Vísir - 29.08.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 29.08.1978, Blaðsíða 7
vísra Þriöjudagur 29. ágdst 1978 C Umsjón Guðmundur Pétursson j V SOMOZA BÆLIR NIÐUR BYLT- INGARTILRA UN Somoza-stjórnin i Nicaragua tilkynnti i gærkvöldi að valdaráns- tilraun sem foringjar í hernum og borgarar hefðu gert i sameiningu hefði verið brotin á bak aftur. Samsæris- mennirnir eru sagðir hafa verið hnepptir i fangelsi. 1 tilkynningu þjóövaröliösins sem hefur öryggis vörslu i Nicaragua meö höndum, var ekki tekiö fram, hve margir heföu átt þátt i valdaránstilrauninni. Þessa byltingartilraun ber aö i sömu mund, sem stendur yfir allsherjarverkfall til þess aö knýja frá völdum Anastasio Somoza, forseta. Ekki er vika liöin siöan vinstri- sinnaöir skæruliöar Sandinista töku þinghöllina meö áhlaupi og héldu hundruöum gisla á sinu valdi, meöan þeir þvinguöu stjórnvöld til þess aö láta lausa nær 60 félaga þeirra úr fangels- um. I tilkynningunni um hina mis- heppnuöu byltingartilraun segir, aö enginn heföi meiöst viö hand- tökur samsærismannanna. Segir, aö yfirvöldum hafi veriö kunnugt um valdaránstilraunina i nokk- urn tima. Stjórn Somoza forseta (fjöl- skyldahans hefur ráöiö lögum og lofum i landinu i 40 ár) hefur átt viö versnandi efnahagsöröug- leika aö striöa, skort á fjár- festingarfé og fjármunaflótta Ur landi. Þjóövaröliöiö,sem fer meö hlut- verki lögreglu landsins og einnig hers, hefur fylgt Somoza aö mál- um, enda hefur Somozafjölskyld- an byggt völd sin á stuöningi þess. Þau tiöindi aö hermenn skuli hafa Robert Shaw, tiu barna faðir, með yngsta soninn í fanginu SHAW LATINN Robert Shaw (51 árs) ein af leikstjörnunum úr „Jaws”, ,,The Sting” og fleiri verð- launamyndum, lést af hjartaslagi nærri heimili sinu i vestur- hluta írlands i gær. Shaw var á leiö i bifreið sinni til Ourmakeady i Mayo-sýslu þar sem hann á fimmtán hekt- ara land og sveitaróðal, þegar hann kenndi krankleika stöövaöi bilinn og leiö svo Ut af. Þriðja kona hans Virginia Jansen — áöur einkaritari hans — varmeöhonum ibllnumog 18 mánaöa sonur þeirra. Henni tókst að koma honum á sjúkra- hUs, þar sem hann siðan andaðist. Shaw náöi heimsfrægö fyrir góöan leik sinn i verölauna- myndum, en þaö munu færri vita, aö hann er einnig höfundur að fimm skáldsögum. — Eitt sinn sagöi hann: „Þegar þeir skrifa minningargrein um mig vildi ég gjarnan aö þeir segðu: Hann var höfundur einnar bók- ar.sem halda mun nafni hans á lofti. Auk þess var hann furöu góður leikari.” Alls lék Shaw i 27 kvikmynd- um og hafði af þvi slikar tekjur aö hann flUöi undan sköttum i Englandi og settist aö i lrlandi. Hann var þrikvæntur. Atti hann fjórar dætur meö fyrstu konusinni (frá Jamica), en þau skildu. 