Vísir - 20.09.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 20.09.1978, Blaðsíða 2
1 r*. ( í Reykjavík v y Hvað er jafnrétti? Itagnar Thoroddsen. hdsgagna- siniiiur: ..Jafnrétti? Ja, það er þegar jafnrétti er á milli allra, einnig á milli launa og aöstæðna fólks.” Kristján Sigurðsson, fiskvinnslu- skólanemi: ,,Það er einfaldlega þegar bæði kynin hafa sömu möguleika og standa jafnt að vigi i lifinu. Ég vaska alltaf upp fyrir mina konu. Camilla Éinarsdóttir, afgreiðsluda ma : ,,Það er þegar fólk stendur jafnt að vigi til náms og vinnu.” Kristrún ólafia Jónsdóttir, nemi: ,,Er það ekki þegar karlmenn og konur fá sömu laun?” Sigurbjörg Hallgrfmsdóttir, nemi: „Ég held að það sé þegar karlar og konur fá sömu laun fyrir sömu vinnu.” i Miðvikudagur • / a -■ ■- t 20. september 1978 VISIR Sf menn geta ekki lifað vel hér, þá geta þeir það ekki annars staðar — segir Óskar Kristinsson skipstjóri í Eyjum ,,Eg hef ekki hugsað mér að flytja héðan því ef menn geta ekki lifað vel hér, þá geta þeir það ekki annars staðar", sagði Öskar Kristinsson skip- stjóri á Sigurbáru VE 249 í spjalli við Vísi þegar við hittum hann niður við Vestmannaeyjahöf n. Óskar er ættaður og upp- alinn í Borgarfirði eystri en hann kom til Eyja árið 1969 og settist á skólabekk í Stýrimannaskólanum þar. Óskar Kristinsson skipstjóri ásamt dóttur sinni Sigurbáru, sem er þriggja ára. t baksýn sést nýja skipið sem ber sama nafn. Visismynd Þórir Nýtt stálskip Sigurbára er nýtt stálskip smiðað hjá Vélsmiðju Seyðis- fjarðar. Hún er 127 tonn skutskip tveggja þilfara. óskar tók við skipinu splunkunýju og þeir hófu veiðar þann 10. júni i sumar og aflinn er orðinn rúm 400 tonn siðan en þeir hafa verið samtals 52 daga að veiðum. „Tengdamóðir min ber þetta nafn og dóttir min einnig” sagði Óskar þegar við spurðum um nafn skipsins og hvaðan það er komið. Óskar sagöi að hann hefði haft tækifæri til þess að ráöa nokkru um það hvernig skipið er úr gerði gert og þá sérstaklega um vinnu- hagræðingu i sambandi við veiðarfæri. Hann sagöi að skipið væri mjög skemmtilegt og það hefði reynst vel. Ahöfnin er sjö menn. Hæstur togbáta á siöustu vetrarvertíð. Aður en Óskar fékk þetta nýja og fullkomna skip var hann með AÐFÖR AÐ BURÐARVtGGJUM AIÞINGIS Horfur eru á þvi að ekki verði gengið aftur til kosninga aö óbreyttri þingmannatötu. Kem- ur þar til vilji og viöurkenning ráðamanna á þvi, að misræmiö á gildi atkvæða nær engri átt lengur.og hefur raunar sagt til sin í þeirri hérvillu að halda þéttbýlustu svæðum landsins i lánsfjárkreppu undir þvi yfir- skyni að verið sé að efla eitt- hvað sem nefnt hefur veriö byggðastefna. Þótt það sé auö- vitaö s jálfsagt og rétt að efla at- vinnu i landinu og örfa framtak manna verður það varla gert af neinu viti meö þvi að efla eina byggð á kostnað annarrar. Þær rúmu tvö hundruð þúsund hræð- ur sem landið byggja eru varla til skiptanna milli byggöastefnu og þá óbyggöastefnu, sem sam- kvæmt oröanna hljóöan ætti aö giida um þéttbýlissvæöin á