Vísir - 24.08.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 24.08.1978, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 24. ágúst 1978 i 11 NÝTT FRYSTIHÚS AÐ RÍSA Á SIGLUFIRDI Bryggiuframkvœmdir fyrir 80 milljónir í fullum gangi A Siglufirði er í byggingu nýtt frystihús á vegum Þormóðs Ramma h/f. Frysti- húsið er 2100 fermetrar að flatarmáli. Verið er að steypa gólfið þessa dagana og framkvæmdir við það að komast á lokastig. Húsið stendur þar sem áður var gömul sildarþró og athafna- svæði Rauðku-verksmiðjunnar og til þess að geta reist húsið þurfti að fjarlægja ýmsar minj- ar gamla „gullaldartímans” en sjálft Rauðku húsið stendur ennþá. Að sögn Sæmundar Arelius- sonar»framkvæmdastjóra hjá Þormóði Ramma,munu um 150- 200 manns starfa i frystihús- íiiu nýja en það er svipað og verið hefurhjá fyrirtækinu. Um það hvenær áætlað er aðfrysti- húsið taki til starfa sagði Sæ- mundur: „Ég held að enginn i þessum bransa viti hvað morgundagurinn ber i skauti sinu og tómt mál er að tala um nokkurn hlut i þessu stjórn- leysi sem hér á landi rikir.” Þaö sama sagði hann að gilti um all- ar kostnaðaráætlanir. Niður undan frystihúsinu nýja er verið að reka niður stálþil nýrrar togarabryggju . Aætlaður kostnaður við þær bryggjuframkvæmdir er um 80 A þessari mynd sést hið nýja frystihús Þormóðs Ramma á Siglufirði. Togarabryggjan er til hægri á myndinni og þar upp af er Stapavfkin en henni var breytt allmikið I sumar, brúin hækkuð upp meðal annars. Stapavikin er nú á loðnuveiðum og tókust breytingarnar vel. Visismyndir: Jónas Kagnarsson Bryggjuframkvæmdirnar á Siglufirði. milljónir og er langt komið með að ramma stálþilið niður. 1 sumar verða steypt anker undir bryggjupollana en gólfið verður ekki steypt i sumar. Verkið hefur verið unnið á veg- um Hafnarmálastjórnarinnar og hófst með uppfyllingu i fyrrahaust. Nýja bryggjan verður sextiu metra löng og tuttugu metrar á breidd. Hún verður notuð sem almenn togarabryggja i tengsl- um við frystihús Þormóðs Ramma. Reiknað er með þvi að bryggjan verði tilbúin næsta sumar. —HL ! Þingmaður í vanda Gunnlaugur Stefánsson, þing- maður Reykjaneskjördæmis, ritaði nýlega grein i Alþýðublaðið sem hann nefnir „Fiskiðnaður i vanda.” Þar sem hann er nú þingmaður fólks sem allt fram á þennan dag hefur grundvallað af- komu sina á sjávarútvegi, beint eða óbeint, er ekki úr vegi aö benda honum og öðrum á nokkrar þeirra rangfærslna sem hann kemur með i grein sinni. Komið að vegamótum „Tvisvar til þrisvará áridynja yfirþjóðina fréttir og upplýsingar i fjölmiðlum um það að fisk- vinnslan i' landinu sé að fara á hausinn.” segir Gunnlaugur. Hann virðist ekki gera sér grein fyrir þvi að tapið hefur til skamms tima verið fjármagnaö af lánastofnunum og rikisvaldinu i formi gengisbreytinga og viðmiðunarverða Verðjöfnunar- sjóðs. Nú virðist hins vegar sem komið sé að vegamótum. Ráð- stafanir þessara aðila nægja ekki til aðbrúabilið ogþvi hefur kom- ið til rekstrarstöövanna fisk- vinnslufyrirtækja nú þegar og önnur hafa boöað stöðvun þann 1. september n.k. þegar ný launa- hækkun tekur gildi. Afleiðing hins sifellda tapreksturs er m.a. sú að eigið fé fyrirtækjanna ést upp mun meira fer til greiðslu vaxta en áður og erfiðara verður fyrir þau að leggja Ut i endurnýjun framleiðslutækjanna og á það ef- laust eftir að segja til sin i fram- tiðinni. Þetta hefur reyndar þeg- ar átt sér stað á Suð-yesturlandi. Hver stjórnar? Þá er farið fram á ýmsar stjórnunaraðgeröir, s.s. gengis- fellingar og ef þær ekki fást þá verði reksturinn stöðvaöur og verkafólki sagt upp er efnisleg fullyröing þingmannsins. Hann heldur siðan áfram ,,ég spyr einnig hver er ábyrgð eigenda at- vinnufyrirtækja gagnvart starfs- fólki og þjóðinni allri?” Húnerað minu viti ekki sist fólgin i þvi aö kynna þjóðinni ástand og horfur á á hverjum -tima. Þessa upp- lýsingastarfsemi leggur hann hins vegar út á þann hátt að hann spyr „hverjir eiga að stjórna þjóðinni?” Ég spyr þá hefur verkalýðshreyfingin ekki stjórnað öllu hér á landi þar sem upplýsingastarf þeirra er til muna viðameira en fiskvinnslu- fyrirtækjanna og staðan sem komin er upp núna þvi afleiðing stjórnarhátta þeirra? Ég hef ekki heyrt