Vísir - 24.08.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 24.08.1978, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 24. ágúst 1978 VISIR VISIR Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjtfri: DavI6 Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaða- menn: Berglind Ásgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Ellas Snæland Jónssor Guðjón Arngrímsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrín Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Óli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, MagnúsOlafsson. Auglýsinga-og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2000 Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánuði innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Verð i lausasölu kr. 100 Simar 86611 og 82260 eintakið. Afgreiðsla: Stakkholti 2—4 simi 86611 Prentun Blaöaprent h/f. Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur Forráðamenn þríf lokkanna, sem undanfarið hafa reynt að mynda vinstri stjórn, hafa í yfirlýsingum sínum síðustu daga talið, að grundvöllur samstarf sins væri orðinn Ijós. Nú þyrfti aðeins að koma sér saman um forsætisráðherraembættið. í bréfaskiptum Lúð- víks og Benedikts i gær kom aftur á móti f ram, að þær aðgerðir, sem menn hafa komið sér saman um, ná að- einstil næstu fjögurra mánaða, og fjöldi málaflokka hefur ekki komist á viðræðustig. Forsætisráðherrastóllinn hef ur nú aftur á móti sett verulegt strik í reikninginn. Lúðvík Jósepsson sendi f lokkstjórnarfundi Alþýðu- f lokksins bréf í gær, þar sem hann telur bráðnauðsyn- legt á þessu stigi að fá úr því skorið, hvort samstarf s- flokkarnir geti fallist á að hann setjist í forsætisráð- herrastólinn. ,,Það er ósk mín, að svar Alþýðuf lokksins liggi fyrir skýrt og ótvírætt í dag, því tíminn er tæpur og engum degi má tapa í þras um form", sagði Lúðvík í bréfi sínu. Svar Alþýðuf lokksins, sem 50 manna f undur f lokks- stjórnarinnar var loksins búinn að hnoða saman um kvöldmatarleytið í gær, var hvorki skýrt né ótvírætt. Það var eins loðið og mögulegt var að haf a það. Á f lokkstjórnarf undinum toguðust vinstri og hægri armurinn á og niðurstaðan var hvorki já eða nei. Sum- ir vildu styðja Lúðvík í forsætisráðherrastólinn, aðrir ekki. Alþýðuf lokkurinn varð frægur fyrir það að „stela" mörgum veigamestu kosningamálum Sjálfstæðis- f lokksins í kosningabaráttunni, Nú virðist hann vera búinn að tileinka sér einkenni Framsóknar að vera opinn í báða enda og svara ein- ungis samkvæmt ,, jájá-neinei" stefnunni. Framsókn hefur aftur á móti miklu ákveðnari stefnu í forsætis- ráðherramálinu; hún styður Lúðvík i stólinn. Að minnsta kosti gerir formaður f lokksins það, þótt ritari f lokksins sé á öðru máli. En margt bendir til þess að stuðningsyfirlýsing Ölafs Jóhannessonar við Lúðvík hafi verið þaulhugsaður leikur í pólitískri refskák. Hann haf i ætlað að koma krötunum í vanda, láta Lúð- vík gef ast upp og taka svo sjálf ur við þessari pólitísku tilraunastarf semi. Þegar þetta er skrifað er enn óvíst, hver viðbrögð Lúðvíks við loðna svarinu frá Alþýðu- flokknum verða, en liklega mun hann telja svarið neikvætt, úr því að Alþýðuf lokkurinn treysti sér ekki til þess að svara játandi því sem spurt var um. Ef svo