Vísir - 28.02.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 28.02.1979, Blaðsíða 9
9 ,■ plll lUIW VAGNARNIR MÍRKTIR EINS OG KOSTUR ER „Vagnarnir eru eins vel merkt- ir og kostur er”, sagði Eirikur Asgeirsson forstjóri Strætis- vagna Reykjavikur er hann hafði samband við lesendadálkinn. 1 bréfi frá öldruðum borgara i Visi á mánudaginn er kvartað undan þvi að númer vagnanna séu of ógreinileg og of hátt uppi. Eirikur sagði að auk þess sem númer og leiðaheiti væru höfð með eins stórum stöfum og hægt væri framan á vögnunum væru sömu upplýsingar fyrir ofan dyrnar. A eldri geröum strætis- vagna væru þær þó minni en á nýrri vögnum. Hins vegar væri þaðekki leyft af öryggisástæöum að hafa númer á vinstri hlið vagn- anna. Ekki væri unnt aö mála stór númer á hægri hliðina þvi sami billinnæki ekki alltaf á sömu leiö- um. Ekki svo auðvelt fyrir mœður að vinna úti Húsmóðir hringdi: „Það mætti svo skilja þegar maður les viðtöl við ungar mæður i blöðunum að það sé ekkert vandamál að koma börnunum frá sér og ekkert auðveldara fyrir konuna en að fara út á vinnu- markaðinn svoneftida. Það virðist vera svo sem blöðin hafi aðeins viötöl viðungar mæð- ur þannig að lesandinn fær ranga mynd af ástandinu. Þaö eiga nefnilega ekki allar mæður kost á þviað setja börn sin á gæslustofn- anir. Barnaheimilin eru aöeins fyrir börn til sex ára aldurs. Eftir það tekur skólinn við en þaö eru engir staðir sem börn geta farið á eftir skólatima. Og hvað um mæður sem eiga mörg börn á mismun- andi aldri. Það er ekki eins auðvelt og fólk heldur fyrir móðurina að vinna úti. Hvernig væri að haft yröi við- talvið einhverja móðurina sem á börná aldrinum ll-14ára? Þaðer alltaf verið að tala viö þá sem hafa enga reynslu. Engar dagvistunarstofnanir taka við börnum á aldrinum 6 til 10 ára. Þannig að móðirin er bundin heima á meðan börnin eru á þvi aldursskeiði. Hins vegar telja margir að þaö sé auðvelt að vinna úti frá börnunum og skilja þau eftir ein heima er þau verða 12 ára. Það er bara alls ekki svo einfalt eins og menn vilja vera láta. Þvi að þau þurfa jafn mikið á móður- inni að halda og yngri börnin, þó ekki sé nema til að rifast i manni”. Fúir skemmtistaðir fyrir unglinga: „Stœrsta vandamálið" HRR skrifar: „Mig langar mikið að spyrja borgaryfirvöld hvað þau ætli að gera i' sambandi við vandamál sem unglingar eiga við aðstriöa, þ.e.a.s. skemmtistaðaleysi. Þetta er eitt stærsta vanda- mál unglinga. Aö visu eru tveir mjög góöir skemmtistaðir opnir, Bústaðir og Fellahellir. Gallinn við Fellahelli er hins vegar sá að hann er lokaður öllum sem ekki eiga heima i hverfinu. Bústaðir eru ágætir en einn skemmtistaður er hvergi nóg. Það má alls ekki drepa allt fé- lagslif unglinga niður eins og hef- ur verið gert. Ég hef tekið eftir þvi að það eru margir sem eru hættir að þora út á dansgólfiö þegar maður er á skólaböllum og fólk er yfirleitt hætt að kunna að skemmta sér. Fyrir mitt leyti þá er ég 15 ára og var alltaf ári of ungur til að sleppa inn i Tónabæ þar sem allt- af var veriö að hækka aldurstak- markið. Það er lika mjög nauð- synlegt að hafa hljómsveitir á böllum þvi þær gera mjög mikiö. Það er hreint fáránlegt að banna unglingum aö heyra I hljómsveit- um nema á á breiðskifum. Lokaorö min eru þvi þau að ég bið menntamálaráðherra og borgarstjórn að gera eitthvað i. þessu máli þvi við þurfum ekki siður en fullorðiö fólk að skemmtaokkur. Égvona að fleiri skrifi á eftir mér til aö ýta enn frekar undir þetta þvi það er eina leiðin til aðfá okkar mál i gegn”. Hurðir Smíðum glugga og hurðir. Vönduð vinna á hagkvæmu verði. Gerum tilboð og veitum nánari upplýsingar, ef óskað er. Gluaqa- rn deifdinOD í Dalshraun 17, Hafnarfirði, sími 53284. ITT VESTUR-ÞÝSKU LITSJÓNVARPSTÆKIN Bræóraborgarstig1-Sími 20080- (Gengió inn frá Vesturgötu) r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.