Vísir - 29.08.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 29.08.1978, Blaðsíða 2
2 Þriöjudagur 29. ágúst 1978 VTSIR msiK spyr Guömundur Magnússon nemi: Allar Asterix bækurnar, þær eru mjög skemmtilegar, bæöi sög- urnar og myndirnar. Astrikur og steinrikur finnst mér skemmti- legustu persönurnar. „Við vorum rassskellt ef við fórum illa með málið'‘ Hvernig verður skattlagning háttað á nœsta ári? „Frumvarpiö um staögreiöslu náöi ekki fr'am aö ganga á þing- inu i vor þannig aö segja má aö nýju lögin um tekju- og eignar- skatt geti ekki komiö til fram- kvæmda án þess aö breytingar eigi sér staö,” sagöi Höskuldur Jónsson.ráöuneytisstjóri I Fjár- málaráöuneytinu/ er hann var inntur eftir þvi hvernig skatt- lagningu veröur háttaö á næsta ári. „1 vor voru lögö fram tvö frumvörp annars vegar frum- varp til laga um tekju- og eignarskatt og hins vegar frum- varp ta laga um staögreiöslu. Framkvæmdakaflinn um skatt- lagningu, þaö er hvernig skattar skulu innheimtir, var i staö- greiöslufrumvarpinu sem ekki hlaut samþykki þingsins.” Aöspuröur sagöiHöskuldur aö þaöblasti viö aö frumvarpiö um staögreiöslu yröi lagt aftur fyrir þingiö i haust. Ef þaö hlyti þá samþykki kæmi til staögreiöslu vegna tekna á árinu 1979. Hin leiöin væri sú aö gerðar yröu breytingar á hinum nýju lögum um tekju-og eignarskatt, þannig aö framkvæmdakaflinn yröi i þeim lögum. AöspuröursagöiHöskuldur aö tekjur ársins 1978 kæmu þá ekki til skattlagningar i eiginlegri merkingu. Eins og lögin um tekju- og eignaskatt væru núna tækju þau til tekna ársins 1979. „Þetta er verkefni sem býöur nýkjörins þings þegar þaö kem- ur saman i haust, þar sem ekki erhægt aö framfylgja ákvæöum hinna nýju laga án þess aö viö höfum ákvæöi um þaö hvernig innheimtu skuli háttaö.” —GA. Höskuldur Jónsson, ráöuneytis- stjóri Marlín Magnússon er nú að leggja síðustu hönd á bók sína Nýjar rúnir sem kemur út fyrir jólin. Visis-mynd Gunnar V. Andrésson. „Við krakkarnir á heimilinu vorum miskunnarlaust rassskellt ef við fórum illa með málið. Það mátti grinast með allt annað en is- lenskuna, eldra fólkið var m.iög ákveðið i bvi efni” sagði Marlin J. G. Magnússon frá Gimli i Manitoba iKanada i spjalli við Visi.Hann leit inn til okkar á ritstjórnina til að kynna okkur bók sem hann er með i smiðum og nefnist Nýjar rúnir. Marlin er fæddur i Gimli. For- eldrar hans voru Gísli Magnús- son og Þórdis Anna Rafnsdóttir. Gisli fluttist vestur um haf meö foreldrum sinum áriö 1883, þá þriggja ára gamall. Þórdis Anna er fædd i Kanada. „Gisli faöir minn er ættaöur úr Húnavatnssýslu og úr Vatns- dalnumen móöir min var dóttir Rafns Jónssonar bróöur Páls Jónssonar sálmaskálds. sem siöar varö prestur á Viðimýri i Skagafiröi”, sagöi Marlin. „Fæddist i prent- smiðju”. „Faðir minn gaf út blaöiö Gimlung. Prentsmiöjan var i sama húsi og við bjuggum og það má þvi segja aö ég hafi fæöst i prentsmiöju. Ég hef lika haldiö mig aö mestu viö þaö starf, sem faöir minn haföi á hendi. Ahuginn fyrir blööun og blaðamennsku kom fljótt,” sagöi Marlin. Hann hefur starfaö sem blaðamaður viö blöð i Kanada frá þvi hann lauk skólanámi. Nú vinnur hann fyrir blöðin Wancouver Sun og The Province viö auglýsinga- gerð. „Þegar ég fór að reskjast þá var blaðamannastarfiö allt of erilsamt,svo ég fékk mér ann- an starfa. Blööin tvo eiga stóra prentsmiðju saman sem nefnist Pacific Press og þar starfa ég nú. Mest er unniö viö auglýsing- ar á nóttunni og á kvöldin. Ég kann ágætlega viö þetta starf og hef hugsaö mér að halda þvi þar til ég hætti aö vinna”, sagöi Marlin. Nýjar rúnir „1 bókinni minni sem ég vona aö komist út fyrir jólin hef ég. tekiö saman 22 ritgeröir um hin ýmsu málefni sem mér eru hug- leikin. Þetta er auövitaö allt skrifaö á Islensku þvi ég hef gert mér far um að halda henni eins vel og mér hefur verið nokkur kostur. Þaö getur samt sem áöur veriö nokkuð erfitt.