarinnar i heild., þ.e. eins og þaö gæti best orðiö. Þaö má segja aö þetta hafi veriö ráðgjöf I viðustu merkingu. Þá tók við kynningarstarf, bæði beint og óbeint. Hin beina kynning var fólgin i þvi meðal annars aö gerö þeirra rita sem gefin voru út i tilefni sýningarinnar. Þá önnuöumst við gerð merkis sýningarinnar og alla skrift i sambandi við hana. Með þvi á ég viö alla stafagerð og frágang á heiti sýningarinnar sem koma fram meðal annars i merki hennar og öllum auglýsingum”, sagði Ólafur, sem kvaö Argus eánnig hafa annast gerð söluheftis, sem sent hefði verið hugsanlegum sýningaraöilum. Þarna heföu komiö fram þær upplýsingar, sem hefðu veriö taldar nauðsyn- legar, svo sem um sýningar- svæði og sýningardaga og þá skilmála sem settir voru. Þessar upplýsingar vorubæöi á ensku og islensku þar sem erlendir aðilar höföu látið I ljós áhuga fyrir henni. Þarna voru lika kort yfir svæðiö. „Við gengum einnig frá upp- lýsinga- og dreifingarritum i sambandi við sýninguna. Helsta ritiö má segja að hafi verið sýn- ingarskráin. Við sáum þar um útlitog ritstjórn. Aður en ráðinn var sérstakur blaöafulltrúi sýn- ingarinnar sáum við um sam- skiptin við fjölmiðla. Þeim var bent á hvernig þeir ættu að komast i samband við aðstand- endur sýningarinnar. Við lögð- um einnig drög að þvi að þeir reyndu aö kynna þetta vel. Nefna má að sum blöðin hafa gefið út sérstök aukablöö um landbúnaðarsýninguna. Þetta má flokka undir hina óbeinu kynningu. Undir hana kemur ýmislegt fleira sem má eigin- lega flokka undir ráögjöf. Hlut- verk okkar var mjög viöfeömt áður en sérstakir starfemenn voru ráðnir I einstök verkefni eins og til dæmis skipulagsarki- tekt”. Ólafur var inntur eftir hlut- verki auglýsingarstofunnar eft- ir að sýningin var opnuð. „Miklu af okkar starfi var iokiö þegar sýningin var opnuö, en þá höfðum viö til dæmis lokið viö að hanna auglýsingar. Eftir það sáum við um að þær kæmu fram á réttum tima og á réttum stööum. Við gerðum til dæmis auglýs- ingaspjald sem var dreift um allt land og sérstök bilmerki sem voru til dæmis á mjólkur- bllum og fleiri bilum sem tengj- ast landbúnaði. Auglýsingastofan sá um gerö auglýsingamyndar þeirrar sem sýnd var i sjónvarpinu. Og þá höföum viö hönd i bagga I sam- bandi við heimildarmynd um sýninguna. Ég vil ekki eigna okkur hugmyndina, þar sem fleiri höfðu áhuga á gerö slikrar myndar, en hana gerðu þeir Jón Þór Hannesson og Snorri Friö- riksson hjá SAGA film. —BA—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.