Vísir - 29.08.1978, Qupperneq 9

Vísir - 29.08.1978, Qupperneq 9
9 Hart er deilt um þaft hvort samningar Félags Islenskra simamanna hafi átt rétt á sér. Mynd: ÞG Um pólitískt siðleysi Garðar Hannesson simstöðvarstjóri i Hveragerði hringdi: Ég hef hér á borðinu fyrir framan mig grein undir fyrir- sögninni „Pólitiskt siðleysi á hæsta stigi,” þarsem rætt er við Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóra Starfsmanna- félags rikisstofnana Égverðað lýsa undrun minni og hneykslan á þvi að launaður starfsmaður félagssamtaka rikisstarfsmanna skuli vera að gera kjarabaráttu lægstlaunaða fólksins i BSRB tortryggilega með þvi að kalla hana pólitiskt siðleysi. Sjálfur ætti Gunnar að vita að starfandi er samstarfs- nefnd Starfsmannafélags rikis- stofnana og fjármálaráðu- neytisins, sem heldur reglulega fundi allt samningstimabilið. HUn á að hnika til þeim kjara- atriöum sem samkomulag næst ekkium i aðalkjarasamningum. Jafnframt verður að gera þá kröfu til Gunnars að hann hafi kynnt sér lögin um samninga- rétt rikisstarfsmanna en i þeim lögum er ekkert sem bannar að ná samkomulagi eða samning- um um röðun i launaflokka. Þarna ræðst hann á þann hóp rikisstarfsmanna sem hvað verst hefur verið iaunaður þ.e. talsimaverðina sem hafa verið i 6. launaflokki. Það er ef til vill vegna þess aö sá hópur er aðal- lega skipaðurkonum, sem þykir sjálfsagt að halda niöri. Þessi samningur sem Félag islenskra simamanna náði núna gerir um 700 launaflokka sem nær ekki hálfum launaflokki á hvern félagsmann sem eru um 1600. 1 desember 1976 samdi til dæmis lögreglufélagið um einn til tvo launaflokks hækkun eða meira en einn launaflokk á hvern félagsmann. Það datt engum i hug að kalla þetta sið- leysi heldur samfögnuöu aðrir rikisstarfsmenn. Ég vil minna á að samkvæmt starfsmatinu frá 1970 áttu tal- simakonur og hjúkrunarkonur aðvera i sama launaflokki. Var það þá 12. launaflokkur. Tal- simakonur voru hins vegar sett- ar i 11. og hjúkrunarkonur i 12. Þeir sem áttu sæti i samninga- nefnd BSRB, þeir töldu sér fært aö framselja rétt talsimakvenn- anna um einn launaflokk til aö geta hyglt þeim sem þeir mátu meira. Það voru bæöi kennarar og aðrir sem fengu aukaþóknun út á það að talsimakonunum var fórnaö. Mér finnst það alveg fráleitt ef starfsmenn okkar rikisstarfs- manna fara að gera þá samninga sem við náum tor- tryggilega og jafnframt að skemma fyrir okkur eins og beinlinis er stefnt að. Ég tel aö slika starfsmenn eigi ekki að ráða og séu þeir þegar fyrir, eigi aö láta þá hætta. Nöfn á kvikmyndum og þýðingar ÓG hringdi: Kvaðst hann vilja vekja at- hygli á ákaflega villandi heiti einnar af þeim kvikmyndum sem sýndar væru i höfuðborg- inni. Hér væri um aö ræða myndina ,,A valdi eiturlyfja” sem sýnd væri i Austurbæjar- biói um þessar mundir. „Heiti myndarinnar á ekkert skylt við efni hennar. Sá sem sér titil hennar gefur sér strax ákveðnar forsendur. sem eru al- rangar. A ensku heitir myndin „From Ghetto To Superstars”. Myndin er aö minum dómi fyrst og fremst söngvamynd og prýðisgóð kvikmynd að þvi leyti sem ég hef vit á sliku. Eiturlyf