Vísir - 24.08.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 24.08.1978, Blaðsíða 7
vism .Fimmtudagur 24. ágúst 1978 ( Umsjón Guðmundur Pétursson / ) V Búnir að sleppa 500 gíslum, en halda eftir 40 þing- iif önnum Skœruliðarnir í þinghöllinni í Managua setja stjórninni úrslitakosti Sandinisti-skærulið- arnir, sem náðu á sitt vald þjóðarhöllinni i Managua, létu lausa I nótt um 500 gisla sina, eftir að stjórn Nicara- gua lét þylja upp kröfur þeirra i rikisútvarpinu. I útvarpstilkynningunni var skýrt frá þvi a& skæruliöarnir kreföust 10 milljóna dollara. lausnar fjölda pólitlskra fanga og loks flugvélar til þess aö flytja þá alla úr landi. Einnig kröföust þeir launahækkana til handa starfsfólki sjúkrahúsa, sem nú stendur I verkfalli. Skæruliöarnir tóku höllina með áhlaupi og hundruö glsla á þriöjudaginn eftir skotbardaga þar sem sex hermenn voru felldir og nær 15 særöust. Þeir sögöu að stjórn Anastasio So- moza forseta fengi fjögurra klukkustundar frest til þess aö verða viö kröfum þeirra.eftir aö tilkynningin hefði veriö lesin upp i útvarpi. t jarðskjálftanum mikla I Managua 1972 brotnaði minnisvarðinn um Luis Somoza fyrrum forseta og föður Anastasio, sem nú er forseti. Þaö var eins og tákn um veldishrun Somoza-fjölskyldunnar, en all- ar götur siðan hefur magnast andstaðan gegn henni i landinu. Ekki er vitað, hve marga gísla skæruliöarnir hafa enn á valdi sínu, eftir aö þeir slepptu um 500þeirra. Þóer vitaö um aö minnsta kosti 40 þingmenn og einn ráöherra stjórnarinnar. Skæruliðarnir segja, að markmiö þeirra sé aö binda endi á stjórn Somoza og láta leysa upp þjóövaröliöiö. Stjórnin hefurekki sagt, hvort hún muni veröa viö kröfum skæruliöanna, en i Caracas I Venezuela var sagt aö herflug- vél hefði veriö send þaöan til Managua aö sækja pólitiska fanga, sem láta ætti lausa. Meðal glslanna sem látnir voru lausir, voru nokkrir blaöa- menn, og einn þeirra sagði, aö skæruliöarnir væru aö minnsta kosti fimmtlu talsins i höllinni. Sagði hann, að þeirheföu komiö tíl árásarinnar iþrem herbilum, vopnaðir léttum vélbyssum. Heföuþeir á svipstundu afvopn- aö lögreglumennina, sem vöröu bygginguna. Siöan höföu þeir smalaögíslunum inn iýmsasali hallarinnar, eftír aö hafa knúiö þingmennina til þess aö segja til sin. Inni ihöllinni voruum 3.000 manns þegar árásin var gerö Blaöamaöurinn segir, aö fímm skæruliðanna séukonur og virö- ist þær segja fyrir verkum. Sandinistar kalla sig eftir frægum skæruliöaforingja i Nicaragua, Cesar Augusto Sandino hershöföingja, sem stýröi uppreisn gegn banda- risku hernámsliöi i Nicaragua á árunum 1912 til 1933. — Þeir hafa lengi barist gegn yfirráö- um Somoza-f jölskyldunnar, sem drottnaö hefur I Nicaragua siöustu 40 árin. Andstaða gegn So- moza-stjórninni hefur mjög magnast i' Nicaragua siöustu árin, og blossaöi upp I vetur, þegar einn aöaltalsmaöur stjórnarandstööunnar, Cham- orro ritstjóri var myrtur úr láun sátri. Vaknaði i fyrstu grunur