Vísir - 20.01.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 20.01.1979, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 20. janúar 1979. VISIR h Rá&herrabústaOurinn viö Tjörnina. Ellefsen hvalveiöimaður gaf eöa réttara sagt seldi vini sinum Hannesi Hafstein húsiö fyrir 1 krónu. Hannes flutti húsiö frá Sólbakka I önundarfiröi og reisti viö Tjörnina. Valtýingar náöu naumum meirihluta á Alþingi áriö 1900. Frumvarp Valtýs um stjórnar- skrárbreytingu var þá sam- þykkt, en var fyrir fram dauöa dæmt, þvi á sama tima uröu stjórnarskipti I Danmörku og Vinstriflokkurinn tók viö, sem var fús til mun meiri tilslak- ana viö Islendinga en frum- varp Valtýs fór fram á. 1 kosningunum 1902 unnu Heimastjórnarmenn sigur og aftur i kosningum 1903. Á Alþingi þaö ár var frumvarp þeirra um stjórnarskrárbreyt- ingu og heimastjórn endanlega samþykkt, meö öllum greiddum atkvæöum gegn einu. Þetta eina mótatkvæöi kom frá landvarnarmanninum séra Siguröi Jenssyni I Flatey. Á fund Albertis Sumariö 1901 gengu þeir báöir Valtýr Guömundsson og Hannes Hafstein á fund hins nýja ís- landsmálaráöherra, Albertis. Valtýr kom meö samþykkt Alþingis, en Hannes lagöi fram tillögur Heimastjórnarmanna, þar sem meira tillit var tekiö til rikjandi aöstæöna. Sagt er aö þá hafi Hannes Hafstein notiö glæsimennsku sinnar og vináttu viö vinstri- manninn Georg Brandes. Niðurstaöan varö sú, aö danska stjórnin lagöi 2 frumvörp fyrir Alþingi, annaö var frumvarp Valtýs, en hitt var grundvallaö á tillögum Heimastjórnar- manna. Landvörn Landvarnarflokkurinn vter stofnaöur 1902. Landvarnar- menn böröust harölega gegn þvi aö Islenskur ráðherra ætti sæti I rlkisráði Dana. Þeir töldu Is- lendinga ekkert erindi eiga við danska þingiö, þvi einungis væri konungssamband milli Is- lands og Danmerkur. Haröastir andstæöingar sam- bands viö Dani fyllktu sér i t Landvörn og flokkurinn var mjög atkvæöamikill um 10 ára skeiö. Bæöi Valtýingar og Heima- stjórnarmenn vildu fá ráöherr- ann úr slnum flokki. Þann 1. febrúar tók Hannes Hafstein viö þvl embætti fyrstur Islenskra manna. Dansleikur, hundar og föðurlandssvíkarar Pólitikin á fyrstu árum þess- arar aldar var persónuieg, óvægin og heiftúðug, þannig aö st jórnmálakarp nútimans bliknar viö þann samanburð og er sem barnaviprur einar. Þórbergur Þórðarson lýsir þessu vel i bók sinni Ofvitanum. Að vfsu er ekki rætt um Heima- stjórn, heldur Uppkastiö frá 1907 um samband Islands og Danmerkur. Sjálfstæðisflokkur- inn (hinn fyrri), sem nefndur er, varð til við samruna Þjóöræðis- flokks og Landvarnarflokks. „A þessum árum greindust íslendingar I tvö þjóöerni, danska íslendinga og góöa ls- lendinga. Allir, sem voru meö Uppkastinu, voru danskir ls- lendingar, ogþósér i lagi ef þeir stóöu framarlega I stjórnmála- baráttunni. Enþeir, sem voru á móti Uppkastinu, þeir voru ls- lendingar eöa góöir íslendingar. Allir danskir Islendingar voru föðurlandssvikarar og land- ráöamenn. Þeir hétu llka Dana- sleikjur. En allir góöir tslend- ingar elskuöu ættjöröina slna. Og þeir voru ekki Danasleikjur. Þó aö okkur, ungum sjálf- stæöismönnum, væri sæmilega illa viö Dani, þá bárum viö þó aö þvl skapi þyngri þykkju til hinna dönsku Islendinga sem mannspartar þeirra voru nær okkur í rúminu. Okkur var ákaf- lega I nöp viö Jón Olafsson rit- stjóra Reykjavlkurinnar, Þor- stein Glslason, ritstjóra Lög- réttu, Jón alþingismann I Múla og Knud Zimsen bæjarverk- fræöing. Þó var okkur ennþá verr viö smala Heimagtjórnar- flokksins, eins og Daviö i Stuölakoti, Sigurö Halldórsson húsagerðarmeistara, Guömund Asbjörnsson, slöar bæjarfull- trúa, Jónas lands og Kjartan Konráðsson. Lárus H. Bjarna- son