Vísir - 24.08.1978, Síða 24

Vísir - 24.08.1978, Síða 24
VÍSIR Ff Óhagstœðustu innkaupin verðlaunuð" segir formaður stórkaupmanna „Könnunin sannar þaö, sem viö höfum lengi haldiö fram, aö þau vcrölagsákvæöi, sem viö höfum búiö viö, hafa gengiö sér til húöar. Þaö verölaunar þá, sem gera óhagstæö innkaup” sagöi Jón Magnússon formaöur Félags islenskra stórkaupmanna, er niöurstööur hinnar samnorrænu verökönnunar voru bornar undir hann. „Við fögnum þvi að þessi könnun hafi verið gerð og okkur finnst eðlilegt að henni verði haldið áfram og hið endanlega verð til neyt- andans veröi sýnt. Þaö kann þá önnur niðurstaða að koma i ljós, ” sagði Jón, sem sagði að það væri skoðun þeirra sem væru félagar i F.t.S aö við byggj- um ekki vifc verðlagseftirlit hér á landi, heldur álagn- ingareftirlit. Með þvi að gefa verðlagningu frjálsa væri hægt að lækka verölag hér innanlands. Er hann var inntur eftir ummælum verðlagsstjóra um að frjáls verðmyndun myndi tæplega uppræta þá „óheilbrigðu starfshætti” sem viðgengist hefðu, kvaðst Jón vera honum ósammála. „Sú vara, sem er dýrari i innkaupum stenst ekki samkeppni. Hagstæðustu innkaupin hljóta að gefa hagstæðast verð til neytandans. Þetta er einkaskoðun verðlags- stjóra og ég held að hún standist ekki, þegar málið er skoðað ofan i kjölinn” Sjá einnig frétt á bls. 3 —BA „Þetta mál mun kannað" — segir Ólafur Jóhannesson, Niöurstööur samnorrænnar verökönnunar voru kynnt- ar hér á landi í gær. Innkaupsverö okkar tslendinga viröist samkvæmt könnuninni vera um fjóröungi hærra cn hinna Noröurlandaþjóöanna. Georg Ólafsson verölagsstjóri sem kynnti niöurstööurnar lét þess jafn- framt getiö, aö þaö kerfi sem viö heföum aö undarförnu búiö viö i sambandi viö verölagningu „hafi veriö gróöra- stia fyrir spillingu, en ég vil ekki fullyröa um þaö hvort slík spilling hefur viögengist”. Niöurstööur voru bornar undir Ólaf Jóhannesson og hann inntur eftir þvf hvaö gert yröi. „Þetta mál veröur auð- vitaö kannað af hverjum þeim sem kemur til með að fara með viðskiptamál i næstu rikisstjórn. Þaö er augljóst að þarna er margt sem þarf að kanna. Eitt af þvi sem þarf að athuga er hvort einhverjar skýringar séu á þessu.” sagði viö- skiptaráðherra, sem kvaðst að öðru leyti ekki vilja tjá sig frekar um málið á þessu stigi. „Ég llt á þaö sem mitt hlutverk að skilgreina vandamálið og ráðast svo á það.” sagði Georg ólafsson verðlagsstjóri er hann var inntur eftir þessu atriði og bætti þvi við, að hann hefði ástæðu til að ætla að innflytjendur væru sam- mála sér og starfsmönnum embættisins um að það þyrfti að breyta hinu stranga og litt sveigjanlega verðlagskerfi BA Áhrif gengisfellingarótta á sjónvarpstœkjasölus Venjuleg árs- sala á mánuði Gifurlega mikil sala hefur að undan- förnu verið a sjónvarpstækjum, hljóm- flutningstækjum og ýmsum svipuðum varningi, að þvi er Visi var sagt i nokkr- um verslunum i morgun. Virðist fólk nú almennt gera ráð fyrir gengisfellingu og reynir þvi að fjárfesta i heimilistækj- um áður en hún verður að raunveru- leika. Samkvæmt upplýsing- um sem Visir hefur aflað sér, munu þess