Vísir - 28.02.1979, Blaðsíða 13

Vísir - 28.02.1979, Blaðsíða 13
ift* ? . ~ ***** $ - J? * s"6Lr\, i&$ir k * »# ;.. •» .. * _ Þaö er mikill gusugangur og atgangur þegar sundknattieiksmennirnir þeytast á eftir boltanum. Visismynd Friöþjófur Dómarinn fékk það óþvegið! Armenningar uröu Reykjavikurmeistarar i sundknattleik i fyrrakvöld þegar KR sigraöi Ægi 8:7 i SundhöUinni. Þar meö varö titillinn Armenninga sem hafa fullt hús stiga i mót- inu, þvi þeir mega tapa siöasta leiknum sem er gegn Ægi n.k. þriöjudagskvöld. Þaðleit þóekkidt fyrir aö KR myndi sigra Ægi I fyrrakvöid, þvi þegar 5 minútur voru óleiknar haföi Ægir yfir 7:3. En meö miklum dugnaöi tókst KR aö skora 5 siöustu mörkin og sigra. Ekki voru aliir Ægismenn ánægöir meö þessi málalok, og Þorsteinn Geirharösson vippaöi sér upp úr lauginni I leikslok og sló dómarann, fyrst I magann og siöan hressi- lega utanundir. Munaöi þá litlu aö fleiri blönduöu sér i máliö, en frekari handalög- málum varö afstýrt sem betur fór. Þaö hefur vakiö talsveröa athygli I þessu móti aö glfurleg harka er komin i Iþróttina, mun meiri en veriö hefur undanfarin ár. Menn eru ekki á eitt sáttir um hvaö veldur, en þeir sem hafa áhuga á aö sjá sundknatt- leik ieikinn af hörku og festu ættu aö bregöa sér I Sundhöllina á þriðjudaginn kemur. gk-. GUNNAR OG ÓSKAR ÁEM í SVÍÞJÓÐ Tveir fslenskir keppendur taka þátt I Evrópumeistaramótinu I kraftlyftingum sem fram fer I Jönköping i Svlþjóö um helgina, þcir Óskar Sigurpálsson sem keppir I þunga- vigt og Gunnar Steingrimsson sem keppir I milliþungavigt, en þeir eru báöir úr Vest- mannaeyjum. Þaö er skarö fyrir skildi aö Skúli Óskarsson getur ekki tekiö þátt I þessu móti.en hann heföi átt alla möguleika á aö veröa þar I allra fremstu sætunum. En Skúli meiddist á æfingu fyrir stuttu og treystir sér ekki I keppnina. Um möguleika þeirra Óskars og Gunnars er þaö aö segja aö Óskar á smá-möguleika á aö komast á verölaunapail takist honum mjög vel upp. Gunnar, sem keppir þarna I fyrsta sinn á stórmóti á hinsvegar ekki möguleika á verölaunasæti enda er hann ungur og á framtlöina fyrir sér I þessari iþróttagrein. gk-. Iprottir Miövikudagur 28. febrúar 1979. VISIR Umsjói Island mó alls ekki tapa fyrir Hollandi — Gerist það þó biður íslands ekkertannað í handknattleiknum en vera í C-keppninni ó nœsta ári Frá Kjartani L. Pálssyni i Barce- iona. 1 kvöld er ekkert um annaö aö ræða hjá islenska liðinu hér i B-keppninni i Barcelona en að standa sig. Þá verður leikiö gegn Hollendingum, og tsland verður að ná jafntefli eða sigra til að halda sæti sinu i B-keppninni, ósigur i kvöld þýðir að liðið fellur i C-deild handknattleiksins sem yrði mikið áfall fyrir islenskan handknattleik. „Viö verðum að vara okkur á leikmönnum Hollands” sagði Júh’us eftirað hafa séð Holland leika gegn Tékkóslóvakiu. „Þeir leikagóöan handknattleik, eru að visu dálitið misjafnir frá leik til leiks aö mér er sagt, en mjög góðir takist þeim vel upp.” I gærkvöldi var fundur hjá leik- mönnum tslands þar sem mynd- segulband af leik Hollands og B-KEPPNIN Á SPÁNI rv * Tékkóslóvakiu var vandlega yfir- fariðogreynt að finna veikleika i leik Hollendinganna. Vonandi hefursá fundur komið strákunum að gagni. Eftir leikinn við Spán komu strákarnir saman og skoðuöu leikinn á myndbandi. Þeir voru óhressir þegar þeir settust að myndinni, og ekki batnaði skapið við að horfa á leikinn. Þar kom i ljós að á kafla i siðari hálfleik fengu strákarnir 10-12 mjög góö