koma litiö sem ekk- ert við sögu. Það er tvisvar i myndinni sem ein manneskja sést taka inn eiturlyf. Það kann aö vera að þetta sé gerttil aö „trekkja” áhorfendur að myndinni. En ég tel að það sé mjög lélegt bragð þvi aö kvik- myndin stendur sjálf fyrir slnu án þess að notuð sé slík æsingar- meöul.” ÓKUKTHSIR IÖGRSGL UÞJÓNAR GÞG Reykjavik skrifar Þegar ég I mesta sakleysi mlnu er að hjóla Suðurgötuna I Reykjavik eftir hádegi þriðju- daginn 22. ágúst, renndi hvitur lögreglubill uppað hjóli minu og fór lögreglan aö spyrja mig að öliu mögulegu og ómögulegu. Eftir þetta mikla spurningaflóð komst ég að þvi, að hinir snjöllu lögregluþjónar höfðu fundið það út aö ég heföi stolið hjólinu, sem ég var á, en eftir þvi sem ég hef frétt, þá á ég þetta hjól sjálfur. Eftir að ég haföi sagt lögreglu- þjónunum þessar fréttir, stungu þeir saman sinum nefjum, sem eru i hvers manns koppi. Kom- ust þeir aö þeirri niðurstöðu að best væri aðskrifa niður númer- iö á hjólinu minu og heimilis- fang mitt, siðan óku þessir svörtu monthanar i burtu án þess aðbiðja mig afsökunar eða að segja eitthvað annað. Krefst ég þess nú að þessir gaukar á bil númer 2 biðji mig afsökunar á þessí framferði sinu, að minnsta kosti persónulega. Bronco ’66 6 cyl. gólfskiptur. Vél upptekin fyrir ári. Útvarp og kasettutæki. Til sýnis og sölu á Borgarbilasölunni sf. simi: 83150 einnig i sima 50746. Fjölbrautoskólinn í Breiðholti Fjölbrautaskólinn i Breiðholti verður settur i Bústaðakirkju miðvikudaginn 6. september n.k. kl. 15 (kl. 3 e.h.). Aðeins nýir nemendur skólans eiga að mæta við skólasetninguna. Kennarafundur verður haldinn í húsakynnum skólans við Austur- berg, föstudaginn 1. september kl. 10, Er mikilvægt að kennarar mæti á þann fund. Nemendur eiga að mæta i skólann fimmtudaginn 7. sept. og föstudaginn 8. sept. að fá stundatöflur sinar afhentar og standa skil á gjöldum til skólastofnunar- innar. Fimmtudaginn 7. sept. kl. 9-12 mæti nemendur er bera nöfn sem byrja á A-F, sama dag kl. 14-17 mæti nemendur er bera heiti sem byrja á G-K, föstudaginn 8. sept. kl. 9-12 mæti þeir nemendur er bera nöfn sem hafa upphafsstafina L-S, sama dag kl. 14-17 komi loks nemendur er bera heiti sem byrja á T-ö. Skólameistari Vélritunarstarf Innflutningsfyrirtæki í Sundaborg óskar eftir stúlku til vélritunarstarfa. Þarf að geta byrj- aðstrax. Umsóknir ásamt almennum upplýs- ingum sendist augld. Vísis merkt „4133V Allt ó fleygiferð Ekkert innigjald Komdu með bilinn þinn hreinan og strok- inn eða bátinn inn á gólf til okkar. Við höf- um mikla sölu, þvi til okkar liggur straumur kaupenda. Opið frá kl. 9-7 einnig á laugardögum. ENDURSÝNINGAR SJÓNVARPSINS Nr. 7629-2019 skrifaði: Ég vildi gjarnan spyrjast fyr- ir um þaö hvort ekki væri hægt að endursýna þáttinn meö Bob Marley. Að minu áliti var hann mjög skemmtilegur. Einnig vildi ég spyrjast fyrir um það, hvort sjónvarpið er oröið uppiskroppa með efni, úr þvi aö það sýnirgamla þætti og kvikmyndir aftur og aftur. i sýningahöllinni Bildshöfða simar 81199-81410

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.