fiskverkendur hrópa á gengisfellingar en þeir hafa rétti- lega bent á að hún er skjótvirk- asta leiðin til að jafna þann halla sem orðið er. Fiskverkendur hafa hins vegar lagt áherslu á sam- ræmda efnahagsstefnu ef takast á að leysa núverandi efnahags- vanda til lengri tima en þ-iggja mánaða. Miðar við hvað? „Það er þjóöinni heil ráðgáta hvernig getur staðið á þessum ei- lifu rekstrarörðugleikum fisk- vinnslunnar..” og það á tlmum þegar vel aflast og markaðsverð erlendis eru hagstæð. Jú það er rétt hjá þingmanninum að markaðsverð hafa verið hagstæð en miðað við hvað? Þau hafa verið hagstæð miðað við fyrri tima þ.e.a.s. miðað við fyrri markaðsverð en ekki miðað við þróun þeirra gjaldaliöa sem til verða innanlands. Laun hafa hækkað um ca. 95% frá 1. júni 1977 til 1. júni 1978 afurðalána- vextir hafa hækkað um 125% og hráefnium 55% frá júll ’77 til júli ’78. Þróun markaðsverða afurð- anna er hins vegar 40-42%. og aö langmestu leyti vegna gengis- breytinga á timabilinu. Ekki er úr vegi að vitna til viðtals er Þjóð- viljinn átti við Ólaf Gunnarsson framkvæmdarstjóra Sildar- vinnslunnar á Neskaupstað og birtist i blaðinu 18. ágúst s.l. en þar segir. Þjv.: — Ólafur i hverju liggur meginvandi frystihúsanna? ólafur: — Vandinn liggur ein- faldlega i þvi að hækkanir á af- urðum okkar á erlendum mörk- uðum hafa ekki haldið i við þá óðaverðbólgu sem hér geisar. Það er ljóst að ekki er hægt að halda áfram gangandi atvinnu- vegi sem sifellt á við rekstrar- erfiðleika að etja jafnvel á nokk- urra mánaða fresti. Þaö gengur ekki til lengdar. Ef af lokuninni verður þ.e. ef hið opinbera gerir ekki eiriiverjar ráöstafanir strax þá getur það verið verulegum vandkvæðum bundið að setja starfsemina aftur i gang þvf það fólk sem verður sagt upp mun ekki vilja snúa aftur til vinnu I fyrirtækjum sem ekkigeta tryggt þvi nægilegt atvinnuöryggi. Kannanir og popp Gunnlaugur fullyröir að fisk- vinnslan borgi starfsfólki sinu lægstu laun á vinnumarkaðinum eða þvi sem næst. Ekki þekkir hann viða til. 1 allflestum frysti- húsum landsins er nú unniö eftir bónuskerfum þannig að grunn- kaupið (textakaupið) er aðeins hluti launanna. Algengt mun vera að fiskvinnslufólk sem starfar eftir bónuskerfi hafi milli 200-300 þús. á mánuði allt eftir þeim afla sem verkaður er svo og starfs- hæfni starfsmannsins. Og enn heldur þingmaöurinn áfram „gera veröur rækilega út- tekt á rekstri þessara fyrirtækja með þvi að fara gaumgæfilega i gegnum rekstur og bókhald þeirra.” og siðan „Þjóðhags- stofnun hefur gert stundum rekstrarstöðukönnun fyrirtækj- anna.” Þaö er einn sá mesti barnaskapur sem hægt er að hugsa sér að rekstrarkannanir séu geröar á aðalatvinnuvegi þjóðarinnar svona viö og við þeg- ar einn og einn maður heldur að hannhafi fengið snjalla hugmynd álika og þegar allsherjarpopp- hátiðir eru settar upp. Að kynna sér málavöxtu Þessar kannanir hafa veriö gerðar en meinið er hins vegar það að Gunnlaugur hefur ekki kynnt þér innihald né niðurstöður þeirra. Þjóðhagsstofnun hag- deildir bankanna ráðgjafafyrir- tæki tæknideildir sölusamtak- anna og aðila vinnumarkaðarins (VSt og ASt) allt eru þetta aðilar sem reglulega fást við rekstrar- kannanir er varða fiskvinnsluna. Ef ráða á fram úr þeim vanda sem við er að gllma I dag er það lágmarkskrafa til þeirra sem kosnir eru til Alþingis aö þeir kynni sér málavöxtu áður en þeir koma fram fyrir alþjóö með alls kyns fullyrðingar. 1 fullri vin- semd vil ég benda Gunnlaugi á að hann þarf ekki aö leita út fyrir túngarðinntil aðafla sér fróðleiks um fiskvinnsluna þvi 4. maður á , ... Kjartan Jónsson, rekstrarhagfræöingur, ritar hér um vanda I f iskvinnslunnar og ! svarar grein Gunn- laugs Stefánssonar, al- þingismanns, um þaö efni. Kjartan segir aö gera veröi þær lág- markskröfur til þeirra sem kosnir séu til Al- þingis, aö þeir kynni sér málavöxtu áður en þeir komi fram fyrir alþjóö meö alls kyns fullyrðingar. lista Alþýðuflokksins i Reykja- neskjördæmi er fiskverkandi i Keflavik Ólafur Björnsson. Ef sett er meira i skip en burðargeta þeirra leyfir, sökkva þau. Það hefur verið sett á fiskvinnsluna meira en burðafgeta hennar leyfir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.