Vísir - 20.09.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 20.09.1978, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 20. september 1978 VISIR VISIR Otgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davlö Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálssonábm. Ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Gjuðmundur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaða- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlít og hðnnun: Jón Úskar Hafsteinsson, AAagnús Ölafsson. Auglýsinga- og sölustjðri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8. Símar 8441) og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2—4 simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 2000 á mánuði innanlands. Verö I lausasölu kr. 100 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. Af krómmni skul- uð þér þekkja þá Þær efnahagsráðstafanir, sem nú hafa veriö gerðar eru ekki lausn á meinsemdum efnahagslífsins. Hér er aðeins um að ræða hef ðbundnar skammtímaráðstaf anir til þess að halda fiskvinnslunni gangandi í tvo til þrjá mánuði. Að teknum þessum ákvörðunum blasir við ný gengisfelling. Talsmenn stjórnarinnar hafa lýst yf ir því, að hún haf i orðiðaðgrípatil bráðabirgðaráðstafana nú íþviskyni að fá svigrún til að undirbúa varanlegar ráðstafanir eða gjörbreytta efnahagsstefnu. Sumum finnst 'að vísu kynlegt að flokkar, sem boða gjörbreytta efnahags- stef nu í kosningum, skuli ekki haf a hana á takteinum að þeim loknum. Á það verður að fallast að þetta er f.remur undarlegt, en ætti ekki að koma mönnum á óvart og síst stjórnar- andstöðunni, því að þetta hef ur gerst svo oft áður. Fyrr- verandi rikisstjórn greip til bráðabirgðaaðgerða í febrú- ar sl. til þess að halda atvinnufyrirtækjunum gangandi f ram yf ir kosningar. öllum var Ijóst á þeim tíma að þar var aðeins um gálgafrest að ræða. Vandamálin, sem nýja stjórnin er að leysa mátti sjá fyrir í febrúar og reyndar var á þau bent þá. En gamla ríkisstjórnin notaði einnig sömu útskýringar og nýja stjórnin. Febrúarráðstafanirnar voru sagðar skammtímaráðstafanir til þess að gefa stjórnmála- flokkunum tíma til að móta stefnu til varanlegrar lausnar á efnahagsmeinsemdum þjóðarbúsins. Énginn f lokkanna sýnist hafa notað tímann í því skyni. Þannig eru teknir gálgaf restir með ákveðnu millibili með fyirheitum um alvöruaðgerðir síðar. Við 'þessar aðstæður hætta borgararnir að treysta nokkrum hlut. Þeir treysta ekki stjórnmálamönnunum og þelr treysta ekki á krónuna. í sjálf u sér er ekkert óeðlilegt,að menn treysti stjórn- málamönnum misjafnlega. Það er heldur ekki nýtt fyrirbæri. En við stöndum nú frammi fyrir þeim alvar- lega vanda, að fólkið í landinu hefur með öllum misst traust á gjaldmiðlinum. Þó að krónan sé f yrst og f remst milliliður er hún einnig mælieining. Haf i menn traust á gjaldmiðlinum gef ur það vísbend- ingu um að efnahagslífið sé byggt á sterkum stoðum. Þegar allir eru á hinn bóginn hættir að líta á krónuna sem verðmæti, er stendur frá einum degi til annars, blasa fúaspýtur efnahagslífsins við. Nú hef ur gengi krónunnar verið lækkað og gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að lækka vöruverð. En þrátt f yrir þetta er trúin á krónuna ekki meiri en svo, að menn bíða í biðröðum til þess að hamstra kjöt og f lýta sér sem mest þeir mega til þess að breyta krónunum i frysti- kistur, hljómflutningstæki, bíla eða steinsteypu. Nýja ríkisstjórnin heldur áfram eins og sú gamla að gefa út aukagjaldmiðil við hliðina á krónunni í formi