Vísir - 28.02.1979, Blaðsíða 10
10
Utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davlö Guömundsson
Ritstjórar: ólafur Ragnarsson
Höröur Einarsson
Ritstjórnarf ulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er-
lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónina
Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stef ánsson, öll
Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttlr, Sæmundur Guðvinsson, Þor-
valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd-
ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón Oskar Haf-
steinsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og sxrifstofur:
Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611.
Ritstjórn: Slðumúla 14 simi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 2500 á mánuði
innanlands. Verö i
lausasölu kr. 125 eintakiö.
Prentun Blaðaprent h/f
Hendum
haftakerfinu
Það hefur sífellt verið að koma betur og betur í Ijós
undanfarna mánuði, að núverandi verðlagskerf i er búið
að syngja sitt síðasta. Er það raunar vonum seinna, því
að opinberar verðákvarðanir í almennri verslun hafa
hvergi staðist til neinnar frambúðar á friðartímum.
Mannkynssagan er full af dæmum um dapurlegar af-
leiðingar opinberra verðlagstilskipana. Og öll nágranna-
lönd okkar, sem neyddust til að taka upp ströng verð-
lagsákvæði í heimsstyrjöldinni síðari, flýttu sér að losa
sig við þau eftir stríðið, eins og aðrar slæmar menjar
þeirra hörmungartíma.
Þó að allt viðskiptalíf landsins færðist i frjálslegra
horf á viðreisnartímabilinu 1959-1971, var pólitísk stjórn
á verðlagsmálunum eitt af því, sem viðreisnarstjórninni
tókst ekki að losa þjóðina við.
Frumvarp viðreisnarstjórnarinnar um frjálslegri
verðlagslöggjöf var fellt með eins atkvæðis mun á Al-
þingi, atkvæði Eggerts G. Þorsteinssonar, sem þá var
undir miklum þrýstingi frá nokkrum af forystumönnum
verkalýðshreyf ingarinnar. Forsprakkar verkalýðs-
hreyfingarinnar sýndu þá sem oft endranær, að meðal
þeirra er að finna afturhaldssömustu öflin í íslensku
þjóðfélagi. Þeir hafa t.d. aldrei viljað skilja það, að
frjáls verðmyndun er fyrst og fremst hagsmunamál
neytenda, þegar til lengdar lætur, og þar með þeirra sem
verkalýðsfélögin eiga að vinna fyrir. Á þessu hafa
verkalýðssamtökin í nágrannalöndum okkar áttað sig
fyrir mörgum áratugum. En pólitískt ofstæki verkalýðs-
rekendanna hér hefur komið í veg fyrir, að íslenskir
launþegar fengju að njóta góðs af samkeppninni á
frjálsum markaði.
Hvað sem líður hinum pólitísku hleypidómum er nú
Ijóst, að ófrelsiskerfið í verðlagsmálunum er að hrynja.
Hin misheppnaða aðför verðlagsyfirvalda að Vísi og
Dagblaðinu var fyrsta áfallið nú í seinni tíð.
Strax í kjölfar þess kom svo stríð viðskiptaráðherra
sem yfirmanns verðlagsmála við gosdrykkja- og smjör-
líkisframleiðendur, sem lyktaði með því, að ríkisstjórnin
varð að draga til baka pólitískar geðþóttaákvarðanir sín-
ar og sætta sig við nokkurn veginn eðlilegar verðlags-
ákvarðanir.
Nýjasta áfallið er svo dómur bæjarþings Reykjavikur
nýverið, þar sem skerðing á verslunarálagningu í tíð
fyrri ríkisstjórnar var dæmd ólögleg sem ómálaefnaleg
pólitísk ráðstöfun. Eftir þennan dóm hafa innf lytjendur
og smákaupmenn yf irleitt hækkað álagninguna til sam-
ræmis við dómsniðurstöðuna, þó að verðiagsnefnd hafi
skotið honum til Hæstaréttar. Það sýnir best, í hvílíka
úlfakreppu yf irvöld eru komin með afskipti sín af verð-
lagsmálunum, að verðlagseftirlitið hefur helst viljað
loka augunum fyrir hækkununum, en kaupmenn hafa
aftur á móti ekki farið neitt dult með þær. Þegar verð-
lagsskrifstofan gat ekki svæft málið vegna frétta hér í
Vísi, setti hún það ,,í athugun".
Auðvitað gagnar það hvorki að loka augunum né setja
málið í athugun hjá nefnd. Það eina, sem dugar til að
leysa vandamálið, er að henda haftakerfinu, sem er að
hrynja hvort sem er, og láta frjálsa samkeppni leysa það
af hólmi.
Sjálfsagt verða einhverjir embættismenn og stjórn-
málamenn að henda í leiðinni einhverjum af sínum
gömlu hleypidómum. Þeim mun lengur sem þeir draga
það þeim mun meiri líkur eru á, að þeim verði að lokum
sjálfum hent með öllu hinu draslinu.