marktækifæri, en þeim tókst ekki að skora. Eftir að hafa skoðað myndina skiptust menn á skoðunum og gagnrýndu frammistöðu sina og annarra á hreinskilinn og opin- skáanhátt, og siðan var gengið til hvildar eftir erfiöan dag. Spánn og Tékkóslóvakia leika i Barcelona i dag kl. 17.45 að islenskum tfma, en strax að þeim leik loknum hefst leikur Islands og Hollands, leikur sem er mjög mikilvægur fyrir islenskan hand- knattleik. klp/Barcelona/gk-. Vonandi tekst mér ## ## Kjartan L. Pélsson skrifar fró Barcelona að sigra í Moskvu — segir finnski langhlauparinn Lasse Viren sem íhugar að taka þátt í Ólympíuleikunum þar 1980 Þaö hefur veriö fremur hljótt um finnska langhlauparann Lasse Viren eftir aö hann sigraöi I 5og 10 km hlaupunum á ólympiu- leikunum I Montreal 1976. — Þar vann Viren sérstætt af- rek, þvi á ólympiuleikunum I Munchen 1972 haföi hann einnig unniö sigra i báöum þessum hlaupum. En Viren lét ekki þar við sitja i Montreal. Hann freist- aði þess einnig að vinna sigur i maraþonhlaupinu sem heföi verið einstakt afrek i iþróttasögunni, en Viren sem hljóp vegalengdina i fyrsta skipti á ævinni varö að láta sér nægja 5. sætið. En er Lasse Viren hættur að hlaupa? Það er eðlilegt aö menn velti þessari spurningu fyrir sér, þvi Viren hefur ekki verið I sviðsljós- Með gðnguskíðin á Costa del Sol inu undanfarin ár. Hann er þó alls ’ ekki hættur, og liver veit nema hann eigi eftir að koma á ólym- piuleikana I Moskvu og gera þar stóra hluti. Lasse Viren hefur ekkert látið Muller fékk að hœtta V-þýska knattspyrnufélagiö Bayern Munchen samþy kkti I gær aö markaskocarinn mikli Gerd Muller mætti hætta aö leika meö félaginu frá og meö deginum i gær. Muller krafðist þess aö losna frá félaginu i siöustu viku eftir aö hafa verið tekinn útaf i leik I fyrsta skipti á ferli sinum sem knattspyrnumaður, en hann hefur leikið hjá Bayern I 18 ár. gk__ uppi um framtiöaráform sin, og þessi 29ára lögreglumaður I smá- bænum Myrsylae i Finnlandi er frekar dulur i samskiptum sinum viö fréttamenn. ,,Ég vona að ég verði á meöal keppenda I Moskvu og ég vona aö mér takist að sigra þar” hefur hann látið hafa eftir sér, en segir litið meira. Þaö veröur ekki fyrr en I sumar sem hann tekur end- anlega ákvörðun um þátttöku i Moskvu 1980. ,,Fari ég til Moskvu, gæti ég reynt viö 5 eða 10 km hlaup eða jafnvel maraþonhlaupið, en ekki nema tvær af þessum greinum” segir Viren og bætir við aðspurð- ur um möguleika sina gegn hin- um frábæra hlaupara Henry Rono frá Kenya sem á heimsmet- in bæöi I 5 og 10 km hlaupunum: „Rono er geysilega sterkur hlaupari sem sjálfsagt yrði erfitt aö sigra. En það er langur timi þar til leikarnir i Moskvu fara fram og ýmislegt getur gerst á þeim tima. Þaö gætu hugsanlega komiö fram enn sterkari hlaupar- ar”. gk — Halldór Halldór Matthiasson sjúkra- þjálfari hefur svo sannarlega haft I ýmsu að snúast varðandi is- lenska liðið hér i B-keppninni, og hann- hefur innt gott starf af hendi. Fyrir hvern leik þarf hann t.d. að vefja eina 7-8 leikmenn með limbindum til aö varna þvi að meiðsli taki sig upp hjá þeim, auk þess sem hann þarf aö hyggja aö mörgu öðru. Strákarnir í liöinu hafa mikið gaman af þvi að Halldór hafði gönguskiðin sin með til Spánar, og sérstaklega þótti þeim gaman að sjá hann burðast með þau niður i Costa del Sol þar sem aldrei nokkurn tima sést snjókorn. En ástæöan fyrir þvi aðhann er með skiöin þarna úti ér sú að Halldór sem er einn af okkar fremstu göngumönnum ætlar ekki