verður, mun hann skila aftur stjórnarmynd- unarumboði sínu tij forsetans og Ölafur hlýtur þá að verða næstur. Hann er sá eini af f lokksformönnunum, sem á eftir að fá að reyna. Varla mun þá krötum ganga betur að gera upp hug sinn en i gær, því að fáum mönnum hafa þeir beint spjótum sínum jafnótt að og ölafi Jóhannessyni. Búast menn ef til vill við að Vilmundur styðji ólaf? Það sem gerðist í stjórnarmyndunarmálunum fram að því að Lúðvík var afhent umboðið, benti ekki til að Alþýðuflokkurinn væri vel til forystu fallinn. Síðan hefur þessum ævintýraflokki verið þvælt fram og aftur eftir því sem viðræðuaðilunum hefur þóknast. Þessir frelsarar þjóðarinnar hafa nú látið Lúðvik loka sig af úti í horni. Þeir eru komnir í slíka klemmu, að þeir geta hvorki sagt af eða á. Nú er mái að linni þeim pólitisku fimleikum, sem foringjar stjórnmálaflokkanna hafa stundað undan- farnar vikur. Hver hef ur brugðið fæti fyrir annan eft- ir því sem þótt hefur henta I deilum um ráðherra- stóla, en alvarlegt ástand þjóðmála virðist ekki hafa haldið vöku fyrir foringjunum. Valdboðin forðahöft Ef íslendingur tekur upp peningaseðil frá Seðlabanka íslands erlendis, verður honum það fyrst fyrir að roðna og biðjast afsökunar. islenskir peningar eru þar ekki gjaldgengir í viðskiptum, og þeir einir útlendir bankar versla með íslenska peninga erlendis, sem leggja metn- að sinn við að eiga allar myntir heimsins, rétt eins og sum fin veitingahús eiga mat alls staðar að. í svo litlu áliti eru islenskir pen- ingar, a6 engar hömlur þyrfti aö leggja á meöferð þeirra, þeir eru óþarfa farangur i veski feröa- langa. Valdboðin ferðahöft. Þessi stefna islenskra stjórnmálamanna, að krónan skuli aðeins vera kúrant á tslandi en aö athlægi erlendis, hefur valdið þvi, aö feröafrelsi manna er einskis viröi. Þar á ofan bætist, aö i raun mega menn ekki flytja meö sér nein verömæti til útlanda til að lifa þar af, — og verði ein- hverjum slikt á, skal gera um það skýrslu, — og skila útlenda pen- ingnum. t Rússlandi ákveöur Bresnéf hverjir fái að fara til útlanda og hvert, — á tslandi Björgvin Guö- mundsson. Um hugtakið gjaldeyri. Þótt islenskir bankar haldi áfram aö ljúga þvi að börnum, aö græddur sé geymdur eyrir, þegar A bókum segir frá frumstæöum ættflokkum á Kyrrahafseyjum, sem áttu sér skeljar að pening- um. tslenska krónan er svipaðs eölis og skeljarnar. Af bókunum má þó ráöa aö skeljarnar hafi haft eitthvert gildi i sjálfu sér vegna fegurðar en krónan er gjörsneydd henni lika. Hvað er ferðafrelsi? 1 Heisinki skrifaöi Geir Hallgrimsson undir sáttmála um frelsi manna til að feröast milli landa og fara af heimalandi sínu, ef þeim þykir stjórnin þar óþol- andi. Slik ákvæöi höföu tslending- ar áöur undirgengist viö inngöngu i Sameinuöu þjóöirnar og viö undirritun Mannréttindasáttmála Evrópu, sem aö visu gildir aöeins gagnvart útlendingum á tslandi. Þrátt fyrir þessi heit, þá hafa islenskir stjórnmálamenn ekki veitt tslendingum marglofað feröafrelsi. Viö megum aö visu fara hvert sem viö viljum, — hins vegar megum viö ekki taka meö f . * "V I raun mega menn ekki flytja með sér nein verðmæti til útlanda til að lifa þar af. I Rússlandi ákveð- ur Bresnéf hverjir fái að fara til útlanda og hvert — á Islandi Björgvin