þvi þaö geta liöiö mörg ár á milli þess sem ég fæ aö æfa mig i talmál- inu. Hins vegar les ég töluvert og á nokkuð af islenskum bók- um sjálfur sem ég varöveiti mjög vel og þykir vænt um.” Marlin Magnússon hefur fengist töluvert viö ljóöagerö og setur saman visur og kvæði af ýmsu tilefni. Hann hefur nú safnaö þessu saman i hefti sem hann kallar Ærupris. „Þaö hafa menn hér á landi spurt mig hvaö þetta þýddi, en ég hef upplýst þá um þaö aö hér er á ferðinni blóma-eöa jurtanafn.” ,,Ég er fyrst og fremst íslendingur” „Ég hef alltaf talið mig fyrst og fremst islenskan þrátt fyrir aö ég sé fæddur i Kanada og hafi aliö allan minn aldur þar. Þetta er I annað sinn sem ég kem hingað heim. A timabili fannst mér sem menn af islenskum ættum fyrir vestan vildu fara leynt meö uppruna sinn, þeir voru alls ekki að flika.þvi aö þeir væru af islensku bergi brotnir. Nú hefur þetta til allrar hamingju breyst mikið og nú eru allir stoltir af uppruna sin- um. Ég hef hins vegar alltaf haldiö þessu á lofti og mörgum fannst þaö kannski of mikiö af þvi góöa hjá mér.” Marlín er giftur konu af tékk- neskum ættum og eiga þau tvö börn, Dennis sem er sjúkrahús- stjóri i Manitobafylki og Lilith Herminu sem er húsmóðir. Hún er gift prentara sem starfar hjá sama fyrirtæki og Marlin. „Barnabörnin forvitin um landið”. „Þegar barnabörnin vissu aö viö hjónin værum aö fara hingaö þá spurðu þau afa karlinn spjör- unum úr um hvernig væri á gamla landinu hans. Svo báðu þau einnig um hitt og þetta fallegt sem þau vita aö er hægt aö fá hérna. Ég hef veriö aö reyna að halda aö þeim islensk- unni en þaö gengur bara ekki nógu vel, þetta vill fara inn um annað eyraö og út um hitt enda enginn furða þar sem þau um- gangast einungis enskumælandi fólk. En ég held aö þeim finnist gaman að bröltinu i mér meö is- lenskuna og taka alltaf vel i þaö þegar ég er að reyna að kenna þeim orð og setningar”. „Alltaf eitthvað stór- mál i gangi þegar ég kem hingað”. „Viö hjónin komum hingaö siöast 1973. Þá var landhelgis- máliö i fullum gangi. Nú þegar viö komum i annaö sinn, þá var hér stjórnarkreppa. Þaö virðist alltaf eitthvert stórmál i gangi þegar ég kem hingaö.” Marlin hyggst feröast um lándið þessa daga sem hann verður hér. Hann ætlar aö 'fara noröur og lita á heimabyggö forfeðranna fyrir noröan. Einnig heimsækir hann Akur- eyri en þar veröur bók hans prentuð. Það er prentsmiöja Björns Jónssonar sem gerir þaö. „Ég verö aö fara noröur og lesa prófarkir af bókinni. Það veröur gaman aö sjá hvernig henni verður tekiö hér á landi. En svo gæti farið aö fólk yröi ekki sammála öllu sem þar stendur. Ég hef alltaf haft mikl- ar mætur á Steingrimi Thor- steinssyni og kvæöinu hans: Trúöu á tvennt i heimi, tign sem hæst ber... Ég skrifaöi hug- leiðingu út frá þessum fallegu ljóðlinum og hana er aö finna I bókinni”, sagöi Marlin. —KP Hver er eftirlætisbókin þin? Siguröur Lárusson, sölumaöur: Ég les aldrei bækur. Ég dytta miklu frekar aö bilnum minum og geri viö hann. Gunnar M. Sigurösson bygging- armeistari: tslandsklukkan eftir Halldór Laxness. Alveg tvimæla- laust. Ég hef lesiö hana fjórum sinnum. Emma Hiygum: Þær eru nú margar, ég hef gaman af bókum. Ég les allar bækur Laxness mér til ánægju en uppáhaldsbókin min er eftir Sigrid Undset og heitir Kristín Lavransdottir. Hana hef ég lesiö tvisvar. Inga Höskuldsdóttir. vinnur i Ala- fossi „Sálmurinn um blómiö” eftir Þórberg Þóröarson Mér þykir vænt um þá bók þvi aö hún var alltf les'ii fyrir m'ig þegar ég var lítil. — segir Vestur-íslendingurinn Marlin Magnússon í spjalli við Vísi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.