Vísir - 20.09.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 20.09.1978, Blaðsíða 9
VXSHf- Miðvikudagur 20. september 1978 Frá Austurvelli Skemmdarverkin og sóða skapurinn til skammar Sveinn Sveinsson, Sól- vallagötu 3 hringdi: „Ég skoraá alla Reykvflcinga aö sameinast um og lita eftir með aðgæslu að skemmdar- verk verði ekki framin hér i höfuðborginni. Að útrýma allri eyðileggingu og skemmdarstarfsemi af fúsum vilja. Ég vil ekki láta tryggingar borga brúsann, en þess i I stað ætti að refsa viðkomandi skemmdarvörgum þannig að þeir myndu eftir þvi. Þetta er áskorun til allra Reykvikinga. Máli minu til stuðning skal ég nefna nokkur dæmi. Klukkan á torginu er engan veginn i við- unandi ástandi. Mér finnst að þaðmættiprýða hana og láta þá gera það sem eignarrétt eiga að henni. Þeir, það er eigendurnir gætu fengið stórfyrirtæki til að láta hana líta betur út og þá á þeirra kostnað. Þá eru símaklefar þeir sem eru i bænum ævinlega evði- lagðir. Þar sem ég vinn i mið- bænum er simklefi ekki langt i burtu. Þegar ég kom Ut á götu eitt sinn eftir vinnu ætlaði ég að hringja úr einum slikum klefa. Þá var búið að slita heyrnartólið frá sjálfum simanum. Þetta hefur endurtekið sig á þessum stað þrisvar nú nýlega. Þá finnst mér alveg for- kastanlegt að sjá hvernig farið er með blómin og gróður yfir- leitt á Austurvelli. Þar, fyrir utan Óðal og fleiri staði eru blóm rifin upp og þeim dreift Ut um allar götur. En ekki er það þó svo að allt sé að fara fjandans til. í-:g átti leið fyrir stuttu framhjá Hlemmi og kom þá við i nýju höllinni þar. Það finnst mér mjög svo lofsvert framtak. Þar var allt til fyrirmyndar. Meira að segja var þar stUlka sem hafði þann starfa að ganga um og tina rusl af gólfinu. Þetta fannst mér mjög ánægjulegt. Eitt mál aö lokum. Það að ekki skuli vera til f élag aldraðra i Reykjavik finnst mér til stór- skammar. Það var til hér fyrr á árum, en i tið Birgis Isl. Gunnars- sonar, dó það út á borgarskrif- stofunum. Það er vonandi að hægt verði að stofna slfltt félag i framtiðinni. Það er nauðsyn- legt. UM RANNSOKNAR- BLAÐAMNNSKU Kona úr vesturbænum skrifar: Mig langaði til að segja með nokkrum orðum álit mitt á hinni svokölluðu rannsóknarblaða- mennsku sem oft hefur verið minnst á i dagblöðum en er talið að hér sé um óþekkt f yrirbæri i raun og veru, þbeinhverjir hafi látiðljóssittskína ogsýntþessu áhuga annað slagið. Sagt er að þess konar blaðamennska sé mjög merkileg og sérstök i raun og veru en trUlega þurfa þeir sem að sliku starfa að sérhæfa sig fyrir það. I greinum' sem ég hef lesið stöku sinnum kemur fram kritik sem nefnt er rannsóknarblaðamennska. Sumum finnst ekki koma til greina að láta viðvaninga fást við þetta i hjáverkum, heldur séu þetta viðfangsefni fyrir okk- ar slyngustu rannsóknarsér- fræðinga. Svona er talað um þetta fram og aftur eins og ævinlega þegar nýtt merkilegt fyrirbæri skýtur upp kollinum en eitt eru vist flestir sammála um að gæta beri þess að það verði ekki vont fyrir einhverjar klikur sem vilja nota blöðin fyrir leynilegar persónunjósnir eða þess háttár fyrir sig og sýna, eða kalla sig undirheima- sérfræðinga. Þeir verða að vera það sem þeir segja að þeir séu og fyrir alla jafnt háa sem lága ef þörf krefur. Mérfinnst þessi tegund blaða- mennsku eða bað sem ég hef heyrt um hana svo snjöll að það ætti að gera gangskör að þvi að hún yrði alveg virk og vernduð með lögum. Auk þess finnst mér að hún eigi að fara fram fyrir opnum tjöldum þ.e.a.s. að fela hana ekki. Það veitir sannarlega ekki af að gera þetta að hluta af blaða- mennskunni hér. Rannsóknar- blaðamennska af sönnum toga spunnin hlýtur að vera eðlileg blaðamennska. Við þurfum að hafa meiri vitneskju um hana að mínum dómi. Vill nU ekki einhver fróður maður gef'a nánari upplýsingar um rannsóknar- blaðamennsku með nokkrum orðum. £r það lóxus að bursta U.Þ. frá Garði hringdi: Ég vil eindregið taka undir þau skrif sem átt hafa sér stað að undanförnu i dagblöðunum um verðhækkanirnar á hreinlætisvörum. Ef það er orðinn munaður að bórnin og aðrir haldi tönnum sinum hreinum þá held ég að það sé alveg eins gott að hætta þessu bara. Ég er þess fullviss að þetta er sóðalegasta rikisstjórn sem hér hefur setið við völd. Annað var það sem mig lang- aði til að minnast á. Það var i sambandi við tannréttingar. Þaö að barn skuli þurfa á slikri þjónustu að halda kostar bara fleiri hundruð þúsund. Mér finnst það hlægi- legt að tryggingar s'kuli ekki borga i það minnsta eitthvað af þessu. Tryggingarnar borga vegna tannskemmda en einhverra hluta vegna er tann- skekkja ekki talin til sjúkdóms. UMSJON: STEFAN KRISTJÁNSSON SÍMI: 86611 Smurbrauðstofan BJORIMINIM Njálsgötu 49 - Simi 15105 húsbyggjendur ylurinn er " goður Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi — föstudags. Afhendum vöruna á byggingarstað, viðskiptamönnum að kostnaðar lausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Borgarplait Borgarnciil iimiw-TPÖ kjjjM 09 hrtswrimi 93 7355 HNETUSTENGUR ¦;> ¦¦/'., ;¦;..: ¦¦¦¦¦gtíh^ééGípji^" :-¦•',/_, .-¦;,. MAX FACTOR snyrtivörur Heimsfræg og mjög vínsæl gæóavara sem fyrir löngu hefur áunníð sér traust og vinsældir kvenna um allan heim. Mjög fjölbreytt snyrtivörulína, sem býður upp á eitthvað fyrir allar konur og er ávallt með nýjungar á ferðinni. Mikið úrval ávallt fyrir hendi og innflytjendur gæta þarfa neytenda vörunnar af stakri prýði. Ódýr miðað við gæói. Einnig aðrarsnyrtivörur, t.d.: Oirú^Ðior CUlMcflUte. phyris HeC bevuoín #sxnssoucis pwpin LÍTIOINNOGLÍTIÐÁ LAUGAVEGS APOTEK myitiMörLirJeild

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.