Vísir - 29.08.1978, Qupperneq 10

Vísir - 29.08.1978, Qupperneq 10
10 #.«jr.rjr.fr jr Þriöjudagur 29. ágúst 1978 VISIR VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davffi Gufimundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursjon. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaða- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jónssor Guðjón Arngrlmsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónína Mikaelsdóttir, Katrin Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Óli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson,Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Jón Óskar Hafsteinsson, Magnús Olaf sson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2000 Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánuði innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Verð i lausasölu kr. 100 Simar 86811 og 82260 eintakið. Afgreiðsla: Stakkholti 2—4 simi 86611 Prentun Blaöaprent h/f. Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur Sáttosemjarinn og sigurvegararnir Margt bendir nú til þess að Ölaf i Jóhannessyni muni takast að miðla málum milli ,,sigurflokkanna" tveggja, sem kenna sig við alþýðu landsins. Hvorki Flokkurinn eða Bandalagið gátu myndað stjórn í land- inu og mun þar frekar um að kenna afbrýðissemi þeirra hvors í annars garð en sljóleika vegna sigur- vímunnar. Sá aðili sem galt mest afhroð í þingkosningunum, tók svo að sér starf sáttasemjara milli sigurvegar- anna tveggja. Hann er ekki öfundsverður því að margt hefur borið í milli hjá flokkunum tveim og gerir enn. Það auðveldar Ólaf i sáttasemjara þó störf sin að Lúðvík var búinn að éta ofan í sig eina gengis- fellingu og eitt varnarlið, þegar deila alþýðufylking- anna tveggja komst á sáttastig hjá tapflokknum. Aftur á móti hafa ritstjórar Þjóðviljans ekki tekið Benedikt í sátt eftir að hann sendi Lúðvík loðmulluna frá f lokksstjórn Alþýðuf lokksins á dögunum. Þá vildi Lúðvik fá skýr og afdráttarlaus svör varðandi for- sætisráðherrastólinn en í stað þess kom loðið bréf, sem í raun var ekkert svar við spurningu Lúðvíks. Loðmulla kratanna var túlkuð sem neitun og nú kenna Þjóðviljamenn hershöfðingjum úti i heimi um að hafa kippt i spottann. Þetta sé glöggt dæmi um afskipti At- lantshafsbandalagsins af íslenskum málefnum. Benedikt segist aftur á móti ekki hafa haft tal af öðrum f ulltrúum erlendra ríkja en sovéska sendiherr- anum siðan um kosningar.svo að dæmið gengur ekki upp í fljótu bragði. Nema sovéski sendiherrann hafi verið milligöngumaður?Þaðskyldi þó aldreihafa verið? Þjóðviljinn hamast við að skamma Alþýðuflokkinn fyrir að hafa komið í veg fyrir að Lúðvík yrði for- sætisráðherra, og hvarflar að mönnum að Alþýðu- bandalagið hafi ekki neinn sérstakan áhuga fyrir vinstri stjórn, úr því að Lúðvik verður ekki í forsæti hennar. Alþýðuflokksmennirnir vekja aftur á móti í blaði sinu athygli á því að þeir muni setja ýmis umbótamál á oddinn i viðræðunum og leggja áherslu á að fá klausu um varnarmálin inn í verkefnaskrá stjórnar- innar. En Ólafur sáttasemjari Jóhannesson heldur sínu striki og þótt ýmislegt sé enn óljóst, er víst að einhver atriði eru þegar komin á blöð. Ef krafa um brottför varnarliðsins verður ekki í samningi fyrirhugaðra stjórnarf lokka, má búast við að Samtök herstöðva- andstæðinga sem löngum hafa haft á sér stimpil Al- þýðubandalagsins muni: hefja herferð fyrir varnar- lausu landi á næstu vikum. Ef Ólaf ur á að fá bæði for- sætis- og dómsmálaráðherraembættið er svo búist við ónotum frá Alþýðuf lokknum. Það forvitnilegasta í niðurstöðum þríeykis vinstri flokkanna verða væntanlega efnahagsáætlanir. í þeim efnum ættu að liggja fyrir tillögur um ráðstafanir miðað við f jögurra ára kjörtímabil en að því er næst verður komist miðast áætlanir vinstri f lokkanna aðeins við næstu f jóra mánuði. Það er hart að árangur tveggja mánaða þófs skuli aðeins vera skammtímaráðstaf anir-sem náaðeinstil loka þessa árs. Sáttasemjari sigurflokkanna virðist auk þess hafa fengið þá til þess að fallast á vísitöluskerðingu hjá miklum fjölda launþega, og nálgast þeir nú mjög launamálastefnu fráfarandi ríkisstjórnar. Til hvers hafa vinstri menn eiginlega verið að teygja lopann í tíu vikur og láta þjóðarskútuna reka stjórnlausa upp íbrimgarðinn ef niðurstaðan verður í raun sami skammgóði vermirinn sem fráfarandi ríkisstjórn veitti atvinnu- og efnahagslífinu? Carl Platou, forsetiNorrænabankamannasambandsins og Jan Eric Lid. ström, framkvæmdastjóri Norræna