Vísir - 08.01.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 08.01.1979, Blaðsíða 16
Mánudagur 8. janúar 1979 vism LIF OG LIST LIF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST ÞAÐ BESTA í 1 Llfi og list á föstudag var sagt frá úttekt gagnrýnenda bandariska vikurritsins Time á bestu leiksýningum og kvikmyndum ársins 1978. Hér birtast siöan listar þeirra Time-manna yfir bestu bækur og hljómplötur nýliðins árs. I^™“ —AÞ. LISTUM 1978\§s^ AÐ MATI GAGNRÝNENDA TIME BESTU BÆKURNAR Flyöran eftir Gunter Grass. Fremsti rithöf- undur Þjóöverja notfærir sér noröur-evrópska sögu I rlkum mæli fyrir þessa gandreiö sem tekur fyrir stef næringar, kynferöis- pólitikur og óumflýjan- leiks ástar og afglapa. The Stories of John Cheever: Orðstir Cheevers sem eins helsta snillings amerlsku smásögunnar er nú tryggður meö þessu safni sagna frá hálfar aldar starfi, — athugunum á hlutskipti og óvissri stööu ameriskra borgarbúa. The World According to Garp: Löng ættarsaga eftir John Irving sem ber meö sér ótrúlega hæfileika til aö tvinna saman melódrama og harmleik, hið ömurlega og hið kómlska. Shosha eftir Isaac Bashevis Singer. Hið nýja Nóbelsskáld yrkir i þess- ari áttundu skáldsögu sinni upp andrúmsloft fæðingarborga sinnar Varsjár fyrir strið. Sagan segir frá ungum manni sem hafnar auði og frelsi vegna trúar á aldnar hefðir. The Coup eftir John Updike. Uppdiktaö Afrlkuland, — hrjóstugt, í pólitiskrióvissuog menn- ingarlega afmyndað af ódýrum vestrænum varn- ingi —, er leiksvið þessar- ar sætbeisku, ljóslega rit- uðu bókar. HEIMILDABÆKUR A Childhood: Skáld- sagnahöfundurinn Harry Crews rifjar upp æsku sina I þvi mikla bók- menntalandi, Suðurríkj- um Bandarikjanna á tlm- um kreppunnar, þegar „ekki var nægilegt reiðufé í sýslunni til aö loka augum látins manns”. A Distant Mirror: Barbara Tuchman lýsir harmi og gleði mannkyns á 14. öldinni, einni hrika- legustu öld sögunnar. Amerlcan Caesar eftir Updike — bylting I Afriku William Manchester. Dálitið snúin en heillandi mynd af Douglas Mac Arthur, hershöfðingja, hetjunni sem var alin upp við hefðir heragans en persónulegur hroki varð aö falli. A Personal Adventure Singer — trúin á gömul verðmæti eftir Thedore H. White. Hinn frægi og afkasta- mikli bandariski stjórnmálablaðamaður segir frá þvi sem fyrireyru hans og augu hefur borið á ferðum hans i humátt á eftir amerísk- Greenfeld — finnur staö fyrir Nóa. um valdamönnum. A Place for Noah eftir Josh Greenfeld. Green- feld lýsir sögu andlega fatlaðs barns sins, vandamálum fjölskyld- unnar með hlýju og óbrigðulli kimni. Ry Cooper — kraftmikill SIGILDAR Mozart: La Clemenza di Tito (Philips): Colin Davis og hljómsveit. Rachmaninoff: Pianókonsert nr. 3 (RCA ) : Vladimir Horowitz Verdi: La Traviata (Deutsche Grammophon): Carlos Kleiber stjórnar flutningi jass óperunnar. Beethoven: Sónötur fyrir fiðlu og pianó (London) Itzhak Perlman og Vladi- mir Ashkenazy. Mahler: Synfónia nr. 5 iDeutsche Grammophon) Herbert von Karajan og Sinfóni'uhljómsveitin í Berlin. Vivaidi: ÖII helgitónlist fyrir kóra (Philipsj Bravo Pavarotti! (London) Beethoven: Allar pianósónöturnar (Philips) og Siöustu pianósónöturnar (Deutsche Grammophon): Alfred Brendel á fyrri plötunni, Maurizio Pollini á þeirri siðari. Stravinsky: Pulcinella- svítan, Scherzo Fantastique, Sinfóniur blásturshijóöfæra (Columbia): Stjórnandi Pierre Boulez. Schubert: Strengjakvart- ett i C-dúr (Deutsche Grammophon): Rostro- pvitch og Merloskvartett- inn frá Stuttgárt. Ashkenazy — sónötur Beethovens POPP OG JAZZ The Clash: Give ’Em Enough Rope (Epic): Hart nýbylgjurokk. Ry Cooder: Jazz(Warner Bros): Gamall jazz með nýjum krafti. Lee Dorsey: