Vísir - 20.01.1979, Blaðsíða 6

Vísir - 20.01.1979, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 20. janúar 1979 VÍSLR 7' „Gamli maöurinn stynur upp þessari spurningu: Hvaö er það sem þú geymir undir pilsinu þlnu?” ræöisaldri og segist ekki treysta sér til að sitja þarna lengur. Hann þakkaöi okkur fyrir skemmtunina og spuröi hvort hann mætti spyrja mig einnar persónulegrar spurningar áöur en hann færi heim. Alveg sjálf- sagt sagöi ég. Ég var ófrisk þeg- ar þetta var. Fór i þessu feröa- lagi m.a. kringum landiö há- ófrisk. Nema gamli maðurinn stynur upp þessari spurningu — Hvaö er þaö sem þú geymir undir pilsinu þinu? Þaö er nefnilega þaö. Þaö er nú spurning dagsins. Þaö er allavega eitthvaö sem Guö hefur skapaö, ansaöi hann. Ég sagöi náttúrlega já viö þvi. Þaö var alveg dásamlegt hvern- ig hann kom oröum aö þessu svona gamall og feiminn en gat þó ekki stillt sig um aö koma til min og spyrja”. Frá isiandi tii Bandaríkj- anna „Ariö 1970 stofnaöi ég mina eigin hljómsveit og viö spiluöum saman I tvö ár. Mest I Glaum- bæ, Ungó og Keflavlkurflug- velli. Að visu var nú fljótlega skipt um nafn á hljómsveitinni. Hún var skirö upp og kölluö Experiment”. Var þetta ekki fyrsta hljóm- sveitin á tslandi sem var kennd viö konu og kannski sú eina? „Jú, ég held aö mér sé óhætt aö fullyröa þaö. En ég hætti meö hljómsveit- „Ég er dæmd fyrir aö hafa veriö gift Amerfkana. Ég stórefa t.d. aö nokkur islenskur karlmaöur mundi þora aö bjóöa mér út...” „4 FIMMTÍU ÁRA SAMNINGI VIÐ UM- BOÐSMANN I AMERIKU" Rœtt við Önnu Vilhjálms söngkonu Þess var getiö á síöum dagblaðanna fyrir skömmu aö ný hljómsveit aö nafni Thalia væri byrjuð að skemmta gestum Þjóðleikhúskjallar- ans. A myndum sem fylgdu gat aö líta þrjá föngulega menn en söngkona hljómsveitarinnar/ Arina Vilhjálms, sat veðurteppt heima hjá sér suður i Höfnun þegar myndatakan fór fram og sást þvi ekki á myndunum. Helgarblaðstjórinn sá aö viö svo búið mátti ekki standa og sendi mannskap á vit önnu til að eiga við hana viðtal. Við fengum okkur, sæti nálægt einum barnum í Kjallaranum. Það voru fáir komnir. Orgelleik- arinnspiíaði rólega borðmússik fyrir matargest- inasenr stungu saman nefjum hér og þar í saln- um. Þa8 var hálfrokkið þar sem við sátum án þéss þó að það bagaði okkur við að skoða mynda- bókina sem ég hafði beðið önnu að koma með. I hénrií getur aö líta myndir af flestum hljóm- sveitum sem Anna hefur sungið með, myndir úr sjónvarpsþáttum, blaðaúrklippur og fleira. Þarna eru myndir af hljómsveitum óskars Guðmundssonar, Baldurs Kristjánssonar, Gunn- . ars Ormslev, Svavars Gests, Magnúsar Ingi- marssonar og fl. og fl. En við fyrstu myndina stendur — J.E. kvintett 1960 — og ég spyr hvort það hafi verið fyrsta hljómsveitin sem hún söng með. „Já, þaö var sú fyrsta og þaö var hann Jón Eglll sem hljóm- sveitin var kennd viö sem kom mér út I þetta”. En þessi fyrsta hljómsveit viröist hafa starfaö stutt eins og best má sjá á textanum viö næstu mynd I bókinni — Hljóm- sveit Óskars Guömundssonar 1960 — 1961. , ,Þaö var 