verðtryggðra spariskírteina ríkisstjóðs. Ríkið treystir á að f ólk breyti gömlu krónunni í verðtryggðar spariskír- teinakrónur. Allir vita að gamla krónan heldur áf ram að falla. Það nær engin ríkisstjórn tökum á efnahagsvanda- málunum, sem ekki byrjar á því að gera aðgerðir í þá veru að auka trú mana á krónuna. Vitaskuld kostar það skerðingu á fölskum lífskjörum. En aðgerðir, sem breyta engu um tiltrú manna á gjaldmiðilinn eru dæmdar til að mistakast. Ríkisstjórn sem byrjar á því að taka sér gálgafrest, hangir i snöru efnahagsringul- reiðarinnar fyrr en seinna. Þau hafa orðið örlög tveggja síðustu ríkisstjðrna. Varðveitum fríkirkjvna á Héraði tslenska frikirkjan er á margan hátt einstök i sinni röð. l>ao veröur ekki séö, að kenningarmunur sé neinn milli hennar og þjóðkirkjunnar, — þvert á móti hafa prestar frikirkjunnar a>tlð verið prestar úr röðum þjóðkirkjumanna, bæði hafa þeir hlotið menntun sina i skóia þjóokirkjunnar, guðfræðideild Háskóla tslands, og þeir hafa allir hlotiö vigslu hjá Biskupi tslands, og prestaheit þeirra er hið sama og presta þjdðkirkjunnar. Margir mætir hafa unnið báðum kirkjum gagn. Er mér þó helst i huga Loftur Bjarnason útgerðarmaður, sem var ötull frikirkjumaður i Hafnarfirði, en var þó jafnframt helsti stuðnings- maður Hallgrimskirkju i Saurbæ og gaf þangað með frú Sölveigu konu sinni marga fagra gripi auk annars stuðnings. Tengsl frikirkj- unnar og þjóðkirkjunnar eiga sér eðlilegar skýringar f upphafi frikirkjusafnaðanna á tslandi. Ekkideilt umkenningu Þeir voru stofnaðir á tslandi skömmu eftir að Hans Hátign Kristján IX gaf tslendingum stjórnarskrá. t stjórnarskránni voru sett ákvæði um skilyrt trúfrelsi, þ.e. að hér skyldu menn mega stofna félög til þess að þjóna guði, og er vitanlega átt við Guð kristinna manna. Rétt um 1880 kom upp deila á Austurlandi um veitingu prests- embættis. Jónas Hallgrimsson var þá aöstoðarprestur föður sins á Hólmum i Reyðarfirði og hafði verið frá 1871. Jónas var- vinsæll af alþýðu og var vilji safnaðarins að hann yrði eftirmaður föður sins. En Hólm- ar voru eitt besta brauð lands- ins. Jónas varð að'lúta aldurs- reglu og biskup veitti fullorðn- um sæmdarklerki brauðið. Svo mikilli andstöðu mætti þessi veiting að menn sögðu sig úr söfnuðinum og stofnuðu sér- stakan frikirkjusöfnuð á Eski- firði, og siðar var annar söfnuð- ur stofnaöur á Héraði. Báðir eru þessir söfnuðir nú runnir saman við þjóðkirkjusöfnuðina á staðn- Mikið lagt ásig. Þessir söfnuðir voru ekki svo stórir, að nokkur treysti þeim til aö standa að kirkjusmíðum. En söfnuðurnir létu ekki fámennið draga úr sér kjark og það voru frikirkjur á Eskifiröi og Héraði, — falleg guðshús með ágætum gripum. Eftir að söfnuðurnir runnu saman við Þjóðkirkjuna af nýju, þá voru kirkjurnar teknar til annars og nú er frikirkjan á Eskifirði horfin en þo mun til af henni teikning og Horaldur Blöndal skrifar: Kirlcja gamla frikirkjusafnaðarins á Héraði er nú notuð sem peningshús eða geymslo.Bogi Nilsson sýslumaður hefur áhuga á að vernda þessa kirkju fré frekari skemmdúm og gera hana upp Eskfirðingar hafa látið gera af henni snoturt likan. En kirkjan á Héraði stendur enn. Falivölt heimsins dýrð. 1 sumar var ég á ferð um Hérað ásamt sýslumanni Suðurmúlasýslu, Boga Nilssyni. Þegar við ókum um Velli, tók ég eftir steinhúsi, sem var orðið hrörlegt og illa farið. Þetta hús liktist kirkju. Ég spurði sýslumann hvað húsa þetta væri, og hvort kirkja hefði verið ilutt af þessum stað. Sýslumaður sagði mér þá, að þetta hús hefði eitt sinn verið