Vísir - 16.09.1978, Page 13

Vísir - 16.09.1978, Page 13
VISIR Laugardagur 16. september 1978 13 Sýningarglugginn i Galleri Langbrók er mjög smekklegur og þar eru sýnishorn af þvi sem er á boðstólum. Gallerí Langbrók heitir sölu-og sýningarsalur að Vitastíg 12 rétt fyrir ofan Laugaveginn. Hann er nokkuð frábrugðin venjulegum verslunum» því þar eru engir tveir hlutir eins og allar vörurnar eru islenskar» handunnar af hinum ýmsu listakonum. Við lögðum leið okkar í verslunina og forvitnuð- umst um það hvernig hún er rekin. Og hvað hún hefur á boðstólum. Flestar skólasystur úr Myndlista- og handíða skólanum „Við áttum þaö allar sameig- inlegt að hafa engan ákveöinn stað, þar sem við gátum komið verkum okkar á framfæri og það gengur alls ekki til lengdar, eins og gefur að skilja. Því varð að verða breyting hér á, svo við drifum okkur i að setja upp verslunina i þeirri von að okkur yrði vel tekið”, sagði Kolbrún Björgólfsdóttir leirkerasmiður og einn aðstandandi verslunar- innar, i spjalli við Visi. „Flestar erum við bekkjar- og skólasystur úr Myndlistar- og handiðaskólanum. En þær sem ekki eru úr þeim hópi, þekktu einhverjar okkar og þannig myndaðist hópurinn”, sagði Kolbrún. Það eru tólf listakonur sem standa að Galleri Langbrók. Þær eru: Kolbrún Björgólfs- dóttir leirkerasmiöur, Guörún Gunnarsdóttir myndvefari, Guðrún Auðunsdóttir textilhönnuöur, Guðrún Marinósdóttir textilhönnuður, Steinunn Bergsteinsdóttir textilhönnuður, Eva Vilhelms- dóttir fatahönnuður, Þorbjörg Þórðardóttir textilhönnuður, Sigrún Eldjárn grafiker, Ragna Róbertsdóttir textilhönnuður. Eins og fram kemur i þessari upptalningu þá eru flestir aö- standendur Galleri Langbrókar textilhönnuðir, en það má segja að þær hafi verið verst settar með aö koma verkum sinum á framfæri þar til Galleriið kom til sögunnar. ógerningur að selja gegn um milliliði. „Það sem ýtti undir það að við lögðum i að setja upp Galleriið er að nær ógerlegt er að selja þær vörur sem við erum með i gegn um milliliöi. Þá verða þær svo dýrar og þar af leiðandi hugsar fólk sig tvisvar um áöur en það kaupir. Hér seljum við Eva Vilhelmsdóttir hannar og saumar föt þau, sem seld eru i gallerfinu. Hér er Koibrún I samkvæmiskjól, sem Eva hefur gert. GALLERÍ LANGBRÓK: Þar eru engir tveir hlutir eins — eingöngu handunnar íslenskar vörur vörur okkar á þvi veröi sem við viljum fá fyrir þær milliliöa- laust og þaö hlýtur að vera hag- stæöastfyrir alla aðila. Við setj- um tiu prósent ofan á þaö verð sem við viljum fá, en sú upphæð rennur i sameiginlegan sjóð til að standa straum af kosnaði við reksturinn. Þaö sem af er hefur þetta gengiö það vel að við erum farnarað geta greitt upp i stofn- kostnaöinn, sem við urðum að leggjá út fyrir úr eigin vasa”, sagði Kolbrún. Selja hluti frá öðrum listamönnum. „Við höfum tekið hluti frá ýmsum aðilum og selt^.d. erum við með grafikmyndir frá fimm myndlistarmönnum. Einnig höfum við tekið ýmsa smáhluti og fatnað. Aður en endanleg ákvöröun er tekin um sölu þess- ara hluta, þá verða allir að- standendur Gallerisins að samþykkja þá. Við höfum þaö fyrir reglu að þetta séu allt módelhlutir. Það er undantekn- ing að við tökum eitthvað frá fólki sem ekki hefur lagt stund á einhvers konar listnám”, sagði Kolbrún. Meðan við stöldruðum við i versluninni kom stúlka til að athuga hvort að kjóll sem hún vildi selja haföi verið samþykktur. Hún hefur nýlokið námi i Myndlistar- og handiða- skólanum og hafði unnið kjólinn i tómstundum sinum. Hún fékk þau svör að þær stöllur hefðu lagt blessun sina yfir flikina. „Nú erum við i þeirri aðstöðu að geta komið okkar hlutum