Vísir


Vísir - 29.11.1978, Qupperneq 5

Vísir - 29.11.1978, Qupperneq 5
5 vísm Miðvikudagur 29. nóvember 1978 ALÞINGI ALÞINGI ALÞINGI ALÞINGI Heitar umrœður utan dagskrár Talsverður hiti hljóp i umræð- ur utan dagskrár á fundi sam- einaðs þings I gær, er Kjartan Ólafsson kvaddi sér hljóðs og beindi fyrirspurn til utanrikis- ráðherra vegna fréttar í útvarp- inu. Þar kom fram að ráðherra hafði fariö þess á leit við sendi- herra Bandaríkjanna að fallið yröi frá þeirri ákvörðun Banda- rikjastjórnar, að fækka starfs- fólki i þjónustu varnarliðsins. Benedikt sagði það rétt vera, enda hefði sllk fækkun starfs- fólks komiö mjög illa við verka- fólk og iönaðarfólk á Suðurnesj- um. Þessar ráðstafanir féllu undir ákvæði varnarsáttmálans um að Bandaríkin skyldu ekki gera neinar þær ráðstafanir, sem hefðu óheppileg áhrif á is- lenskt efnahagslif. Kjartan sagði að mál þetta væri hneyksli, og sagðist bera fram höröustu mótmæli af hálfu Alþýðubandalagsins. Af frami- köllun mátti ráða, að mörgum þingmönnum var talsvert niðri fyrir, en umræðunni varð að fresta vegna funda i þingflokkn- um. Þá höfðu a.m.k. sjö þing- menn beðið um orðið. —GBG. #/ Fjárfesting íslendinga skilar ekki sama arði og hjá öðrum þjóðum " segir ályktun þings BHM „Þriöja þing BHM bendir á, að samkvæmt könnun þjóðhags- stofnunar á launakjörum á Is- landi og öðrum Norðurlöndum, hefur hlutdeild launatekna i þjóðartekjum vaxið mun hægar á Islandi”, segir i ályktun um lífs- kjör á tslandi. „Meginskýringin á þessari þró- un er, að hlutfall fjárfestingar af þjóðarframleiöslu hefur verið mun hærra hér en á hinum Norðurlöndunum. Enda þótt Islendingar hafi fjár- fest hlutfallslega stærri hluta þjóðartekna sinna en flestar Norðurlandaþjóðir og ýmis önnur riki innan OECD, hafa þjóðar- tekjur vaxið hægar hér en I þess- um löndum. Ljóst er þvi, að fjár- festing tslendinga skilar ekki sama arði og öðrum þjóðum hefur tekist að fá”. Þingið lagði áherslu á, að arð- semissjónarmið verða látið sitja i fyrirrúmi varðandi þá fjárfest- ingu, sem á annað borð er ætlaö að skila arði', en dregið verði eftir föngum úr allri óarðbærri fjár- festingu. „Nauðsynlegt er að breyta verulega um stefnu i lánamálum til þess að ná fram þessu mark- miðum”, segir i lok ályktunar- innar, sem var samþykkt án mót- atkvæða. —BA Bernhöftstorfan. Ragnar vill varðveita húsin á Bernhöftstorfu „Húsnæðismál ráðuneytanna voru til umræðu á fundi rfkis- stjórnarinnar I morgun, og þá var m.a. fjallað um Viðishúsið”, sagðiRagnar Arnalds, mennta- málaráðherra, er Vfsir leitaði fregna af Viðishússmálinu svo- nefnda. Ragnar sagði, aö engin ákvörðun hefði veriö tekin um húsnæðismálin, enda hefði þetta verið fyrsta umræða um þau innan rikisstjórnarinnar. Þvi heföi veriö hreyft, hvort æski- legt væri að hafa ráðuneytin og aðrar stjórnarbyggingar allar i miðbænum, — nánast I kringum Arnarhólinn. I þessu sambandi hefði verið rætt um Bernhöfts- torfuna, en hann teldi sjálfur að húsin þar ætti að varðveita á þessum staö, i stað þess að flytja þau upp I Arbæ. Hann teldi óraunhæft að byggja þarna stórhýsi fyrir opinberar skrif- stofur. Ragnar Arnalds. Hvað Viðishúsiö varöaði sagði Ragnar, að hann reiknaði með þvi að það yrði selt. Til þess þyrfti heimild á fjárlögum, og kvaðst hann mundu vinna aö þessu máli á næstu dögum. — GBG. Ódýrar Lundúna- ferðir Farið hvenær sem er alla daga nema sunnudaga. Lágmarksdvöl 8 dagar, há- marksdvöl 21 dagur. ^ Dvalist á Hóteí STRATFORD COURT — REMBRANDT — WESTMORELAND, CHESTERFIELD eða ALBANY, öll i Mið-London^ eftir eigin vali, Verð frá kr. 104.000 á mann flug innifalið, gisting, öll herbergi meö baði, WC,sjón- varpi og simá. Einnig ibúðir fyrir 2-8 manns. 5 og 7 daga ferðir. Glasgowferðir annan hvorn föstudag. Otvegum leikhúsmiða, miða á kn at t s py r nul ei ki,. skoðunarferðir o.fl. Hagkvæmustu kjörin — hag- kvæmustu ferðaskilmálarn- Ferdaskrilstola KJARTANS HELGASONAR SkölavorÓustig 13A Reyk/avik simi 29211 JÓLABÆKURNAR 1978 Á öllum borðum í Unuhúsi 200 ÚRVALSVERK A Kft. 1.500.- TfL KR. 15.000- Hér veröur aðeins fátt talið: Sjömeistarasagan, nýjasta Laxnessbókin. i túninu heima. Ungur ég var úr fórum fyrri aldar. úrval heimslistar, valið og þýtt af aldamóta-snillingunum, Þorsteini Erlingssyni, Matthíasi, Hannesi Hafstein, Steingrími, Páli Ólafssyni og fleirum. Feröalok, skáldsaga eftir Kristján Albertsson Heim til þín Island, nýjasta Ijóðabók Tómasar Guðmundsson- ar. Besta bók skáldsins. Hagleiksverk Hjálmars í Bólu, eftir dr. Kristján Eldjárn. I verum, snilldarverk Theodórs Friðrikssonar Ljóðasafn Sigurðar frá Arnarholti, Æviþættir eftir Jóhann Gunnar Ólafsson, vin skáldsins. Allar þýðingar Magnúsar Asgeirssonar í tveim stórum bind- um. Steinn Steinarr. I jóðasaf n og greinar ásamt Tímanum og vatn- inu Þorsteinn Erlingsson, Þyrnar og Eiðurinn Tvö listaverk fyrir unglinga, Berjabítur og Dimmalimm og sjö þjóðsagnabækur. KAVPIB BÆKURNAR í UHUHÚSI, MfLGAFfUf, VfGHÚSASTÍG 7, SÍMI 16837 HELGAFELL

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.