Miövikudagur 28. febrúar 1979
VÍSIR
Ætlun min er að gera hér að
umræðuefni tvær stofnanir, sem
ég tel hafa veriö hina mestu
dragbíta á allar framfarir i is-
lenskum áfengismálum, en þær
eru Afengisvarnarráö og
I.O.G.T. Afengisvarnaráði er
falið það hlutverk að miðla al-
menningi upplýsingum um
áfengismál byggöum á visinda-
legum rannsóknum, kenningum
og niðurstööum. Hefur verið
mjög slælega að starfi þessarar
stofnunar staöiö. Ekki svo að
skilja að skort hafi stöðugan
straum visindalegrar vitneskju
frá móðurskauti Afengisvarna-
ráðs, og ekki vil ég heldur
meina að herrarnir þar fari að
öllum jafnaði meö hrein ósann-
indi. óheilindin eru annars
eðlis. Einungis er dregin fram i
dagsljósið sú visindalega vitn-
eskja sem er áfenginu I hvað
mestan óhag, en rækilega þagað
yfir þeim visindalegu rann-
sóknum, kenningum og niður-
stöðum sem eru þvi heldur I
hag, og niðurstööur lagðar þvi
út á versta veg, þótt margar
þeirra megi túlka á fleiri en einn
hátt.
Áfengi og heilsufar
Ég get nefnt tvö dæmi vis-
indalegs eðlis, sem eru áfengis-
neysluheldur i'hag, og ættu þeir
-------------------\
Guömundur Sigurður
Jóhannsson, Keflavík,
skrifar um áfengis-
málin og einhliða
áróður áfengisvarnar-
ráðs og góðtemplara
gegn áfengisneyslu.
Hann vitnar m.a. til
bandarískrar timarits-
greinar, þar sem segir,
að rannsóknir sýni að
hófsmenn á áfenga
drykki lifi lengur en
óhófsmenn eða
algjörir bindindis-
menn. „Hefur visinda-
leg vitneskja í líkingu
við þessa nokkru sinni
borist almenningi í
pistlum frá áfengis-
varnarráði?" spyr
Guðmundur.
áfengisneyslu i öhag, hampað
framan í almenning en vendi-
lega þagaö yfir hinni.
Þvi miöur eru margir þeir,
sem trúa á Afengisvarna-
ráð sé hávísindaleg, óhlutdræg
stofnun, sem hægt sé að byggja
aUt sitt traust á. Þvi miður er
svo ekki, þaö meðhöndlar vis-
indalega vitneskju á áróðurs-
fullan og hlutdrægan hátt, vins-
ar úr ogbirtir almenningi oftast
aöeins það sem er i samræmi
við hinn fyrirfram ákveöna
„sannleika” þeirra sem haldnir
eru fanatik. Ekki sist þessu
hrekklausa fólki rita ég þessa
grein tU vinsamlegrar ábend-
ingar.
Frekja stúkumanna
Snúum okkur þá aö stórstúk-
unni ogstarfsemi hennar. Þetta
er félagsskapur þeirra manna,
sem ekki neyta áfengis sjálfir,
og eru að jafnaði andstæðingar
allrar áfengisneyslu. Stúkan
rekur fjölbreytta félagsstarf-
semi oghefur oftverið driffjöö-
ur 1 félagslífi heUu héraöanna,
og ber vissulega aö reikna henni
það tU tekna. Einnig rekur stúk-
an viötækan. hlutdrægan áróöur
gegn áfengisneysiu eins og
Afengisvarnaráð, og þótt hann
sé ekki nærri þvi aUtaf sann-
gjarn eða ofstækislaus, er þó
Ár6ðvr oa
staðreyndir
vm ófengið
menn, sem fróöastir eru um
þessi mál hérlendis að geta tlnt
til töluvert fleiri, væri viljinn
fyrir hendi.
1 greininni Heilsufar og stjórn-
un, (þýtt úr „Management To-
day”, mars 1978), er birtist i
Iönaðarmál 1. tbl. 25. árg. 1978,
segir oiðrétt: „Fyrir einni öld
setti skoski læknirinn dr.
Francis Anstie „öryggismörk”
fyrir áfengisdrykkju, eina og
hálfa unsu (42 gr.) af fljótandi
alkóhóii á dag. Þetta jafngildir
hálfri flösku af léttu vini, einum
litra af bjór eða þremur og hálf-
um „einföldum” af sterku
áfengi. Þetta mat hefur nýlega
fengið staöfestingu hjá Heil-
brigöismálaráðuneyti Banda-
rikjanna. 1 skýrslu ráðuneytis-
ins, „Afengi og heUsufar”, segir
að hin sigUdu Anstie-mörk virð-
ist enn tákna það áfengismagn
sem ekki auki likurnar á ótima-
bærum dauða”. Einnig segir i
greininni: „Bandariskar rann-
sóknir sýna að hófsmenn á
áfenga drykki lifa lcngur en
óhófsmenn eða aigjörir bind-
indismenn” (leturbr. mfn).