jafnvel dæmi að verslanir sem einkum höndla með þenn- an varning hafi selt fyrir jafnmikið á einum mánuöi og oft áöur á einu ári. Birgir Helgason, verslunarstjóri sjónvarpstækjaverslunar Nesco h.f., sagði i samtali við Visi i morgun, að salan hefði verið jöfn og þétt allt frá þvi að gengis- fellingarsögur komust á kreik, og væri bæði mikið keypt af litsjónvarps- tækjum og hljómflutn- ingstækjum. „Sveiflan hefur verið gifurleg að undanförnu, og virðist ekki vera að minnka”, sagði Birgir. Þá hafði Vlsir einnig samband við gjaldeyris- deildir banka I morgun og spurðist fyrir um gjald- eyrisumsóknir. Var okk- ur tjáð að heldur minna væri nú að gera en oft fyrr i sumar, og virtist svo sem þeir, sem ætluðu ut- an i sumar væru flestir þegar búnir að fá sinn gjaldeyri. —AH Á myndinni sést hvar verið er að ganga frá lagningu rafmagnskapals til Vest- mannaeyja. Norskt kapalskip lagði hann á mánudag og þriðjudag. Kapallinn var lagð- ur frá Landeyjasandi, tekinn í land á Eiðinu og þaðan lagður yfir höfnina að aðveitustöð Rafveitunnar. Samanlögð flutningsgeta beggja kaplanna mun verða um 17 mega- vött og er ráðgert að nýi kapallinn verði aðalstrengur Rafveitunnar í framtiðinni. HL/Guðmundur Sigfússon. Grikklandsferðin dregin út á mergun — tokið verður við getraunaseðlum til klukkan 18 á föstudag Grikklandsferðin, fyrsti ferðavinningur- inn af þrem i ferðagetraun Vísis, verður dreginn út á morgun. Tekið verður við get- Vinningshafinn getur boðið einum gesti meö sér i ferðina og Visir greiðir ferðagjaldeyrinn fyrir báða aðila. Ef sá heppni hefur þegar farið i sumarfri, þá bfður Grikklandsferðin til þess næsta, þvi engar kvaðir eru á um það hvenær feröin verður farin. Grikkland er eitt sólrik- asta land veraldar, með um 300 sólardaga á ári. Er það ekki einmitt sólin, sem viö sækjum i , hér norður I hafi? En Grikkland hefur einnig raunaseðlum frá áskrifendum þar til klukkan 18 á föstudag. upp á að bjóða ómetan- legar fornmynjar sem heillar marga. Vinnings- hafinn mun dvelja i Vouliagmeni, sem er einn fegursti staöur Appollo- strandarinnar. Þaðan eru aðeins um 20 kilómetrar til Aþenu. Boðið er upp á margar skoðunarferði t.d. til Delfi og einnig gefst vinningshafa kostur á siglingu um Eyjahafið. Ertu búinn aö senda getraunaseðilinn? Ef ekki þá hefurðu enn tima en tekið verður við seðlunum til klukkan 18 á föstudag. —KP. I I I I I I I I I I I I I I J Tœplega 3 þúsund ellilifeyrisþegar: Fá eftir- gefín far> g/öfcf SVR Stjórn SVR samþykkti á fundi sinum fyrir skömmu aö leggja til að elli- og örorkullfeyrisþegar, sem hafa rétt á eftirgjöf á gjöldum útvarps og sjónvarps, fái aö feröast endurgjaldslaust meö strætisvögnunum. Hér er um tæplegar þrjú þúsund einstaklinga að ræða. Til að þessi tillaga stjórnar SVR komist til framkvæmda, þá þarf hún samþykki borgarráðs. Þar hefur hins vegar ekki verið fjallað um hana, en það verður gert i næstu viku. —KP «88!« MAAUGLYSINGASIMINN ER 86611 I íSmáauglýsingamóttaka ialla virka daga frá 9-22. ILaugardaga frá 9-14 og ssunnudaga frá 18-22.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.