Night People(ABC): New Orle- ans rythm and blues” eft- ir Allen Toussaint, sung- inn af meistara soultón- listarinnar”. Keith Jarrett: Sun Bear Concerts (ECM/Warner Bros): Lýriskur jazz- Rostropovich — strengja- kvartett Schuberts pianóleikur. Nick Lowe: Pure Pop for Now People (Columbia): Kraftmikil rokktónlist og kaldhæðnir textar. Van Morrison: Wave- length (Warner Bros): Morrison sendir enn eina heillandi plötu frá sér. John Prine: Bruised Orange (Asylum). Nær- færin blanda af þjóðlaga- og vestratónlist. Southside Johnny and the Asbury Jukes: Hearts of Stone (Epic): Gróft og Warren Zevon — harðsoöiö rokk hávært rokk. Bruce Springsteen: Darkness on the Edge of To wn ( Colum bia ) : Tónlistarlegt ferðalag um Ameriku að næturlagi I fylgd með meistara- rokkarnum Springsteen Warren Zevon: Excitabie Boy( Asylum): Fremsti flytjandi og höfundur harðsoðins rokks segir sögur af prakkaraskap, söknuði, brostnum vonum og ófreskjum myrkurs- ins. POPPPISTILL VII Ævintýri Wogners og fleiri œvintýri Alllangt er siðan ritari pistils þessa gaf sér tóm til poppgrúsks, enda hefur hátiö veraldlegra lysti- semda ailatið þótt tima- frek. Við skulum þá hverfa aftur til ofanverðs 7. ára- tugar. Fram er komiö harðsnúiö liö hljomlistar- manna, sem fram til þess dags hefur gegnt forystu- hlutverki og hrundib þannig dægurbóluspádóm- unum gömlu. Arið 1969 opnaði Reykja- vikurborg aðstööu fyrir ungmenni borgarinnar I Tónabæ til að njóta lifsins og viðeigandi tónlistar. Fyrir utan venjulega dans- leiki var efnt til sérstakra tónlistarkvölda þar sem listamönnum gafst færi á að kynna hinar nýju hrær- ingar. Kvöld þessi náöu ekki einungis til poppsins hafði unnið frækinn kosn- ingasigur I Höllinni áriö áður lét kné fylgja kviði og tók upp á eina slika. Þetta voru lögin Ævintýri og Frelsarinn. Það slðar- nefnda var úr Tannhauser eftir Wagner gamla. Trú- brot hafði einnig róið á sömu mið. Að sjálfsögðu var taktur tímans sleginn hjá báðum. Ekki kom öll- um saman um hvort and- litslyfting sem þessi hæföi svo merkilegum öldungi og Wagner. Tónlistardeild rikisútvarpsins sá sér ekki annað fært en aö banna út- komuna á öldum ljósvak- ans. Það gerði mannskap- inn náttúrulega enn sólgn- ari I plöturnar. Urðu þær hjá mörgum upphaf góörar vináttu viö hina öldnu klassikera og lækning á þrálátum fordómum. heldur höfðu þau einnig þjóðlaga- og bluestónlist að geyma. Gaf þetta hið besta Tónlist W} Halldór Gunnars- son skrif- ar tilefni til nánari kynna öll- um til handa út á við og inn á við. 1970 Talsvert var um útkomu 2ja laga platna það ár og væri ekki úr vegi að tlna nokkrar til. Ævintýri, sem Led Zeppelin i Laugardaishöll — karlpeningur borgarinnar fagnaöi brottför þeirra. Mánar sem höfðu eignað sér Suðurlandsundirlendið gáfu öðrum landsmönnum kost á tónföndri sinu og léku inná eina litla. Roof- tops endurtók leikinn frá fýrra ári og gáraði plastið. Annar textinn var á ensku og upphófust miklar og fjörugar umræöur um hvort sú tunga hefði full- gildan passa inná jafn- menningarlegt fyrirbæri og islenska hljómplötu. Ljóst er að þau rök sem vildu tungu Engla ogSaxa utan- dyra hafa lagst þyngra á hurðina. Spurningin er um bakdyrnar. Hljómsveitin Pops var i miklum uppgangiárið 1970. Hún tældi óspilltan leikara tillags viðsig á plötu. Þessi virðulegi listamaöur tók á sig mynd fola, sem gladdi eyru Mörlandans með fagnaðarriku, allt að þvi geggjuðu hneggi. Sam- steypan nefndist lauflétt blanda úr helstu popp- hljómsveitunum. Kyrjaði hún inná plötu um frið á jörð að hætti Jóns Bera LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LlF OG LIST LÍF OG LIST

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.