61 aö ég fór á 6 vikna námskeiö sem K.K. var meö fyrir söngvara. Þarna var kennd raddbeiting, sviösfram- koma og fleira sem sögnvurum er nauösynlegt. Þessi námskeiö voru haldin á hverju ári og end- uöu alltaf á tónleikum þar sem söngvurunum gafst kostur á aö sýna hvaö þeir gátu. En þaö var ekki fyrr en á tónleikunum ári seinna sem ég fékk mitt fyrsta stóra tækifæri. Þá var ég fengin til aö koma fram svona sem gestur og þaö var þá sem Svavar Gests sá mig. Nokkrum dögum seinna hringdi hann i mig og bauö mér aö syngja meö hljómsveitinni sinni en hún var þá aö byrjaáSögu. Ég byrjaöi aö syngja meö Svavari * og var einmitt meö þegar hóteliö var opnaö. Ég var svo á Sögu i tvö ár en fór þá á Rööul meö hljóm- sveit Reynis Sigurössonar. Ég var fimm ár á Rööli, fyrst meö Reyni og svo meö Elvari Berg en slöustu tvö árin meö hljóm- sveit Magnúsar Ingimars- sonar”. Hvað er það sem þú geymir undir pilsinu? „Mér er eitt sérstaklega minnisstætt frá þessum tíma. Þaö var I einu sumarfrlinu okk- ar aö viö fórum út á land aö skemmta. Viö vorum vön aö gera eitt góöverk á svona feröa- lögum og I þetta skipti fórum viö út I Flatey á Breiöafiröi og skemmtum þar án endurgjalds. Skemmtunin fór fram aö mig minnir I skólahúsinu og þaö fylltist fljótlega þvl þaö dreif aö fólk úr öllum eyjunum I kring. Aöstaöan þarna var náttúrlega léleg, t.d. bara haröir tréstólar aö sitja á og eftir hlé kemur til min maöur, áreiöanlega á ni- inni ’72. Ég giftist Bandaríkja- manni og viö fluttumst út til Bandarikjanna I júnl þaö ár. Fyrst bjuggum viö I Georgiu i 4 mánuöi þar sem ég söng ekkert opinberlega og fluttum svo til Maine og bjuggum þar I rúm- lega þrjú og hálft ár og þar söng ég allan timann meö allavega hljómsveitum. Allt frá 14-16 manna niöur I trló. Ég var oröin mjög eftirsótt söngkona þarna I Maine þótt ég segi sjálf frá. Ég var aö visu alltaf aö syngja og gat þvl litiö fariö út til aö fylgj- ast meö öörum en mér fannst vera lltiö úrval af söngfólki þarna. Nú, svo söng ég eitt lag inn á plötu. Þaö var eins konar safn- plata þar sem allir helstu Country and Western söngvar- arnir I Maine komu fram. Þaö voru gefnar út tvær svona plöt- ur, hvor meö tólf aöilum. Út frá þessari plötu fékk ég svo boö frá New Hampshire um aö taka þátt I keppni um bestu söngkon- una i New Hampshire og Maine. Ég haföi þá veriö valin sem besti söngvarinn á þessum plöt- um. En ég ansaöi þessu ekki. Ég vildi ekki binda mig viö aö vera talin eingöngu Country and Western söngkona”. Vildi ekki vera góð við Pétur og Pál „Aöur en ég fluttist út, þaö hefur veriö ’71, þá fór ég til prufu hjá M.G.M. (Metro Goldwin Mayer). Þaö kom til I gegnum vinafólk mitt. Maöur- inn vann fyrir þetta fyrirtæki. Ég var látin skrifa undir 50 ára samning viö umboðsmann úti I Bandarikjunum, — þaö dugöi vlst ekkert minna en 50 ár. En þegar til kom varö ég hrædd og stakk af heim. Ég átti aö fara heim og sækja barniö mitt, fara svo út aftur og syngja inn á plötu sem siöan átti aö setja I öll djúkbox I Bandarlkjunum. Þegr ég var komin I gegnum