suð- vesturhorni landsins. Einn liðurinn i þvi að jafna Hfshagsmuni fóiksins i landinu er að breyta kjördæmaskipun- inni þannig að sem jöfnust at- kvæðatala veröi á bak við hvert þingsæti. Skertur kosningarétt- ur á fjölbýlissvæðum er mál, sem fyrir utan að varða sjálf- sagöan og stjórnarskrátryggö- an atkvæðisrétt manna, hefur gifurlega þýðingu á timum stöðugt vaxandi rikisafskipta. Og f jölgun þingmanna i Reykja- neskjördæmi og I Reykjavik er mál, sem ekki verður vikist undan að sinna hið ailra bráð- asta. Jafnvel Framsóknar- flokkurinn, sem hingað til hefur talið til hagsmuna sinna að mis- muna fólki i atkvæðisrétti, og borið þvi við að Reykvfkingar hefðu nóg áhrif vegna staösetn- ingu rikisbanka og Alþingis, getur nú i hógværð endurskoðað afstöðu sina, enda fara hags- munir hans á atkvæðasviðinu að verða ámóta miklir og annarra fjölbýlisflokka. i siðustu kosn- ingum sóttu Alþýöubandalag, og þó einkum Alþýðuflokkur, mjög á i dreifbýlinu, og þess vegna má alveg eins búast við þvi, að þessum tveimur flokkum verði ekki mjög umhugaö um svokallaða miliifærslu þing- mannafjölda milli kjördæma. Að þvi leyti mætti álita að þrir Framsóknarflokkar væru komnir i spiliö. Þetta þýðir einfaldlega, aö ekkert samkomulag er fram- undan um millifærslu á þing- mannatöiu milli kjördæma, þannig að þingsæti verði flutt úr fámenniskjördæmum til fjöl- býlis. Hins vegar brennur á þessum flokkum að auka tölu þingmanna i fjölbýliskjördæm- um, og má raunar auðsætt telja að um fjölgun þingmanna verði að ræöa. Væntanlega verður þeim fjölgað upp i sjötiu og tvo, og lendir fjölgunin svo til ein- göngu hjá Reykjavik og á Reykjanesi. Eflaust mun nú einhver segja, aö nóg sé af þing- mönnum fyrir, og nær væri að afla þinginu einhverra valda yfir þjóðmálum en vera að fjölga þingmönnum. A slikar hugrenningar verður enginn dómur lagður hér, enda munu efnislegirerfiðleikar einir koma i veg fyrir fjölgun þingmanna á næstunni, verði eitthvað til að hindra hana. Alþingishúsið er gömul bygg- ing og sýnu virðulegra en Bern- höftstorfan samanlögö. Þaö hefur verið rikjandi skoðun, að á hverju sem kynni að ganga I kjördæmismálum, mætti undir engum kringumstæöum haga kosningaráðstöfunum þannig, að Alþingishúsið gæti ekki rúm- að þingmenn, svo byggja yrði nýtt þinghús. En góðu ráðin kunna að vera dýr i þessu efni. meö viðbyggingum fyrir þing- flokka og kaffistofu er auðvelt að rýma þinghúsið. Engu að sið- ur verður erfitt að finna sai, sem getur rúmað sjötiu og tvo þingmenn á fundum sameinaðs þings. Það yröi einnig erfitt þótt tekin yrði upp sú skipan að hafa þingið I einni deild. Þetta stafar af þvi aö nú er fátt eitt veggja orðið eftir i þinghúsinu aðrir en burðarveggir. Hliðarherbergi eru að visu tiltæk, en þá kæmi uppspurning um hornrekurnar, ætti að fara að.koma þingmönn- um fyrir þar. Sem stendur eru þvi aliar horfur á þvi að fjölgun þingmanna verði fyrst og fremst aðför aö burðarveggjum Alþingis. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.