Vísir - 28.02.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 28.02.1979, Blaðsíða 16
16 Miðvikudagur 28. febrúar 1979. vísm LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST Mary Jeane Rasmussen við orgelið i Filadelfiukirkju, sem hún sagðist vera mjög ánægð með. „Bandaríkjamenn gefa lítið fyrir erlend prófskírteini" - segir Mary Rasmussen sem heldur orgeltónleika í Fíladelfíukirkju í kvöld „Kannski er þetta eins erfittog það litur út fyrir aö vera, hugsaði ég áður en ég byrjaði að læra á orgei, en þaö reyndist talsvert erfiö- ara,” sagði Mary Jeanc Rasmussen, I samtali við Visi, en hún heldur orgcl- tónleika f Filadelflukirkj- unni I kvöld. Mary Jeane, sem er bandarisk lauk konsert- organleikaraprófi frá Tónlistarskólanum i Vinarborg á siðastliðnu ári og var aðalkennari hennar þar, prðfessor Michael Radulescu. Hún starfar nú sem aðal- organleikari við eina sögufrægustu klaustur- kirkju Evrópu i Heil- igenkreuz, sem er um það bil fjörutiu kilómetra frá Vin. Hún er á bakaleið úr tónleikaferö um heima- land sitt. „Prófessorinn sem ég stundaði nám hjá i Massachusettshaföi lært i Vinarborg, og þaö varö til þess að ég fór þangað eft- ir tveggja ára nám á org- el heima i Bandarikjun- um. Aður hafði ég lokið prófi á pianó og fiðlu. Dvölin i Vinarborg hef- ur verið dásamleg og það er mjög spennandi að vinna við klausturkirkj- una. Orgelið er afar gam- alt, síðan árið 1804, en klaustrið var byggt 1133. Það stendur til að taka upp dagskrá fyrir Euro- vision á aðfangadags- kvöld i kirkjunni, fyrir- hugaðar eru ýmsar endurbætur þarna og það er alltaf eitthvað um að vera Ég kann mjög vel við mig og allir eru ákaf- lega elskulegir og góðir við mig. Ég ætlaði raunar að vera flutt aftur til Banda- rikjanna og þóég viti ekki hvenær af þvi verður má það ekki dragast of lengi. Bandarikamenn eru nefnilega ekkert sérlega upprifnir yfir prófskirt- teinum frá erlendum skólum og ef ég ætla að hafa verulega góða at- vinnumöguleika verö ég að ljúka prófi frá viður- kenndum skóla i Banda- rikjunum, þó ég hafi lokið námi i Vin. Gott fyrir börn að læra af öðrum börnum. Ég byrjaði að læra á pianó hjá tónlistarkenn- ara þegar ég var sjö ára gömul, en frænka min sem var aðeins eldri en ég hafði kennt mér frá þvi ég var fimm ára. Mér hefur oft dottið i hug hvort ekki væri með einhverjum hættihægt að skipuleggja og fjármagna slika kennslu, þvi hún kemst oft miklu betur til skila. Einhvern veginn eiga börn greiðari aðgang að athygli annarra barna en fullorðnir og njóta þess gjarnan að miðla öðrum af þvi sem þau hafa lært. Annars hafði ég mjög góða og áhugasama kennara og það er óskap- lega mikilvægt aö skynja lifandi áhuga hjá þeim sem er aö leiðbeina manni, ekki sist á gelgju- skeiðinu. Flestir sem ég þekki i þessu fági hafa einhverntima á þeim aldri misst áhugann á tónlistarnámi og ætlað aö hætta. og ekki beinlinis af irúarlegum ástæöum. 1 litlum kirkjum, eins og þar sem ég ólst upp, eru orgelin yfirleitt ekki góð, þó söngurinn og orgel- leikurinn.geti verið ágæt- ur. Ég lét mér stundum detta i hug hvað þaö hlyti að vera skelfilegt aö leika við svona messur ef manni tækist ekki að fylgja söngnum. Eftir að hafa farið á orgeltónleika fór ég að hugleiöa hvernig væri að spila á þetta hljóðfæri og ákvað að fara i nokkra tima til að kynnast þvi. Þá hafði ég lokið námi i pianóleik. Þetta reyndist flóknara en svo að nokkrir timar dygðu og auk þess skemmtilegra en ég hafði átt von á. En lika erfið- ara.Ein af ástæðunum til að ég ákvaö að ljúka námi i orgelleik er að það gefur meiri atvinnumöguleika. Mér virðist að litiö sé um það viða i Evrópu að kon- ur stundi organistastarf, sérstaklega við stórar kirkjur, en i Bandarikun- um er það algengt og eins i Frakklandi. Annars hef- ur orðið mikil breyting a kynskiptingu i störf á sið- ustu árum og frekar er spurt um hæfileika, þekk- inguog áhuga en hvort þú ert karl eða kona, sem betur fer. Af dönskum upp- runa Þessi tónleikaferð sem ég var að koma úr var öðrum þræði farin til að heimsækja foreldra mina. Hún gekk vel að öðru leyti en þvi, að ég veiktist og varð að aflýsa einum tónleikunum og færðinvarmjög slæm þar sem ég var. Ég var þarna aðeins tvær vikur. 1 fyrrasumar fór ég i tón- leikaferö um Finnland, Danmörku, Austurriki og Þýskaland og stóð hún i átta vikur. Ég hafði aldrei áður komið til Norðurlandanna og fannst þaö sérstaklega gaman. Afi minn og amma voru dönsk og það býr mikiö áf fólki af nor- rænum uppruna þar sem ég er alin upp. Mér fannst þvi á margan hátt ég vera komin heim og allt miklu kunnuglegra en til dæmis i Vinarborg. Eg held aðeins þessa einu tónleika hér i kvöld en á morgun fer ég áleiðis til Vinar, sagöi Mary Jeane Rasmussen. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 i kvöld og aðgangur er ókeypis. A efnisskránni verða verk eftir J.S.Bach, Reger og Messiaen. — JM ÞÝSKUR KVIKMYNDASTJÓRI í Fimmtudaginn 1. mars kemur þýski kvikmyndastjórinn Werner Herzog i stutta heimsókn til íslands á vegum Þýska bókasafnsins. Heimsóknin er liður i ferðalagi Herzogs um Norðurlöndin og kemur hann hingað frá Noregi. A fimmtudagskvöldið mun Herzog hitta að máli islenska kvikmyndagerö- armenn, en á föstudags- kvöldið verður sýning i Tjarnarbiói á mynd hans „Aguirre — reiöi Guös” (gerð 1972 i Suður- Ameriku). Sýningin verður opin almenningi og hefst kl 9. Að sýningu lokinni mun Herzog svara fyrirspurn- um áhorfenda, og Thor Vil- hjálmsson rithöfundur stjórnar umræðum. Werner Herzog er einn þekktasti núlifandi kvik- myndastjóri Þýskalands. Allmargar mynda hans HEIMSÓKN hafa veriö sýndar hér á landi, t.d. var myndin „Stroszek” sýnd hér á kvikmyndahátið i fyrra, „Kaspar Hauser” var mánudagsmynd i Háskóla- biói og siðar sýnd i sjón- varpinu, og Fjalakötturinn hefur sýnt 4 mynda hans. Nýjasta mynd Herzogs er „Nosferatu” ný útgáfa af sögunni um Dracula greifa. Næsta vorverður frumsýnd i Þýskalandi mynd sem hann hefur nú i smiðum og byggir á leikritinu Woy- zeck eftir Georg Buchner, sem sýnt var I Þjóðleikhús- inu i fyrra. © LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.