Vísir - 20.01.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 20.01.1979, Blaðsíða 3
3 viSlfc Laugardagur 20. janúar 1979. ,FARNIR AD SKAMMAST SÍN FYRIR AD REYKJA' Segir heilbrigðisráðherra, sem telur hugarfarsbreytingu hafa átt sér stað varðandi reykingar „Undanfarin ár hefur mikift veriö talað um mengun. En hafa menn gert sér grein fyrir þvf, aö tóbaksrcykur inniheldur þúsund sinnum meira af skaölegum efn- um en venjulegur verksmiöju- reykur”, sagöi Magnús H. Magnússon, heilbrigöisráöherra. Þaö hefur væntanlega ekki far- ið framhjá neinum, aö 23. jánúar veröur reyklaus dagur á Islandi. í tilefni af þvi hélt heilbrigðisráð- herra fund með blaðamönnum i gær. „Við hvetjum fólk til að reykja ekki á þriðjudaginn, reynum að hafa einn reyklausan dag. En með þessu er ekki veriö að þröngva neinu upp á menn.” Ráðherra minntist á kostnaöinn við herferðina, sem farin hefur verið gegn reykingum. „20 milljónum var varið til þessa starfs i ár og þó ekki væri nema frá beinhörðu peninga- sjónarmiði, þá tel ég þessum pen- ingum mjög vel variö. Kostnaður við einn sjúkling, sem liggur á spitala er 17 milljón- ir á ári. Og á spitölunum liggja tugir, ef ekki hundruð manna, sem eru þar af völdum reykinga. Þetta er peningalega hliöin á málinu, en þar kemur ekki fram, að 150—200 ótimabær dauösfölí verða hér á landi á hverju ári af völdum reykinga og tugir manna liða miklar þjáningar af völdum reykingasjúkdóma. Þessi herferð okkar er fyrir- byggjandi aögerð, þvi með minnkandi reykingum batnar heilsufar þjóðarinnar. Miðaö er að þvi, aö koma I veg fyrir að ungt fólk byrji að reykja og að hinir fullorðnu hætti reykingunum. Það hefur oröið mikil hugar- farsbreyting hjá þjóöinni undan- farin ár og mér finnst fólk taka þessari hreyfingu mjög vel. Ég er einnig sannfærður um aö I hjarta sinu vilji flestir reykingamenn, að börn og unglingar byrji ekki að reykja og nú er svo komiö, að fjöldamargir eru farnir aö skammast sin fyrir að reykja”, sagði Magnús H. Magnússon. A blaðamannafundinum kom einnig fram aö, greinileg fjölda- hreyfing gegn reykingum væri I gangi og að margir ætluöu sér að nota reyklausa daginn til aö hætta reykingum endanlega. —ATA Loftleiðamenn á móti launajöfnuninni Loftleiðaflugmenn eru andvigir þeirri launajöfnun sem Flugmenn Flugfélags íslands hafa krafist. Á fundi meö fréttamönnum I gær sagði stjórn Félags Loft- leiðaflugmanna að hún teldi óraunhæft að greiða sömu laun mönnum sem flygju litl- um vélum með fimmtiu far- þega og þeim sem flygju stórum þotum með allt að 360. Töldu þeir eðlilegt aö laun væru I samræmi við ábyrgö þá sem flugmenn þyrftu að bera á mismunandi dýrum tækjum og mismunandi mörgum farþegum. — ÖT. ■ ASU1NMJDAGSKVOLDIM |7|| JLT ¥ I J y ¥¥ MJP ^ Bjóddu sjálfumþér (. . . og ástviniþtnum, ef þú ert B A 11 Bm/a B J 1 ¥¥¥¥ImB M g / þannig skapi) út aö borða á matstofuna „Á nœstu grösum'' á sunnudagskvöld. Við bjóðumþá upp á óvenjulegt (óvenju gott!) MATSTOFAN / Laugavegi kalt borð fyrir aðeins 2000 kr. ogþú (þið) borðar (borðið) eins ogþig (ykkur) lystir. „ÁNÆSTUGRÖSUM”/ 3.hæó

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.