um, aö flugumenn Somoza heföu þar veriö látnir ryöja helsta andstæöingi hans úr vegi, en annars hefur öfgamönnum, jafnt til vinstri sem hægri, veriö kennt um moröið. Somoza forseti hefur sagt aö hann muni afsala sér völdum þegar kjörtimabil hans rennur út 1981, og fá þau i hendur k jörn- um eftirmanni sinum. Hét hann þvi aö enginn úr fjölskyldu hans mundi bjóöa sig fram i kosning- unum þá. Sandinistar, sem krefjast þess, aö Somoza viki strax, skutu I siöasta mánuöi eldflaug aö forsetahöllinni en hún sprakk ekki. Onnur hæföi herskóla. 1974 geröi Sandinistar árás á veislu I heimahúsi og náöu á sitt vald erlendum sendifulltrúum, sem þar sátu veisluna, nokkrum embættismönnum stjórnarinnar. og mektarmönnum fleirum. Eftir nokkurra daga samninga- þóf varö stjórnin viö kröfum þeirra ogsleppti lausum nokkr- um pólitiskum föngum. Var þeim látin i té flugvél, sem flutti þá til Kúbu. HUA A ÞRÆÍU- SIÓÐUM I En ég hitti beint í miðjuno! Stórskotahríð á landamœrum m s<?l\ rm. :WW tmtmiu uu j-Hmnu Suður-Afríkuher varð að líða í gær sitt mesta mann- tjón/ sem hann hefur beðið i væringum við skæruliða þjóðernissinna blökku- manna. Niu dátar féllu og ellefu særðust i stórskotahrið á landamærabæ- inn Katima Mulilo viö Zambesi- fljót. Skotiö var af fallbyssum handan fljótsins, Zambiumegin. Stórskotalið Suöur-Afriku svar- aöi skothriöinni. Stjórnin I Pretoríu hefur sakaö Zambiu og skæruliða SWAPO- hreyfingarinnar um aö hafa staö- ið saman á árasinni, en Zambiu- stjórn sver af sér alla hlutdeild i henni. Þegar fylkisstjórinn kom til DAG Hua Kuo-feng, formaður kínverska kommúnista- flokksins, bregður sér í dag í heimsókn til Skopje, höfuðborgar Makedóníu, þess aó sKoða verksúmmerki orr- ustunnar i morgun, var skotiö á þyrlu hans. Sprengikúlur sprungu aðeins 20 metrum frá þyrlunni, og kviknaði I runnum og trjám, en áhöfn þyrlunnar og fylkisstjórinn sluppu ómeiddir. Skothriðin viröist hafa. komiö frá bænum Sesheke, i suöurhluta Zambiu. sem er eitt af lýðveldum Júgóslavíu. Makedónía hefur verið eitt af þrætu- eplum Balkanskagans. Albania liggur vestanvert að Makedóniu, en Búlgaria aö austanveröu. Frá þessum tveim rikjum hefur jafnan andaö köldu i garð Júgóslaviu. Menn leggja þvi vel eyrun viö þvi, sem Júgóslavar og hinir kinversku gestir þeirra munu segja i Skopje i dag, eða hverjar glósur þeir munu senda Búlgariu, sem hefur reynst einn tryggasti fylginautur Moskvulinunnar, eöa Albaniu, sem nýlega sleit margra ára vináttu sinni við Kína. Stjórnarfulltrúar Júgóslaviu sögðu i gær, að heimsókn Hua til Skopje stæði þó ekki i neinu sarn- Dandi vió þessar þrætur. Heimsóknir Hua til Rúmeniu og Júgóslaviu hafa verið málpipum Kremlarmikiðgremjuefni. Hefur Moskva sakað Hua um aö reyna aö kljúfa alheimshreyfingu kommúnista. — Hua hefur hins- vegar ekki heldur legið á ásökun- um i garö Sovétstjórnarinnar, sem hann sakar um heimsyfir- ráðastefnu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.