Vísir - 24.08.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 24.08.1978, Blaðsíða 5
5 vism Kimmtudagur 24. ágúst 1978 i—— Þokuvilltir Fransmenn Mikil þoka var viö Heklu og næsta nágrenni i gærdag, og gerðiþokan ferðamönnum erfitt fyrir. Meðal annars villtust þar fjórir franskir ferðalangar, sem þó komust til manna af sjálfs- dáðum áður en lauk. Höfðu þá verið kallaðar út björgunarsveitir og leitarflokk- ar frá Hvolsvelli og Selfossi. Ekki varð Frökkunum meint af villugöngu sinni i þokunni.-All. Tjón í Reykhóla- brunanum nemur um 80 milljónum tbúar i skólahverfi Heykhóla á Barðaströnd urðu fyrir um- talsverðu fjárhagslegu tjóni á dögunum er skólahúsnæðið á Reykhólum brann. Er tjónið metið á um 50 milljónir króna, en húsið var aö- eins vátryggt fyrir 22 milljónir. Eru það þvi um 28 milljónir sem ber á milli tryggingarupphæðar og raunverulegs verðs hús- næðisins. Byggingakostnaði er skipt milli rikissjóðs og sveitar- félagsins, þannig að rikið greið- ir 77% en sveitarfélagið 23%. Nýbyggingin hefur kostað um 80 milljónir, þannig að þar af þarf sveitarfélagið að greiða sem næst 12 milljónum. —AH Kynbomban keypti fyrir milljón i fríhöfninni Bandariska kynbomban og leikkonan Eva Gabor var á ferð yfir Norður-Atlantshaf i gær, og lenti meðal annars á Kefla- vikurflugvelli. Meö i för voru eiginmaður hennar, vigvéla- framleiðandinn Rockwell, ásamt fylgdarliði. Þau hjón brugðu sér inn i fri- höfnina i um það bil 30 minútur, og þau gerðu sér litið fyrir og versluðu fyrir um eina milljón króna. Aðallega voru það islenskar vörur og ilmvötn ásamt Havanavindlum sem þau keyptu. Eva Gabor er sem kunnugt er systir hinnar frægu leikkonu Zsa Zsa Gabor. —AH Tómas Ingi ófram konrektor Tómas Ingi Olrich hefur ný- lega verið endurráðinn konrekt- or Menntaskólans á Akureyri. Tómas hefur gegnt þessu starfi siðan 1973, en skylt er að aug- lýsa starfið, sem er aðstoðar- skólameistarastaða; á fimm ára fresti. Þá hafa þær breytingar orðið á mötuneyti M.A., að við þvi tekur nú Sigmundur Rafn Ein- arsson, en Elinbjörg Þorsteins- dóttir hefur látið af starfi mat- selju. —AH. Sœkir um Fríkirkjuna Séra Kristján Róbertsson var eini umsækjandinn um Fri- kirkjuna i Reykjavik, en um- sóknarfrestur rann út þann 31. júli siðast-liðinn. Séra Kristjan er þjónandi prestur i Þykkvabæ á Rangárvöllum. —AH. Stéttarsambands- fundur ó Akureyri Aðalfundur Stéttarsambands bænda hefst á Akureyri á þriðjudaginn. Lýkur fundinum siðan á miðvikudag eða fimmtudag. Til umræðu verða aðallega framleiðslu- og skipulagsmál landbúnaðarins i landinu. —AH Bretar rœða við L.Í.Ú. Fjórir fiskumboðs- menn frá Bretlandi eru nú staddir hér á landi ásamt ræðismanni Islands og aðalumboðs- manni íslenskra fiski- skipa i Bretlandi, Jóni Olgeirssyni. Munu Bretarnir i dag ræða við forystumenn L.t.Ú. um við- skipti þessara aðila, og tekur Jón Olgeirsson þátt i þeim viðræðum. Ekki hefur áður verið eins mikið um landanir islenskra fiskiskipa i Bretlandi eins og nú, eftir að fiskmarkaðir voru opn- aðir á ný. —AH. Tveir Eyjabótar strönduðu Vestmannaeyjabátarnir Stig- andi II og ölduljón strönduöu I þoku við Höfn í Hornafirði i gær, er þeir voru að koma inn til að taka is. Náðust bátarnir báðir út eftir tvær tilraunir, og munu þeir lit- ið eða ekkert skemmdir, en þeir fóru upp við Ósland I Horna- fjarðarósi. —AH Meðalverð fisks mjög hótt í Englandi Meðalverð á fiski á fiskmörk- uðum i Bretlandi er mjög hátt þessa dagana, og hafa islensk skip selt þar fyrir mjög gott verð. Sem dæmi um þaö má nefna sölu skuttogarans Oturs GK i Hull i gær, sem seldi fyrir 29 milljónir króna, en meðalverðið var 290 krónur. Er það eitt al- besta meðalverð, sem fengist hefur i Englandi á þessu ári. —AH. eik trandgötu 31 HafnarTirði Simi 53534 Vorum að taka upp UFO vörur Mussur fyrir dömur Grófrifflaðar buxur, peysur fyrir dömur og herra og fleira og fleira Mjög virðist misjafnt hvað múrarar greiða i skatt. Myndin sýnir múrara aðstörfum. Vfsismynd: JA Hvað borga þeir í skatta? MISJAFN ER JI/IUR’ ARA SKATTURINN þúsund og upp i 3.960 þúsund. Er hér um að ræöa samanlagð- an lekjuskalLeignaskatt og að- slöðugjöld eða útsvar. Lægsla skaltinn greiðir Sig- mar liróbjartsson en þann hæsta greiðir Þórður Þórðar- son. Úrtakið er sem endranær gerl al' handahófi og ekki kunn- ugt um neinar skýringar, sem vera kunna á þessum misjöfnu gjöldum. Allar tölur I listanum, sem hér fer á eftir, miöast við þúsundir króna. —ÓM. Tekjuskattur Eignaskattur Útsvar/Aðst.gj. Samtals Diðrik Ilelgason 800 89 348 1.237 Guðmundur Kristinsson 209 88 306 603 Jón Bergsteinsson 1.034 116 456 1.606 Ólafur H. Pálsson 530 443 712 1.685 Sigmundur P. Lárusson 471 74 439 984 Þórður Þóröarson 2.011 442 1.507 3.960 Sigmar llróbjartsson 15 34 117 177 Kári Þórir Kárason 298 261 533 1.092 Skattalið Visis úr múrarastétt greiðir gjöld frá krónum 166 Heilsuverndarstöð Reykjavikur auglýsir lausar til umsóknar eftirtaldar stöður: Hjúkrunarfrœðinga við ungbarnaeftirlit, heilsugæslu i skólum og heimahjúkrun. Aðstoðarmanns við skólatannlækningar. Umsóknum sé skilað fyrir 4. september n.k. til hjúkrunarforstjóra sem jafnframt gefur nánari upplýsingar. Heilsuverndarstöð Reykjavikur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.