Vísir - 29.08.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 29.08.1978, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 29. ágúst 1978 3 „FÖRUM FERÐINA í GRIKKLANDS- NÆSTA SUMAR" sogði vinningshafinn í ferðagetraun Vísis ,,Ég hafði verið á Þingvöllum ásamt litilli dótturdóttur minni og var rétt að koma inn úr dyrunum þegar siminn hringdi og mér var tilkynnt að ég hefði unnið Grikklandsferðina i ferðagetrauninni. Við höfðum átt rólegan og skemmtilegandagog dorguðum i vatninu, en veiddum samt ekki neitt. bessi upphringing kom mérþvialgjörlegaá óvart.enda þurfti ég aö biðja manninn að biða augnablik meðan ég fékk mér sæti og áttaði mig á hlutun- um”, sagði Ingvi J. Viktorsson, vinningshafinn i Ferðagetraun Visis i spjalli við blaöið, þegar við litum inn til hans og Jóhönnu Kristjónsdóttur, konu hans. Voru að koma úr sumarleyfi. „Við vorum að koma Ur sumarleyfi ogi þetta sinn fórum við hringveginn og höfðum tjald meðferöis. I vor kom þaö til tals að fara utan, en okkur langaði afskaplega mikið til Grikklands og vorum einmitt að hugsa um slika ferð. En af þvi gat ekki orðið. Annars var hringferöin um landið afskaplega skemmti- leg, enda fengum við gott veöur mestan hluta leiðarinnar. Mér finnstekki aðvið getum kvartað mikið undan vegunum, það er ekki við þvi að búast að við get- um gert allt i einu hér á þessu landi. Siöast þegar ég var á ferðinni þá voru þeir mun verri, aðvisuerunokkur ár siðan. Þaö er búið að gera heilmikið i að undirbyggja vegina og þaö verður. eflaust ekki langt i það að slitlagið komi”, sagði Ingvi. Þau hjónin ætla að notfæra sér Grikklandsferöina i næsta sumarleyfi. „Það er ágætt að hafanægan tima tilaðundirbúa sig undir feröina, þá á ég við að kynna sérsöguna dálitiö betur. Þarna er vagga vestrænnar menningar, svo að það er af mikluaö taka.”,sagöi Jóhanna. Gerðist áskrifandi af Visi í vor. „Éghafði keypt siðdegisblöö- in svona til skiptis. Mér finnst ákaflega þægilegt að fá gott blaðað lesa, þegar égkem heim úr vinnunni, maður slappar af og nýtur efnisins vel að loknum degi”, sagði Ingvi. „Það var nú dálitið skemmti- legt hvernig þetta atvikaöist með áskriftina. V ið vorum stödd i matarboði heima hjá dóttur okkar, þegar Ingvi stendur allt i einuupp og fer í simann. Þegar Hjónin Ingvi J. Viktorsson og Jóhanna Kristjóns dóttir voru nýkomin úr ferðalagi um landið, en ætla aö notfæra sér Grikklandsferðina i næsta sumarleyfi. Vlsis-mynd Gunnar V. Andresson. við spuröum hann hvert hann heföi hringt, þá sagði hann á VIsi, og að hann hefði gerst áskrifandi”, sagði Jóhanna. „Mér likaði blaðið vel og vildi fá það sent heim daglega. Mér finnst ykkur hafa tekist vel upp með Helgarblaðiö, þar eru viö- töl við skemmtilegt fólk og það er nú einu sinni svo aö það efni höfðar til manns i svona litlu þjóðfélagi Það er alltaf gaman að kynnast persónunni bak við nafn, sem maöur kannast við, t.d. úr fréttum.”, sagði Ingvi. ,,Konan hvatti mig til að senda seðilinn” „Það var konan. sem hvatti mig til að senda seöilinn. Hann var búinn að liggja á borðinu hjá okkur I marga daga, en á fimmtudaginn siðasta, þá bað hún migendilega að koma hon- um til