hötuöum viö og fyrirlitum þó annaö veifiö. Og Hannes Haf- stein var voöalegur maöur, danskastur allra danskra Is- lendinga, fööurlandsleysingi og landráöamaöur af verstu gerö: Þvl tslands sonur ættjörö blekkir. Oss illa falla danskir hlekkir. Vinnum heiftar heit. Höslum vlgareit, og hötum þennan hund, sem hefur danska lund og leggur oss I læöing. Svona haföi Jóhann Gunnar, eitt af mestu ljóöskáldum sinna tlma, ort um þennan fööur- landssvikara. Og viö sungum þetta kvæöi oft, þegar viö þurft- um aöhressaupp á stemmning- una I garö Dana og dönsku ís- lendinganna. En foringjar sjálfstæöis- manna, góðu tslendingarnir, — þaö voru nú góöir menn. Þeir voru hiö jaröfasta bjarg, sem við reistum á allar okkar ástr- löuskreyttu stjórnmálaborgir. Viö treystum þvl I mestu hjart- ans einlægni, aö þeir væru svo gáfaöir og læröir, svo mælskir og heiöarlegir I sér, aö þeir myndu leiöa sjálfstæöisbaráttu þjóöarinnar til sigursælla enda- Heitt í kolunum — rœtt við Sigurbjörn Þorkelsson Lét mig aldrei vanta á fundi i Landvörn „Ég byrjaöi fyrst að skipta mér af pólitlk 1903. Ég var hlynntur Valtýskunni til aö byrja meö. Ariö 1903 tók ég þátt I stofnun Félagsins Landvörn. Mikið bar þar á ungum mönnum úr öllum stéttum. Viö börðumst fyrir því aö viö Islendingar losn- uöum alveg úr tengslum viö DaniTsagði Sigurbjörn Þorkels- son I samtali viö Helgarblaðið Gefið var út blaö, samnefnt félaginu og unnu þeir aöallega aö útgáfunni Benedikt Sveins- son yngri, Einar Benediktsson skáld og Einar Gunnarsson, seinna ritstjóri Visis. Þá var gefið út blaöiö Ingólfur undir ritstjórn Bjarna Jónssonar frá Vogi en hann og Benedikt Sveinsson voru áberandi góöir málafylgjumenn og stjórnmála- menn af guös náö. Ég lét mig aldrei vanta á fundi I Landvörn, þvl þar var unniö af llfi og fjöri aö skilnaöarmálunum. Mörgum okkar yngri manna I Landvörn þótti ekki unniö nægilega aö beinum skilnaði við Dani strax. Þá var stofnaö Skilnaöarfélag ungra manna. Aðal hvatamaöur þess var GIsli Sveinsson.seinna sýslumaöur, eldlegur áhuga- maöur um skilnaðinn viö Dani. Með og móti Hannesi Ég var ekki hrifinn af þvl þegar Hannes Hafstein varö ráöherra. Þvl ég var á móti hon- um og Heimastjórnarflokknum. En ég var meö Hannesi Hafstein sem manni og bar djúpa virö- ingu fyrir honum. Eiginlega skildi ég það ekki þegar ég fór aö athuga málinf hvernig ég hefði fengið mig til aö vera á móti honum. En stjórnmálin voru hörö. Þaö átti aö heita svo aö hann væri dansk-sinnaður, en hann var það bara ekki. Þetta var prýöismaöur á alla lund og hann og Asgeir Sigurösson voru ein- hverjir fallegustu menn sem hér hafa sést. Þaö var gaman aö sjá þá ganga saman. Hannes bjó I Ingólfshvoli gegnt Edinborg, þar sem ég vann. Ég kynntist honum þá, en aldrei lét hann mig finna til þess aö ég væri einn af hans áköfustu andstæð- ingum. Danadindlar Vægast sagt rikti hér Dana- andúð, andúö á öllu sem danskt var, en ekki Dana-hatur. Menn sneiddu hjá Dönum og dansk- sinnuöum Islendingum, sem kallaðir voru Dana-dindlar. Mikill munur er á pólitikinni þá og nú. Núna eru allir íslend- ingar, þeir eru bara meö mis- munandi skoöanir. En þá virtist hluti landsmanna vera Danir. Pólitikin var ákaflega persónu- leg og olli oft óvild milli manna. Ljónagryfjan Arið 1904 var ég aö vinna I versluninni Edinborg. Þaö var ákaflega mikiö rætt um pólitlk. Skrifstofa mln var kölluö „Ljónagryfjan? þar komu þeir ljóntrylltustu saman. Aöallega Sigurbjörn Þorkelsson f Vfsi (f. 1886) „Fáir nema landvarnar- menn hættu sér f „Ljónagryfj- una”.” Valtýr Guömundsson voru þaö samherjar I Landvörn, þvi þeir sem voru á annarri skoðun þoröu varla aö koma þangað, en ef þeir komu voru