Vísir - 20.01.1979, Blaðsíða 10

Vísir - 20.01.1979, Blaðsíða 10
10 r Laugardugur 20. janúar 1979. VISIR Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davlö Guömundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón meö Helaarblaði: Árni Þórarinsson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Jónina Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson,Öli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljós- myndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Otlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Ólafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Slöumúla 14 simi 86611 7 Ifnur. Askrift er kr. 2500 á mánuöi innanlands. Verö I lausasölu kr. 125 eintakið. Prentun Blaöaprent h/f Islenskur almenningur fylgisl sennilega betur með erlendum fréttum og gangi heimsmála en fólk almennt i ýmsum ná- grannalanda okkar. Þar af leið- andi verða Islendingar einnig að taka afstöðu til þeirra tíðinda, sem berast þeim í fjölmiðlum og þau verða umræðuefni manna á meðal. Ekki er annað að heyra en allt friðelskandi fólk fordæmi nú innrás Víetnama í Asíuríki það, sem lengst af hef ur verið nefnt Kambódía hér á landi, en f jöl- miðlar um allan heim nefna nú Kampútseu að hætti heima- manna þar. Aftur á móti hef ur lítið heyrst frá þeim íslensku samtökum vinstri manna, sem háværust voru þegar Víetnamstriðið stóð sem hæst og fordæmdu þá miskunnarlaust afskipti Banda- ríkjamanna af málefnum fólks í Indó-Kína. Nú eiga Sovétmenn hlut að máli og þá vefst tals- mönnum friðarins tunga um tönn. Þessar sjálfskipuðu friðar- dúfur virðast mjög láta það ráða afstöðu sinni til mála, hvers lensk þau vopn eru, sem notuð eru til stríðsaðgerða og innrása. Þær víetnömsku inn- Friðardufum vefst tunga um tönn rásarsveitir, sem ruddust inn í Kampútseu á dögunum voru búnar sovéskum vígvélum, þar á meðal fullkomnum MIG- sprengjuflugvélum, og sam- kvæmt fregnum af þessum austurvígstöðvum hafa sovésk- ir hernaðarsérfræðirigar og tæknimenn unnið ósleitilega að þjálfun Víetnamanna, sem sendir voru gegn Kampútseu- mönnum. Ekki er örgrannt um að einhverjir Sovétmannanna hafi haft á hendi stjórn hluta þessara tölvubúnu hernaðar- tækja í innrásinni. Þjóðviljinn tvístígur í afstöðu sinni til innrásar Víetnama í Kampútseu og virðist ekki vita, hvort hann eigi að fordæma hana eða ekki. I forystugrein blaðsins velta ritstjórar því fyrir sér, hvort þessi innrás haf i verið „góð” eða „vond" og það vefst mjög fyrir þeim að gera upp hug sinn í því máli. Það f lækir líka málið, að það er stjórn kommúnista í Víetnam, sem sendir her gegn kommúnistastjórn í nágranna- ríki sínu. En það ætti ekki að vera nein- um erfiðleikum bundið að taka afstöðu til slíkrar hernaðarað- gerðar, sem innrás er, ef sú að- gerð væri ekki skoðuð gegnum rauðlituð gleraugu. Innrás inn í sjálfstætt ríki er alltaf for- dæmanleg og forkastanlegt að nokkur þjóð skuli fara á þannig með vopnavaldi á hendur annarri. Þetta er enn lágkúru- legra, þegar Ijóst er að Sovét- menn standa að baki Víetnöm- um í innrásinni samtímis því, sem brosmildir kremlherrarnir faðma vestræna sendimenn og halda áfram friðarhjali sínu. Við þessar aðstæður verður sönnu friðelskandi fólki í heim- inum enn Ijósara en fyrr, að í Kreml hafa menn tungur tvær og tala mismunandi mál með hvorri um sig. Fjálglegar yfir- lýsingar um friðarviðleitni og umhyggju fyrir smáþjóðum og virðingu fyrir sjálfsákvörð- unarrétti þeirra verða að innantómu orðagjálfri: undir- ritun friðarsamninga og mann- réttindayf irlýsinga sýndar- mennska og fals. Sovéthöfðingjarnir og leppar þeirra í Víetnam eru fordæmdir af almenningsálitinu í heimin- um fyrir grófa íhlutun um mál- efni sjálfstæðrar þjóðar, sem verið hefur fullgildur aðili að Sameinuðu þjóðunum, og um leið fyrir harkalegt brot á sátt- mála samtakanna. Hætt er við að innrásin í Kampútseu sé aðeins eitt skref- ið í göngu rússneska bjarnarins yfir lönd Indó-Kína. Á þessum slóðum vilja Sovétmenn ná meiri fótfestu en þeir hafa haft og í útþenslustefnunni virðist almenningsálitið í heiminum ekki vera þeim fjötur um fót. Engu að síður væri nú for- vitnilegt að heyra álit íslensku friðardúfnanna, sem kurrað hafa af minna tilef ni en innrás í sjálfstætt ríki. C' ■ ■' VANGAVELTUR fjrjg íakÆ / eftir Sigvalda :Jzi Hjálmarsson Þorradœgur