Vísir - 24.08.1978, Blaðsíða 23

Vísir - 24.08.1978, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 24. ágúst 1978 „ERLENDIR MARKAÐIR FREMUR HAGSTÆÐIR" — segir Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri SH „Erlendir markaöir eru okk- ur fremur hagstæöir sem stend- ur. Söluaukningin á, til dæmis, frystum flökum til Bandarikj- anna varum 10% á siöasta ári”, sagöi Eyjólfur lsfeld Eyjólfsson forstjóri Sölumiöstöövar hraö- frystihúsanna, er rætt var viö hann i morgun. Leitaö var álits hjá honum um það hvernig erlendur markaður væri fyrir frystar sjávarafuröir nú þegar flest frystihús hóta rekstrarstöðvun. „Verðiö hefur verið nánast óbreytt um eins árs skeið eins og hefur margoft komið fram, er rætt hefur verið um vanda frystiiðnaðarins. Það breyttist i júní og ágúst i fyrra.” Er Eyjólfur var inntur eftir þvi hvort hann teldi nánast óbreytt verð á fiskafurðum or- sök þess vanda sem frystihúsin eiga nú við að etja, kvaðst hann tæplega vilja fullyrða það. „Ég held að það sé hæpið fyrir okkur að reikna stööugt með hækkun- um á varningi okkar erlendis. Þó að hér á landi hækki allt á þriggja mánaða fresti getum við tæpast búist við slikum hækkunum erlendis.” Aðspurður kvaðst Eyjólfur eiga erfitt með að gera sér grein fyrir þvi hver áhrif stöðvun frystihúsa heföi á erlenda markaðinn. „Það er mjög erfitt að ségja fyrir um slikt á meöan ekki er vitað hve slik stöövun Eyjólfur lsfeld Eyjólfsson. stæði lengi. Ef viö hefðum ein- hverja hugmynd um það væri frekar hægt að gera sér grein fyrir þvi”. —BA. * DREGIÐ 25. AGUST , GERIST PU ASKRJFANEH... GRIKKLANDSFERÐ GEFST.......FYRIR TVO Sértu áskrifandi að Vísi gefst þér kostur á Grikklandsferð i haust, eða ef þú vilt heldur, næsta sumar. Þeim sem þér líkar best, býður þú með þér, því Vísir borgar fyrir tvo. GJALDEYRIRINN GEFST EINNIG.....FYRIR TVO Auk þess að borga báða farseðlana, borgar Vísir gjaldeyrinn lika fyrir tvo. GÆÐIN SÉR ÚTSÝN UM Útsýn sér siðan um að þið njótið alls þess sem kostur er. Skoðið forna menningararfleifð Grikkja undir leiðsögn reyndra fararstjóra, sleikið sólskinið (hjálparlaust) og á kvöldin njótið þið skemmtan við hæfi. GERIST ÞÚ ÁSKRIFANDI Gerist þú áskrifandi að Vísi færð þú þó aðalávinninginn heim á degi hverjum. Þvífáirþú Vísi heim daglega getur þú fylgst með þróun atburða innanlands jafnt sem utan. Tekið þátt í umræðum um dægurmál, listir og stjórnmál svo eitthvað sé nefnt og átt þannig þinn þátt i hraðri atburðarrás nú-dagsins. SÍMINN ER 8 66 11. vfsm itU(i) 23 Valur með yfirburði Valur er þaö knattspyrnu- félag sem mestri velgengni hefur átt aö fagna hérlendis undanfarin ár. Nú hafa Vals- menn þegar tryggt sér tslandsmeistaratitilinn 1978, og þeir stefna aöþvi aö vinna bikarkeppnina á sunnudag- inn. Þessi velgengni Vals staf- ar auövitaö af þvf aö félagiö hefur á aö skipa frábærum kna ttspy rnu mönnum, og einnig góöum stjórnendum utan vallar. Er þaö mál manna, aö formaöur knatt- spyrnudeildar Vals, Pétur Sveinbjarnarson, hafi unniö mjög gott starf, og hann eigi sinn stóra þátt i velgengni félagsins. Stjórnin hefur ver- iö tekin föstum tökum hjá Pétri, og fjármálin eru meö þvi besta sem þekkist hjá islensku iþróttafélagi. Leik- menn Vals fá til dæmis greidda bDapeninga, vegna aksturs á æfingar og leiki, og hugsanlega veröur um meiri fjárstuöning aö ræöa innan fárra ára. En hvaö um þaö, Pétur hefur breytt liöinu úr miö- lungsliöi i toppliö á fáum ár- um, þáttur hans i þvi er óum- deildur. Er Pétur nú oft nefndur „kraftaverka- maöurinn”, f gamni og alvöru innan raöa íþrófta- manna. Pétur Sveinbjarnarson hefúr gert kraftaverk meö knatt- spyrnufélaginu Val undan- farin ár. Jólasveinar einn og átta Ný vinstri stjórn er nú i buröariiðnum og er nú aö- eins eftir aö ákveöa hvort forsætisráöherrann veröur krati eöa kommi. Raunar er alls ekki vist aö auöveldiega gangi fyrir vinstri mennina aö komasérsaman um þaö, og getur jafnvel komiö til greina aö kallaö veröi á Ólaf Jóhannesson fyrr en varir. En eitt mun þó alveg ákveðiö, aö ef af vinstri stjórn veröur, þá veröa ráö- herrarnir niu talsins þrir frá hverjum flokki. Væriekki upplagt aö þessi nýja rfkisstjórn tæki uppsér- stakan söng,, sem syngja mætti viö hátiölega tækifæri, og gæti jafn vel komið aö nokkru i staö málefnasamn- ings. Sandkorn kemur hér meö fram meö þá hugmynd, aö „titilsöngur” rikis- stjórnarinnar veröi „Jóla- sveinar einn og átta.” AH „ÓU Jó . . .” söng Rfó trióiö á sinum tima um Ólaf ‘ Jóhannesson, sem þá var forsætisráöherra. Veröur nú sungið „Jólasveinar einn og átta . . .” um næstu rikis- stjórn?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.