þeir teknir i gegn. Guömundur Asbjörnsson fél- agi minn I versluninni Visi var heimastjórnarmaður. Þaö var svo heitt I kolunum fyrir allar kosningar að viö ákváðum aö hætta að tala saman hálfum mánuðifyrir kosningar. En ekki leið nema vika frá kosningum að við fórum aö tala saman aftur. Þetta var gert til aö spilla ekki vináttunni”. —ÞF Þá var hœtt að bjóða — rœtt við Jón Gunnlaugsson Þórbergur Þóröarson rithöf- undur var hatrammur andstæö- ingur heimastjórnarmanna. Hann lýsir heiftinni I pólitfk á fyrri hluta aldarinnar vei I Ofvitanum. lykta. Innilegast dáöum viö Skúla Thoroddsen og Björn Jónsson ráöherra. Þaö voru guödómlegir menn. Viö höföum llka miklar mætur á Einari H. Kvaran, Bjarna frá Vogi, dr. Jóni Þorkelssyni, Benedikt Sveinssyni, Þorsteini Erlings- syni og Hannesi Þorsteinssyni. Og okkur þótti vænt um Björn Kristjánsson, Svein Björnsson og Jakob Möller. En af yngri sjálfstæðismönnum litum viö mest upp til Skúla Thoroddsen yngra, Andrésar Björnssonar, Siguröar Sigurössonar frá Vigur og Siguröar Lýössonar. Sjálfstæöisflokkurinn haföi enga smala hér I bænum eins og heimastjórnarmenn. En hann átti hér nokkra góöa „agita- tora”. Mér eru ennþá I minni Björn Rósinkranz, Þorkell Clausen, Sigurbjörn I Visi, Jón Baldvinsson og Ólafur Ólafsson. Okkur var vel viö þá alla. Einu sinni kallaöi Jón Ólafsson Ólaf Spjalda — Láfa I Reykjavlkinni. Þann dag var ég voöalega reiður’ ’. ,,Það er skritiö aö nú þegar ráöherrar fara og koma þá veit maöur ekkert af þessu. Þaö er eins og þeir Iæöist I sæti sitt og læöist burt aftur og þaö veit enginn af þessu. ööruvlsi var þaö þegar Hannes Hafstein kom hingaö;þá var stórveisla inni I ráöherrasalnum og öllum boöiö upp á kampavin”, sagöi Jón Gunnlaugsson I viötali viö Helg- arblaöiö og haföi eftir sam- starfsmanni sinum I Stjórnar- ráðinu.,pg þar héldu þeir ræöur Hannes sem var aö koma og Magnús sem var aö fara” „Menn fögnuöu þvi þegar Hannes varö ráöherra. Allir Grimsnesingar uröu Heima- stjórnarmenn eftir aö Hannes Hafstein kom austur og vlgöi Sogsbrúna og hélt mikla ræöu, þásáég hann fyrst. Þarnavoru allir Grimsnesingar, sem vettl- ingi gátu valdið. Ég held aö Hannes hafi átt þá alla eftir þessa vlgslu. Fylgi hans var all- staöar mikiö þar sem hann kynnti sig. Framkoma hans var einstök. Hann var glæsilegastí maöur, sem ég hef augum litiö. Ég sá og Hannes viö konungs- komuna 1907. Margir tóku þá feil á honum og konunginum, Hannes Hafstein ráöherra, Myndin er tekin á efri árum hans. r upp omaga Jón Gunnlaugsson, f. 1890, frá Kiöabergi; fyrrverandi starfs- maöur i Stjórnarráöinu: „Þaö var boðinn upp drengur 10 eöa 11 ára gamall”. svo bar hann af um glæsi- mennsku. Hannes var afkastamikill starfemaöur og fékk ýmislegt I gegn. Hann setti t.d. lögin um fátækraframfæri og eftir þaö var hætt aö bjóöa upp ómagana. Ég var á einu svona uppboði á Stóruborg. Faöir minn var hreppstjóri þá og hann bauö upp sveitarómagana, þaö var eittaf hans skylduverkum. Ég man eftir þvi aö hann bauö upp dreng eitthvaö 10 eöa 11 ára gamlan. Og þá bauö maöur hátt og snjallt sextiu krónur. Fimmtiu og fimm krónur sagöi sá næsti, svo komu ekki fleiri boö oghann var sleginn honum. Þetta var ekki eins og á venju- legu uppboði, sá sem bauö lægst fékk manneskjuna, en hreppur- inn gaf með þessu fólki. Ég gekk út úr þinghúsinu og var ekki lengur viö þetta. Þaö var glaöa sólskin og logn. Þar sátu úti I túnjaörinum tvær kon- ur i gömlu söölunum sinum. Þær voru aö tala saman er ég gekk framhjá og önnur segir: „Hvar skyldi ég nú lenda I kvöld?”, ósköp döpur I bragöi. Ég hlustaði ekki meira en hélt áfram”. —ÞF. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.