þykja löng KALLAÐ er aö miBur vetur sé nú föstudaginn 19. jan., þorri byrjar, bóndadagur, sem I gamla daga þótti vióa efni til aB gefa kaffi og lummur i nafni bónda og annarra fullorBinna karlmanna á bænum. Þetta reyndist aB jafnaBi erf- iBasti kafli vetrarins, minnsta- kosti nyrBra, þótt dag væri fariB aB lengja,hörkur oft miklar og aftök enda segir: JÞorradægur þykja löng þegar hann blæs á norBan”. Mannllf i sveitum var þá óllkt þvi sem viB þekkjum i dag, dimmtogkaltenfólkhafBi samt lag á^aB þreyja þorrann og gó- una”... ViB setjum okkur fyrir sjónir gamlan torfbæ hálfan á kafi i snjó. Frá bæjardyrum liggja slóBir yfir fannbreiBuna til úti- húsa: þaB djarfar fyrir harB- sporunum jafnvel þótt skafi. Búfé stendur inni á fullri gjöf þvi sennilega eru hvarvetna jaröbönn: kýr jórtra á básum I skuggsömum fjósum. Fólk bjástrar viB verk sitt viö skin oliulampa, grútartýru ellegar kerti I baöstofú undir lágri súö, kisa hringar sig niöur hjá einhverju barninu, seppi liggur framá lappir slnar fram- viö dyr og sperrir eyrun ef eitt- hvaö heyrist, reisir stundum hausinn og urrar þött engin mannleg skynfæri greini neitt úti i myrkrinu — þá telst eitt- hvaö óhreint á sveimi viö bæinn og betra aö signa dyr og glugga og fara meö gott i hljóöi. Þegar fennir aB bænum i miklu frosti veröur hann hlýrri. Þegar skeflir fyrir glugga þiöna frostrósir af glerinu Og fólk'nuddar áfram hverju sem viörar. Einhver afritar gamla skræöu, les, kveöur rimur eöa hripar niöur kveöskapsem varö til viö gegningar. Annar sker i tré eöa fæst viö silfur. Kona bal- dýrar viö ljósiö, saumar eöa vefur af listfengi... Sérleiki islensksþjóöareölisog menningar varö til sólarlausa daga — og bjartar nætur! Þetta er liöin tiö. Þorradægur þykja nú ekki lengri en önnur dægur þóaö blási á noröan. Var fólk fyrri tiöa hamingju- samt? Erum við hamingjusöm — meö hitaveitu, rafmagnsljós, sjónvarp.sólarlandaferöir og kröfugeröir sem minna á garg- andi hænsnahjörö I stiu? Þá spuröi enginn um ham- ingju. Þá var þess eins beöiö aö fá aö vera til. Sá var ekki óhaming jusamur sem eigi var svangur, ekki kaldur og ekki skorti samastað Þá var nóg aö vera ekki óhamingjusamur. Nú nægir varla aö vera sadd- ur. A þvi aö vilja vera saddur og láta sér nægja aö vera ekki svangur greinist afskaplegur munur. Þaö fer kannski álika i maga en allt ööruvisi I huga. Þú veist hvenær þú hættir aö vera svangur og það nægir til aö vera ekki óánægöur. Hvenær þú ert orðinn alveg saddur reiknast meira vafamál. Kannski ertu búinn aö éta yfir þig áöur þú kemur auga á mörkin? í sjálfu sér er ekki bráö- nauösynlegt aö vera ánægöur með litiö — en affarasælt. Hitt aö vera óánægöur meö mikið er óhamingjan sjálf... Menn spyrja hvort samt sé ekki meiri lifsfylling i tilveru I hinum viöa reynsluheimi nú- timamannsins heldur en þröng- um dal eöa firöi liöinna kyn- slóöa þegar heimsendi var hinu- megin viö fjalliö eöa utanviö fjaröarmynniö. Vafalaust er aö svo sé. En meö þvi er ekki öll sagan sögö. Vilmundur (Jónsson land- læknir — mér hættir einlægt til aö segja einungis Vilmundur einsog enginn annar þekkist meö þvi nafni og vil ég þó alls ekki gleyma dóttursyni hans Gylfasyni!) opnaöi augu mln fýrir þvi einhverju sinni aö fá- brotiö mannlif þarf ekki aö vera innihaldssnauöara en marg- breytilegt. Breiddin varöar eigi mestu heldur hæö eða dýpt. Stórir flákar af reynslu okkar I dag sýnist yfirborðskennd og tilfinningum rúin vitneskja. Viö segjum bara: „En sætt’ gagn- vart hinu fagra og: ,,En leiöin- legt” frammi fyrir ljótleikanum og grimmdinni —oghöldum svo áfram aö maula poppkorn framanviö sjónvarpiö og augun einsog i freöinni ýsu! Poppkorn er eitt af þvi sem menn láta oni sig án þess aö vera svangir. En þanniglöguö matsemd þekktist ekki áöur fyrrá þorrakvöldum undir lágri súö og ekki heldur aö gráta án þess aö vera hryggur né heldur hlæja án þess aö vera glaöur. Þá reyndist tilveran heil og sjálfri sér samkvæm þótt þröng væri og snauö — og fólk senni- lega engu betur innrætt en viö I dag. Aö hlifast viö aö gera hverju reynsluatriöi tilfinningaleg skil af öilum sálarkröftum umleiöog þaö kemur fyrir, vanrækja barn sitt umleiöog fjasaö er um þján- ingu barna i fjarlægum löndum — þaö dæmist varla áviröing liöinna tlma. 1.11.1979

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.