bankamannasambandsins. Visismynd: JA íslenskir banka- menn lœgstlaunaðir segja forystumenn bankamanna- félaganna á Norðurlöndum, sem nú þinga á íslandi ,,Meginmál ráðstefnunnar verða umræður um um- hverfi á vinnustað og öryggismál. Ennfremur verður væntanlega samþykkt sameiginleg stefnuskrá nor- rænná bankamanna um atvinnulýðræði atvinnuöryggi mannasambandsíns hefur að og vinnutíma", sagði Sólon Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra bankamanna í samtali við Vísi. hver.iu landi sérstaka verkfalls- sjóði sem samtals væru um 120 ] milljónir sænskra króna. Jan Eric Lidström fram- kvæmdastjóri Norræna banka- Þing Norræna bankamanna- sambandsins er haldið þessa dagana á Hótel Loftleiöum. Þingiö var sett i gærmorgun, en þvi lýkur n.k. föstudag. Þetta er 6. þing Norræna bankamanna- sambandsins, en þaö fer með æðstu völd i málefnum sam- bandsins. Visir ræddi litillega i gær um málefni bankamanna við Sólon Sigurðsson, formann Sambands islenskra bankamanna (SIB), Gunnar EydaL framkvæmda- stjóra SIB, Carl Platou forseta Norræna bankamannasam- bandsins, en hann er jafnframt framkvæmdastjóri Norska bankamannasambandsins og Jan Eric Lidström fram- kvæmdastjóra Norræna banka- mannasambandins. um bankamanna. Þess ber að geta að hlutdeild rikisbanda i bankakerfinu er hverfandi þar miðað við ísland. Tæknin veldur vanda Félagar 120 þúsund Sambandið var stofnað árið 1923 en á fjórða áratugnum gengu islenskir og finnskir bankamenn i sambandiö. Carl Platou sagði að tildrög stofnun- arinnar heföi verið barátta bankamanna fyrir þvi aö fá eftirlaun og einnig verið á þessum tima aðberjastfyrir þvi að fá samningsréttinn viður- kenndan. Megintilgangur Nor- ræna bankamannasambandsins er að bæta og samræma kjör bankamanna á Norðurlöndum. 1 sambandinu eru um 120 þús- und felagsmenn. lslenskir bankamenn eru um 1800 og hafa þeir þá sérstöðu aö starfsmenn rikisbankanna eru innan þeirra vébanda. Annars staöar á Norðurlöndum eru einungis starfsmenn i einkabönkum og isparisjóöum félagar i sambönd- A þinginu verða um 70 erlend- ir fulltrúar en að hálfu Sam- bands islenskra bankamanna sitja þingið sex fulltrúar. Sólon sagði að mönnum yrði skipt upp i 7-8 vinnuhópa, sem hver um sig fjallaði um ákveðin málefni og myndu störf þingsins fara að miklu leyti fram i þessum vinnuhópum. Eitt af meginmál- um þessa þings er sú þróun, sem orðið hefur i starfsemi banka á tæknisviði, einkum i sambandi við tölvunotkun og þau vanda- mál, sem upp koma i sambandi varðandi starfsfólk. A undan- förnum árum hefur tæknileg þróun orðið mjög ör. Þeir sögðu að þaö vildi brenna við að starfsfólki væri ekki kynntar þessar breytingar nógu ræki- lega einkum eldri starfsmönn- um. stöðvar sambandsins i þvi landi, sem framkvæmdastjórinn er frá. Hann hefur gegnt þessu starfi i um eitt og hálft ár. Hann sagði að gildi þessara samtaka fælust einkum i þvi að menn kynntust hver öörum og skiptust á upplýsingum, fyrir utan það sem hægt væri að ná fram af einstökum baráttumálum með samstöðunni. Þá sagöi hann að starfið færi ekki eingöngu fram á grundvelli norrænna sam- skipta heldur kæmi Norræna bankamannasambandið fram sem ein heild gagnvart banka- mönnum i Vestur-Evrópu. íslenskir bankamenn lægst launaðir 630 milljónir sjóði í verkfalls- Sólon sagöi aö samvinna nor- rænna bankamanna væri mjög, náin og um margt ólik öðrum norrænum samböndum af svip uðu tagi. Til dæmis ættu þeir sameiginlegan verkfallssjóö er næmi 10 milljónum sænskum krónum sem væri til afnota fyrir bankamenn i hverju landi fyrir sig i vinnudeilum ef með þyrfti en það er um 630 milljónir is- lenskra króna. Fyrir utan það hafa sambönd bankamanna i Þá kom fram i þessu spjalli Visis við norræna bankamenn, að danskir bankamenn eru hæst launaöir i sinni stétt á Norður- löndum. En islenskir banka- menn eru lægst launaðir og sagöi Sólon aö launamunur, væri geysilegur milli islenskra bankamanna og þeirra, sem vinna sömu störf annars staðar á Noröurlöndum, bæöi á meðal- launum og launabili milli ein- stakra starfshópa innan bank- anna. Danskir bankamenn eru með sem jafngildir um 390 þúsund is- lenskar krónur að meðaltali á mánuði, sænskir um 340 þúsund, norskir um 302 en meöallaun is- lenskra bankamanna eru tals- vert innan við 250 þúsund krón- ur. Þetta er i fyrsta sinn sem þing norrænna bankastarfsmannaer haldiö á tslandi. Þingin eru haldin á tveggja ára fresti, en frá 1980 er ætlunið aö þau verði1 haldin á þriggja ára fresti. —KS.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.