Vísir - 20.01.1979, Blaðsíða 15

Vísir - 20.01.1979, Blaðsíða 15
14 Laugardagur 20. Jandar 1979. Viö hittum Magnús i ganginum og tókum eftir aö hann gekk viö hækju. 1 lyftunni spuröum viö þvi: — Hvernig slasaöir þú þig, • Magnús? ,,Ég flýtti mér meira en ég heflii átt aö gera. Ég ætlaöi aö komast heim til Vestmannaeyja á gamlársdag og vera þar um ára- mótin meö fjölskyldu minni. Þaö var ráögert aö f júga til Eyja og ég beiö eftir flugi. Nokkur snjókoma var og færö og skyggni ekki upp á þaö besta. Klukkan 10.30 var svo hætt viö aö fljúga. Ég vissi aö Herjólfur átti aö fara frá Þorlákshöfn klukkan 11.45, svo ég ákvaö aö freista þess aö ná til Þorlákshafnar I tima. Undir venjulegum kringum- stæöum er þetta feikinógur timi, en þetta voru bara ekki venju- legar kringumstæöum, vegir voru illfærir vegna snjókomu. Ég ætlaöi aö aka Þrengslaveginn, en þaö var ekki búiö aö ryöja hann. Þar sem ég var á velbúnum bil reyndi ég samt aö komast þetta. Bfllinn rann svo til á hálkubletti og út af veginum. Hann fór eina veltu, en ég slapp furöuvel. stöövarstjóri Pósts og sima i Vestmannaey jum. — Hvenær fórst þú aö hafa áhuga á stjórnmálum? „Ég veit þaö nú ekki alveg. En ég fór snemma aö hugsa um stjórnmál, þá ekki siöur utan- rikismál. Ég man eftir afa minum. Ég umgekkst hann talsvert og hann haföi liklega töluverö áhrif á mig. Viö töluöum aldrei um stjórnmál, en ég tók eftir þvi smápeyinn, aö hann tók alltaf málstaö lítilmagn- ans, sama i hvaöa máli þaö var. Þetta likaöi mér vel. Ég held ég hafi veriö oröinn jafnaöarmaöur af hugsjón sex eöa sjö ára gamall, án þess aö gera mér þaö ljóst. Jafnaöarmönnum kynntist ég ekki fyrr en mörgum árum siöar. Borgarastyrjöldin á Spáni og styrjöld ítala i Abbysiniu höföu einnig áhrif á mig. Hrottaskapur styrjaldanna vakti mikla andúö Þetta var þvi minn klaufaskap- ur, ég haföi einfaldlega minni tima en ég þurfti”. Varorðinn jafnaðar- maður af hugsjón 6 ára Flestkvöldin fara iaölesa skýrslur og nefndarálit. Ég hélt, aö ég heföi bara snúiö mig á fætinum og fór þvi ekki til læknis. Þaö var svo ekki fyrr en þremur dögum siöar, þá var ég kominn til Eyja, aö ég lét lækni lita á fótinn. Þá kom i ljós, aö ég haföi brotiö á mér ristina. Ég vonast þó til aö veröa oröinn eóöur eftir næstu viku. Viö vorum nú komnir úr lyft- unni og Marta Björnsdóttir kona Magnúsar tók á móti okkur og leiddi okkur aö kaffiboröi, þar sem gómsætar veitingar, gos- drykkir og skonsur meö laxi, biöu okkar. — Ert þú borinn og barnfæddur Vestmannaeyingur? ,,Já, já. Ég fæddist i Eyjum, en flutti þaöan sjö ára gamall meö foreldrum minum, Magnúsi Helgasyni og Magninu Sveins- dóttur. Þangaö kom ég svo viö og viö en fluttist þangaö ekki aftur fyrr en áriö ’56, þá skipaöur Það var um kaf f ileytiö á fimmtudaginn i siðustu viku. Helgarblaðið hafði mælt sér mót við Magnús H. Magnússon, heilbrigðis- trygginga- og félags- málaráðherra, að heimili hans i Sólheimunum. Ætl- unin var að ræða við