á framfæri og þá þykir okkur sjálfsagt að aðstoða aöra til hins sama”, sagði Kolbrún. Meö pensla og hamar á lofti. „Þegar við tókum viö þessu húsnæði, þá var það ekki upp á marga fiska. Viö þurftum að gera gagngera breytingu á öllu. Það þurfti aö mála allt hátt og lágt og við þurftum einnig að smiða þærinnréttingar sem hér eru, eða gera gamla hluti upp eins og t.d. afgreiösluborðið sem er orðið nokkurra áratuga gamalt. Það leit ekki glæsilega út, en nú sómir það sér ágætlega hér og kemur i góðar þarfir”. Keramik/ fatnaður og handþrykkt metravara Þar sem textilhönnuðir eru i meirihluta þeirra sem standa að Galleri Langbrók eru handa- verk þeirra áberandi i versluninni. Kolbrún sagði að fólk gerði sér ekki almennt grein fyrir þvi hve mikil vinna lægi að baki verka þeirra. „Yfirleitt kaupa þeir, sem fást við að handþrykja efni, hvitt léreft, eöa annaö efni sem nota á. Þvi næst er það litað ef við á. Siðan hefst vinnan viö mynstrin, sem þar næst eru yfirfærð á nælonvefinn. Þannig að þeir fle- tir sem ekki eiga að gefa lit eru fylltir, en þeir sem eiga aö gefa mynstrið eru opnir. Stundum er um fleiri liti að ræða og þá þarf aö búa til ramma fyrir hvern lit. Mikið úrval er af púðum eftir textflhönnuöina. Sigurlaug Jó- hannesdóttir er hér með sýnis- horn á þvf, sem á boöstólum er. þarf aö þvo þaö aftur og strauja. Þessir litir eru allir þvottekta. Fatnaöur er eftir Evu Vilhelmsdóttur og Sigrúnu Guðmundsdóttir. Eva saumar alla sina kjóla sjálf og teiknar. Þeir eru handsaumaðir og auð- vitað eru engir þeirra eins. Sigrún er með barnafatnaö, en einnig eru vöggusett á boö- stólum, sem textilhönnuöir hafa unniö. Sigrún Eldjárn er meö graffkmyndir. Kolbrún hefur unniö mikið i postulin t.d. vinsett og skálar alls konar. Einnig hefur hún i hyggju að vinna i steinleir. Þeir munir eru ekki enn komnir i verslunina, en eru væntanlegir. Guðrún Gunnarsdóttir er með mynd- vefnað, bæði stór veggteppi og einnig smámyndir undir gleri. Von er á fleiri myndvefnaðar- verkum frá aðstandendum Gallerisins bráðlega. Myndlistarmaöur með sýningu Hér er Sigurfaug meö þykkt og stórt frottehandklæði, sem er meö handþrykktu mynstri. Vfsismyndir Gunnar V. Andrésson Þetta er mikil nákvæmnis- vinna og það má varla muna millimetra ef munstrið á að koma rétt út. Efni eru ávallt þvegin áður en þau eru lituð með aðallit. Siðan eru þau strauuð. Eftir að munsturlitir hafa verið þrykktir i efnið, þá Nú stendur yfir i Galleri Langbrók sýning á myndum eftir hollenskan málara, Vande Brand. Myndir hans eru mjög raunsæar og smágerðar. Sum smáatriöin eru ekki einu sinni millimetri á stærð. „Hér er ekki mikið pláss til að hengja upp. Það getur verið að framhald veröi á þessu, en það eralveg óráöið enn. Myndlistar- menn vilja fremur sýna fleiri verk i einu og hafa verk sin mörg saman svo gott yfirlit fáist. En okkur finnst skemmti- legt aö hafa sett þessar myndir upp, þær lifga upp á staöinn”, sagði Kolbrún. „Lengi búin aö leita aö svona staö" „Þaö er alltaf skemmtilegt að fá góðar undirtektir og þvi þótti okkur vænt um aö fá hrós frá einum viðskiptavini okkar sem var Færeyingur. Hann kom hingað inn til okkar og sagöist vera búin að leita aö svona staö lengi, þar sem hann gæti keypt islenskan listiðnað og mynd- verk. Hann kunni aö meta það sem hér var á boðstólum og það vonum við að fleiri komi til með að gera. Ef áframhaldið verður eins og það hefur veriö undanfarið þá erum viö bjart- sýnar”. —KP Kolhrún meö vfnsett sem er gert úr posturlfni. A bak viö hana sjást nokkrar myndir eftir hollenska listmáfarann.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.