Vísir - 20.01.1979, Blaðsíða 7

Vísir - 20.01.1979, Blaðsíða 7
vtsm Laugardagur 20. janúar 1979. meira ef þvi likar og segir manni hiklaust hvað þvi finnst. Þaö kemur frekar til manns og þakkar manni ef það er ánægt. Annars finnst mér alveg dásamlegt að heyra hvaö kemur mikið út af góðum islenskum plötum. Ég hef séð i bandariska sjónvarpinu mikið af fólki sem á að vera heimsfrægt en ég get ekki annað sagt en að viö eigum mikið af hljómlistarfólki sem er á sama mælikvarða ef ekki betra. Sjáðu allar þessar söng- konur sem hafa komið fram á siðustu árin. Ég nefni bara Rut Reginalds, Ellen og hvað heitir hún þarna með reviulögin? (Diddú) Ég veit ekki nöfnin á þeim öllum en ég er alveg gátt- um hvað þær eru góðar”. Margt aiveg hræðilegt „Þegar ég kom heim réðst ég i það stórvirki að kaupa mér hús, bil og innanstokksmuni. I framhaldi af þvi verð ég að segja aö þó aö alltaf sé gott aö vera á íslandi þá er margt alveg hræðilegt hérna. Mér finnst allt- af stefna meira og meira i einokun á öllu. Það er ekkert til sem heitir samkeppni. Billinn sem ég keypti kom gallaður og ég neitaði að taka við honum. Svarið sem ég fékk var þannig að við lá að ég ætti að þakka fyr- ir að fá bflinn og þegja. Ef þú hins vegar kaupir gallaöan hlut I Bandarfkjunum færöu allt endurbætt eða nýjan hlut til að fyrirtækið missi þig ekki sem viðskiptavin. Ég gæti lengi haldið fram að rekja svona atriði sem sýna að sú regla að gera allt fyrir viðskiptavininn er ekki i sama gildi og áður hérna heima”. Dæmd fyrir að hafa verið gift Ameríkana „Sem einstæð móðir þarf ég svo sannarlega að halda á spöö- unum. Ég skil ekki hvernig fólk getur t.d. elt uppi tiskuna I þess- ari dýrtið. Við erum alltaf svo finir i okkur Islendingar. I Bandarikjunum eltist fólk ekki svona við tiskuna. Ég skil held- ur ekki hvernig þetta er hægt þegar maöur getur ekki farið i verslun til að kaupa sér peysu eða eitthvað þvilikt án þess aö það kosti mann tuttugu þúsund eða meira. Ég vinn á barnum I Frfhöfn- inni. Það er fjölbreytt starf eins og söngurinn og ég sé vel hvað það er algengt meöal fólks aö fara til útlanda. Þess vegna er það einkennilegt hvaö þaö er þröngsýnt. Þótt það fari viöa, fari jafnvel út á hverju ári virö- ist sjóndeildarhringurinn ekki vlðari en það að fólk er jafn dómhart og þröngsýnt og áöur. Það eru kannski áhrif frá striös- árunum en þær konur sem gift- ast Amerikönum er litnar horn- auga. Ég er dæmd fyrir aö hafa ver- ið gift Amerikana. Ég stórefa t.d. að nokkur Islenskur karl- maöur mundi þora að bjóða mér út. Ég man ekki I svipinn hvaða orö er notað yfir það hvernig mér finnst tslendingar koma fram við hermennina á Kefla- vikurflugvelli. Það er i ætt viö kynþáttamismunun. Það er far- ið með þessa menn eins og fanga”. Timinn er hlaupinn frá okkur eins og tiðkast að segja aftast i viðtölum. Félagar önnu I hljómsveitinni, þeir Garðar Karlsson, Grétar Guðmundsson (Tarnús) og Sigurður Þórarins- son eru komnir að sækja hana. Viðtalinu er lokið og ekkert ann- að eftir en ganga i salinn og hlusta á nokkur lög. Músikin er hin hressilegasta og ekki dregur Anna af sér I söngnum. Liklega er eins gott að leikhúsiö uppi á loftinu er ekki aö sýna Þöglu konurnar á Holtavörðuheiöinni eða eitthvaö álika dramatiskt. —ÓÞH. Texti: Ómar Þ. Halidórzzon Myndir: Gunnar V. Andrésson Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar. F.v. Edwin Kaaber, Pétur öst- lund, Baldur, Grettir Björnsson, Anna, Colin Porter, örn Ar- mannsson. Hljómsveit Svavars Gests. F.v. Magnús Ingimarsson, Svavar, Gunnar Páisson, Anna, Berti Möllcr, Reynir Sigurðsson, Garöar Karlsson. Hljómsveit önnu Vilhjálms. Aft. röð: Haukur Gisiason, Hinrik ? , Asgeir Hólm, Stefán ? .Fr.röð: Anna, Helgi Hermannsson. Anna og Ragnar Bjarnason i sjónvarpsþætti þess síðarnefnda 1970, simm Thalia á fullu I Leikhúskjallaranum, f.v.: Sigurður Þórarinsson Anna, Grétar Guðmundsson og Garðar Karlsson. ^VikivakP Lougavegi 2 ís — Shoke Pylsuc — Heitt kakó Tóbok — Tímarit Snyrtivörur Gjafavörur OPIÐ til 22 alla daga YIKIYAKI Laugavegi2 Sími 1004ÍI / Góð reynsla þeirra fjölmörgu sem auglýsa reglulega í þjónustuauglýsingum Vísis er til vitnis um ágæti þeirra og áhrifamátt. Ef þú býður þjónustu af einhverju tagi er smáauglýsing í Vísi sterkasti vettvangurinn til viðskipta, þar eru þær lesnar af tugþúsundum og þjóna þúsundum. smáauglýsingar □ODQDaaoiiattnniiaaaoBaoaaaD&aaaaDoaaaoaDaaoaoaa □ B □ Auglýsing “ Veistu aö árgjald flestra styrktarfélaga er g ° sama og verö 1-3 sfgarettupakka? ° O o ° Ævifélagsgjald er almennt tífalt árgjald. o o o Ekki allir hafa tímann eöa sérþekkinguna til a □ aö aðstoða og líkna. D H □ B o Viö höfum samt öll sllkar upphæðir til að létta o d störf fólks er þaö getur. o □ o D □□□aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaoaaaaaaaDaaaaaa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.