Magnús og konu hans, Mörtu Björnsdóttur, um alla heima og geima. Blaðamenn eru þekktir fyrir flest annað en stundvísi, en aldrei þessu vant vorum viö komnir i Sólheimablokkina vel á undan áætlun. ,,Ég haföi minni tima en ég þurfti og þvi fór sem fór”. , ,Eg man ettir borgarastyrjöldinni á Spáni og styrjöld Itala í Abbysíníu. Eg var mjög ungur þá og þessar styrjaldir höfðu mikil áhrif á mig og hrottaskapur styrjalda vakti mikla andúð hjá mér. Sérstaklega fannst mér furðulegt og fólskulegt uppátœki lofthernaðurinn, harðar loftárásir á alveg blásaklaust fólk. Alla tíð síðan hef ég verið ákafur lýðrœðissinni, og haft megnustu andúð og fyrirlitningu á einveldi, hvort sem það er rautt, brúnt eða svart". ’ 15 VÍSIR Laugardagur 20. janúar 1979. hjá mér á styrjöldum yfirleitt. Sérstaklega fannst mér þó loft- hernaöurinn furöulegt og fólsku- legt uppátæki. Þaö var nefnilega, eins og jafnan er, blásaklaust fólk, sem varö fyrir baröinu á loftárásunum. Alla tiö siöan hef ég veriö ákaf- ur lýöræöissinni og haft megnustu andúö og fyrirlitningu á öllu ein- ræöi, hvort sem þaö er rautt, brúnt eöa svart”. Sigldi á stríðsárunum Nú spuröum viö Magnús aö þvi hvaö hann tók sér fyrir hendur á Reykjavikurárunum. ,,Ég tók mitt gagnfræöapróf og hætti þá i skóla i bili. Ég starfaöi viö ýmislegt i landi en fór svo á sjóinn. Á árunum ’40-’42 var ég mikiö I siglingum, oftast meö Norömönnum. Ég fór siöan I Loftskeytaskól- ann áriö ’45 og lauk prófi áriö eft- ir. Eftir þaö var ég á togurum I nokkurn tima, sem loftskeyta- maöur. Ég haföi hugsaö mér aö taka stúdentspróf utanskóla. Mér gekk sæmilega og var kominn nokkuö langt, sérstaklega meö raun- Dóttursonurinn Daöi sýnir afa bókina sina. Marta og heimasætan Helga fylgjast meö. framboö I bæjarstjórnarkosning- unum '62. Ég var kjörinn i bæjar- stjórn og hef veriö þar siöan. Ég haföi auövitaö einnig áhuga á landsmálum og skipaöi annaö sætiö á lista Alþýöuflokksins I Suöurlandskjördæmi i Alþingis- kosningunum ’63. Ég varö siöan bæjarstjóri ’66—’75 og á meöan fannst mér ekki koma til greina aö fara i þingframboö.*' — Er erfitt fyrir nýliöa á þingi aö taka viö embætti ráöherra? „Mér finnst hreinskilnislega sagt ráöherraembættiö auöveld- ara en þingmennskan. Þaö er vitaskuld mjög mikiö aö gera en embættiö er ekki ólikt embætti bæjarstjóra, aö mörgu leyti. Þaö má segja, aö ráöherra sé einskonar framkvæmdastjóri, stefnumarkandi framkvæmda- stjóri. Viö erum aö framkvæma lög og samþykktir, en þaö er hægt aö framfylgja lögum á mismun- andi hátt. Auk þess er hægt aö beita sér fyrir lagabreytingum og setningu nýrra laga. andi hátt. „Ég hef gaman af þvi aö spiia á pianó en bara fyrir sjálfan mig”. greinarnar, svo sem stæröfræöi og eölisfræöi. En þaö varö aldrei úr aö ég lyki prófi, þvi ég fór á sjóinn. Eftir þaö var ég ráöinn til Pósts og sima, fyrst sem loftskeyta- maöur. Ég hélt áfram námi innan þeirrar stofnunar, þvl þar voru oft námskeiö. Ég lauk simvirkja- námi