Hefur visindaleg vitneskja f lik-
ingu viö þessa nokkru sinni bor-
ist almenningi i pistlum frá
Afengisvarnaráði?
Er alkóhólismi ólækn-
andi?
Þá hefur þeirri visindalegu
kenningu óspartveriö haldið að
almenningi sem ómótmælan-
legum sannleika, að alkóhólismi
sé ólæknandi (króniskur) sjúk-
dómur og „einusinni alkóhólisti
sé aUtaf alkóhólisti” og eina
ráðið til að halda sjúkdómnum
niðri sé að bragöa aldrei áfengi.
En nú er svo mál með vexti aö
uppi eru fleiri visindalegar
kenningarum sama atriði. 1 rit-
gerðinni Orsakir alkóhólisma
eftir Gunnar Gunnarsson
(prentað af félagsvisindadeild
Háskóla Islands i sept. 1976),
‘sem er hin merkustu skrif, er
sagt frá vísindamanni sem
Steiner heitir oghefur sett fram
kenningu, sem er i fullri and-
stöðu við þá framangreindu. I
ritgerðinni segir orörétt:
„Steiner mótmælir þvi alger-
legaað alkóhólismi sé sjúkdóm
ur, fyrrverandi alkóhólisti geti
og hafi oröið hófdrykkjumaöur
(Qauarterly Journal of Studies
on Alcohol 28, 2 (1967) 305-15).
Vonin (hope and positive ex-
pectaney, sbr. Frankl. og Gold-
stein) sé nauösynleg ef ekki
nauösynlegust i allri meðferö,
og það að skilgreina alkó-
hólisma sem króniskan sjúk-
dóm ræni ekki alkólistann að-
eins voninni heldur stuðli bein-
lfnis aö þvi að hann verði
króniker, sbr. fullyrðingu
(dictum) W. I. Thomas „a
situation defined as real in soci-
ety will be real in its conse-
quences”. (Steiner 1971,
XV-XIX”.
Með þessari tilvitnun er ég
alls ekki aö gefa f skyn að kenn-
ing Steiners þurfi að vera neitt
liklegri til að veraréttari en hin,
heldur aðeins að sýna fram á
áróöurinn og hlutdrægnina i al-
mennri fræðslu um áfengismál.
Tvær andstæðar vfsindalegar
kenningar eru til staðar um eitt
ákveöið atriði i sambandi viö
áfengismál, hvorug hefur veriö
sönnuð eöa afsönnuð og reynsl-
an ein fengin með frekari rann-
sóknum mun leiða þaö i ljós
hvor er rétt eða hvort eitthvert
vit er i báðum. En hér á Islandi
er þeirri kenningunni, sem er
hægt aö sjá einn jákvæðan
árangur af honum, þ.e. að hvert
einasta mannsbarn veit að i
áfengisneyslu er fólgin áhætta
(en ég vil bæta þvi við, að þegar
fólki er þetta ljóst hlýtur það aö
vera mál manna sjálfra hvort
þeir taka áhættuna, án þess að
boðum og bönnum sé beitt
óspart og neytendum áfengis
gert örðugra um vik við ástund-
un nautnar sinnar).
Siöast skyldi ég áfellast
templara fyrir það að neyta
ekki áfengis, þaö er þeirra
einkamál og gangi þeim vel i
sinu bindindi, en það er hitt sem
ég þoli ekki, aö stórstúkumenn
skuli stöðugt reyna að leggja
stein I götu áfengisneytenda,
gera þeim erfiðara um vik við
ástundun nautnar sinnar og gott
ef ekki helst reka þá nauðuga til
að hætta að drekka. Ég get nefnt
mýmörg dæmi um þessa frekju-
fullu hneigð, stórstúkumenn
leggjast á móti þvi að áfengisút-
sölur séu opnaðar og veitinga-
staðir fái vinveitingaleyfi, og
róa aö þvi öllum árum að útsöl-
um sé lokað og staðir sviptir
vinveitingaleyfinu þar sem sllkt
hefurfengist i gegn, þeir hvetja
til að veröi á áfengi sé haldið
sem hæstu, þeir leggjist á móti
sterka bjórnum (eru aö visu
ekki einir um þaö), og þeir —
gott ef ég heyröi ekki fyrir
skemmstu — hvetja til að hætt
veröi að selja farþegum i milli-
landareisum tollfrjálst áfengi i
islenskum skipum og flugvél-
um.
Islenskir stúkumenn ættu að
láta af þessari frekjufullu
hneigö, lifa glaöir viö sitt bind-
indi, og vera bindindismenn
fyrir sjálfa sig en ekki fyrir
aðra. Þannig maður var Abra-
ham Lincoln, sem sagði:
„Sendið Grant meira whisky”.