þessa prufu og átti aö fara aö setja allt af staö fór vinur minn, þessi sem vann hjá M.G.M., aö segja mér hvaö þaö gæti kostaö mig aö veröa fræg. Þetta er stórfyrirtæki og Mafian vafa- laust þarna á bak viö tjöldin. Mér var ekkert oröiö um þetta gefiö en þegar hann sagöi mér aö ég gæti komiö til meö aö þurfa aö vera góö viö hina og þessa kalla var mér nóg boðiö. Ég sagöi aö þaö kæmi aldrei til. Ég gæti ekki farið aö vera góö viö Pétur og Pál — og fór heim. Þaö hefur alltaf veriö sagt aö ég sé llk Connie Francis, viö sé- um llkar i útliti og syngjum likt svo ég held aö þaö hljóti aö vera eitthvaö satt I þvl. Einu sinni var ég á gangi þarna meö ein- hverjum stórum kalli hjá M.G.M. og hann kallar á mann sem ég kannaöist ekkert viö og spyr hvort hann ætli ekki aö heilsa mér. Hann ætlaöi aö leika á hann og tókst þaö þvi hinn horfir á mig smástund og segir svo skömmustulegur — „Fyrir- geföu, ég hélt aö þú værir I Las Vegas”. Eigin umboðsmaður Hvaö geröist svo þegar þú fórst aö syngja úti I Maine ári seinna? Kom þessi 50 ára samn- ingur þér ekki I koll þá? „Nei, ég var bara minn eigin umboðsmaður. Kom mér áfram meö þvl aö hringja i nógu marga og biöja um aö fá aö syngja. Ætli þessi umboösmað- ur hafi nokkuö vitað af mér. Hann heföi auðvitaö getað hirt af mér þessi prósent sem var samiö um hvort sem þau voru nú tiu eöa fimmtíu. Þaö man ég ekki”. En hvaö kom til aö þú fluttist frá Maine og ert nú farin aö syngja hér heima? Eöa ertu ekki alkomin? „Jú, nú er ég alkomin. Ég hef komið heim á hverju ári síðan ég fluttist út, stoppaö misstutt en þó oftast sungið eitthvað opinberlega. En ástæöan fyrir þvi að ég er komin heim er ein- faldlega sú aö ég skildi viö manninn minn og hafði þá ekk- ert úti að gera lengur”. islendingar á heimsmæli- kvarða „Þessi barkrókur sem I upp- hafi var kyrrlátur og hentugur staöur til samtals er löngu hætt- ur aö vera þaö fyrir okkur önnu. Fólkinu hefur fjölgaö og finnst eins og okkur i upphafi staöur- inn ákaflega hentugur til sam- ræöna svo viö erum-allt aö þvl strand vegna skvaldurs þegar ljósmyndarinn kemur og biöur um hentugri stað til myndatöku. Búningsherbergiö veröur fyrir valinu. A þessum nýja staö veröur mér fyrst fyrir aö spyrja um muninn á þvi aö syngja fyrir Bandarikjamenn og Islendinga. Hún segir aö sá munur sé ekki tiltakanlegur enda hafi íslenskir danshúsagestir breyst töluvert gegnum árin. „Ég hef aldrei átt neitt erfitt meö þaö aö syngja eöa skemmta fólki. Þaö er aö vlsu aldrei hægt aö gera öllum til hæfis, þaö þarf varla aö taka þaö fram. En ég verö aö segja aö fólk tjáir sig miklu meira en þaö geröi áöur. Þaö klappar Anna meö úrklippu úr bandarisku blaöi þar sem sagt er frá henni. Undir myndinni I horninu neöst til hægri stendur m.a.: „Anna Taylor. — A native of Iceiand, lovely Anna may „steal the show” when she per- forms at the Colby College Bowl. The young lady is catalogued «-’ith the foremost songsters in America” (er flokkuö meö fremstu söngvurum Bandarikjanna).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.