Vísir - 24.08.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 24.08.1978, Blaðsíða 2
2 Hefur þú saknað leik- húsanna i sumarfríinu? Viggó Bjarnason, vaktmaöur Ég er nú kannski ekki rétti maö- urinn til þess aö svara þvi. Ég er litill leikhúsmaöur þannig aö sumarfri þeirra kemur ekki viö mig. Hulda Klkharösdóttir, hjúkrunar- kona. Nei þaö hef ég ekki gert en ég hef nú lika verið úti á landi. Hvar á Akureyri. Nei ég saknaöi ekki leikhússins þar, og ekki heldur Reykjavikurleikhúsanna þegar ég kom i bæinn. Einar Kárason „altmuligmand" - Mér er fjandans sama um hvort leikhúsin eru i frii eöa ekki. Þórný Jónsdóttir afgreiöslu- stúika: Ég er þaö litil leikhúsmanneskja aö ég hef varla oröið vör viö aö leikhúsin séu i sumarfrii. Hólmfrföur Magnúsdóttir starfs kona: Nei þaö hef ég ekki gert. t : 9 ' ' *» Fimmtudagur 24. ágúst 1978 VISIR Beina línan er hjá Visi í kvöld kl. 19.30—21.00: I Matthías á beinni línu Til hvaða aðgerða verður gripið i málefnum frystiiðnaðarins 1. september? Hvers vegna er i slikt óefni komið, að atvinnuleysi vofir nú viða yfir þrátt fyrir landburð af fiski upp á siðkastið? bessum og fleiri spurningum mun eflaust veröa beint til Matthiasar Bjarnasonar, sjávarútvegs-og heilbrigðisráð- herra, á beinni linu Visis I kvöld. Matthias mun þar svara les- endum Visis um málefni sjávar- útvegsins og einnig um heil- brigðismál. Allir eru sammála um aö ófremdarástand riki nú i frysti- iðnaðinum. Sum frystihús á Suö- Vesturhorni landsins hafa þegar lokaö og eru um 900 manns á þvi svæði atvinnulaus. Frekari stöövun vofir yfir viöa um land og hafa mörg frystihús boðað lokun nú 1. september ef ekkert veröi að gert. Framkvæmdastjórn Verka- mannasambandsins hefur hótað eigendum frystihúsa málsókn ef ekki veröi greidd laun um eins mánaöar uppsagnartima, sem þeir telja lögmætan. Vinnuveit- endur eru ekki sammála þeirri túlkun. Annar áfangi geödeildar Landspítalans er nú senn tilbú- inn til notkunar, en fyrsti áfangi hefur enn ekki verið tekinn i notkun og ekki vitað hvenær það verði. Er hér um pólitiska ákvörðun að ræöa, sem ekki hefur verið tekin. Ekki er að efa að lesendur Visis muni vilja fræðast um þessi mál og fleiri, sem heyra undir ráðuneyti Matthiasar. Tekið verður viö spurningum I sima Visis 86611 frá kl. 19.30 til kl. 21.00 og veröa spurningar og svör birt á föstudaginn. —OM. „Starfíð fellur vel að náminu" — rœtt við Kristínu Bjarna- dóttur, nýja þulinn hjó Sjónvarpinu Nýr þulur hefur tekiö til starfa hjá sjónvarpinu. Sú heitir Kristin Bjarnadóttir og stundar nám í Kennaraháskólanum, auk þess sem hún vinnur hjá Sjóva viö skrifstofustörf. Vlsir ræddi viö Kristlnu og var hún fyrst spurö aö þvi hvernig standi á þvi aö hún sé nú komin I þetta þuiarstarf. „Það var einfaldlega auglýst I fyrra eftir sjónvarpsþulum og ég sótti um. Inntökuprófinu var þannig háttað, að við vorum sminkaðar og lásum texta, sem við höfðum aðeins fengið að æfa okkur á, inn á myndsegulband. Siðan var valið úr þeim upptök- um, en það var hins vegar ekki fyrr en núna þegar Una hætti aö það varö pláss fyrir mig”. „Hvenær byrjaðir þú?” „Fyrsta kvöldið sem ég kom fram var á laugardagskvöldi, og ég var auðvitað frekar taugaóstyrk, sérstaklega vegna þess aö mér fannst laugardags- útsendingin vera svo ógurlega löng. Ég hefði heldur kosið að byrja á venjulegu kvöldi. En svona eftir á að hyggja, þá held ég, að það heföi ekki veriö neitt betra, þvi að i fyrstu kynning- unni fyrir iþróttaþáttinn kynnti ég án þess að koma fram I mynd. Það var dálitiö hug- hreystandi að kynna án þess að sjást. Svo var Sigurlina Davíðs- dóttir hjá mér allt kvöldiö og taldi i mig kjarkinn svo þetta hafðist allt saman einhvern veginn. Við lesum kynningarnar af blööum sem liggja á borði fyrir framan okkur. Jú, maður er náttúrlega hræddur um að fara llnuvillt og fylgir linunum með KristínBjarnadóttir, sjónvarpsþuia. Viö hiiö hennar er uppstoppaöur fálki, sem hún hefur mikiö dálæti á. " Vlsismynd: JA. visifingrinum eins og i barna- skóla. En það er svo sem enginn skaði skeöur þó aö maöur rati á ranga linu. Þá er bara að biðjast afsökunar og byrja aftur”. „Hvernig er vinnudegi háttaö hjá ykkur?” „Við fáum áætlun einn mánuð fram I timann um þau kvöld sem hver á að koma fram. Ef við þurfum getum við svo skipt okkar ámilli. Hver þulur kynnir eitt til tvö kvöld i viku. Við þurfum að vera mættar niðri i sjónvarpi um þaö bil klukkustund áður en útsending hefst og verðum að vera þar meðan hún stendur yfir ef eitt- hvað skyldi fara úrskeiðis. Milli kynninganna getum viö svo gert það sem við viljum. Jú, ég horfi á sjónvarp, ef það er eitthvað, sem mig langar til að horfa á”. „Hvernig list þér á starfiö?” „Alveg ágætlega. Þetta hefur gengiö stórslysalaust hjá mér, enn sem komið er. En starfið er skemmtilegt, að þvi leyti, að maður sér þarna fólk, sem maður hefur kannski bara heyrt nöfnin á, og svo er einnig fróð- legt að fylgjast með þvi hvernig er unnið i sjónvarpinu. „Heldur þú aö þú veröir lengi I þessu starfi?” „Þessi vinna fellur ágætlega að skólanum sem ég er I, en ég er i Kennaraháskólanum og á þar eftir tvö ár. Ég vona bara, að það komi ekkert fyrir, þannig að ég verði að hætta þularstarf- inu”. —bJH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.