ykkar. Heföi hún ekki minnt mig á þetta, þá heföi hann eflaust ekki komist til skila”, sagði Ingvar. —KP. Guðrún Erlendsdóttir vekur usla ó lögfrœðingamóti i Kaupmannahöfn Mannen blir dishriminert KOItl.MI \> N (V<«) — Pú tlcn sliirf. iioriliskr Urrt'H. d«*n islaml>k<‘ unIvrrs.ItelMlrkIor <«'ud- juri>tKouft'ratisvu hrr i kóheuhinn til»» drf run i.'rlrmÍMlmtir. h*‘\d«‘l ut drf rr urrff uf I kasÍiM rn hrannfítkkcl } licbaUt'n mn jike- ki inm'itc jtk særfonleler vi*d anMúlélMT «}! i slillin|*.simi-n mrlloiu kjituneue. liu\«‘dinnl<- wd opptiigt-lst' píi ulHuiinéUésinsliiusjwner. ’ ' . i KS8ENHAVN T?*mr*iuuulírör Ovet iMn ; pijrt»v« , *«>:<»»' Ílke *>• r. 4 !>►!> «. >!:n* n*'úi <:» kriHH'akXtl, < <►»»:<< I'x»:ik »<■»* *«»• »«*»<»• ntíHtu|»lo*. Vna ■ucUMnr K> :«o»»<tollít reJg S'.xris* ei .JM b>>*»!►»«« I.tU'llciOr S<i:r i:i MISRETTI NU GEGN KÖRLUM! Guðrún Erlendsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla íslands, varp- aði sprengju á Norræna lögfræðingamótinu, sem haldið er i Kaupmanna- höfn, segir i frétt í norska blaðinu Verdens Gang á föstudag. Til umræðu voru norsku jafn- réttislögin og það ákvæöi þeirra, að fá konum sérréttindi í sam- keppni við karlmenn til að jafna eldra misrétti. Þannig á sam- kvæmtlögunum kvenmaður, sem sækir um starfá móti karlmanni, hugsanlega jafnmikla möguleika á starfinu, enda þdtt hún hafi ekki sömu hæfni til að bera. Reis Guðrún Erlendsdóttir upp og taldi koma til greina, að ákvæði sem þetta gæti leitt til aukins jafnréttis milli karla og kvenna ef á heildina væri litið, en mundi leiöa til mikils óréttlætis I einstökum tilvikum. Auk þess taldi Guðrún þaö óheppilegt, aö i jafnréttislögum væri gerður augljós greinarmunur. Var máli Guðrúnar Erlends- dóttur ákaft mótmælt og var eng- inn fundarmanna á sama máli. Lagaákvæöið sem deilt var um er svohljóðandi: „Heimilt er að gera greinarmun eftir kyni, án þess aöþað teljist til mismununar kynjanna I þeim tilvikum þar sem slikt leiöir til aukins jafnréttis.” Þess má geta, að Guðrún Erlendsdóttir er einnig formaöur Jafnréttisráös íslands. —ÓM Reisa landbúnaðar- skóla í Efri-Volta Senn lýkur i landinu Efri-Volta byggingu landbún- aðarskóla, sem Hjálparstarf Sjöunda dags aðventista og Hjálparstarf sænska rikisins standa aö í sameiningu. Flestar byggingarnar eru fullbúnar, og fyrsta uppskeran hefur veriö skorin upp. Efri-Volta er á Sahara-svæð- inu, þar sem oft ganga þurrkar. Tilgangur með skólanum er að hjálpa ibúum landsins að nýta vatnið, sem þar er aö finna. Skólinn var reistur viö Basegastifluna, og veröur þar kennt, hvernig nýta má það litla vatn, sem fyrir hendi er, til áveitu á þurrkatimanum. Skólinn verður opnaður nú i september, ogeruþegar skráðir þar ellefu nemendur. Söfnun stendur nú yfir hér á landi til hjálparstarfsins, og framlög má leggja inn á giróreikning Hjálp- arstarfs Sjöunda dags aðvent- ista, númer 23400. —AHO. Tilgangur með landbúnaðar- skólanum i Efri-Volta er að kenna ibúum landsins hvernig nýta má það litla vatn, sem fyrir hendi er, tii áveitu á þurrkatlmum. OPIÐ 730- Shellstöðinni v/Miklubraut

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.