Vísir - 20.09.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 20.09.1978, Blaðsíða 11
VlSmC Miftvikudagur 20. september 1978 11 B I Geysifjölmenn jafnréffisganga i Öhætt er að segja að þátttakan í Jaf nréttisgöngunni í gær haf i f arið f ramm- úr vonum þeirra allra bjartsýnustu. Gangan náði endanna á milli, ef svo má að orði komast. Þeir fyrstu voru komnir á áfangastað, að Kjarvalsstöðum þegar þeir síðustu voru að leggja af stað frá Sjómannaskólanum. Erfitt er að geta sér til um f jöldann, en hann hefur sennilega verið milli fimm og tíu þúsund. Fyrir göngunni fóru fánaberar, Hreinn Halldórsson, kúluvarpari, sem hélt á íslenska fánanum og Arnór Pétursson, formaður Iþróttafélags fatlaðra, sem bar fána Sjálfsbjargar. Á eftir þeim kom svo halarófan, fyrst fóru fatlaðir í hjólastólum, svo þeir minna fötluðu, lúðrasveit lék undir fjöldasöng, nokkrir hinna fötluðu voru á hestbaki. Á eftir kom svo mikill fjöldi almennra borgara, á öllum aldri að því er virtist og báru spjöld og borða með ýmsum áletrun- um. Veður var því miður.eins og best var var á kosið, - það rigndi, aldrei þessu vant. En fólk virtist ekki taka mikið eftir því. Þegar komið var í Kjarvalstaði virtist svo sem hið ágæta skipulag sem hafði verið á göngunni færi úr böndum. Var þó nokkur töf á því að dagskráin sem þar átti að hef jast klukkan f jögur hæfist, sem varð til þess að margir hurfu frá. Dagskráin f ólst í því að nokkrir aðilar f rá bæði forsvarsmönnum fatlaðra og frá borgaryf irvöldum f luttu ávörp, og kór tók lagið. Kaff iveitingar voru bornar fram, og lauk fundinum eftir klukkan sex. Myndirnar hér á siounni tóku Jens Alexanderson og Gunnar V Andrésson í göngunni og inni á Kjarvalsstöðum í gær. Þær þarfnast ekkj skýringa. —GA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.