meö radiótækni sem sér- grein. Þá varö ég verkstjóri og loks yfirverkstjóri I radiótækni- deild.” Tæknivæddasta símstöð landsins „Um þetta leyti var fariö aö undirbúa komu sæslmastrengsins Scot-Ice til landsins. Hann átti aö koma á land i Vestmannaeyjum. Þess vegna var mikill tæknibún- aöur væntanlegur til simstöövar- innar I Eyjum og ég haföi mikinn áhuga á starfi stöövarstjóra þar. Ég sótti um starfiö áriö 1956 og fékk þaö. Simstööin I Eyjum var og er tæknivæddasta stööin á landinu, ef stööin I Reykjavík er undan- skilin. Þar er loftskeytastöö og radiósamband viö meginlandiö, auk þess fara öll samskipti Is- lendinga viö umheiminn um stöö- ina i Vestmannaeyjum, bæöi aö austan, meö Scot-Ice, og aö vest- . an, meö Ice-Can. — Hvenær hófst þú þátttöku I félags- og stjórnmálum? „Þaö var mjög fljótlega eftir aö ég fluttist aftur til Eyja. Ég gekk aö visu I Alþýöuflokkinn, meöan ég var i Reykjavík og sótti fundi en haföi mig ekkert I frammi.” Vatnsskorturinn í Eyjum „Strax og viö komum til Eyja fór ég mikiö aö hugsa um vatns- skortinn þar. Eina vatniö, sem eyjaskeggjar höföu, var rign- ingarvatn, sem safnaö var saman af þökum húsanna. Þetta vatn var náttúrulega legiö og oft bragövont og ekkert sérstaklega heilnæmt. Ef ekki rigndi varö vatnsskortur. Mér fannst þetta ófært og lagöi mikla áherslu aö aö eitthvaö yröi gert i málinu og baröist fyrir þvi, aö Eyjarnar fengu gott vatn. Reynt var aö bora, bæöi fyrir heitu og köldu vatni, en árangurs- laust. Þá var talaö um aö vinna vatn úr sjó og athuganir geröar i þvi sambandi. En viö komumst aö þeirri viöurstööu, aö vænlegast væri aö fá vatn frá meginlandinu. Dansk- ur framleiöandi var fenginn til að gera tilraun til framleiöslu slikr- ar vatnsleiöslu. Þannig leiöslur höföu aldrei fyrr veriö framleiddar enda var leiöslan okkar fyrsta vatnsleiöslan, sem lögö var yfir opiö haf. Þegar leiöslan var tekin i notk- un tók sjónvarpiö mynd af Einari lækni Guttormssyni aö drekka nýja vatniö. En vatniö, sem hann drakk var gamalt, danskt vatn, sem haföi veriö I leiöslunum og þaö sást varla I botn glassins fyrir óhreinindum. Núna er vatniö i Eyjum ábyggi- lega þaö besta á öllu landinu. En ég er víss um, aö heföi ekkert ver- iö gert i þessu vatnsmáli, væri ekki búandi I Vestmannaeyjum i dag. T.d. eru hreinlætiskröfur i frystihúsunum orönar miklu strangari og þaö þýöir mikla vatnsnotkun. Fyrri vatnsleiöslan var lögö ár- iö ’68 og hefur hún reynst mjög vel. 1 gosinu fór 90 m há hrauntunga yfir hana en leiðslan lét þaö ekkert á sig fá. Seinni leiöslan kom svo áriö ’71. Þó svo liðinn sé meira en áratugur síöan leiöslan var lögö til Eyja og vatnsskortur þar meö úr sögunni, þá láta eldri Vest- mannaeyingar vatniö aldrei renna aö þarflausu; unga fólkiö telur vatniö sjálfsagöan hlut.” I framboð „Ég fékk strax mikinn áhuga á málefnum bæjarfélagsins og fór I Marta Björnsdóttir: „Við erum orðin gróii í „Ég tók töluveröan þátt I starfsemi Leikfélags