Guðmunds- son, segir Haraldur Blöndal, lögfræðingur, i þessari grein sinni um þær reglur, sem gilda um gjaldeyrisviðskipti hér á landi. „Bankamenn tala þvl aöeins um gjaldeyri aö þeir eigi viö útlenda mynt... tslenskir peningar eru ekki gjaldgengir I viöskiptum erlendis”. þaö er miklu frekar ástæöa til sviptingar fjárræöis aö leggja fé sitt á banka, þá gera þeir sér vel grein fyrir verömæti islenskra peninga. Yfirbanki landsins er kenndur við pappir en ekki gull og bankamenn tala þvi aöeins um gjaldeyri aö þeir eigi viö útlenda mynt. „Foreign currency” nefna Engilsaxar útlendan gjaldeyri til aögreiningar frá eigin. A Islandi dugir aö nefna oröiö gjaldeyrir, sbr. gjaldeyrisdeild bankanna og gjaldeyriseftirlit og vita allir hvaö við er átt. okkur peninga til fararinnar, — og til útlanda getum við þvi aö- eins flutt, aö við skiljum jarö- neskar eigur okkar eftir á Islandi. Björgvin og maðurinn með Ijáínn. tslendingur sem flyst frá Islandi tekur ekki með sér veraldarauö sinn, frekar en á dánardægri sinu. Björgvin Guö- mundsson stendur yfir honum eins og maðurinn meö ljáinn og krakar til sin eignunum. Hann fær að visu aö yfirfæra i gjald- eyri, — þ.e. breyta skeljum i pen- inga, — einhverja hungurlús, tvö til þrjúhundruð þúsund krónur á ári. Ef þú ert svo óheppinn aö eiga ibúð, þá endist þér ekki ævin til aö yfirfæra verömæti hennar til þin i útlandinu. Ef núverandi gjaldeyrislög hefðu verið i gildi, þegar Jón Ara- son var höggvinn I Skálholti fyrir tæpum 428 árum og hann hefði átt dóttur i Noregi, þá væri enn veriö aö yfirfæra arfinn. Kynslóö fram af kynslóö heföi Björgvin Guö- mundsson skammtað gjaldeyris- leyfi en Vilmundur fylgst meö. Allt skal flutt heim. Nú kann svo að fara, að maöur, sem fariö hefur öreigi til útlanda, komist i einhver efni þar og eign- ist hús. Aö lokinni starfsævi vill hann koma heim til lslands aö deyja og ætlar að búa I húsinu, sem Björgvin hefur ekki leyft honum aö yfirfæra. (Búiö er að yfirfæra andvirði bilsins á þess- um langa tima.) Þá bregður hins vegar svo við, aö Björgvin er kominn i flæöarmáliö á móti honum til þess aö tilkynna, að hús megi hann ekki eiga erlendis eöa nokkra eign. Það skuli selt þegar i stað og andviröingu breytt i skeljar. Vesalings manninum er jafn- framt bent á, aö sektir og varö- höld liggi viö, ef hann þrjóskist viö og neiti aö yfirfæra. Þess skal aö visu getið, að fram til heimkomunnar er heimilt aö ráöstafa eigum sinum aö vild. Þannig má maöurinn leggjast i sukk og drekka út húsiö áður en hann flytur heim. Ástir Kristínar Onassis. Heimurinn hefur undanfariö staöiö á öndinni yfir þvi einkenni- lega tiltæki Kristinar Onassis aö giftast Rússa. Og i Timanum var fyrirsögn ekki fyrir mjög löngu: Kristin elskar manninn sinn enn —■ þá voru liðnir átta dagar frá brúökaupsnóttinni. Eölilega velta menn þvi fyrir sér aö vestræn kona af auðugum ættum skuli eignast bláfátækan Rússa og menn eru með getsakir um hvaö verði af skipastólnum hennar. Ég fyrir mitt leyti hef hlns veg- ar velt fyrir mér öörum hlut: hvernig heföi fariö ef Kristin heföi oröiö skotin i íslendingi og gifst hingaö? Þá heföu gjald- eyrisyfirvöld- Björgvin Guð- mundsson og Vilmundur komist i feitt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.