beint heim til Islands, heldur æfa sig i sldðagöngunni I Evrópu áöur. Strákarnir hafa óspart látið Halldór heyra þaö aö hann ætti nú aö fara að koma sér út á æfingu meöskiöinsinogfleira i þeim dúr enHalldór lætur ekkert raska ró sinnienvekuróneitanlega athygli þegar hann burðast meö skiðin sin um hérna i Barcelona. róttir á blaðsíðu 14 Gáfust upp hjá „Hibs" Norsku knattspyrnu- mennirnir Isak Arne Refvlk og Svein Mathisen, sem mikið voru I fréttum I haust er þeir hófu að leika með skoska liðinu Hibern- ian frá Edinborg, eru nú komnir aftur heim til Noregs. Þeir fóru frá Hibs fyrir siöustu helgi, en þá höfðu þeir setið á löngum fundi með for- ráöamönnum félagsins og rætt um tilboðiö, sem Thurnbull framkvæmdarstjóri þess haföi lagt fyrir þá daginn áður. Voru þeir félagar mjög óánægðir með það sem Hibs bauö þeim, og sögöust alveg eins geta verið heima i Noregi fyrir þann pening. Vildi hvor- ugur aðilinn gefa eftir og endaði málið þannig að Norð- mennirnir pökkuðu niður i töskur sinar og héldu heim með næstu flugvél. Höföu þeir þá dvalið við æfingar og keppni hjá Hibs i þrjá mánuöi. Isak Refvik hélt strax til Stav- anger og hóf æfingar meö Vik- ing, sem hann lék meö i fyrra, en þar ræður eins og kunnugt er rikjum maöur aö nafni Tony Knapp, og vár hann aö sögn mjög ánægður með að fá þessa stjörnu sina aftur. Svein Mathisen er aftur á móti ekki viss um hvaö hann á aö gera eftir heimkomuna. Hann hefur takmarkaðan áhuga á að fara aftur til sins gamla félags, Start, en i bakhöndinni hefur hann tilboð um aö koma og heimsækja FC den Haag I Hollandi með það fyrir augum að gera samning viö félagið, og er álitið að hann láti af þvi veröa. vísm Miðvikudagur 28. febrúar 1979. Gylfi Kristtánsson Kiartan L. Pálsson, J 13 Erlendur Erlendur með í kvöld? Frá Kjartani L. T'álssyni Mjög liklegt ertalið að Er- lendur Hermannsson leiki með Islandi gegn Hollandi i kvöld, en hann hefur hingað til hvilt i leikjum Islands i B-keppninni hér á Spáni. Erlendur hefur þó ekki tekið þvi illa að þurfa að vera i sparifötunum á meðan fé- lagar hans hafa verið I eld- linunni. Hann hefur sjálfur sagt að það hafi verið mikill lærdómur fyrir sig að fylgj- ast með keppninni og sjá hvernig þetta fer allt saman fram. , ★ Oli og Axel heimleiðis á morgun Þeir ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson munu ekki leika með islenska liðinu á föstudag eða laugardag þeg- ar leikiö verður um endan- lega röð I B-keppninni. Þeir félagar halda til V-Þýskalands á morgun, og þar biöur þeirra leikur með félagi þeirra, Dankersen, I v-þýsku deildakeppninni á laugardaginn. i uppiysa farþegum um mað, sem þeir þurfa að í skoðunarferðir, koma í ----.nir og eru farþegum indar í hvívetna. Reykjavik: Bankastrsti 10, aimi 29322 Akureyrl: Hafnarstæti 94, simi 21835 Vestmannaeyjum: Hólagötu 16, simi 1515 HROLLUR Ég mæli mcft Englandi. Landslagiö er tallegt. Vatniö er gott. Og svoerutaöþessar yndislegu ensku konur. Félagi Sveinn hefur rétt fyrjr sér, En samt mæli ég meö Frakklandi. Fallegar stúlkur og Ég mæli meö Itallu. Þar láiö þiö allt mögulegt, ásamt góöum mat og miklu sélskini. frábært vín þar. Andartak. Hvaö um Noreg? Þar fáum viö besta matinn/ fallegustu stúlkurnar og þar er landslagiö alveg stórkostlegt. TEITUR Um leiöog Neró kemur út ráöumst viö á hann. AGGI Hér er æf ing sem ætti aö hafa áhrif.,, Ríf iö blaö I smá-búta og takió einn I einy UPP af j^jjólfinu' MIKKI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.