1963 gekk hann aö eiga leikkonuna, Mary Ure og eign- uöust þau tvo syni og tvær dæt- ur. HUn lést af slysaeitrun (alkóhól og svefnlyf) 1975. Arið 1976 gekk hann að eiga Virginiu og á með henni einn son. tekið höndum samanvið borgara til þessað reyna að velta Somoza eru fyrsti votturinn um, að óánægjan með Somoza-stjórnina er ferin að ná inn fyrir raðir þjóð- varðsliðsins. Fjórir lögreglu- menn myrtir á Spáni Hryðjuverkamenn drápu I gær fjóra spænska lögreglumenn i aö- skildum árásum, sem taldar eru þó samstillt tilraun tii þess aö stööva þjóöina á braut hennar til aukins lýöræðis. Þessi dráp bera aö á sama tíma, sem umræöur eiga sér staö I öldungadeild Spánarþings um nýja stjórnarskrá til þess aö leysa af hólmi einræöislög Francós heitins hershöföingja. Einn lögregluþjónninn var skotinn til bana i Barcelóna, og voru þar þrir ungir menn, sem grunaðir eru um moröiö, hand- teknir skömmu eftir. Vörður var skotinn til bana I Santiago de Compostela, og tveir lögregluþjónar I Baskahéruöum. Annar þeirra, vöröur I Mondra- gon, var drepinn á leiö til póst- hússins i morgunsárinu, en hinn, rannsóknarlögregluþjónn, var skotinn meö vélbyssu i landa- mærabænum Irun, þar sem hann var staddur fyrir utan heimili sitt. DEILUR UM HAFSBOTNS AUÐLINDIR Þróunarlöndin og Bandarikin urðu ekki á eitt sátt um lögmæti þeirra alþjóðalaga. sem eru i deiglunni á haf- réttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um nýt- ingu auðlinda á hafs- botni. Satya Nandan talsmaður ,,77 rikja hópsins” sagöi aö fram- kvæmdir i skjóli væntanlegra laga hafréttarráðstefnunnar um þetta atriöi gætu aldrei oröiö annað en lögleysa. Hann var að ræða um þau lög sem Bandarikin og önnur iðnaðarriki hafa I hug að setja til grundvallar auðlindanýtin'gar hafsbotnsins áöur en Hafréttar- ráðstefnan lýkurstörfum og visar veginn um þetta efni. Elliot Richardson, sendiherra Bandarlkjanna sagöi aö hug- myndin um, að auölindir hafs- botnsins væru sameiginleg arf- leifð mannkynsins ætti ekki túlkast svo, að þessar auðlindir ættu að liggja ónýttar, þar sem ekki væri til alþjóðlegt samkomu- lag um hvernig þær skyldu nýttar. Nandan sagði að ekkert gæti komið f stað alheimssamþykktar um hvernig þessar auðlindir skulu nýttar i þágu mannkynsins. — „Aörar lausnir eru ekki ein- vörðungu eigingjarnar, heldur og skammsýnar og gætu leitt til óbætanlegs tjóns,” sagði hann. Þessar umræður fóru fram á nefndarfundi en Nandan og Richardson létu fréttamönnum i té afrit af ræðum sinum að lokn- um fundinum. Nandan sem er frá Fiji.sagði, að einhliða yfirlýst lög einstakra rikja varðandi þetta gætu spillt andrúmslofti Hafréttaráðstefn- unnar sem hóf störf fyrir fimm árum. Hann sagði aö 77 rikja hópurinn nyti i þessu stuönings Sovétrikjanna. Sorgin svipti Boyer lífslöng- uninm Franski leikarinn, Charles Boyer, sem á hátindi sins leikara- feriis kom miiljón kvennahjörtum til að slá örar, virðist hafa fyrirfarið sér af sorg út af missi eiginkonu sinnar. Boyer var jarösettur I gær, en hann lést tveim dögum á eftir konu sinni, bresku leikkonunni Pat Paterson, en krabbamein leiddi hana til dauöa. Hjóna- band þeirra varaöi 42 ár. Boyer heföi orðið 79 ára i gær, ef hann hefði lifaö, en skýrsla krufningslæknis leiddi i ljós, aö hann haföi dáiö af of stórum skammti af svefnlyfjum. 1 fyrstu var haldiö, aö hann heföi andast af hjartaslagi. Þeim hjónum haföi aðeins oröiöeins barns auðiö, en sonur þeirra Michael skaut sig til bana 21 árs að aldri 1965. URVAW SOftA HUSIÐ LAUGAVEGI 178, sími 86780

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.