Vest- mannaeyja á timabili. Viö sett- um upp mörg verk. Þaö var skemmtiiegur timi. Vinkona min úr leikfélaginu sagöi viö mig um daginn I gamni: „Nú ert þú sko enginn amatör lengur, þú ert bara orðin at- vinnuleikkona”. Þetta sagöi Marta Björns- dóttir, eiginkona Magnúsar H. Magnússonar og hló viö. „Þetta er kannski ekki svo vitlaust hjá henni. Þaö fer ekki hjá þvl, aö maöur sé meira I sviösljósinu en ella, þegar eigin- maöurinn er i þessu stússi. En svona daglega og innan um vini mina, man ég hreint ekki eftir þvi, aö ég sé „ráö- herrafrú”. Auövitaö reyni ég svo aö gegna minum skyldum sem þessu fylgja, eftir bestu getu”. — Leiöist þér i Reykjavik? „Allt aö þvi. Viö erum búin aö búa 1 22 ár i Vestmannaeyjum. Þaö gefur auga leiö, aö á svo löngum tima breytast vina- og kunningjatengslin. En sem bet- ur fer eigum viö marga góöa vini og ættingja hér, sem viö höfum alltaf haldið sambandi viö. Þaö bjargar miklu, þvi viö erum oröin afskaplega rótgróin i Vestmannaeyjum. Starf Magnúsar sem ráðherra býöur ekki upp á mikinn tima fyrir fjölskyldu né til aö standa I flutningum, sem fylgir mikiö rót, bókstaflega á öllu. Þetta heföi kannske veriö auöveldara, heföi hann „bara” veriö þing- maöur, eins og til stóö. En menn gefa sig i þetta og þá þýöir ekk- ert aö vera aö mögla. En ólikt auöveldara er fyrir menn sem eiga heimili sin hér i Reykjavik að renna sér i ráðherrastól”. — HvaÖ meö leikstarfsemina I Eyjum? „Þaö er mikil gróska I Leikfé- laginu þar og hefur alltaf veriö. Nú er komiö mikiö af ungu og nýju fólki til starfa, sem er gleöilegt til aö vita. Meðan ég starfaöi meö félaginu var eitt verk, sem viö tókum upp hvaö eftir annaö, kannske vegna þess hvaö okkur kerlingunum þótti gaman aö leika þaö. Þaö var gamanleikurinn „Margt býr I þokunni”. Meöal annars æföum viö þaö upp hér I Reykjavik i „gosinu” og sýndum fyrir ýmsa aöila, sem ötulastir voru I hjálpar- starfinu. Svo sem Trésmfðafé- lag Reykjavikur, Rauöa kross- inn og fleiri. Svo höfum viö feröast meö þaö til Austfjaröa, Vestfjaröa og um Suöurland. Okkur var alls staðar vel tekiö og margt skemmtilegt, sem geröist i þessum ferðum”. — Er mikiö um boö og sam- kvæmi? „Ekki get ég neitaö þvi. Sumt er skemmtilegt, annaö ekki, eins og gengur. Ég hefi nú aldrei verið yfir mig hrifin af hana- stélsboöum og þaþ.þgfur ekkert breyst. En til aö /nefna eitthvaö skemmtilegt djka tek ég til dæmis kvöldveröarboö í kin- verska sendiráöinu sem fjöl- skyldunni-var boöiö I. Maturinn vár sérkennilegur, góöur óg gaman aö boröa hann. Og utrjíram al.lt, gestgjafarnir svo aíslappaöir og vingjarnlegir ’á svo eölilegan hátt, aö manni leiö vel I náVist þeirra. Ég vildi aö viö Islendingar heföum eitt- hvaö af þeirri ró, sem viröist einkenna Kfnverja, aö minnsta kosti þá, sem ég hefi kynnst”, sagði Marta Björnsdóttir. —ATA Marta meö dóttursoninn Daöa. Texti: Axel T. Ammendrup Myndir: Gunnar V. Andrésson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.