Vísir - 08.01.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 08.01.1979, Blaðsíða 5
5 VISIR Mánudagur 8. janúar 1979 Engin vaxtahœkkun í bróð: SíOLABANKI VIU HÆKKA VEXTINA — ríkisstjórnin óskar eftir frestun „Seðlabankinn hefur ákveðið að fresta ákvörðun hugsanlegrar vaxtahækkanir uns frekari ákvarðanir liggja fyrir um al- menna stefnu ríkis- stjórnarinnar i efna- hagsmálum”, segir i greinargerð frá Seðla- bankanum, sem send hefur verið út. Þar segir að Seðla- bankinn hafi lagt á það áherslu i viðræðum sin- um við ríkisstjómina að undanförnu að nauð- synlegt sé að hækka vexti frekar, einkum á vaxtaaukainnlánum, svo að tryggður yrði meiri innlendur sparn- aður og betra jafnvægi á fjármagnsmarkaði. „Rikisstjórnin hefur að svo komnu máli ekki fallist á tillög- ur Seðlabankans i þessu efni og hefur hún nú formlega oskað þess að ákvarðanir um vaxta- hækkanir biöi enn um sinn, þar sem gert sé ráð fyrir að tillögur um heiidarstefnumótun i efna- hagsmálum liggi fyrir i lok þessa mánaðar”, segir i greinargerð Seðlabankans. Þar segir ennfremur að spari- fé hafi rýrnað um þriðjung frá byrjun þessa áratugs, en það samsvari þvi að framboð á láns- fjármagni ætti að vera um 70 milljörðum meir en það er ef fyrra sparnaðarhlutfall hefði haldist. Orsaka fyrir þessari rýrnun sé ótvirætt að leita i áhrifum veröbólgu. samfara tiltölulega lágum vöxtum. —KS Miði í happdrætti SÍBS gefur góða von um vinning. Áhersla er lögð á marga vinninga sem koma sér vel. Þó eru hæstu vinningar 2 milljónir og dregið er um milljón mánaðarlega. Hver seldur miði gefur endurhæfingarstarfinu sem unnið er á vegum SÍBS aukinn styrk. Sá sem á miða í happdrætti SÍBS á sjálfur vinningsvon og gefur einnig öðrum vonir um bjartari framtíð. Það kostar aðeins 800 kr. á mánuði að gera eitthvað í því að auka slíkar vonir. Vinningsvon og vissa um að verða að liði. Happdrætti SÍBS LÓtið okkur sjá um að smyrja bílinn reglulega Passat Auói 0000

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.