frikirkja, — reist af frikirkju- söfnuðinum á Héraði og verið snotur litil kirkja á sinni tið. Kirkjan er nú notuð sem peningshús, held ég, eða geymsla. Menningarverðmæti Sýslumaður sagði mér þarna á leiðinni söguna af frikirkjunni á Austfjörðum. Og jafnframt sagði hann mér af þvi, að hann hefði mikinn áhuga á þvi að vernda þessa kirkju frá frekari skemmdum og að gera hana upp. Island ætti ekki mörg hús, sem væru i raun tengd sögulegri hreyfingu en frikirkjuhreyfing- unni á siðustu öld. Vagga þeirra hreyfingar hefði verið á Islandi og væri þvi eðlilegt að Austfirð- ingar vildu vernda þetta hús. En til þess að þetta geti tekist þarf talsvert fé. Það þarf að kaupa kirkjuna af eiganda Ketilstaða og siðan að gera hana alla upp. Það er mikið verk og kostnaðarsamt. Verkef nj fyrir þjóðhátíðarsjóð. Nú veit ég ekki, hvert hefur verið framhaldið á þessu máli. En þetta hús hefur hvað eftir annað komið upp i huga mér, þegar verndun húsa á Islandi ber á góma. Ég býst við þvi, að margir hafi tekið eftir þessari kirkju, þeir, sem ekið hafa frá Egilsstöðum til Hallormsstaðar eða suður Firði. Nú stendur hún rúin skrauti og reisn, veðruð en á þó minningu þess, þegar hún var kirkja frikirkjumánna á Héraði, eina frikirkjusafnaðar- ins sem var nokkurn tima i sveit. Á þjóðhátiðarárinu var stofn- aður sjóður, — Þjóðhátiðar- sjóður og er hlutverk hans m.a. að leggja fram fé til að vernda menningarminjar. Þessi sjóöur hefur lagt fram myndar- legan skerf til varðveislu hUsa i landinu. í«:g efa það ekki, að sá sjóður yrði Austfirðingum gullkista, ef þeir leituðu þangaö um styrk til að endurgera kirkjuna á Ketil- stöðum á Völlum. Sköpunin og 9. sinfónían meðal verkefna h\á söngsveitinni Söngsveitin Filharmónia mun hefja sitt 19. starfsár i kvöld. Verkefnin i vetur munu verða „Sköpunin" eftir Joseph Haydn, sem flutt verður á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit lslands þann 15. febrúar, undir stjórn Marteins Hunger Friðriks- sonar. Og „9. sinfónian" eftir Ludwig van Beethovén, en hún verður flutt á tónleikum með Sinfóniuhljómsveit Islands þann 7. og 9. júni undir stjórn franska hljómsveitarstjórnandans J.P. Jacquillet. Þá mun Söngsveitin einnig æfa nokkur Islensk lög með útvarpsupptöku fyrir augum. Sköpunina samdi Haydn á árunum 1795 til 1798 eftir að hafa kynnst kórverkum Handels á Lundúnaárum sinum. Sköpunin er i hefðbundnum óratóriustil, samin fyrir fjögra radda kór, þrjá einsöngvara og hljómsveit. Þarskiptastá arlur, resitativ og kórar. Verkið verður sungið á þýsku og tekur 105 minútur i flutningi. Beethoven samdi 9. sinfðniuna á siðustu árum ævi sinnar. Þrátt fyrir miskunnar- lausa ævi var hann lengi stað- ráðinn i að semja gleðinni lof- söng. Boðskapur ljóðsins, sem er eftir Schiller er áhrifamikill. 1 vetur munu fjórir einsöngv- ara, þau Ólöf Harðardóttir, Rut MagnUsson, Friðbjörn G. Jóns- son og Halldór Vilhelmsson, starfa með stjórnandanum og þjálfa hverja rödd fyrir sig, viö æfingu fyrrgreindra verka. Einnig mun kórinn hafa milli- göngu við útvegun einsöngvara til kennslu i hóp og einkatimum. Þá mun Pétur Hafþór Jónsson tónmenntakennari hafa með höndum stjórn á tónfræði- kennslu iiinan kórsi.ns. Þess má geta að Söngsveitin Filharmónia, óskar eftir nú eins og ávallt áhugasömu söngfólki til starfa með sér. En stjórnandi Söngsveitarinnar er Marteinn Hunger Friðriksson og undir- leikari Agnes Löve. Æfingar fara fram I Melaskólanum við Hagamel á mánudags og miðvikudagskvöldum kl. 20.30.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.