Vísir - 20.01.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 20.01.1979, Blaðsíða 5
i @S VÍSIR Laugardagur 20. janúar 1979 sf 3 ^ . • laáiiwF Reykingar og kvef Reykingamenn eru oftar kvefaðir en þeir sem ekki reykja. Skýringin er einföld. Reykurinn hefiir þau áhrif á öndunarfærinað þau starfa ekki sem skyldi. Reykingamenn eiga erfiðara meðaðhóstauppslimi, ryki og öðrum ögnum sem setjast i öndunarveginn. Þetta veldur aukinni hættu á sýking- um,meðal annars kvefi. En það eru ekki aðeins reyk- ingamenn sem eru i þessari hættu. Börnin þeirra eru lika i hættu. Rannsóknir hafa sýnt að börn reykingamanna fá helm- ingi oftar sýkingu I öndunarfær- um en þau börn sem eiga foreldra sem ekki reykja. Reyk- ið þvi ekki nálægt börnunum.'. Sjúkradagpeningar I. Sjúkradagpeningar geta ýmist verið: a) fullir b) hálfir c) minna en hálfir a) Fullir dagpeningar greiöast ef niður fellur heils dags launuð vinna. Meö launaðri vinnuer átt við alla vinnu aö beinni tekjuöflun, jafnt at- vinnurekanda sem launþega. b) Hálfir dagpeningar: l.Ef niður fellur launuð vinna sem nemur minna en heils dags vinnu en a.m.k. hálfs dags starfi greiðast hálfir dagpeningar. að jafnaöi ekki lengur en 3 mánuði. 2. Heimilt er að greiöa sjúklingi I afturbata hálfa dagpeninga ef hann hefur áður unniö heils dags launavinnu en tek- ur upp allt að hálfs dags launað starf i afturbata. Dagpeningar þessir greiðast aldrei iengur en 3 mánuði. c) Minna en hálfir dagpeningar. Ef felld er niöur vinna sem nemur minna en hálfs dags starfi greiöast dagpeningar sem nema 3/4 hlutum misstra launatekna, allt að hálfum dagpeningum. H. Dagpeningar vegna starfa eingöngu við eigið heimili. Dagpeníngar eru aðeins greiddir efheimilisstörf falia að fullu niður. Geti húsmóðir t.d. annast matseld, þrátt fyrir veikindi er réttur til sjúkradagpeninga ekki fyrir hendi. Sanna skal Utgjöld vegna heimilishjálpar með skýrum kvittuöum reikningum er til- greini vinnutima,greidd laun og nafnnUmer viðtakanda. III. Dagpeningar vegna starfa viðeigið heimili ásamt útivinnu. Dagpeningar nema: a) fullum eöa hálfum dagpeningum, b) eða 3/4 misstra tekna,allt að hálfum dagpeningum, c) + 3/4 greiöslna fyrir keypta heimilishjálp til fólks utan heimilis, umfram heimilis- hjálp 1/2 dag i viku. Samanlögð greiðsla nemur aldrei meiru en fulium dag- peningum, Sá sem nýtur dagpeninga vegna niðurfelldrar launavinnu á ekki rétt á 1/4 dagpeninga vegna niðurfalls heimilisstarfa. Þaö tálmar ekki greiðslu hálfra né fullra dagpeninga þótt umsækjandi geti sinnt léttu heimilisstarfi. Með reglum þessum er gerö tilraun til þess að bæta Ur þeim ágöllum sem reyndust vera á eldri reglum, þ.e. að vinna hUs- móður á heimili geti Utilokaö dagpeningarétt vegna misstra tekna af vinnu utan heimilis. Fyrsta reyklausa kynslóðin Þriðjudaginn 23. janúar n.k. gengst samstarfsnefnd um reykingavarnir fyrir þvl aö dagurinn verði reyklaus um landiö allt. Samstarfsnefndin vill með þessu beina athygli landsmanna að skaðsemi reykinga og þeim gífurtega kostnaöi sem þjóðin þarf aö bera þeirra vegna. Reykingar eru ekki einkamjil þeirra sem reykja, heidur snerta þær einnig þá sem um- gangast þá reykjandi. Margt hefur verið gert til að auka fræðslu um reykingar og skaðsemi þeirra og hefur i þvi sambandi verið lögð sérstök á- hersla á fræðslustarf I skólum. Löggjafinn hefur brugöist við þessu vandamáli, sem er senni- lega eitt stærsta mengunar- vandamálið, á þann hátt að setja lög um ráöstafanir til að draga Ur tóbaksreykingum. Með þvi skapaöist grundvöllur að markvissu fræðslu- og varn- arstarfi. Mannlíf hvetur alla til að standa saman að þvi að sú kyn- slóð sem nU cr að alast upp verði fyrsta „reyklausa” Islenska kynslóðin. Til þess þarf hver og einn reykingamaöur að líta I eigin barm og taka þeirriábyrgðsem hann hefur bæöi gagnvart sjálf- ym cAr nð nJSriim Gjöf Jóns Sigurðssonor Verölaunanefnd sjóðsins Gjafar Jóns Sigurðssonar hefur til ráðstöfunar á árinu 1979 5 millj. króna. Samkvæmt reglum sjóðsins skal verja fénu til „verðlauna fyrir vel samin visindaleg rit, og annars kostar til að styrkja Utgáf- ur merkilegra heimildarita”. Þá má og „verja fé til viöur- kenningar á viðfangsefnum og störfum höfunda, sem hafa vísindarit I smiðum”. 011 skulu þessi rit „lúta að sögu ís- lands, bókmenntum þess, lögum, stjórn og framförum”. Verölaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar auglýsir hér með eftir umsóknum um fjárveitingar úr sjóönum. Skulu umsóknir stllaðar til verðlaunanefndar, en sendar for- sætisráðuneytinu, Stjórnarráðshúsi, fyrir 10. mars. Umsóknum skulu fylgja rit, ritgeröir eða greinargerðir um rit I smiöum. Reykjavik, I janúarmánuði 1979. Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar Gils Guðmundsson. Magnús Már Lárusson. Þór Vithjálmsson. Fólkagata Aragata Oddagata Þjórsórgata Rauðárholt I, Einholt Háteigsvegur Rauðarárstígur Skólagata Borgartún Laugavsgur Skúlatún I FULLUM GANGI FULLT AF NÝJUM VÖRUM TISKUVERSLUNIN UIVlll HAMRÁBORG1 - KÓPAVOGI - SÍMI 43711

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.